Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. júli 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Uganda
Allt í hers
höndum
Efnahagslifið lamað vegna
eldneytisskorts og fjórðungur
hersins tekur þátt i uppreisninni
Nairobi 22/7 reuter ntb
— Diplómatar i Nairobi,
höfuðborg Kenýa, halda
þvi fram að Idi Amin
forseti Uganda eigi nú
við meiri erfiðleika að
stríða en nokkru sinni
siðan hann komst til
valda árið 1971.
Sagt er að meir en fjórðungur
þeirra 12 þúsund manna sem her
landsins telurtaki nú þátt i andófi
gegn Amin. Rikisútvarpið i
Kampala staðfesti i dag að
nokkru leyti fyrri fréttir um að
uppreisn hafi verið gerð i herjum
landsins. Var sagt að sex manns,
þar af fjórir háttsettir herforingj-
ar, hafi verið handteknir fyrir
Hípreisnartilraun. Að sögn blaða
I Kenýa hefur stór hluti hersins
Framhald á bls. 14,
Enn er sprengt í
Lissabon
Lissabon 22/7 reuter — öflug
sprengja sprakk i nótt fyrir utan
skrifstofur rikisf lugféiags
Mósambik i Lissabon, DETA. Olli
hún miklu eignatjóni, en engan
mann sakaði.
Þetta er i annað sinn á tveimur
sólarhringum sem sprengjutil-
ræði eru gerð við eignir fyrr-
verandi nýlendna portúgala.
Sólarhring áður voru skrifstofur
MPLA i borginni stórskemmdar i
sprengingu, en engan sakaöi þá
heldur.
Portúgalska utanrikisráðu-
neytið lýsti þvi yfir i gær að þeir
sem gerðu sprengjuárásirnar á
skrifstofur MPLA vildu „tefja
eða koma i veg fyrir viðræður”
milli portúgala og angólumanna.
Sambúð portúgala við stjórnvöld i
fyrrverandi nýlendum sinum
hafa farið mjög versnandi upp á
siðkastið.
Eignarnám í Nígeríu
Accra 22/7 reuter — Stjórnvöld i
Nigeriu hafa tekið 121 fyrirtæki i
landinu eignarnámi, en þau
voru öll i eigu útlendinga, að þvi
er fréttastofa landsins skýrði
frá i dag.
Að sögn fréttastofunnar voru
fyrirtækin tekin eignarnámi
vegna þess að þau brutu i bága
við lög sem kveða á um, að
einungis nigeriumenn megi eiga
ákveðnar tegundir fyrirtækja. í
sömu heimild sagði að fyrir-
tækin yrðu öll boðin innfæddum
til kaups siðar á þessu ári.
Loðnan
úr
nótinni
Fyrsta sumarloðnan barst til
Neskaupstaðar i gær er Börkur
kom með 500 lestir. Hcfur þá
borist loðna til 5 staða I sumar,
mesttil Siglufjarðar eða iiðiega
7 þúsund lestir.
Þjóðviljinn ræddi i gærkvöld
yið Hjálmar Vilhjálmsson leið-
angursstjóra á Bjarna Sæ-
mundssyni þar sem skipið var
við loðnuleit norður af landinu.
Hann sagði að bátarnir sem nú
munu vera um 20 talsins væru
nú að á svæði 75-90 milur norður
Og norðvestur af Horni. Þar hef-
ur fundist mikið af loðnu, en
nokkuð erfiðlega gengur að inn-
byrða hana þvi hún er stygg,auk
þess sem hún er átulitil og
mjóslegin og á þvi auðvelt með
að smjúga úr nótum bátanna.
Hjálmar sagði að svo virtist
sem hún gæfi sig allan sólar-
hringinn, en þó einna helst á
rtóttunni og fram eftir morgni.
Siðustu daga hafa fengið mest
50-60 tonn i kasti, en i gær skán-
aði það aðeins og fengust þá aUt
upp i 100 tonna köst. — Það get-
ur þvi verið mikið verk að fylia
einn bát.
— Við höfum verið með bát-
unum undanfarna daga, en nú
höfum við fært okkur til norð-
austurs þar sem við erum að
leita að þeirri loðnu sem skipin
voru að fá á dögunum noiður af
Siglunesi. Það var feit og góð
loðna.en svo var eins og hún guf-
smýgur
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur.
aði upp. Nú er ætlunin að leita
hana uppi.
— Hvernig hefur þessi vertið
gengið?
— Hún hefur gengið vonum
framar má ég segja. Það hefur
ekki staðið á að finna loðnuna og
hún hefur brugðist vel við af og
til. Þaðmá ekki búast við sama
kraftinum i þessu og að vetrin-
um, en ef þetta fer sem horfir
ætti að vera framtið i þessum
veiðum.
— Hversu gömul er þessi
loðna?
— Þetta er loðna sem verður
3 og 4 ára I vetur. Meiripartur-
inn af henni gengur til hrygn-
ingarivetur. Yngri loðnan held-
ur sig nær landi. —ÞH
Breskir flóttamenn frá Uganda við komuna til Nairobi.
Strokukona
handtekin
Vestur-Berlin 22/7 reuter —
Lögregla i Vestur-Berlln handtók
i dag Moniku Berberich sem
strauk úr fangelsi i borginni 7. júli
sl. ásamt þremur öðrum konum.
Hún var handtekin á götu úti I
Kurfurstendamm sem er þekkt
verslunarhverfi.
Að sögn lögreglu hafði hún
fengið visbendingu um að
Berberich héldi sig þarna. Þegar
hún sá lögreglumenn nálgast
greip húnbyssu upp úr tösku sinni
en lögreglanaívopnaði hana áður
en hún gæti hleypt af. Hún hafði
engin persónuskilriki á sér, en
hins vegar margar passamyndir
og dró lögreglan þá ályktun að
hún hefði ætlað að fá sér falsað
vegabréf.
Berberich var dæmd i 12 ára
fangelsi árið 1974 fyrir bankarán
og „aðild aö glæpasamtökum”,
þe. Rauðu herdeildinni sem
gjarna er kölluð Baader-Meinhof
hópurinn. Hinar þrjár sem flýðu
um leið og hún ganga enn lausar.
Hérerverið að bera lik fallinna palestinumanna út úr flóttamannabúð-
unum Tal El-zaatar i Beirut sem hægrimenn hafa setið um i fimm vik-
ur.
Libanon
Viðræður hafnar
Beirut 22/7 reuter —
Sendinefnd frá samtök-
um palestinumanna átti
i dag tveggja klukku-
stunda fund með Abdel
Halim Khaddam utan-
rikisráðherra Sýriands
og fleiri leiðtogum
Baath-flokksins sýr-
lenska, að þvi er tals-
maður palestinumanna
sagði i Beirut.
Hann sagði litið um það sem
fram fór á fundinum en gat þess
að forsætisráðherra Libýu, Abd-
el-Salam Jalloud, heföi setið hann
lengst af.
Sendimaður Arababandalags-
ins i Beirut lýsti i dag ánægju
sinni með aðgerðir friðargæslu-
sveita frá Saudi-Arabiu sem
komu i dag upp vopnlausu belti
milli sveita hægrimanna sem
ráða eystri hluta Beirut og
vinstrimanna og palestinumanna
sem ráða vestari hlutanum. Skot-
iö var á friðargæslusveitirnar og
féllu þrir menn úr röðum þeirra.
Sveitir úr Alþjóða Rauöa
krossinum urðu enn i dag að
hætta við að fara inn i flótta-
mannabúðirnar Tel Al-Zaatar i
Beirut þar sem margir særðir
menn biða flutnings á sjúkrahús.
Sveitir þær sem berjast um
búðirnar höfðu fallist á að virða
vopnahié i umsátrinu um þær i
gær svo hægt yrði að sinna
sjúkraflutningum þessum en það
samkomulag hefur nú verið brot-
ið tvo daga i röð.
Suður-Afrika
Skólar
opnaðir
á ný
Jóhannesarborg 22/7 reuter —
Skólar I blökkumannahverfum
Pretoriu og Jóhannesarborgar
opnuðu dyr sinar nemendum i
dag eftir að hafa verið lokaðir
siðan 16. júni sl. þegar óeirðirnar
miklu hófust i Soweto.
Ekki kom til alvarl. átaka af
þessu tilefni, nema á einum stað
að sögn yfirvalda. í bænum
Boipatong um 50 km suður af Jó-
hannesarborg beitti lögregla
táragasi til að dreifa um 100
svertingjum, aðallega skólabörn-
um, sem tóku að grýta lögreglubil
og annan bil I eigu rikisins.
Til stóð að skólarnir hæfu störf
að nýju 20. júni, en dómsmálaráð-
herra landsins frestaði þvi um óá-
kveðinn tim a af ótta við frekarió-
eirðir i blökkumannahverfunum.
Ráðherrann, James Kruger,
sagði i dag að hann hefði rætt við
leiðtoga blökkumanna i gærkvöld
og hefðu þeir sannfært sig um aö
hætta væri á frekari óeirðum ef
skólanemendur gengju mikið
lengur um iðjulausir.
Heitir
neðan-
jarðar-
klettar
London 22/7 reuter — Breskir
oliuleitarmenn hafa fundið
klettabelti langt undir botni
Norðursjávar sem er svo heitt
að nægjanlegt er til að sjóða
vatn við hitann, að þvi er segir i
nýútkominni skýrslu breskrar
stjórnarstofnunar á sviði orku
mála.
I skýrslunni segir ennfremur
að viða undir breskri jörð megi
finna heita kletta og neðan
jarðarhveri sem vert sé að
athuga hvort ekki megi nýta.
Miklum upplýsingum hefur
verið safnað um klettana undir
botni Norðursjávar og hefur
þar mælst meiri hiti en á
nokkrum öðrum stað á Bret-
landseyjum.
I skýrslunni er hvatt til þess
að menn athugi möguleika
nýtingu þessa neðanjarðarhita
eftir að oliulindirnar i Norðursjó
fara að þverra i lok aldarinnar
Bretland
Stjórnin hyggst
spara miljarð
London 22/7 reuter — Breska
rikisstjórnin tilkynnti i dag að
húnhygðistdraga úr rlkisútgjöld-
um sem næmi einum miljarði
sterlingspunda á fjárhagsárinu'
sem hefet I april á næsta ári.
Stærstu liðirnir sem spara á eru
fjárfestingar i þjóðnýttum iðn-
fyrirtækjum, lán til húsnæðis-
mála og varnarmál. Þó verður
ekki sparað á hernaðaraðstoð við
erlend riki.
Þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar fögnuöu þessari ákvörðun sem
skrefi i átttil jafnvægis i efnahgs-
málum og tú styrktar á stöðu
pundsins. Úr viðskiptalifinu
heyrðust þær raddir að þessi
sparnaður væri bæði of litill og
kæmi of seint.
Þingmenn úr vinstra armi
Verkamannaflokksins hristu hins
vegar höfuðin og einn þeirra
sagði við f jármálaráðherrann: —
Það kann að vera með þessu
aukirðu tfaust alþjóðlegra lána-
stofnana en þú glatar trausti
verkalýðshreyfingarinnar i stað-
inn. Atvinnideysi hefur aldrei
verið meira i Bretlandi frá striðs-
lokum. Nær það til 6,3% verk-
færra manna eða alls 1.463.000.
Fjármálaráðherrann, Denis
Healey, sagðist vona að tala at-
vinnulausra færi að lækka fyrir
árslok, en viðurkenndi þó að
sparnaðaráætlanirnar myndu
draga úr batanum i atvinnumál-
um.