Þjóðviljinn - 22.07.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júll 1976.
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Mrisey
Heyjað á ný í Hrísey
Guðjón Björnsson skrifar frá
Hrisey:
Frá Hrisey er allt gott að
frétta, atvinna er nú ágæt,
triliubátar fiska vel á heima-
miðum og hjálpa togaranum að
hatda við nógu hráefni. Stærri
bátarnir salta fiskinn aftur á
móti um borð. Veðurfar hefur
verið ágætt að undanförnu og
heilsufar gott.
Fólk er nú óðum að fara i
sumarfri upp á „fasta landið”,
eins og við eyjarskeggjar segj-
um gjarnan, — og þá ýmist til
dvalar i orlofshúsum eða til að
fara hringveginn.
Farið er að slá i Hrisey, eftir
nokkurra ára hlé, en nú er farið
að heyja fyrir einangrunarstöð-
ina. Heyrst hefur að kýrnar
verði sæddar næstu daga og þar
með lagður grundvöllur að
holdanautum.
Hrisey,9. júli, ’76,
Guðjón Björnsson.
r _
Ur Reykhólasveit
Búmannsraunir
1 vor kom upp veiki i ám á
tveimur bæjum á Keykjanesi og
drápust nærri 20 á hvorum bæn-
um, margt ungar a'r. Kinna
helst er giskað á að hörgulsjúk-
dómar hafi komið viö sögu, en
mikiö af heyjum var löngu úr
sér sprottiö eða marghrakið eft-
ir síðastliðiö sumar.
Aflabrögð.
Allabrögð hafa verið nokkuð
góð og er þá átt við grásleppu.
Gert er út frá Stað og frá Reyk-
hólum.
Selveiði
Hún helst i horfi eftir þvi sem
fréttist nær og fjær. Uggs hefur
gætt um að umferö og athafnir
Uörungavinnslunnar kynnu að
fæla selinn i burtu og er þetta
ekki fullreynt. Selskinnaverð er
að visu bátt og er þvi um við-
kvæmt mál að ræða, lika þar
sem er harösnúnn áróður gegn
selnum hér við land vegna
hringorms o.fl. Selveiðibændur
reyna aucvitaö að-bj'ta frá sér
þegar að þeim og selnum er
vegið i nafni einhverra upp-
gerðarvfeinda.
Tóbakskreppa.
Nú fæst ekkert tóbak hjá
Kaupfélagi Króksfjarðar nema
gegn peningum út i hönd. Þessi
skipan gekk f gildi 1. júli. Allir
eru jafnir lyrir þessum nýju
lögum, eins og vera ber, eins
þeir. sem eiga inni. Nú er um
ekkert að ræða nema bara pen-
inga beint á bálið.
Þetta vekur upp gamlar
minningar, þegar Jón E. Jóns-
son á Skálanesi steinhætti að
selja sigarettur i Otibúi K.K. á
Skálanesi, þegar skýrslan um
lungnakrabbann komst i há-
mæli. Þá lagði hann stöðu sina
við kaupfélagið aö veði fyrir til-
tækinu, enda reyndist það vera
óhætt.
Þörungavinnslan
Þörungavinnslan á Reykhól-
um á móti halla að sækja. Á út-
liðandi vetri var þari tekinn til
vinnslu en það gekk illa. Þarinn
var nefnilega tekinn þannig, að
steinarnir, sem þönglarnir eru
rættir á, voru rifnir upp með og
lóru i vélarnar, með völvanleg-
um árangri. Hvorugt var nógu
gott, þvi ekki vex aftur þari á
þeim steini, sem kominn er
langt upp á land.
Nú er þangskuröurinn og
vinnslan stunduð af kappi.
læssa mánuðina er aðal öflun-
arflokkurinn á vist á Króks-
fjarðarnesi, en vélskipið Karls-
ey flytur þangið til verksmiðj-
unnar á Reykhólum. Annar
flokkur er i Svefneyjum, eins og
fráhefur veriðsagt áður af öðr-
um.
Handskurður hefur mjög
komið til tals, en mun bara hala
verið reynduri igripum. Ekki er
búið aö finna nógu gott skipulag
fyrir flutninga frá þeim, sem
handskera. Liklega þarf sam-
hentan vinnuflokk ef hand-
skurður á þangi á að eiga fram-
tið.
“Miklu betra er að slá þangið
með „prömmunum” um smá-
strauminn, enda er unnið um
hverja smástraumshelgi en
ekki um stórstraumshelgarnar.
Eins og er munu feikna land-
llæmi á Breiðafirði enn vera ó-
heimil til þangskurðar. Valda
mun ótti við að hlunnindin, lát-
urselveiðin og æðarvarpið, biði
hnekki við langdvalir öflunar-
llokka. Þarna eru miljónatuga
upphæðir i spili á báða bóga og
best aö sleppa öllum spám, sér-
staklega hrakspám.
.VI iðjanesi, 6. júli, 197(1,
Jatva rðu r.
Ofdrykkja í
skjóli vináttu
Má ég leggja orð í belg
til þeirra ,,Tortryggins",
Soffíu Sigurðardóttur og
Gísla Hjaltasonar, (sjá
Bæjarpóstinn 7. og 14.
júlí), um sendiráðsvin-
áttu og svoleiðis:
Ekki undrar mig þótt ein-
hverjir „sendiráðsvinir” firrt-
ust við skrifum „Tortryggins”,
þvi þau voru rækalli eitruð. Að
minnsta kosti ef maður skilur
orð hans um „austrænu sendi-
ráðin” og brennivinsausturinn
þar bókstaflega. Satt að
segja fylgdist ég nú ekki
fyllilega með röksemda-
leiðslu hans um pólitiskan
áróður Kinverja, og finnst
hann vera eins og einhvernveg-
inn út úr kú. Það vita það allir,
að kinverjar eru Nató-vinir, og
þeir, sem vilja vera vinir kin-
verskra sendimanna verða að
bita i það súra epli. En það eru
nú fleiri sendiráö,,austræn” en
það kinverska og fleiri sendiráð
sem stunda brennivinsaustur i
gesti og gangandi. (Forresten:
Eru kinverjar ekki þekktir að
hófsemi i mat og drykk?). Hér
mætti nefna þaö sovéska. Og
hér byrjar undrun min. Hvers-
vegna æmtir bara i tveimur ve-
sælum maóistum út af skrifum
„Tortryggins”, en allir þeir Al-
þýðubandalags-sósialistar, sem
hafa orðið ofdrykkjumenn á
vináttukvöldum sovéskra sendi-
manna þegja þunnu hijóði? Hér
skyldi þó ekki gæta þeirrar
sömu tilfinningar og ræður þvi,
að menn eru steinhættir að
skrifa dýrlega ferðapistla úr
flokkssendiferðum sinum aust-
ur i Garðariki? (Þau gerast ekki
lengur gersku ævintýrin...).
Hvaða tilfinning, mætti spyrja?
Er hún ekki kölluð blygðun eða
skömmustutilfinning? Best gæti
ég trúað þvi og heiður sé þeim
kommum, sem hana hafa. Það
er nefnilegar bót i máli ef sumir
„sendiráðsvinir” kunna að
skammast sin, manni virðist að
bandarikjalepparnir kunni það
ekki.
Svo vil ég beina þvi til for-
ráðamanna þáttarins að gjalda
varhug við bréfum undir dul-
nefni. Hvað er t.d. „Tortrygg-
inn” að fela, þvi gengur hann
ekki beint fram? Vill hann
kannski eftir allt saman vera
vinur einhverra ákveðinna
sendiráða og þorir þvi ekki að
birta nafn sitt? Svei þvi.
Jóhann Þorláksson.
Stökur
Hvar sem Asa — og andatrú
yfir völnum seima.
— Mætti reyna að mynda brú
milli tveggja heima.
Vorið svikur sjaldan lit.
i sunnan — þiðum blænum
— skemmtilegt er skóaslit
i skógarásum grænum.
Þegar sumarsólskinið
— sveipar grund og hnjúka
látum blása um brjóst og kvið
blæinn stimamjúka.
Svifur þoka um sanda og gil,
— sólin hærra stigur.
Himinblámans hæða tU
heiðasvanur flýgur.
Gott er að sofna siðla kvelds,
— syndum heimsins gleyma.
h’yrir roða óttuelds.
— aðra veröld dreyma.
EinarH. Guðjónsson.
-
: ^íí
agnús H.