Þjóðviljinn - 22.07.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. júll 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Skálholtshátíð
Eitt af verkum KEES VISSERS á sýningunni.
Um þessar mundir stendur yfirsýning á verkum hollenska listamannsins KEES VISSERS, i Galleri
SCM, Vatnsstig 3b, sýnir hann þar Conceptualverk (hugmyndafræöileg) og texta. KEES VISSER er
ættaöur frá Haarlem og heldur hann þar hús ásamt Ólafi Lárussyni og fjölskyldu, hann rekur eigiö
sýningarhús i miöborg Haarlem og hefur þegar bókaö sýningar islenskra myndlistarmanna i þeim söl-
um. Sýningin i Galleri SÚM er opindag hvern frá kl. 4-10, henni lýkur væntanlega 31. júli.
Háskólamenn hjá hinu opinbera kvarta:
30% til 65% hærri laun
á almennum markaði
A fundi meö forsvarsmönnum
Bandal. háskólamanna I gær var
meöal annars rætt um saman-
burö á launum háskólamanna hjá
riki og bæ og á almennum vinnu-
markaöi. Þar komu m.a. fram
eftirfarandi tölulegar staöreynd-
ir:
Látið hefur verið i veðri vaka i
dagblööum, að undanförnu, að
með kjaradómum hefðu fengist
almennt um 3-4% hækkanir á
launum. Staöeyndin er sú, að að-
eins örfáir starfsmenn fengu
launaflokkshækkun nú. Að visu
verður almenn launaflokkshækk-
un um næstu áramót, en erfitt er
aö gera sér grein fyrir þvi nú,
hvers virði hún verður þá.
Launakjör á almennum vinnu-
markaði eru nú a.m.k. 30% og allt
upp i 65% hærri en hjá sambæri-
legum starfshópum háskóla-
manna i rikisþjónustu. Sem dæmi
má nefna, að meðallaun yfir-
manna á hafrannsóknarskipum
voru árið 1975 um 42% hærri en
meðallaun þeirra deildarstjóra á
Hafrannsóknarstofnun, sem
stjórna rannsóknarleiðöngrum.
Undanfarin tvö ár hefur stööugt
sigið á ógæfuhliðina hjá hinu
opinbera miðað við almennan
vinnumarkað.
Þá má benda á, að skv. launa-
könnunum Félags viðsk. og
hagfr., sem gerðar voru i mai
1975 og júni 1976, höfðú laun
viðskfr. á frjálsum markaði
hækkað um rúm 50% á timabilinu
en laun sambærilegra starfshópa
Framhald á bls. 14,
útvarp
.....I I iúli "!
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Marinó Stefánsson
lýkur lestri sögu sinnar
„Manna litla” (4). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Létt lög milli
atriöa. Viö sjóinnkl. 10.25:
Ingólfur Stefánsson ræöir
við Tómas Þorvaldsson i
Grindavik — þriöji þáttur.
(áöur útv. i október). Tón-
leikar. Morguntónleikar kl.
11.00: Nicanor Zabaleta og
Sinfóniuhljómsveit útvarps-
ins i Berlin leika Hörpukon-
sert i C-dúr eftir Boieldieu,
Ernst Marzendorfer stjórn-
ar / Filharmoniusveit
Lundúna leikur „Þrjá dansa
frá Bæheimi” eftir Edward
Elgar, Sir Adrian Boult
stjórnar / Jascha Heifetz og
RCA Victor sinfóniuhljóm-
sveitin leika Fiðlukonsert
nr.2 i d-mollop. 44eftir Max
Bruch, Izler Solomon
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Frá ólympiuleikunum i
Montreal: Jón Asgeirsson
segir frá. Tilkynningar. A
frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 M iödegiss agan :
„Römm er sú taug” eftir
Sterling North. Þórir
Friögeirsson þýddi. Knútur
R. Magnússon les (10).
15.00 Miðdegistónleikar.
Hansheiz Schne'eberger,
Walter KSgi, Rolf Looser og
Franz Josef Hirt leika á
fiðlu, lágfiðlu, sellóog pianó
Kvartett op. 117 eftir Hans
Huber. Boyd Neel strengja-
sveitin leikur „Capriol”,
svitu eftir Peter Warlock.
John Williams og félagar úr
Sinfóniuhljómsveitinni i
Filadelfiu leika Konsert i
D-dúr fyrir gitar og hljóm-
sveit op. 99 eftir Castel-
nuovo-Tedesco, Eugene Or-
mandy stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
ieikar.
16.40 Litli barnatiminn. Finn-
borg Scheving stjórnar.
17.00 Tónleikar.
17.30 Spjall frá Noregi.Ingólf-
ur Margeirsson talar um
norska verkalýðsskáldiö
Rudolf Nielsen. Siðari þátt-
ur.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Nasasjón. Árni
Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson ræða við
Gunnar Reyni Sveinsson
tónskáld.
20.10 Gestir i útvarpssal.
Bernhard Wilkinsson leikur
á flautu og Lára Rafnsdóttir
á pianó. a. Sónata i g-moll
- eftir Johann Sebastian
Bach. b. Sónata i D-dúr eftir
Carl Philipp Emanuel Bach.
20.35 Leikrit: „Bældar hvat-
ir” eltir Susan Glaspell.
Þýðandi: Þorsteinn O. Step-
hensen. Leikstjóri: Helga
Bachmann. Persónur og
leikendur: Henrietta: Briet
Héðinsdóttir. Finnbjörn:
Borgar Garðarsson. Maria:
Kristin Anna Þórarinsdótt-
ir.
21.10 Holbergsvita op. 40 eftir
Edvard Grieg.Walter Klien
leikur á pianó.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Litli dýrlingurinn” eft-
ir Georges Simcnon.
Asmundur Jónsson þýddi.
Kristinn Reyr les (15).
22.40 Á sumarkvöldi.
Guðmundur Jónsson kynnir
tónlist varðandi ýmsar
starfsgreinar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
og helgartón
leikar í Skál-
holtskirkju
Hin árlega Skálholtshátið verð-
ur haldin sunnudaginn 25. júli.
Slikar hátiðir hafa jafnan veriö
haldnar á hverju sumri frá þvi að
kirkjan var vigð, sumarið 1963.
Venja hefur verið að halda hátið-
ina fyrsta sunnudag eftir
Þorláksmessu á sumri, sem er 20.
júli.
Hátiðin hefst með klukkna-
hringingu kl. 13.30 á sunnudag.
Kl. 14.00 hefst svo messa i Skál-
holtskiirkju. Biskup Islands, hérra
Sigurbjörn Einarsson og séra
Guðmundur Oli Ólafsson þjóna
fyrir altari, en séra Eirikur J.
Eiriksson, prófastur, prédikar.
Meðhjálpari verður Björn Er-
lendsson.
Skálholtskórinn syngur undir
stjórn Hauks Guðlaugssonar.
Forsöngvarar eru Ingvar Þórðar-
son og Sigurður Erlendsson.
Trompetleikarar eru Jón
Sigurðsson og Snæbjörn Jónsson.
Organleikari er Glúmur Gylfa-
son.
Kl. 16.30 sama dag hefst siðan
samkoma i kirkjunni. Þar verður
flutt sónata fyrir tvo trompeta og
orgel, eftir G. Tartini. Jón Sig-
urðsson, forstjóri Menningar-
sjóðs, flytur ræðu og leikið verður
úr 'nótnahefti önnu Magdalenu
Bach. Séra Ulfar Guðmundsson
flytur ritningarorö og bæn. Að
lokum verður almennur söngur.
Flytjendur tónlistar á samkom-
unni eru Agústa Ágústsdóttir,
sópran, Jón Sigurðsson,
trompet, Pétur Þorvaldsson,
cello, Helga Ingólfsdóttir,
semball, Glúmur Gylfason, orgel
og Haukur Guðlaugsson, orgel.
Þá verða eins og i fyrra haldnir
tónleikar um helgar i Skálholts-
kirkju:
Þann 24. júli verður flutt tónlist
úr nótnahefti önnu Magdalenu
Bach. 31. júli, 1. ágúst og 2. ágúst
verða flutt verk eftir Jóhann Se-
bastian Bach. 7. og 8. ágúst
verður flutt tónlist frá Frakk-
landi. Þann 14. og 15. ágúst
verður siðan flutt tónlist eftir
Jóhann Sebastian Bach.
Tónleikar þessir hefjast allir kl.
16.00.
Flytjendur tónlistar eru:
Ágústa Agústsdóttir, sópran,
Manuela Wiesler, flauta, Sig-
urður Snorrason, klarinett, Haf-
liði Hallgrimsson. cello, Helga
Ingólfsdóttir, semball og Haukur
Guðlaugsson, orgel.
^Bældar hvatir”
leiknar í útvarpinu
í kvöld
Fimmtudaginn 22. júli kl.
20.35 veröur flutt leikritið
„Bældar hvatir” eftir banda-
riska höfundinn Susan Glaspell.
Þýðinguna geröi Þorsteinn O.
Stephensen. Leikstjóri er Helga
Bachmann. I hlutverkum eru
Briet Héðinsdóttir, Borgar
Garðarson og Kristin Anna
Þórarinsdóttir.
Susan Glaspell fæddist i
Davenport i Iowa árið 1882. Hún
stundaöi m.a. nám við háskól-
ann i Chicago og fékkst við að
skrifa bæði leikrit og skáldsög-
ur. Glaspell og maður hennar,
rithöfundurinn George Cram
Cook, áttu þátt i að stofna leik-
flokkinn „Provincetown Play-
ers” áriö 1915 og skrifuðu mörg
leikrit fyrir hann, einkum ein-
þáttunga. Af skáldsögum Suan
Glaspell má nefna „The Glory
of the Conquered”. Hún fékk
Pulitzer-verölaunin árið 1931
fyrir leikritið „Alison’s House”.
Glaspell lést árið 1948.
„Bældar hvatir” (Supressed
Desires) var frumsýnt 1914.
Þar segir frá Finnbirni Hans-
syni húsameistara og konu
hans, Henriettu. Frúin er mjög
hrifin af öllu sem varðar sálar-
lifið og undirvitundina og upp-
götvar ótrúlegustu hluti hjá
manni sinum á þvi sviöi, ekki
sist eftir að systir hennar,
Maria, kemur i heimsókn.
Henrietta gerir nefnilega þá
uppgötvun að það getur reynst
varasamt aö hætta sér of langt
út á braut sálkönnunar.
Af öðrum leikritum Susan
Glaspell mætti nefna: „Trifl-
es”, „Tickless Time” og „The
Outside”.