Þjóðviljinn - 10.08.1976, Side 11

Þjóðviljinn - 10.08.1976, Side 11
Þriðjudagur XO. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Yestmanna- eyingar Islands- meistarar í 5. flokki Vestmannaeyingar urðu tslandsmeistarar i 5. flokki er þeir sigruðu Fram i úrslitaleik mótsins á Akureyri um helgina. Þeir sýndu mikla yfirburði i tslandsmótinu að þessu sinni og i úrslitakepþn- inni skoruðu þeir i þremur leikjum tuttugu og eitt mark gegn þremur. t öðru sæti urðu Framarar en númer þrjú i mótinu urðu KA-menn, sem sigruðu 1R i úrslitalcik um þriðja til fjórða sæti. Vetmannaeyingar sigruðu Fram 4-1 i úrslitaleiknum og sama markatala varð er KA sigraði tR. Norðurlandamót unglinga Norðmenn sigr- uðu í vítakeppni Islendingar í neðsta sæti Norðmenn urðu Norður- landaineistarar I knattspyrnu i flokki 14-16 ára unglinga með þvi að sigra svia i úrslita- leiknum i mótinu i vítaspyrnu- keppni, 6-5. Norðmennirnir voru allan timann mun harðari og sást strax að þeir ætluðu sér ekkert ininna en sigur i leiknum, en sviarnir voru ekki á þvi að gefa sitt eftir og léku einnig af hörku. Þeir sýndu oftast betri knattspyrnu en norðmennirnir og hefðu átt skilið að vinna leikinn og þar með mótið, en norsararnir strögluðu allan leikinn svo og framlengingu og i vitakeppninni tókst þeim að sigra. Danir urðu i 2. sæti, sigruðu finna 3-2 I úrslitaleft um það sæti og v-þjóöverjar burstuöu islendinga 4-1 i leikn- um um neðstu sætin. Norðmennirnir fögnuðu ákaft eftir sigurinn og er langt siðan önnur eins fagnaðarlæti hafa sést hjá sigurvegurum i keppni. íslandsmótið í útihand- knattleik í kvöld I kvöld hefst islandsmótið i útihandknattleik og verða það konurnar sem opna mótið, sem haldið er við Austur- bæjarskólann i Reykjavik. Handknattleiksdeild ÍR annast framkvæmd mótsins. i meistarafiokki kvenna eru 6 lið og drógust þau þannig i riðla: A-riöill: 1. Fram 2. Haukar 3. F.H. Briðill: 1. Valúr 2. H.S.K. 3. Arinann i kvöld leika saman Haukar og FH kl. 18.30 og strax á eftir lið HSK og Armanns. i karlaflokkum hefst keppnin ekki fyrr en 14. ágúst eða næstkomandi laugardag. ÍBY-IBI frestað - ófært frá ísafirði Leik IBV og ÍBt, sem fara átti fram I Vestmannaeyjum á laugardag var frestaö þvi ekki var hægt aö fljúga til isa- fjarðar. Vestmannaeyingar ætluðu að sýna yfirburði sina þjóöhátiöargestum, en ekkert varð úr þvi. Þeir verða að biöa eftir að veðurguðirnir gefi sitt leyfi. G.Jóh. Heppnissigur Ármenninga Armenningar voru svo sannarlega heppnir að fá bæði stigin úr leik sinum við Hauka i 2. deild. llaukarnir sóttu stanslaust að Armanns- markinu en ekki tókst þeim að skora, ekki einu sinni úr vita- spyrnu sem þeir fengu, boltinn fór i þverslá og Armenningar sluppu með skrekkinn. Armenningarnir áttu hins vegar fá tækifæri, en ur einu þeirra uppskáru þeir þó mark. Þráinn Asmundsson skoraöi eftir ljót varnarmistök hjá Haukunum. „ ... —G.Joh GIsli Sigurðsson gerði eins og aðrir framlinumenn Breiðabliks oft usla I vörn IBK, sem leikin var sundur og saman I þessum leik. Hér kemst GIsli upp vinstri kantinn og gefur fyrir. Mynd: — gsp Breiðablik - ÍBK: 3:1 Sigurganga Breiða- bliks heldur áfram Liðið hefur tekið níu stig í síðustu fimm leikjum og er nú í þriðja sæti mótsins Breiðabliksmenn hafa heldur^ betur sannað til- verurétt sinn á meðal bestu knattspy rnuliða landsins undanfarið og í síðustu fimm leikjum sínum hafa kópavogsmenn aðeins tapað einu stigi. Um helgina sigruðu þeir kefl- víkinga með þremur mörkum gen einu í Kópa- voginum og sigur Breiða- bliks hefði getað orðið enn stærri. Lið var áberandi betra, lék á köflum meistaralega vel og upp- skar þrjú mörk. Breiðabliksliðinu hefur farið geysilega fram i sumar undir handleiðslu Þorsteins Friðþjófs- sonar þjálfara, sem greinilega virðist vera einn allrabesti þjálfari okkar um þessar mundir. Hann hefur náð upp I liði sinu skemmtilegum samleik, góöum baráttuvilja og fyrirmyndar samheldni sem trúlega leggur öðru fremur grunninn að góðum árangri i siðustu leikjum. Keflvikingar áttu aldrei mögu- leika i þessum leik og á meðan Breiðablik lét boltann ganga frá manni til manns i stórhættulegum og fallegum sóknarlotum, sást varla ljóte punktur i liði og leik IBK, sem lék undan sterkum vindi i fyrri hálfleik. Keflvik- ingum tókst þó ekki að nýta sér vindinn, miklu fremur var það Breiðablik sem sótti og skapaöi sér tækifæri. Staðan i leikhléi var 0-0, en eftir frisklega frammi- stöðu heimamanna gegn vind- inum áttu menn sannarlega von á markasúpu eftir hlé... Og hún lét ekki standa á sér. Strax á 2. min kom fyrsta markið. Þór Hreiðarsson skoraöi 1-0 fyrir Breiðablik eftir laglega sendingu Hinriks Þórhallssonar, langbesta manns vallarins. A 15. min. bjargaði IBK á marklinu skallabolta frá Einari Þórhallssyni, en annaö mark hafði lengi legið i loftinu. Það kom siðan á 21. min. er Vignir rak endahnútinn á fullfallegt samspil upp völlinn með þvi að stinga boltanum inn fyrir til Hinriks sem skoraði i gegnum klofið á Þor- steini markverði. Heiðar Breiðfjörð skoraöi siöan svipað mark á 39. min. siðari hálfleiks eftir sendingu frá Ólafi Friðrikssyni en Einar Gunnarsson minnkaði muninn I 3- 1 með skallamarki á 43. min. eftir fyrirgjöf frá hægra kanti. Fátt fallegt verður sagt um lið keflvikinga að þessu sinni. Það er tekið að eldast iskyggilega og grunur leikur á að ekki sé hugsað um of fyrir efniviði úr yngri flokkunum. Helst reyndu þeir Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson að berjast en liðið i heild sinni virðist Utbrunnið að mestu og sýndi nákvæmlega enga getu i leiknum gegn Breiðabliki. Hjá heimamönnum bar lang- mest á Hinriki Þórhallssyni. Hann var sivinnandi allan timann, hljóp eins og þindarlaus um allan völl, skapaði hættu hvað eftir annað, skoraði mark og lagði boltann fyrir félaga sina hvaö eftir annað. Sannarlega efnilegur og vaxandi leikmaður og enda mun landsliðseinvaldur Tony Knapp hafa hann rækilega i sigtinu þessa dagana. , Dómari var Valur Benedikts- son og var leikurinn auödæmdur. Enginn fékk áminningu enda var viðureignin hin prúömann- legasta. —gsp . staöan. ^^^mmmmmmm^mmimmm^r Staðan i 1 deild er þessi: Valur 13 8 4 1 37:13 20 Fram 13 8 3 2 20:15 19 UBK 12 6 2 4 16:14 14 Akranes 12 5 4 3 16:16 14 Vikingur 11 6 1 4 15:14 13 KR 13 3 5 5 19:18 11 tBK 13 5 1 7 18:20 11 FH 12 1 4 7 7:20 6 Þróttur 12 1 2 9 7:25 4 Markahæstu menn: Ingi Bj. Albertss. Val 11 Guðm. Þorbj. Val 10 Hermann Gunnarss. Val .. 10 Kristinn Jörundss. Fram .. 6 Jóhann Torfason KR 6 Teitur Þórðarson 1A 6 Hinrik Þórh. UBK 6 Sigþór ómarsson 1A 5 Staöan i 2. deild er nú þessi: ÍBV 11 9 2 0 34:9 20 Þór 12 7 4 1 29:11 18 Armann 12 6 3 3 22:13 15 Völsungur 13 5 3 5 20:21 13 KA 13 4 3 5 21:25 12 1B1 11 3 4 4 13:14 10 Haukar 12 3 2 7 18:25 8 Selfoss 12 2 3 7 18:32 Reynir 12 2 1 9 11:36 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.