Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. júll 1976. Skák Friðriks og Velimirovic Hvítt: Friðrik Ólafsson 22. Df5 Hd6 Svart: Velimirovic 23. h4 g4 1. C4 Rf6 24. Be2 Be8 2. Rc3 c5 25. Bc4 Kg7 3. Rf3 e6 26. Kh2 Db4 4. e3 Be7 27. He4 a4 5. d4 0-0 28. h5 ab3 6. dxc5 Bxc5 29. Bxf7 Kxf7 7. a3 a5 30. Dg6+ Ke6 8. Be2 d5 31. Hdxd4 Dxd4 9. 0-0 Rc6 32. Hxd4 Hxd4 10. Dc2 De7 33. Bh4 Hf8 11. b3 d4 34. Dbl Hb4 12. exd4 Rxd4 35. del Hb5 13. Rd4 Bd4 36. Dc3 Rd5 14. Bg5 h6 37. Dc4 Hb4 15. Bh4 g5 38. Dc5 Hd8 16. Bg3 e5 39. Bxd4 b2 17. Hadl Bd7 40. Dc8+ Kd6 18. Bf3 Bc6 41. Ba5 blD 19. Hfel Da3 42. Df8 + Kc6 20. Rb5 Bb5 43. De8 + Kc5 21. cxb5 Had8 44. Dc8+, hvitur gefst upp. Alþýðubandalagið i Kópavogi SUMARFERÐ UM SÍÐUAFRÉTT Arleg sumarferö Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður farin 13. til 15. ágúst. Lagt verður af stað frá Þinghól Hamraborg 11 föstudaginn 13. ágúst kl. 18 og ekið að Heiöar- seli á Siðu og tjaldað þar. Laugardaginn 14. ágúst verður lagt af stað árla morguns og ekið að Laka og eldstöðvar Skaftáreldanna skoðaðar eftir þvi sem timi vinnst til. Um kvöldið verður komið aftur i sama tjaldstað, en tjöldin verða látin standa i umsjá bóndans i Heiðarseli. Sunnudaginn 15. ágúst verður haldið heim á leið með viðkomu i Hjörleifshöfða ef veður verður hagstætt. Fargjald verður kr. 4500 fyrir fullorðna,en hálft gjald fyrir 14 ára og yngri. Allir eru vel- komnir i ferðina. Allir þátttakendur þurfa að vera vel búnirtil fjallaferða og hafa viðlegubúnað og nesti til tveggja daga. Til þess að unnt verði að fá góða fjallabila þarf að panta farmiöa fyrir 1. ágúst i sima 40813 -- ‘41279 eða 40471. Farmiðar verða siðan afhentir i Þinghól föstudaginn 6. ágúst kl. 17 til 21. Skákir islendinganna beggja fóru ibið i gær. A morgun fer fram lokaumferð skákmótsins i Amsterdam. Auðvelt að fyrirbyggja olíumengun í hafinu Þegar rætt hcfur verið um svartoliunotkun i islenskum skip- um, veiðiskipum og fraktskipum, hefur oft skotið upp hinum annarlegustu mótbárum viö að breyta yfir í svartoliu og þá úr óliklegustu áttum. Nýjasta dæm- ið um þetta er, að svartoliutogar- arnir islensku mengi hafið um- hverfis landið meira en önnur skip, en það var sá boðskapur, scm lesa mátti út úr tilkynningu frá Siglingamálastofnun ekki alls fyrir löngu. Nú hefur það verið hrakið hér i blaðinu að svartoliutogarar þurfi að menga hafiö nokkuð meira en þeir togarar eða þau skip, sem gasoliu brenna, þvi frá þeim kemur sist meiri oliusori en öðr- um skipum. Vandamálið er annað. öll skip hafa innbyrðis svokall- aðan oliusoratank. t slikan tank safna þau öllum þeim oliusora og afgangsoliu, sem um borð mynd- ast. F.f til væri rétt að segja, að þau ættu að gera þetta, en óvist er um framkvæmd á þvi. Siglinga- málastofnunin, sem á að fylgjast með þessu og sjá svo til að oliu- sora sé ekki dælt i sjóinn, sem er brot i alþjóðareglum um varnir gegn mengun á hafinu, fullyrðir að meira eða minna sé dælt af oliusora i sjóinn, þá annað hvort úr oliusoratönkunum eða beint með kjölvatninu. Þetta er vanda- málið sem viö er að glima, annað ekki. En sjálfsagt hefur þeim hjá Siglingamálastofnun ekki gengið annað til, en að fá menn til að hætta sliku háttarlegi þegar þeir gáfu út tilkynningu sina um oliu- sora frá svartoliutogurum. En þeir ágætu embættismenn mega ekki láta atriöi fjarskylt vandan- um blinda sig svo, að vandamálið sjálft sjáist ekki, hvað þá lausn á þvi. Nú er það svo, að þrjú oliufélög sjá um að selja islendingum oliu frá Sovétrikjunum. Það hefur komið fram hér i blaðinu, að oliu- félögin myndu tapa af hreinum gróða, amk. 5 miljónir króna á ári, við hvern þann togara, sem hættir að nota gasoliu en tæki að nota svartolíu vegna mismunandi magnálagningar á þessar tvær oliutegundir. Jafnframt hefur i blaðinu verið skýrt frá þvi, að engar kvaðir eru lagðar á oliu- félögin viðkomandi þvi, að losa þau skip við oliusora, sem þau selja oliu, hvort heldur það er gasolia eða svartolia. Við athugun tveggja siðustu atriðanna hér að framan má finna lausn á oliumengunarvanda þeim, sem Siglingamálastofnunin er að burðast við að leysa. Lausnin er einfaldlega sú, að gera oliufélögunum það skylt, að taka oliusora frá skipshlið i hvert sinn, sem þau afgreiða oliu, en þeim sora yrði siðan fyrirkomiö á viöunandi hátt, sem vafalaust má gera. Skili skip ekki oliusora fær það ekki afgreiðslu með nýja oliu, fyrr en sekt hefur verið greidd fyrir að brjóta alþjóðalög með því að dæla oliusora I sjóinn. Og vegna þess að blessuð oliu- félögin verða nú ekki þjóðnýtt á næstu misserum, en einsýnt er, að þau munu tapa hundruðum miljóna við það eitt að islenski flotinn tæki upp á þvi að brenna svartoliu i stað gasoliu, mætti gera þeim hagnaðarminnkunina betur viðunandi með þvi að þau fengju i sinn hlut þær sektir, sem þau innheimtu, en með þvi væri einnig komið til móts við þau f jár- hagslega vegna aukins kostnað- ar, sem þau verða fyrir við að hirða oliusora frá skipshlið. Og n ú á Siglingamálastofnunin næsta leik. —úþ Alþýðubandalagið i Kópavogi Báðar skákir íslendinganna fóru í bið Kortsnoj er enn efstur, en Miles og Sax fast á eftir Biðskákir úr 14. umferð: Kortsnoj — Miles 1/2-1/2 Farago — Ligterink 0-1 Langeweg — Donner 1-0 Friðrik —Velimirovic 0-1 Guðmundur — Szabo afturibið Biðskák úr 13. umferð: Boehm—Miles 1/2-1/2 Orslitin i 14. umferð IBM-móts- ins i Amsterdam urðu sem hér segir: Kortsnoj — Miles biðskák Ree — Boehm 0-1 Farago — Ligterink biðskák Guðmundur — Szabo bið Langeweg — Donner bið Kurajica — Sax 1/2-1/2 Friðrik — Velimirovic — bið Gipslis — Ivkov 1/2-1/2 Kortsnoj. Staöan eftir 14 umferðir: 1. Kortsnoj 9 vinn. 2. -3. Miles, Sax 8 1/2 v. 4. Velimirovic 8 v. 5. -6. Farago, Boehm 7 1/2 v. 7. Szabo 7-1- biðskák 8. -9. Kurajica, Gipslis 7 v. 10. Guðmundur 6 1/2+biðskák 11. -13. Friðrik Ivkov, Ree 6 1/2 v. 14. Ligterink 5 1/2 v. 15. Langeweg 5 v. 16. Donner 4 1/2 vinn. Siðasta umferðin verður tefld á morgun, laugardag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.