Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. júli 1976. Hitaveita Suðurnesja ÚTBOÐ Tilboð óskast í smiði stálfóðringar og gufuskilja fyrir Varmaorkuver I við Svartsengi. Útboðsgögn verða afhent a skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 a, Keflavik, og á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavik. Skilafrestur er til 5. ágúst næstkomandi. Styrkur til náms í tungu grænlendinga í fjárlögum fyrir árið 1976 eru veittar kr. 120000.-sem styrkur til islendings til að læra tungu grænlendinga. Umsóknum um styrk þennan, með upp- lýsingum um námsferil ásamt staðfestum afritum prófskirteina, svo og greinargerð um ráðgerða tilhögun grænlenskunáms- ins, skal komið til menntamálaráðuneyt- isins, Hverfisgötu 6, Reýkjavik, fyrir 20. ágúst n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 21. júli 1976. ||| ÚTBOÐ Tilboð óskast I ýmiskonar lin fyrir 'sjúkradeild Hafnar- búða. Svo sem sængur, kodda, sængurveradamask, laka- léreft, þverlakaefni og léreft i koddaver. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tiiboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 17. ágúst 1976 kl. 11.00 f.h. INNKAUfASTOFNUN REYK3AVÍKURBOi<GAF. Fríkirkjuveai 3 — Sími 25800 Mikið úrval bóka Marx, Engeis, Lenin, tækni, vísindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstíg, 2. hæð. Simi ^’Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45-^17, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SIMI 53468 Bústaður Islenska sendiherrans f Bad Godesberg, útborg Bonn. Götumynd frá SKOTTÚR UM RÍNAR- HÉRUÐ Síöastliðinn laugardag hófu Flugleiðir reglubund- ið flug einu sinni í viku til Dusseldorf í Vestur- Þýskalandi sem islenskir rithöfundar hafa ýmist kallað Þuslaraþorp eða Dusiltorfu. Þegar slík tímamót verða þykir hæfa að bjóða blaðamönnum með og veita þeim vel. Við dvöldum úti i þrjá sólar- hringa og ferðuðumst á þeim tima um Dusseldorf, Köln, Bonn og Luxemborg. A svo skömmum tima gefst enginn timi til að brjóta vesturþýskt mannlif til mergjar en vitaskuld standa eftir ýmis áhrif sem menn urðu fyrir i ferðinni. Verður nú reynt að ti- unda þau helstu. Rik borg Dusiltorfa Fyrst skal þó vikið að hinni nýju flugleið. Áður en upp var lagt sótti sú spurning á undirrit- aðan hvað Flugleiðum lægi til að hefja flug til Dusseldorf þvi félag- ið flýgur bæði til Frankfurt am Main og Luxemborg sem eru i næsta nágrenni sin hvorum meg- in við Dusseldorf. Nærtækasta skýringin er sú að i Dusseldorf er ein helsta miðstöð leiguflugs i álf- unni. En fleira gæti gert borgina freistandi i augum Flugleiða. Hún er miðsvæðis i mjög þéttbýlu hér- aði. Rétt fyrir norðan hefst Ruhr- héraðið, miðstöð vestur-þýsks þungaiðnaðar. Enda er það svo að hvergi i þýskri borg hafa fleiri er- lend fyrirtæki höfuðstöðvar sinar, alls munu þau vera um 2.500 tals- ins. Það má þvi búast við mikilli umferð allra handa viðskipta- fursta og iðnjöfra til og frá borg- inni. Ekki ætti það heldur að MYNDIR OG TEXTI: — ÞH spilla fyrir að hvergi i þýskum borgum fyrirfinnast jafnmargir hátekjumenn og I Dusseldorf. Allt þetta hefur valdið þvi að borgin getur gert öflugt tilkall til að skreyta sig nafninu háborg vestur-þýsks kapitalisma. Sagt er að banka- og fjármálaveldi hafi eflst svo i borginni undanfarin misseri að hún eigi stutt eftir að slá Frankfurt við i þeim efnum. Borgin telur nú um 650 þúsund ibúa en stórborgarbragur er miklu meiri á henni en t.d. Köln sem þó er allmiklu fjölmennari, telur um eina miljón. Hiti og gróður- skemmdir En hvað er það þá sem sker i augu islensks blaðamanns i sinni fyrstu heimsókn til Vestur- Þýskalands? Fyrstu áhrifin fund- ust reyndar á skinninu: hitinn. Reyndar sögðu heimamenn að verstu hitarnir væru afstaðnir en merki þeirra sáust glöggt. Gróður var allur hinn kyrrkingslegasti. Grasflatir i görðum borga eru all- ir skrælnaðir svo þeir liktust is- lensku grasi nýkomnu undan vetrarsnjóum. Aðeins á stöku stað, þar sem tré eða aðrir stór- vaxnir hlutir höfðu skapað for- sælu, mátti merkja grænan lit. A trén voru hins vegar viða komnir 'haustlitir og þau voru farin að fella laufin þótt ekki sé komið nema fram i júli. Áhrif hitans mátti einnig merkja á Rin. Viðast hvar höfðu myndast eyrar út i ána þar sem vatnið hafði sigið. Að sögn inn- lendra hafði vatnsborðið lækkað það mikið að til vandræða horfir með siglingar skipa um ána. Sigl- ingar um Rin eru þjóðverjum mikilvægar þvi um ána fara 23% af öllum vöruflutningum innan- lands og til hafnarborga Hollands og Belgiu. Kannski hefur þetta einnig valdið þvi að boðaðri sigl- ingu upp Rin var aflýst og farið i rútum eða lestum i staðinn. Það á að kjósa i Vestur-Þýska- landi i haust, i september nánar tiltekið. Viða mátti sjá merki þess á götunni. Kristilegir demókratar sögðu kjósendum að „við sköpuð- um velferðina, kratarnir spila með hana”. Kommúnistar skor- uðu á fólk að starfa með sér og kjósa sig til baráttu gegn stór- kapitalinu. En hvergi sáust stjórnarflokkarnir, frjálsir og fé- FLUGLEIÐIR BUÐU TIL ÞÝSKALANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.