Þjóðviljinn - 10.08.1976, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. ágúst 1976
Karl Þdrðarson skorar eína mark skagamanna. SigurCur Dagsson kemur engum vörnum við, boltinn er kominn inn fyrir markllnu og Grlmur Sæmundsen er lagstur og horfir
ángistarfullur á. Mynd: — gsp
Fjögur stangarskot
og fjögur mörk í
hörkuleik IA og Vals
Valsmenn sigruðu
með þremur
mörkum gegn einu
og stefna hraðbyri
að íslands-
meistaratitli
Fjölmargir áhorfendur,! roki og rigningu á Akranesi
um helgina/ voru ekki sviknir er þeir fylgdust með
hörkuleik skagamenna og Vals, sem lauk með 3-1 sigri
aðkomumanna. Leikurinn var afar þýðingarmikill fyrir
toppbaráttu beggja liða og eftir tapið fyrir Val eru
skagamenn komnir niður í 4. sæti. öðrum fremur var
það Ingi Björn Albertsson sem sá um sigur Vals í leikn-
um, hann skoraði sjálfur eitt mark og lagði annað og
þrátt fyrir að leikurinn hafi allan tímann verið fremur
jafn eru það mörkin sem gilda og þess vegna varð sigur-
inn valsmanna.
En leikurinn var ekki ójafn.
Raunar hefðu akurnesingar auö-
veldlega gert út um hann I fyrri
hálfleik er þeir óðu í tækifærunum
en klúðruðu jafnmörgum. I leik-
hléi var staðan 0-0, en þá höfðu
valsmenn bjargað einu sinni á
marklinu eftir laglegt skot Péturs
Péturssonar, en aðeins tveimur
min. áður hafði Pétur sent bolt-
ann til Arna Sveinssonár i dauða-
færi en drullan fyrir framan Vals-
markið kom Sigurði Dagssyni til
bjargar.
En Valur átti einnig sin tæki-
færi fyrir hlé, m.a. hörkuskot
Hermanns Gunnarssonar i stöng
á 4. min.
I slðari hálfleik kom fyrsta
markið strax á ca. 8. min. Krist-
inn Björnsson sendi boltann vel
fyrir og Ingi Björn afgreiddi hann
i netið. 1-0.
Nokkrum minútum siðar var
Ingi Björn aftin: á ferðinni er
hann lék upp að endamörkum,
sendi siðan fyrir markið til Her-
manns sem skoraði framhjá
Herði Helgasyni 2-0.
Karl Þórðarson minnkaði
muninn í 2-1 á 19. mln. eftir aö
Siguröur Dagsson hafði varið skot
Péturs Péturssonar og misst bolt-
ann siðan út til Karls. Siðasta
markið kom 10 min. fyrir leiks-
lok. Ingi Björn fékk boltann nokk-
uð óvænt inni I vitateig IA og sneri
bakinu i markið. Hann gaf sér
tima, sneri sér við og sendi knött-
inn upp i markhornið fjær án þess
að vörnum yrði við komið.
Enn eru ótalin þrjú stangar-
skot. Fyrir utan skot Hermanns i
byrjun leiksins átti Ingi Björn
hörkuskot i þverslána á 21. min.
og Jón Alfreðsson átti sömuleiðis
gott skot I stöng uppi við þverslá
undir lok leiksins. Pétur Péturs-
son átti einnig stangarskot undir
lokin og munaði þvi ekki miklu að
IA tækist að minnka muninn og
jafnvel að jafna metin undir lok-
in, en þá var sóknarþungi þeirra
mfiúll.
Nokkuð kemur á óvart hve mik-
ið virðist vanta I liö 1A eftir að
Matthlas Hallgrimsson hætti.
Þessi leikur var dæmigerður fyrir
lið skagamanna sem eiga góða
miðjumenn og sækja sist minna
og jafnvel meira heldur en and-
stæðingurinn en sóknin er bitlaus
og ráöþrota með öllu. Pétur var
aö visu friskur en þar með eru af-
rek sóknarmanna upptalin.
Lið Vals vann betur saman,
heildin er góð og samhent og eftir
erfiða leiki undanfarið hlýtur
þessi sigur að hafa verið kærkom-
inn. Enn heldhr Valur forystunni
og með sama áframhaldi kemur
Jafnt á Akureyri
KA og Reynir, Arskógsströnd, Þessi úrslit höfðu engin
skildu jöfn i spennandi leik I 2. áhrif á stöðuna i deildinni, KA er
deild I fótbolta á Akureyri á enn um miðja deild og Reynir er
laugardag, hvorugt liðiö skoraði I neðsta sæti meö tveim stigum,
mark. minna en næsta lið.
fátt i veg fyrir sigur þeirra i
deildinni.
1 heild sinni var leikurinn
skemmtilegur og liflegur á að
horfa þrátt fyrir vont veður. Betri
aðilinn sigraði i þessari viðureign
með Inga Björn I broddi fylkingar
en hjá skagamönnum bar mest á
Pétri Péturssyni, þeim unga og
sivinnandi framlinumanni.
Dómari var Eysteinn Guð-
mundsson og lenti hann nokkuð
upp á kant við áhorfendur, sem
ekki voru fullkomlega sáttir við
dómgæslu hans i fyrri hálfleik.
Tveir leikmenn fengu gula
spjaldið, þeir Teitur Þórðarson
fyrir kjaftbrúk og Grimur
Sæmundsen Val fyrir óþarflega
gróft brot.
— gsp-
Framarar fylgja
Yalsmöimum eftír
Framarar áttu svo sannariega
skilin,. sigur sinn i leiknum við
FH i Hafnarfirði á laugardag.
Þeir iéku allan tlmann af öryggi
og festu og oft á tíðum sást góð
knattspyrna hjá þeim. Það sama
er ekki hægt að segja um
FH-inga, þó svo að öðru hvoru
hafi þeir leikið ágætlega, þá voru
þeir oftast of fljótir á sér. Fram-
arar voru fyrri til að skora,
FH-ingar jöfnuðu, en skömmu
fyrir leikslok skoruðu framarar
sigurmarkið.
Það voru ekki nema 3 minútur
liðnar af leiknum er Rúnar
Gislason sendi fallegan bolta á
Pétur Ormslev sem lék á varnar-
mann og skaut föstu skoti aö
marki og var það algerlega
óverjandi fyrir Ómar Karlsson i
markinu, 1-0.
Eftir þetta jafnaðist Ieikurinn
nokkuð og FH-ingar fengu sin
tækifæri, en Arni Stefánsson i
markinu og Framvörnin sáu um
að ekkert yröi úr þeim. Framarar
áttueinnig sin tækifæri, það besta
þegar Rúnar skaut I stöng og bolt-
Framhald á bls. 14
Þróttur N kemst í úrslit
Þróttarar frá Neskaupstað láta
ekki deigan siga og sýna mikinn
styrkleika umþcssar mundir.
Þeir munu leika annað kvöld
gegn FH i 8-liða úrslitum bikar-
keppninnar. Þróttur er eina liðið
sem komið er i 8-liða úrslitin sem
ekki er I 1. deild.
Um helgina iék Þróttur frá
Neskaupstað gegn Einherja frá
Vopnafirði úrslitaleikinn I F-riðli
3. deildar. Skemmst er frá þvi að
segja að sigur Neskaupstaöar-
manna varð stór. Þeir skoruðu
niu irör1' gegn aðeins einu en á
það ber að líta að I marki
Einherja var varamarkvöröur
liðsins.
Leikurinn átti að fara fram á
laugardeginum en honum var
frestað vegna ófærðar til
sunnudags og þá leikinn I hávaöa-
roki.
Einherji skoraði fyrsta markið
og var þar að verki Aöalsteinn
Björnsson en niu mörk heima-
manna skoruðu þeir Björgúlfur
Halldórsson 4, Sigurður Friðjóns-
son 2, Björn Jóhannesson 2 og
Arni Guðjónsson 1.
Dómari var Hörvar Ólsen frá
Eskifirði og dæmdi hann að að
venju með öliu óaðfinnanlega.
Eru austanmenn hinir ánægðustu
með þennan dómara sinn og
segjast ákafir I að láta hann
reyna sig i meiriháttar leikjum,
þvi þarna sé á ferðinni einn al-
besti dómari landsins.
—gsp-
Einstefna hjá Þór
Þórsarar voru heldur betur á
skotskónum i leik sinum við
Völsunga frá Húsavlk I 2. deild-
inni i knattspyrnu. Þórsararnir
skoruðu 7 mörk, en Húsvikingar
ekkert.
Eins og sést af markatölunni
vour það Þórsarar sem réðu
gangi leiksins, en Völsungar áttu
aldrei neina möguleika. Jón
Lárusson skoraði 3 mörk fyrir
Þór, en þeir Magnús Jónatans-
son, Arni Gunnarsson, Sigurður
Lárusson og Einar Sveinbjörns-
son 1 mark hver.
G. Jóh