Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 1
Sovéskur fimleika- flokkur til Islands Listskrey tingar á sjúkrahúsinu i Neskaup- stað. Sjá 7. siðu. 25% verðtrygging veldur Sýnir hér þrisvar sinnum dagana 1. til 8. ágúst Fimleikasamband islands hefur samið við sovétmenn umað hingað komi sovéskur fimleika- flokkur og haldi þrjár sýningar i Laugardals- höll/ dagana 1. til 8. ágúst. i þessum flokki verður úvals fimleika- fólk, m.a. er búist við að nokkrir af ólympiu- förum sovétmanna verði í þessum hópi, þ.á.m. er búist við að Nelli Kim, sem varð í 2. sæti i einstaklingskeppni kvenna í fimleikum i Montreal i fyrradag komi hingað. Fyrir tveimur árum kom hingað til lands fimleika- flokkur frá Sovétrikjunum, og má fullyrða að enginn hópur iþróttafólks sem hingað hefur komið, hafi vakið eins mikla hrifningu og sá flokkur sem þá kom. Og ef nú er von á enn betra fólki, mega þeir sem ánægju af þessari fögru iþrótt, sannarlega hlakka til. Asgeir Guðmundsson, for- maður Fimleikasambands tslands, sagði i gær að sam- bandið ætti von á þvi einhvern allra næstu daga að fá ná- kvæmar upplýsingar um hvaða fimleikafólk kemur, en flokkurinn verður skipaður 12 manns. —S.dór. Nelli Kim varð i 2. sæti i fim leikum á ÓL. i fyrradag Skattskráin i Reykjavik var lögð fram i morgun, og i gær munu reykvikingar hafa fengið að lita glaðninginn á heimsendum álagninga- seðlum. Einstaklingar greiða sam- tals 10.3 miljarða i gjöld að þessu sinni, en fyrirtæki 3,4 miljarða. Þegar allar skatt- greiðslur eru til tindar greiða reykvikingar samtals 31 milj- arð i skatt að þessu sinni. Heildarálagning á einstak- linga er i ár 43.58% hærri en i fyrra, en gjaldendur aðeins 1,3% fleiri. Mest hækkun á einstökum sköttum varð á eignaskatti, en hann hækkaði um 134% á milli ára. Ef tekið er meðaltal allra skatta á einstaklinga og félög og þá með talin 56,98% hækkun sölugjalda, verður skattlagningin 50.32% hærri i ár en i fyrra. — úþ. SKATTAKÓNGAR Þrir eru skattakóngar höfuð- staðarins i ár. Fyrstan skal frægan telja Pálma Jónsson i Hagkaup, en hann borgar fyrir sig og Hagkaup samtals. 15.488.272.00 krónur I öll gjöld, en tekjur hans voru samkvæmt álögðu útsvari þó ekki „nema” á að giska 4,5 miljónir króna á siðasta ári. Annar hæsti skattgreiðandinn i borginni hefur þó mun hætti einkatekjur en kaupmaðurinn Pálmi. Er það Sveinbjörn Sigurðsson, byggingameistari, Safamýri 73, en samtals greiðir hann i gjöld 14.473.329.00 krónur, en samkvæmt útsvarinu urðu tekjur hans tæplega 22 inil- jónir á að giska. Þriðji i röðinni er Sigfús Jónsson, múrari, Hofteig 54, með 14.283.556.00 krónur i öll gjöld, en af útsvari hans virðist mega ráða að árstekjur hans á siðasta ári hafi verið á að giska 16 miljónir króna. Fleiri einstaklingar eru ekki með gjöld sem nema samtals meira en 10 miljónum. Sénn er árangur kvennaárs, en 9. hæsti skattgreiðandi i borginni er Gunnlaug Hansen, Langholtsveg 92, og greiðir hún hún 6,6 miljónir i jöld. Samtals bera 35 einstaklingar hærri gjöld en 4 miljónir króna. Menn skyldi þó gjalda varhug við orðavalinu, einstaklingar greiða, þvi oftast er þar um að ræða einstaklinga, sem greiða á sinu nafni skatta fyrirtækja sinna ásamt einkasköttum. —úþ. Skattskráin lögð fram MÚÐVIUINN Föstudagur 23. júli 1976. —41. árg. —160. tbl. Skattlagningin er 50% hærri en var í síðasta ári <jr Flugleiðaferð til Dusseldorf. Sjá 10. siðu. niðurskurði framkvæmda Segir Helgi F. Seljan fulltrúi Alþýðubandalagsins í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins — Þaö er alveg ljóst að 25% visitölubinding á stofnlánum til bænda hlýtur að valda stórkost- legum niöurskurði á nauðsynleg- um framkvæmdum, ekki sistþeg- ar hún kemur i kjölfar þess, að lánareglur voruverulega þrengd- ar i fyrra, sagði Helgi Seljan, al- þingismaður i viðtali við Þjóð- viljann i gær, en hann á sæti i stjórn Stofnlánadeildar land- búnaðarins'. — Og það versta er, að þessi ráðstöfun bitnar einkum á þeim hluta bændastéttarinnar, sem sist skyldi og viö minnstu skakkaföll- um má; þeim, sem eru aö koma undir sig fótunum viö búskap og svo bændum, sem af ýmsum á- stæðum hafa dregist aftur úr með framkvæmdir, m.a. vegna þess, að þeir byggja harðbýlli héruð en aðrir. Við þetta bætist svo það, að kaupfélögin sem jafnan hafa reynt að hlaupa undir bagga með bændum þegar að þeim hefur kreppt, eiga nú erfitt eða ómögu- legt meö það, vegna skorts á rekstrarfé. 1 vor skipaði Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra, nefnd til þess að fjalla um vandamál Stofnlánadeildarinnar. Til álita kom að fallast á ein- hverja visitölubindingu og þá i áföngum, en jafnframt var taliö óhjákvæmilegt að leita einhverra leiða til þess að jafna aðstöðu bænda gagnvart slikri ráðstöfun þar sem augljóst var, að hún mundi að öðrum kosti valda stór- kostlegu misrétti. Það var hins- vegar ekki gert nú. Visitölu- Framhald á 14. siðu. tunguhaft mitt Vera kann, að haldi ekki alla tíð „Skattstofan hefur verið olbogabarn. Ma. hcfur tregða rikt um þaö i kerfinu að búa viðunanlega að rannsóknar- starfsemi hennar. Meira segi ég ekki. E11 vera kann, að tungu- haft mitt haldi ekki alla tið.” Þannig fóru skattstjóranum i Reykjavik, Halldóri Sigfússyni, orð á blaðamannafundi i gær. Ennfremur lét skattstjórinn hafa eftir sér: „Þegar ég tek við skattstjóra- starfi árið 1934 voru heildar- skattar og útsvör i Reykjavik um þrjár miljónir króna. Þá hljóp straumur og skjálfti i skattamálin og hefur ekki oft bráð af þeim siðan. Nú nema heildargjöldin i Reykjavik, átján að meðtöldum söiuskatti, þrjátiu og einum miljarði króna, sem svarar til meira en hálfra fjárlaga rikisins. Það er meira en tiu þúsundfalt frá þvi sem var 1934, eða töluleg hækkun yfir eina miljón prósent. Þetta hefur okkur i skattinum tekist að pota uppávið álögum á reykvikinga, og finnst við megum una þeim árangri sæmilega út af fyrir sig, þó deilda megi um hvað prósentu- hreyfingar hafi orðið á rétt- lætinu, eða auðveldleika skatt- kerfanna i framkvæmd. Ég er nú ekki búinn að vera i skatta- málunum nema 46 ár, svo ég er ekki farinn að skilja þau al- mennilega ennþá, sist nú orðið. Að fást við framtölin og leggja skattana á fer að verða álika flókið útreiknisfyrirbæri eins og að lenda á Mars.” —úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.