Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.07.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. júU 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 MÖNDULYELDI Eftir siðasta leiðtogafund rlkja Efnahagsbandalags Evrópu sýnist mega ganga út frá þvi sem vísu að árið 1978 fái EBE sameiginlegt þing, sem hafi hliðstætt vald I bandalaginu i heild og löggjafarþing þeirra nú hvers um sig. EBE hefur að visu þing nú þegar, en vald þess er ekki teljandi. Með stofnun hins nýja þings, sem væntan- lega verður kosið til I öllum bandalagsríkjunum sameigin- lega, verður hinsvegar stigið mikilvægt skref i þá átt að sam- eina EBE i eina samheldna blökk. Nýtt risaveldi. betta hefur að öllum likindum i för með sér að áhrif smárikj- anna innan bandalagsins fara enn minnkandi frá þvi sem nú er, og er þó margra mál að sjálfstæði þeirra hafi þegar sett verulega ofan frá þvi að þau gengu i bandalagið. Það er talað um að raunverulegt sjálfstæöi rikja eins og Danmerkur og Lúxembortgar sé ekki meira en til dæmis breskra og vestur- þýskra landshluta eins og Vels eða Neðra-Saxlands. t þessum smárikjum heyrast nú oft radd- ir, sem tala um þetta i ang- urværum uppgjafartón, eins og þetta sé þróun sem fámennu og smáu rikin geti ekkert við gert, og nýtt og valdamikið Vestur- Evrópuþing breyti þar litlu um, heldur leggi aðneins meiri áherslu á þegar orðinn hlut. óopinbert þrívelda- bandalag Eins og viðast annarsstaðar er það efnahagslegur máttur, sem er grundvöllur hins raun- verulega valds i Efnahags- bandalagi Evrópu. A þessum grundvelli hefur þegar myndast innan bandalagsins ópinbert þriveldabandalag, sem ræður þar mestu og hvers ráðamenn hafa fastlega ákveðið að svo skuli verða framvegis. Þessi þrjú EBE-veldi eru Vestur- Þýskaland, efnahagslega mesti bógurinn innan bandalagsins og ef til vill þegar orðið sterkasta herveldið þar lika, Frakkland og Bretland. Siðastnefnda rikið hefur raunar ennþá varla meira en svo fengið fulla viðurkenn- ingu hinna tveggja sem jafnoki þeirra, og veldur þvi bágur þjóðarbúskapur breta undan- farið. Hefðu það fyrir fáum ára- tugum þótt fréttir, að niöurlæg- ing breska heimsveldisins yrði slik. En Norðursjávarolian, iðnaðar- og fjármálaveldi breta á gömlum merg, þrátt fyrir marga úrelta þætti þess, og EBE allsterk aðstaða þeirra innan Nató (enn er Bretland annað mesta flotaveldi þess hernaðar- bandalags) hefur gert að verk- um að ráðamenn i Bonn og Paris hafa talið hæfa að taka Bretland með, að visu sem þann siðasta meðal þessara þriggja jafningja. italía fær ekki að vera með Samstarf þessara möndulvelda EBE hefur i það heila tekið gengið snurðulitið, enda hafa þau mikinn hag af að halda saman. Sameiginlega geta þau nokkurnveginn stjórn- að bandalaginu eins og þeim best likar, svo að jafnvel þótt smárikin stæðu öll sameinuð gegn þeim, myndi það ekki verða til mikils. ítalia fær ekki að /era með á þessum öxli. Það á e;;ki af henni að ganga að vera silögreind sem „annars flokks stórveldi”: þvi valda eilif efna- hagsleg bágindi hennar og botn- laus spilling ihaldsflokks þess, sem þar hefur farið með völd frá lokum siöari heimsstyrjald- ar. Hugsanlegt er lika að þeir Helmut Schmidt, Valery Giscard d’Estaing og James Callaghan hafi það á bak við eyrað að rétt sé að hafa Italiu að vissu marki utangarðs, ef skammt skyldi vera i það að kommúnistar kæmust þar til valda. Járnkanslari krata Sitthvað er það þó, sem þess- um þremur stóru i EBE ber á milli, þrátt fyrir að enn sem komið er hafi ekki komið til alvarlegs missættis. Franska stjórnin er til dæmis talsvert áfram um að fá vissa formlega staðfestingu á veldi þriveldanna i EBE, og hún knúði það fram að hlutur smárikjanna i þing- mannatölu EBE-þingsins verð- ur heldur minni en upphaflega hafði komið til greina. Schmidt, járnkanslari þýsku kratanna, sem nýlega hefur vakið athygli með hótunum um efnahagsleg- ar þvinganir við Italiu ef kommúnistar komi strax þar i stjórn, er hinsvegar dálitið pirr- aður á þessum formlegheitum frakka. Brennt barn forðast eld- inn, og þjóðverjarnir eru ekkert áfram um að auglýsa veldi sitt i EBE á glannalegan hátt. Svo lengi sem hin raunverulegu völd þar eru i höndum ráðamanna i Bonn og Paris, er þeim vestur- þýsku sama um þó að það fari lágt. Norðursjávarolia breta er annað atriði, sem sundurlyndi hefur vakið. Breskir ráðamenn fara ekki dult með að þeir ætli ekki að skipta þeim auðævum með neinum og vilja vegna þessara hagsmuna sinna halda oliuverðinu hærra en einkum frökkum þykir gott. Fjórveldasamkomulag um efnahagslegan hern- að? Svo er það ítalia og sérlega náin tengsl Vestur-Þýskalands við Bandarikin. Sterkur grunur leikur nú á þvi að Bandarikin, Bretland, Frakkland og Vestur- Þýskaland hafi gert með sér fjórveldasamkomulag um að halda kommúnistum utan stjórnar á ttaliu með efnahags- þvingunum. Ummæli þeirra Fords Bandarikjaforseta og sérstaklega Schmidts kanslara benda til þess að þetta sé rétt, og franska stjórnin hefur ekki treyst sér til að neita þessu ein- dregið. Þetta hefur þegar valdið allmiklu fjaðrafoki, og jafnvel framámenn kristilegra demókrata á ttaliu hafacéð sig tilneydda að hneykslast opin- berlega á þessum grófa sletti- rekuskap um itölsk innanrikis- mál. Fyrir frönsku ihaldsstjórn- ina er þetta viðkvæmt mál af tveimur ástæðum. t fyrsta lagi er þjóðarstolt frakka enn á það háu stigi frá de Gaulle-timanum að enginn þarlendur stjórn- málamaður þorir að láta það um sig spyrjast að hann dansi eftir pipu ráðamanna i Was- hington, hvað þá i Bonn, og i öðru lagi má ganga að þvi sem jöfnu að eftir næstu þingkosn- ingar i Frakklandi taki við þar stjórn sósialista og Kommún- ista. Fjórveldasamkomulag þetta, hafi það verið gert, er lik- legt til að verða vatn á myllu þeirra. Enda brá franska stjórnin við hart, þegar fréttist af ummæl- um Schmidts, og lýsti yfir að hún tæki ekki undir þau, þótt yfirlýsingin væri að öðru leyti loðin. En það segir nokkra sögu um þá þróun, sem nú á sér stað i stjórnmálum Fjórða þýska rikisins, að þýskir kratar skuli auglýsa meiri óbilgirni gagn- vart kommúnistum en franskir ihaldsmenn treysta sér til að gera. dþ. Völdin innan Efnahagsbandalags Evrópu safnast i hendur þriggja voldugustu rikjanna Schmidt — stjórn hans stendur fyrir pólitískum ofsóknum á hendur vinstrimönnum innanlands og prédikar „efnahagslegan hernað” út á við, Mitterrand, leiðtogi franskra sósialista. Fer „flokksbróöir” hans Schmidt meö efnahagslegum hernaði á hendur honum, ef hann kemst til valda i félagi við kommúnista? Skattskrá Reykjavíkur árið 1976 Skattskrá Reykjavikur árið 1976 liggur frammi i Skattstofu Reykjavikur, Toll- húsinu við Tryggvagötu, frá 23. júli til 5. ágúst nk., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 9.00 til 16.00. 1 skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur. 2. Eignarskattur. 3. Sóknargjald (kirkjugjald). 4. Kirkjugarðsgjald. 5. Slysatryggingargjald atvinnurekenda. 6. Lifeyristryggingargjald atvinnur ekenda. 7. Iðgjald til atvinnuleysistrygginga- sjóðs. 8. Slysalryggingargjald vegna heimilisstarfa. 9. Útsvar. 10. Aðstöðugjald. 11. Iðnlánasjóðsgjald. 12. Iðnaðarmálagjald. 13. Iðnaðargjald. 14. Launaskattur. 15. Skyldusparnaður 16. Sjúkratryggingagjald. Barnabætur, svo og sá hluti persónuaf- sláttar, sem kann að koma til greiðslu út- svars, er einnig tilgreint i skránni. Innifalið i tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs rikisins. Jafnhliða liggja frammi i skattstofunni yf- ir sama tima þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilis- skráðir eru i Reykjavik og greiða forskatt. Skrá um skatta islenskra rikisborgara, sem fluttu hingað frá útlöndum árið 1975. Aðalskrá um söluskatt i Reykjavik fyrir árið 1975. Skrá um landsútsvör árið 1976. Þeir, sem kæra vilja yfir gjöldum sam- kvæmt ofangreindri skattskrá, skattskrá útlendinga og skattskrá heimfluttra, verða að hafa komið skriflegum kærum i vörslu skattstofunnar eða i bréfakassa hennar i siðasta lagi kl. 24.00 5. ágúst 1976. Reykjavik, 22. júli 1976 Skattstjórinn i Reykjavik i|! ÚTBOÐ Tilboð óskast i ýmis konar sjúkrahúsbún- að fyrir Borgarspitalann, vegna sjúkra- deildar i Hafnarbúðum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuveg 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið- vikudaginn 18. ágúst 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegl 3 — Sími 25800 Húsnæði óskast Ung stúlka, sem verður i skóla næsta vetur, óskar eftir herbergi eða litilli ibúð. Heimilisaðstoð eða þ.u.l. getur komiðtil greina. Uppi.isima 16639frá kl. le.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.