Þjóðviljinn - 10.08.1976, Side 5
Þriðjudagur 10. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 5
------ úiB Mte M
Fyrir nokkrum úrum var
viðtal i franska útvarpinu við
þrjá ritstjóra dagblaða, einn af
ritstjórum „Liberation ”,
málgagns róttækra vinstri
manna, Rehé Andrieu, ritstjóra
kommúnistablaðsins
„L’Humanité” og Jean d’Orme-
sson, ritstjóra hins hægri sinn-
aða blaðs ,,Le Figaro”, sem
kunnugir menn hafa stundum
likt við Morgunblaðið hér á
landi. Ekki ræddust þessir
menn þó sérstaklega við, heldur
var fréttamaðurinn fram ýmsar
spurningar, sem þeir svöruðu
hver fyrir sig. Ein spurningin
var sérstaklega athyglisverð,
þviað hún snerti mál, sem oft
hefur verið á dagskrá hér. Hún
var þanriig:
„Teljið þér að blað yðar se
hlutlaust?”
Ritstjórar vinstri blaðanna
svöruðu þessari spurningu mjög
ásömulund, þótt orðalagið væri
mismunandi. Ritstjóri
„Liberation” sagði að starfs-
menn þess blaðs tryðu þvi ekki
að til væri neitt hlutleysi, þeir
hlytu að fjalla um frönsk innan-
rikismál og um heimsmálin
samkvæmt sinum eigin skoð-
unum og heimsmynd, og gerðu
sér lika fulla grein fyrir þvi.
René Andrieu var suttoröur og
hugsun hans kannski ekki eins
augljós: „blað mitt fylgir hlut-
leysi verkalýðsstéttarinnar”
sagði hann einungis. Það er
augljóst að verkalýðsstéttin
getur engan vegin verið ,,hlut-
laus” I augum Marxista eins og
René Andrieu, og merkir
setningin þvi ein faldlega það, að
blaðamennrinir hafi ákveðna
afstöðu i stjórnmáladeilum siris
tima ogfjalli um málefain sam-
kvæmt þvi.
Siðastur þremnninganna
talaði.svo Jean d Ormesson og
var bæði stuttorður og harla
ómyrkur i máli. Hann sagði hik-
laust:
„Auðvitað er mitt blað
algerlega hlutlaust!”
Sjálfsagt hafa margir ihalds-
samir hlustendur hossað sér i
sætinu, þegar þeir heyrðu þess-
ar orðræður, og hugsað með
sér: „Þarna komu helv.
kommarnir laglega upp um sig,
nú eru þeir hreinlega búnir að
játa að þeir séu visvitandi hlut-
drægir”, og hefur hinn kæni rit-
stjóri Jean d’Ormesson kannske
ætlað sér að vekja slik viðbrögð
manna. En skoðanamismunur-
inn er þó' of einfaldur og augljós
til þess að nokkur geti haldið að
ritstjórar vinstri blaðanna hafi
dottið i einhverja „gildru”.
Aður en eitthvað er hægt að
segja um þessi orðaskipti, sem
hafa þann kost að setja fram á
skýran hátt vandamál, sem oft
er þvælt um á heldur
þokukenndan hátt hér á landi,
er þvi nauðsynlegt að athuga
Um hlutleysi
hvort ritstjórarnir hafi yfirleitt
verið aö svara sömu spurning-
unni og ræða sama málið.
Aður en lengra er haldið er
nauðsynlegt að gera skýran
greinarmun á hugtökunum
„hlutleysi” og „óhlutdrægni”,
sem mörgum hættir til að rugla
saman. Hlutdrægni er að halla
visvitandi réttu máli, segja
fréttir sem menn vita að eru að
meira eða minna leyti ósannar
en þeir halda að geti á einhvern
hátt þjónað hagsmunum þeirra
eða málefnum. Enginn blaða-
maður eða ritstjóri myndi
vitanlega nokkurn tima kannast
við „hlutdrægni” i frétta-
fluntingi blaðs sins, enda er
harla óliklegt að sliks verði yfir-
leitt vart á siðum blaða hér á
landi eða erlendis: blaðamenn
vita það vel að fréttaflutningur
af þvi' tagi kemur að lokum
engum i koll nema þeim sjálf-
um.
Ef Jean d’Ormesson ætlaði að
halda þvi fram að blað hans
sýndi jafnan óhlutdrægni i
fréttaflutningi sinum, hafði
hann vafalitið rétt fyrir sér — en
hann var þá að tala um allt ann-
aö en hinir ritstjórarnir tveir,
þvi að „hlutleysi” er allt annað
mál og miklu flóknara.
Til að skilgreina „hlutleysi” i
fréttaflutningi (og reyndar
þjóðfelagsvisindum Uka, þvi aö
um þau gegnir svipuðu máli), er
best að byrja á þvi að athuga
hvaða skilyrði þarf að uppfylla
til þess að um slikt geti verið að
ræöa. Þau eru einkum tvö: i
fyrsta la£i þarf að vera til
einhver algildur sannleikur i at-
burðunum eða fyrirbærunum
sjálfum, sem sé að öllu leyti ó-
háður þeim sem tekur eftir
þeim og á um þau að fjalla, og i
öðru lagi þarf að vera unnt að
fjalla um þennan sannleik án
þess að lýsingin aflagi hann að
nokkru leyti. Um fyrra atriðið
er ástæöulaust að fjölyrða, þvi
að það er heimspekilegt vanda-
mál, sem þykkan doðrant þyrfti
til að setja fram, en seinna
atriðið er hins vegar nokkuð
sem snertir blaðamenn beint og
þeir þurfa að gera sér grein
fyrir: ef einhver sannleikur er
til, er þá hægt að lýsa honum
eins og hann er?
Einfaldasta svarið er á þá
lund, að til þess að geta þetta
þyrfti blaðamaðurinn sjálfur að
vera jafn „algildur” og
„objektivur” og sá sannleikur,
sem hann ætlar að lýsa.
Hannþyrfti m.ö.o. ekki aðeins
að vera algerlega fyrir utan
söguna, skoðanir hennar og
deilumál, þannig að þetta komi
honum ekki við, heldur þarf
hann lika að tjá sig á einhverju
„hlutlausu” táknmáli, sem væri
jafnóbundið stundlegum deilum
og mál stærðfræðinnar. Hann
gæti þá t.d. reynt að lýsa dauða
Snorra Sturlusonar þannig:
René Andrieu, ritstjóri
l’Humanité: gerir sér engar tál-
vonir um „hlutleysi?
,A ákveðnum stað (sem
reikna þarf út eftir lengdar- og
breiddarbaugum jarðhnattar-
ins) og ákveðinni stund (sem
miða þarf við stöðu stjarna eða
aðra eilifðarklukku) halda
nokkrir einstaklingar af tegund-
inni hoino sapienssig á bakinu á
nokkrum einstaklingum af
tegundinni equus caballus og
láta þá bera sig i vissa átt (sem
miða verður við gráður á átta-
vitanum). Þeir koma að dvalar-
stað annars einstaklings af teg-
undinni homo sapiens, leita
hans um öll húsakynnin — en
þeim verður vitanlega að lýsa
með einhverju hlutlausu kerfi
t.d. númerum eða lengdar- og
breiddarbaugum. Þegar þeir
finna hann, gefur hann frá sér
hljóð, og verður þá vitanlega að
skrifa með hljóðritun 13.
aldrar-framburð Snorra á
orðunum „eigi skal höggva”, en
þeir stinga i hann löngum og
oddhvössum hlutum úr járni.”
Lengra getum við reyndar
ekki komist, þvi að þegar þarf
að segja i sams konar stil frá
fyrirbærum eins og „áleitni
erlends konu ngs v al ds ”,
„valdabaráttu”, „fégræðgi”,
„broti á lénsrétti”, „öfund’’,
„hugleysi” o.s.frv. bregst
venjulegum mennskum blaða-
manni alveg bogalistinn. Þessi
orð sem hér voru upp talin eru
vitanlega viðs fjarri þvi að vera
„hlutlaus”, i þeim öllum felst
viss afstaða — það væri hægt að
gera sér grein fyrir henni með
þvi t.d. að reyna að segja sögu
Sturlungaaldarinnar eins og
hún gæti litið út frá sjónarmiði
Hákonar gamla og fylgismanna
hans — en til þess að tákná þessi
fyrirbæri með „hlutlausu”
táknmáíi er. ekki nóg að búa tU
tákn fyrir hvrt þessara orða,
hinn „hlutlausi” blaðamaður
þarf að lýsa þeim á allt annan
liátt, með einhverjum abstrakt
formúlum, ef það er þá hægt.
Það versta er. að jainvel þott
unnt væri að búa til táknmál
sem gæti lýst atburðum á
þennan hlutlausa hátt, þyrfti
blaðalesemdur, sem eru jafn
„algildir” og „objektivir” og
blaðamaðurinn sjálfur, sem
áðan var nefndur, til að skilja
þær á réttan hátt og túlka þær
ekki á nýjan leik með þeim hug-
tökum, sem við erum búin að
sjá að skortir mjög hlutleysi, —
og þvi miður liggja þeir vist
ekki á lausu.
Þetta dæmi, sem hér hefur
verið hefnt, er vitanlega ekki
annað en fáránlegt skopstæling,
— eins konar „reduction ad
absurdum”, en það ætti að geta
sýnt mönnum fram á það, að
hver einasti maður, sem skrifar
fréttir, sögu eða annað, hlýtur
sjálfur að vera hluti af sögunni.
Hvortsem hann gerir sér grein
fyrir þvi eða ekki, hljóta öll við-
horf hans að mótast af þvi þjóð^
félagi, sem hann lifir i, þeim
skoðunum san honum berast,
og þeim atburðum sem hannn
lifir. Þegar hann vill tjá hug
sinn um það sem að höndum
ber, hefur hann ekki annan mið-
U tiltækan en sitt eigið tungumál
með orðum sem eru tviræð og
lituð af ýmsum tilfinningum og
bjóða jafnvel heim allskyns
útúrsnúningum. Það sem hann
siðan skrifar hlýtur svo að vera
þáttur i umræðum þess tima og
fær a.m.k. hljómgrunn i sam-
ræmi við það. Ef hann gerir sér
ekki grein fyrir þessu verður
árangurinn yfirleitt ekki annar
en sá að hann bergmálar
fordóma sins tima, oftast gagn-
rýnislausteða — litið, og heldur
kannske að það sé „hlutleysi”.
En vitanlega er best fyrir hvern
fréttamann og fréttaskýranda
að ihuga þessa stöðu sina og
reyna að gera sér sem best
grein fyrir henni.
Þetta virtust ritstjórar vinstri
blaðanna tveggja, sem nefndir
vom hér i upphafi, hafa gert
eftirsinum mætti, og það er litil
ástæða tU að ætla að Jean
d’Ormesson, ritstjóri hægri
blaðsins „Le Figaro”, sé ekki
full kunnugur um hugleiðingar
afþessu tagi. Meðal þeirra sem
i blað hans skrifa er nefnilega
hinn heimskunni félagsfræðing-
ur og heimspekingur, Raymond
Aron, sem mjög hefur tekið
hugtakið „hlutleysi” til með-
ferðar. En samt sem áður er
ekki rétt að halda að Jean
d’Ormesson hafi logið á móti
betri vitund: Það er lDdegra að
hann hafi byggt svar sitt á
öðrum og praktiskari grundvelli
en starfsbræður hans tveir.
Það litur nefnUega út fyrir að
iaugum þeirra, sem skrifa i vel
þenkjandi hægri blöð eins og
„Le Fiagro” i Frakklandi og
„Morgunblaðið” hér, sé „hlut-
leysi” allmUdu einfaldara hug-
tak en hér hefur verið rakið.
Ekki er annað að sjá en i augum
þeirra séu þær skoðanir, sem
viss hópur lesenda þeirra er
sammála um, einfaldlega
„hlutlausar”, en sé öðrum og
andstæðum skoðunum haldið
fram, sé það á sama hátt „hlut-
leysisbrot”, hvernig og með
hvaða rökum það svo er gert.
Vinstri sinnaður blaðamaður,
sem kom fram i fréttaskýringa-
þætti i útvarpinu fyrir nokkrum
árum, tók þannig eftir þvi að
sumum skoðunum mátti hann
halda fram blákalt án þess að
þurfa kannske að rökstyðja þær
frekar, en ef hann vili koma inn
á viss önnur svið, var hann á-
minntur um að „gæta hlut-
leysis”. Þannig mætti jafnvel
gera lista yfir þær skoðanir,
sem eru „hlutlausar” og þær
sem eru „hlutleysisbrot”. Það
er t.d. „hlutleysi” að tala um
„útþenslustefnu kommúnista”
en argasta hlutleysisbrot að tala
um „heimsvaldastefnu banda-
rikjamanna”. Það er hlutleysi
að gera viðhorf israelsmanna i
deilunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs að sinum eigin, en það er
hlutleysisbrot að útskýra
málstað araba án þess að slá
um leiö einhvern varnagla. Það
erhlutleysiaðsegja að Idi Amin
hinn kjaftfori sé geðveDtur mað-
ur og kannske með syfilis, en
það væri hið grófasta hlutleysis-
brot að reyna að skUja hans
eigin forsendur. Þannig mætti
lengi telja.
Frá þessu sjónarmiði er það
nánast skilgreiningaratriði að
Le Figaro, Morgunblaðið og
önnur slDí blöð eru fyllilega
„hlutlaus”. En er slikt hlutleysi
annað en sjálfsblekking frétta-
manns, sem hefur ekki einu
sinni gert sér grein fyrir sinni
eigin stöðu?
e.m.j.
Lokakonsert
tónskratta
i kvöld klukkan 21 gefst
mönnum síðasta tækifæriö til að
hlýða á hljómsveitina Diabolus in
musica á tónleikum. Leiðir
skiljast nú með tónskrötlum,
sumir halda út i heim til að læra
meira i tónlist en aðrir verða eftir
hér heima.
A tónleikunum sem þau nefna
„laufléttan lokakonsert” munu
tónskrattar kynna efni á nýrri
plötu sem þau hafa nýlega lokiö
upptökum á. Voru þau fyrst til aö
notfæra sér þær 24 hljóðrásir sem
Hljóðriti hefur nú upp á að bjóða.
Platan ber heitið Hanastél en um
efni hennar er litið vitað, einungis
að á henni er lagið Gggó gæinn
sem heyrst hefur á fyrri tón-
leikum Diabolusar.
I fréttatilkynningu frá tón-
skröttum segir að nú séu þeir að
syngja sitt siðasta sem slikir.
Vonandi eigum við þó eftir að
njóta krafta þeirra lengur þó
undir öðru nafni væri og kannski i
öðru formi.
En i kvöld eru allir velkomnir i
Norræna húsið kl. 21 og meðan
húsrúm leyfir.
—ÞH
►
Cr þvi að Diabolus in musica er
að leysast upp er við hæfi að birta
mynd af sveitinni er hún kom
fyrst fram i Lindarbæ á kvenna-
daginn 24. október i fyrrahaust.
Þá hét hún reyndar ekki sama
nafni heldur Hljómsveitin hlær.