Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. júli 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA II Luxemborg Hótclin voru ekki valin af verri endanum. Þetta er i Köln 1 | •- æ á &ÍÉ 'i mHmnmMU ril < ’ : -'Á - j ÍllÍlÍllllIlllÍlllS:" 'fr lagslegir kratar, biöla til kjós- enda. Menn á flótta Hins vegar biðluðu lögreglu- yfirvöld viða til vegfarenda og buðu þeim 700 þúsund mörk (u.þ.b. 50 milj. isl. kr.) i skiptum fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku „eftirlýstra anark- iskra ofbeldismanna”. Auglýs- ingaplaköt með þessu tilboði héngu viða uppi og á þeim voru myndir af fjórtán eftirlýstum. í þeim hópi voru hinn goðsagna- kenndi „Carlos” og stúlkurnar fjórar sem sluppu úr fangelsi i Berlin á dögunum (ein þeirra hef- ur náðst aftur, hinar leika enn lausum hala). bessi plaköt minntu undirritað- an á það hve hart er vegið að mannréttindum i Vestur-Þýska- landi núna. Atvinnuofsóknir á hendur róttæklingum veröa æ út- breiddari. Aðfarir eru geröar að róttækum prentsmiöjum og for- lögum i krafti nýrra laga sem manna á meöal eru kölluð „munnkörfulögin”. Samkvæmt þeim er bannað aö gefa út bækur sem „hvetja til valdbeitingar”. bað er vitaskuld i valdi yfirvalda að skilgreina hvað er hvatning til valdbeitingar og hvað ekki. í fyrrahaust var t.d. ráðist inn i nokkur forlög og prentsmiðjur róttæklinga sama daginn i mörgum borgum landsins og hald lagt á nokkrar bækur, þ. á m. eina eftir ungan verkamann, „Boipmi” Bauman, sem nú fer huldu höfði og er eftirlýstur. Að sögn kunnugra var það eina á- stæðan fyrir þvi aö bókin var upp- tæk ger, i henni er hvergi hvatt til vopnaðrar baráttu. Lögreglan notaði tækifæriö til að slá eign sinni á ýmis skjöl fyrirtækjanna sem ekki er hægt að segja að komi málinu beint við. En yfir- völdum er i lófa lagið að lesa hvatningu til valdbeitingar út úr rekstrarreikningum og öðrum viðskiptaskjölum. bessi aðgerð lögreglunnar vakti mikla athygli og hópur rithöfunda og mennta- manna, þ.á m. austur-þýski visnasöngvarinn og ljóðskáldið Wólf Bierman og rithöfundurinn Hans Magnus Enzensberger, undirrituðu mótmælaskjal gegn henni. Og andófið náði lengra þvi nú hefur bók Baumans aftur verið gefin út og aö þessu sinni hafa yfirvöld ekki reynt aö gera hana upptæka. bessi stöðugi og sivaxandi nið- urskurður á mannréttindum er þvi uggvænlegri sem menn hafa orðið að kyngja ýmsu þvi sem þjóðverjar hafa flutt út og nægir að vitna til ákveðins viðtals i sið- asta helgarblaöi Visis þvi til stað- festingar. bað fór ekki hjá þvi að þessum óæskilega útflutningi þjóðverja yrði svarað og merki þess sá maður allsstaðar i ferðinni. Á striðsárunum féll gifurlegt magn af sprengiefni á þýskar borgir. Okkur var sagt að 90% allra bygginga i miðborg Kölnar hefðu verið ónýt i striðslok. Enda var það svo að aðeins sást eitt og eitt gamalt hús á stangli innan um nýbyggingarnar. En ekki getur maður sagst vera hrifinn af þvi sem upp hefur risið i staðinn, það er litið skárra en rjómakökustill Jóseps gamla sem einkennir austanverða álfuna. Og það sem verra er, uppbyggingin er öll miðuð við þarfir blikkbeljunnar að frátöldum verslunarhverfum miðborganna þar sem bifreiðar hafa verið gerðar útlægar. Lítil saga En hvað er það þá sem glatt gæti augu venjulegs ferðamanns ofan af Islandi? Ef satt skal segja var það harla fátt. Auðvitað er það fræðandi i sjálfu sér að koma til hvaða lands sem er og kynnast þvi mannlifi sem þar er lifað. En hafi menn áhuga á að skyggnast aftur i aldir hafa þeir litið til Dusseldorf að sækja. bað væri þá frekar að Köln hefði upp á að bjóða. bar er hin fræga dóm- kirkja sem var 6 aldir i smiðum og mikið af fornminjum frá þvi rómverjar byggðu borgina i ár- daga. Við hlið kirkjunnar hefur nýlega veriö reist rómverskt-ger- manskt minjasafn og má þangað sækja ýmsan fróöleik og skemmt- un. bar má m.a. sjá heljarmikinn legstein sem einhvern tima i fyrndinni stóð á leiði rómversks landsstjóra og konu hans. Af hon- um er sögð sú saga að tveir ungir menn hafi fundið hann i brotum þegar þeir rótuðu i einhverri byggingarlóðinni i nágrenni kirkjunnar. beir voru þó ekkert að auglýsa fund sinn fyrr en allt var komið upp. bá gengu þeir fyr- ir borgarstjórnina og buðu stein- inn falan fyrir hálfa miljón marka. Boðinu var tekið. Hér má kannski skjóta þvi inn að þegar hópurinn gekk um sali rómversk-germanska safnsins varð á vegi hans kunnuglegt and- lit. bar var þá kominn borleifur Einarsson jarðfræðingur sem kvaðst hafa veriö i fyrirlestraferð um um þvert og endilangt Vestur- býskaland undanfarna þrjá mán- uði. Sannaðist þar enn hve litill heimurinn er. Auk sjálfs safnsins má viða greina leifar af borgarmúr sem rómverjar reistu á sinum tima. Sjálfur múrinn er þó viðast fall- inn en varðturnar margir standa enn. Þá er nú eiginlega upptalið það sem markvert getur talist úr þessari ferð. Er þá ekkert eftir annað en að kvitta fyrir veiting- arnar og þakka góða samfylgd. Ýmis stórmenni, þýsk og íslensk, á flugvellinum i Dusseldorf. Þarna má m.a. greina Halldór E. Sigurðsson samgönguráöherra, Niels P. Sigurösson sendihcrra Islands i Bonn og Brynjólf Ingólfsson ráðuneytisstjóra. t* MWMuwuiifj-jniiBi Gfftife WuSfkáamf.fwfalirt, KmdorpaM D«ch«f>Wstour, Abeodfafirt mít Mu í Ittui CAífi ’«*». RbeiB.,K mtt Baho «nd SehíH ^ KmácHest an Bord mít jroSem M^Í!*lS>ússeidorf niec nocli ;unstiger Auglýsingaplakatiö um „eftirlýsta ánarkiska ofbeldismenn." Ekki er gleymtaö taka fram að þeir kunni að vera vopnaöir. Turnar dómkirkjunnar I Köln.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.