Þjóðviljinn - 22.07.1976, Síða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1976, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 22. júll 1976. DMÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Dtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. UTIBU BANDARIKJASTJORNAR Á þriðjudaginn birti Þjóðviljinn banda- riska „leyniskýrslu” frá árinu 1947. Þar segir frá viðræðum bandariska sendifull- trúans á íslandi við þáverandi utanrlkis- ráðherra Islands. Áður hafði Þjóðviljinn birt skýrslur bandariska utanrikisráðuneytisins 1949. Þar kom margt fróðlegt fram og Þjóðvilj- inn komst þannig að orði að skýrslur þess- ar væru merkustu heimildir um stjórn- málasögu siðari áratuga sem birst hefðu. Nú vill blaðið bæta við: Skýrslan frá 1947 er einnig gagnmerk heimild; hún afhjúpar einkar skýrt hvernig utanrikisráðuneyti bandarikjamanna beitti fyrir sig „efna- hagslegum hernaði” gegn islendingum á þessu ári. í skýrslu þessari kemur meðal annars fram, að á árinu 1947 var óánægja innan þáverandi stjórnarflokka með rikisstjórn- arforustu Stefáns Jóhanns Stefánssonar en aðilar að stjórninni voru auk Alþýðu- flokksins Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn. Báðir siðastnefndu flokkarnir höfðu áhuga á þvi að mynda sterka stjórn eins og það var þá kallað — þe. stjórn með aðild Sósialistaflokksins. Einkum voru það formenn þessara flokka sem beittu sér fyrir þvi, þeir Hermann Jónasson og Ólafur Thors. En þessi af- staða flokksformannanna var bandarikja- mönnum þyrnir i augum. Þess vegna gerðu þeir allt sem hægt var til þess að koma i veg fyrir, að af slikri stjórnar- myndum yrði. í þvi skyni stóð bandarisk- ur sendifulltrúi i beinu sambandi við Bjarna Benediktsson þáverandi utanrikis- ráðherra. Sendifulltrúinn og ráðherrann ræddu margt sin á milli, en meðal annars barst i tal að frumkvæði ráðherrans að is- lendingar lægju með 20.000 tonn af óseld- um saltfiski. Þar sá sendifulltrúinn sér leik á borði. Hann ritaði stjórn sinni og bað hana að kaupa saltfiskinn af islendingum gegn þvi að utanrikisráðherrann tryggði að ekki yrði mynduð hin „sterka” stjórn og að ráðist yrði til atlögu gegn „kommúniska minnihlutanum” á íslandi. Sendifulltrúinn viðurkenndi i orðsendingu sinni til bahdariska utanríkisráðuneytis- ins að tillögur hans um saltfiskkaup af is- lendingum jafngiltu „efnahagslegum hernaði” — en mikið væri i húfi og brýn nauðsyn að koma i veg fyrir að mynduð yrði ríkisstjórn sem Einar Olgeirsson hafði gert tillögu um að mynduð yrði i blaðagrein er hann ritaði i Þjóðviljann. Aðferð sendiherrans hreif; bandarikja- menn keyptu saltfiskinn og rikisstjórn þri- flokkanna hélt áfram. Framhaldið þekkja allir: ísland gekk i Nató 1949, hingað kom erlendur her 1951 o.s.frv. Bandarikja- menn höfðu keypt það sem eftir var af þjóðernisstolti i Sjálfstæðisflokknum þeg- ar rétt þrjú ár voru liðin frá þvi að ísland varð lýðveldi. Siðan hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki verið samstarfshæfur vegna bandarikjaþjónkunar sinnar. í „leyniskýrslunum” kemur einnig fram að bandaríkjamenn eru mjög and- vigir þvi að komið verði hér á fót vinstri- stjórn. Er augljóst af skýrslunum að is- lenski utanrikisráðherrann hefur sérstak- lega kvartað undan yfirvofandi hættu á stjórn af þessu tagi, sem myndi taka upp skipan efnahagsmála sem kæmi heildsöl- um og innflytjendum illa, en þeir séu máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins. Þessi ummæli leyniskýrslunnar varpa einnig ljósi á mikilvæga pólitiska staðreynd: Um leið og atvinnurekendur i sjávarútvegi hættu að hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðis- flokksins,tóku heildsalarnir við,og það var þeirra hagur að halda sér við þá stefnu sem bandarikjastjórn fyrirskipaði, þvi að oftrú hennar á hagfræðikreddur var sam- eiginleg heildsalastéttinni i Sjálfstæðis- flokknum. Skýrslan frá 1947 er staðfesting á þvi sem i 30 ár hefur verið haldið fram i þessu blaði: Það er Bandarikjastjórn sem hefur haft meiri og minni áhrif á islensk innan- landsmál æ siðan og fulltrúar hennar hafa verið i daglegu pólitisku sambandi við Sjálfstæðisflokkinn. Frá 1947 hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið einskonar útibú Bandaríkjastjórnar á íslandi. —s. Rotaðurá Austurvelli Einn af ..góðkunningjum‘* miðborgarlögreglunnar var sleginn i rot af félaga sínum um átta leytið á laugardagskvöld. Þegar lögreglan kom að lá kappinn í valnum í heilmiklum blóðpolli. Gert var að sárum hans á sl.vsavarðstofunni. en hann hafði fengið um tveggja tommu skurð á hausinn. ( Kappinn lét það samt ekki tefja fyrir laugardags- | skemmtan sinni því um tólf levtið var hann aftur kotmnn I niður á Austurvöll. Þessi ! maður. sem er Jfi ára gamall á nokkuð óvenjulegan feril. Hann hefur aðallega lagt stund á brennivinsdrykkju i 21 ár og af þeim hefur hann setió 11 ár innt á Uitla llrauni. Geri aðrir belttr. —A.BJ. Úrklippa úr Dagblaöinu slik mál af kulda og kæruleysi i staö þeirrar tillitssemi sem nauösynleg er i slikum tilvikum. Ein sllk frétt birtist tam. i Dag- blaðinu fyrir nokkrum dögum undir fyrirsögninni „Rotaöur á Austurvelli”. „Einn af „góökunningjum” miöborgarlögreglunnar var sleginn I rot af félaga sinum um áttaleytiö á laugardagskvöld. Þegar lögreglan kom aö lá kappinn I valnum I heilmiklum blóöpolli. Gert var aö sárum hans á slysavarðstofunni, en hann haföi fengiö um tveggja tommu skurö á hausinp. Kappinn lét þaö sr.mt ekki tefja fyrir laugardags- skemmtan sinni þvi um tólf- léytiö var hann aftur kominn niöur á Austurvöll. Þessi maður sem er 36 ára gamall á nokkuð óvenjulegan feril. Hann hefur aöaliega lagt stund á brenni- vinsdrykkju i 21 ár og af þeim hefur hann setiö 11 ár inni á Litla Hrauni. Geri aörir betur”. Leturbreytingar i þessari frétt eru minar — en fréttin þarfnastekki frekari útlegginga við. Allir heilskyggnir lesendur skilja á hve ósmekklegan hátt er þarna fjallað um mann.þóað hann sé það sem kallað er „góð- kunningi” lögreglunnar, hafi setiö 11 ár á Litla-Hrauni o.s.frv. Siðanefnd En á það skal bent að lokum aö til er nokkuð sem heitir siða- reglunefnd Blaðamannafélags tslands. Til þessa hefur nefndin verið næsta máttlaus, en af og til hefur þó verið stefnt þangað pólitiskum málum, þar á meöal hefur undirrituðum tvivegis verið stefnt fyrir þann herra- dóm. En verkefni nefndarinnar á aö sjálfsögðu fyrst og siðast að vera fólgið i þvi að koma i veg fyrir að blaðamenn meðhöndli viðkvæma atburöi sem snerta grimm örlög einstaklinganna af glannaskap og kæruleysi og litilsvirðingu fyrir manninum sjálfum. —s. Útflutningur — innflutningur Jafnan eru gefin út af opin- berum aöilum, Hagstofu ts- lands, yfirlit um verðmæti út- flutnings og innflutnings eftir hvern mánuð og liðið árstimabil og jafnframt kemur þar fram samanburður við fyrri ár. Nýlega er eitt slikt yfirlit komið út. Þar kemur fram að vöru- skiptajöfnuðurinn — mismunur útflutnings og innflutnings — var hagstæður um 15 miljónir króna i júni 1976, en óhagstæöur i sama mánuði i fyrra um lið- lega fimm miljarða. Þessi útreikningsmáti Hag- stofu tsiands sem sendir út plögg þessi til fjölmiöla er eðli- legur, en Hagstofan tekur lika fram hvernig útflutnings- og innfiutningstölur eru tilkomnar. En þegar starfsmenn fjöl- miöla fara höndum um þessar fréttatilkynningar Hagstofu ís- lands er eins og þeir geri sér enga grein fyrir þvi að nauðsyn- legt er að geta ýmissa hliðar- atriða til þess að út úr dæminu fáist sem réttust mynd. Nú ber að taka fram að yfir- leitt koma þessi atriði fram i fréttum blaöanna, þó ekki alltaf i fyrirsögnum, en i fré tum rikisfjölmiðlanna er stiklað á grófustu aðalatriðunum, hinum sleppt. Það gefur ekki rétta mynd af staðreyndum i þessu tilviki. En vegna þess að fréttamenn fjölmiðla leggja misjafna á- herslu á að vinna úr þessum fréttatilkynningum eins og öðrum, koma stundum fram býsna kostuleg fyrirbrigði á siðum blaöanna, sem eru raunar sist til þess að vekja trú almennings á sannleiksást dag- blaðanna. Lesið fleira en fyrirsagnirnar Ef viö tökum fréttatilkynn- ingu hagstofunnar um útflutn- ing og innflutning i júni 1976 þá gætu hafa sést i blöðum eftir- farandi fyrirsagnir: 1. dæmi: Vöruskipajöfnuður hagstæður um 15 miij. kr. i júni. 2. dæmi: Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um liðlega miljarð. Þegar fólk sér þessar fyrirsagnir segir þaö þær merki um ósannindi blað- anna i talnameöferð — þó að báöar fyrirsagnirnar stæöust i sjálfu sér, þvi aöi siðara tilvik- inu er átt við útflutning og innflutning án álverksmiðjunnar. En sjálfsagt er erfitt eða ó- mögulegt að setja reglur um slik fyrirbæri, enda óskar enginn eftir sliku. En þessi dæmi sýna aö almenningi er nauðsyrdegt að lesa blöðin — fleira en fyrirsagnirnar! Ánœgjuleg undantekning Það má heita regla að þeir sem gegna einhverjum störfum að þeir gangist svo upp i hlut- verki sinu að þeir verði einsýnir og sjái ekkert annað eh það sem kemur sér best fyrir þeirra eigin starfsgrein. Sérstaklega á þetta við um forstöðumenn fyr- irtækja, einkum þó allskonar verslunarfyrirtækja sem láta sig almannahagsmuni stundum engu varða til þess að geta stundað starf sitt með sem mestum ágóða. Þess vegna er á þetta minnst hér að nýlega birtist i blööunum Davið Sigurðsson ánægjuleg undantekning frá reglunni. En hér átti við viðtal við Davið Sigurðsson forstjóra Fiat-umboðsins hér á landi. I viötalinu tekur Davið undir þau sjónarmið sem meðal annars hafa sést hér i Þjóðviljanum, að nauðsynlegt sé að gæta sin á stóraukningu einkabilismans. Orðrétt segir innflytjandinn: „Þaö kemur nú kannski úr hörðustu átt að maður sem hefur selt þúsundir af bifreiðum skuli vera svartsýnn á framtið bilsins. En ég er það. Við erum að gera ólift í borgunum með bilunum. Ég man eftir þvi einu sinni i Madrid á Spáni á sumar- degi, að það bókstaflega vár ekki hægtað ná andanum. Þetta er að visu ekki svona slæmt á Is- landi, en við deiium þó and- rúmslofti með öðrum þjóðum og höfum þvi skyldur við að halda þvi sem hreinustu.” „Geri aðrir betur”l Fyrir nokkru var skrifað um baö fleiðara Þjóöviljans hvern- ig siðdegisblööin hafa keppst við að birta allskonar uppsláttar- fréttir af voðalegum atburðum. Út yfir allt tók i fréttaburði annars siödegisblaösins þegar birt var samfelld sakaskrá manns, sem lést með voveiflegum hætti. Þessi samkeppni blaðanna hefur einnig orðið til þess, að blaðamenn þeirra meöhöndla Fullnægjandi kerfi almennings- farartækja gæti hamlað gegn i- skyggilegri þróun einkabil- ismans.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.