Þjóðviljinn - 22.07.1976, Side 5
Fimmtudagur 22. júll 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Byltingarsinnaðar
fegurðardrottningar
Hætta á kynsjúkdómum
Filippinskur iiðsforingi í leynilegri bækistöð Nýja Alþýðuhersins.
legur á Filippseyjum. Varla þarf
að taka það fram að fegurðar-
drottningarnar koma yfirleitt út
röðum yfirstéttarinnar, og þannig
var það um Neliu Sancho. En þótt
hún hefðialla möguleika á að láta
lifið verða sér dans á rósum,
sýndi hún þegar i bernsku merki
um þankagang, sem ættingjum
hennar og vinum fannst undar-
legur og óskiljanlegur. Hún var
stöðugt að láta i ljós hneykslun á
þvi þjóðfélastlega misrétti, sem
rikjandi er i föðurlandi hennar.
Og þetta breyttist ekki þótt hún
yrði fræg sem fegurðardrottning
gervallra Kyrrahafslanda. ,,Hún
gat ekki um annað talað en hið
mikla djúp, sem staðfest væri á
milli rikra og fátækra.” sagði út-
varpsfréttamaður nokkur, stein-
hissa á svo furðulegum hugsana-
gangi. „Ég botnaði ekkert i þvi.”
En Drottning Kyrrahafsins lét
ekki sitja við orðin tóm. Ein-
hverntima skömmu siðar gekk
hún i skæruliðasamtök, sem
þekktusteru undir skammstöfun-
inni NPA og sögð eru maóisk.
Þótt samtök þessi séu ekki talin
hafa nema tæplega 2000 vopn-
uðum skæruliðum á að skipa,
stendur Ferdinand Marcos
Filippseyjaforseta og stjórn hans
af þeim mikill ótti. Ýmisskonar
marxisk skæruliðasamtök hafa
raunar verið við lýði á eyjunum
allt frá þvi i lok siðariheimsstyrj-
aldar og stjórnvöldum aldrei
tekist að útrýma þeim fyllilega,
þótt ekkert hafi verið til þess
sparað. Fyrir fáum árum lagði
stjórnarherinn til dæmis heil
héruð á Luzon i eyði i þvi skyni að
þurrka út maóista þar. Engu að
siður er það hald fréttamanna,
meðal annars frá bandariska
blaðinu Newsweek, að NPA auki
stöðugt fylgi sitt i sveitahéruð-
unum og geti vel orðið stjórn
Marcosar hættulegir, jafnvel
hættulegri en skæruliðar af trú
núhameðsmanna, sem berjast
gegn stjórnarhernum syðst á eyj-
unum.
Lítt var vitað um hvað Nelia
Sancho hafðist að þangað til i fe-
brúar s.1., er stjórnarhermann
komu henni og nokkrum félögum
hennar á óvart og handtóku þau.
Vakti þetta gifurlega athygli á
eyjunum og jók mjög áhyggjur
stjórnvalda, þvi að fegurðar-
drottningar hafa þar mikla hylli i
öllum stéttum. Ahyggjur stjórn-
valda stafa ekki hvað sist af þvi,
að NPA — Nýi alþýðu-
herinn — hefurreynst sérlega
snjall við að afla sér fylgis ungs
fólks af efnastéttunum. óttast
ráðamenn nú að handtaka Sancho
muni verða þeim vafasamur
vinningur, þar eð liklegt sé að al-
menningur og ungt fólk fari að
lita á hana sem pislarvott.
Þar við bætist að ein önnur
meiriháttar fegurðardrottning er
i liði Nýja alþýðuhersins, að
minnsta kost. Hún heitir Maita
Gomez og vann eitt sinn titill
Ungfrú Filippseyjar. Hún slapp
nýlega úr varðhladi stjórnarliða
með þvi að plata varðmann til að
hlaupast á brott með sér. Lik
hans fannst þremur dögum siðar.
(Byggt á Newsweek, dþ.)
Filippinskt kvenfólk er sagt
með þvi fegursta i heimi, að
minnsta kosti miðað við smekk
þeirra, er ráða kjöri fegurðar-
drottninga á alþjóðlegum
fégurðarsamkeppnum. Eru þær
þvi orðnar allnokkrar stúlkurnar
frá Filippseyjum sem hlotið hafa
alþjóðlega frægð með þessu móti.
Ein þeirra er Nelia Sancho, sem
kjörin var Drottning Kyrra-
hafsins (Queen of the Pacific) i
fegurðarsamkeppni i Ástraliu
1971. Eins og nærri má geta slógu
fjölmiðlar i heimalandi hennar
þessu myndarlega upp, sérstak-
lega þó i heimaborg hennar,
Davao á Mindanao, sem er önnur
mesta ey Filippseyja og ein sú
syðsta þeirra.
Eins og i flestum Asiulöndum,
sem búa við einhverskonar kapi-
taliskt hagkerfi, er munurinn á
kjörum rikra og fátækra gifur-
Neiia Sancho.
í sumarfríinu
Nýlega hafa þrfr franskir lækn-
ar, Coulon, Durel og Siboulet, gef-
ið út yfirlýsingu þar sem þeir
vara sérstaklega alla ferðamenn
við hættunni af kynsjúkdómum i
sumarfriunum, sem nú fara i
hönd. Sögðu þeir að vegna fáfræði
sinnar yrðu ferðamenn öðrum
mönnum fremur fyrir barðinu á
kynsjúkdómum, og þar sem þeir
hefðu takmarkaðan skilning á
málunum væru þeir einn helsti
smitberinn. Læknarnir nefndu
sem dæmi fertugan mann sem
kom heim til sin úr ferðalagi til
Bangkok þar sem hann hafði
smitast af lekanda, og smitaði
siðan sjálfur beint eða óbeint tutt-
ugu og fjóra menn á sex mánuð-
um.
Læknarnir bentu á hve undar-
legt það væri að þótt læknavisind-
in réðu nú mjög vel við kynsjúk-
dóma og hægt væri t.d. að lækna
lekanda á augabragði i 96% til-
vika, fjölgaði þeim mönnum stöð-
Mikið úrval bóka
Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póliandi og Ungverja-
landi.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæö. Simi
28035.
ugt sem tækju þessa sjúkdóma.
Töldu þeir að aukin ferðalög
manna, einkum til suður-og aust-
urlanda yllu miklu um þetta og
sögðu þeir að nauðsynlegt væri að
grlpa til róttækra aðgerða. Töldu
þeir t.d. að flugfélög og ferða-
skrifstofui ættu að taka upp
fræðslu um þessi mál og dreifa
upplýsingapésum til allra þeirra
sem skiptu við þessi félög.
Læknarnir bentu á að menn
gætu verið haldnir kynsjúkdóm-
um og smitað aðra án þess að þeir
hefðu sjálfir nein sjúkdómsein-
kenni, og töldu þeir þvi æskilegt
að hvetja menn til þess að fara i
læknisskoðun þegar þeir kæmu
aftur úr sumarleyfisferðum.
Að lokum hörmuðu læknarnir
það hve fáfræði manna um þessa
sjúkdóma væri mikil. Sögðu þeir
að algengt væri að konur héldu að
„pillan” væri vörn gegn kynsjúk-
dómum, slikt væri auðvitað hin
mesta firra. Hins vegar gerðu
margir sér enga grein fyrir þvi að
gúmmiverjur karlmanna veita
talsverða vörn gegn smitun þótt
ekki væru þær óbrigðular. Fá-
fræðin væri svo mikil að fyrst
þyrfti að uppfræða leiðbeinendur
um þessi mál. Að sögn læknanna
væru allar aðgerðir torveldari
fyrir þá sök að læknar vanrækja
oft að gefa reglulegar skýrslur
um kynsjúkdómatilvik, sem
koma til þeirra kasta.
Frá Gagnfræðaskólanum I Stykkishólmi:
F ramhaldsdeild
Ráðgerter, að framhaldsdeild (5. bekkur)
verði i skólanum næsta skólaár. Umsókn-
ir, ásamt afritum prófskirteina, 'sendist
skólastjóra fyrir 1. ágúst n.k.
Tekið skal fram hvort óskað er eftir
heimavistarplássi eða ekki.
Nánari upplýsingar i simum 93-8160 og 93-
8101.
Skólanefnd.
SÖLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir júni mánuð
1976, hafi hann ekki verið greiddur i sið-
asta lagi 26. þ.m.
Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu-
skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft-
ir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan
eru viðurlögin 11/2% til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með
16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytið,
20. júli 1976.
Kvállsöppet i Notdens Hus
Författaren Sigurður A. Magnússon
' kSserar (p& svenska) om Ny islandsk
litteratur torsdagen den 22 juli kl. 20:30. I
Kl. 22:00 visas Magnús Magnússons film
Islands tre ansikten (norsk text).
Kafeterian ar öppen kl. 20:00-23 :00
Las dagstidningar hemifr&n med kaffet.
Valkomna
Nordens hus
NORRÆNA
HUSIÐ
Tannlæknir
Búðahreppur óskar eftir að ráða tann-
lækni til starfa nú þegar. Upplýsingar
veitir sveitarstjórinn i sima 97-5220 eða 97-
5221. Umsóknum skal skila til skrifstofu
Búðahrepps, Fáskrúðsfirði, fyrir 27. júli
n.k.
Sveitarstjórinn
Búðahreppi
' blaðið
r sem vitnað er í
Áskriftarsími 17505