Þjóðviljinn - 10.08.1976, Síða 13

Þjóðviljinn - 10.08.1976, Síða 13
Þriðjudagur 10. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Eins og auðmaður á einkaströnd! Myndin er frá Suður-Georgia, eyju í Suður-Atlantshafmu. Erlendar fréttir Hinn mikli matarforði Suðuríshafsins Vísindamenn margra landa á sviði matvælaframleiðslu beina nú athy gli sinni i vaxandi mæli að Suðurishafinu, þessu mikla næringarefna-forðabúri jarðar- innar. Eftir að ýmsar hvalveiði- þjóðir höfðunæstum þvi gengið af skiöishvölunum dauöum þar suður frá, þá hefur mergð hins smávaxna krabbadýrs sem var aðalfæða hvalanna margfaldast. Ég hef hér áður ? essum þætti nefnt þetta krabbadýr krili sökum hinnar miklu smæðar þess, og fundist þaö vera rétt- nefni. A norðurlandamálum ber það hinsvegar heitið krill, en hið latneska nafn þess er hinsvegar „Euphausia Superba Dana”. Erfitt er áreiðanlega að ákveða með nokkurri nákvæmni hvað mikið er af þessu krabbadýri í Suðurishafinu. En sérfræðingar japana og rússa sem mest hafa stundað rannsóknir á þessu haf- svæði áætla að krilisstofninn sé frá l-5miljarðar tonn, og að óhætt muniað veiða 50-100miljón tonn á ári, án þess að skaða stofninn. Þessar tvær þjóðir hafa stundað þarna tilraunaveiðar i nokkur ár, en hvað krílisafli þeirra hefur orðið mikill á ári, er ekki vitað. Þá er vitað að þessar þjóðir hafa unnið að margvislegum vinnslu- tilraunum á krilinu. Rússar hafa t.d. unnið úr þvi mauk sem selt hefur verið i túbum á heima- markaðiogersagt ljúffengt. Eins munu bæði japanir ogrússar hafa unnið kraft úr þessu hráefni, sem notað er i ýmsar sósur og súpur. Rannsóknir hafa leitt i ljós að krilishráefniðer auðugt af pr- óteini, eða eggjahvituefnum, sem frá næringarfræðilegu sjónarmiði eru sérstaklga vel samansett af aminosýrum. Auk þessa er hrá- efnið sagt innihalda sykurefni, feiti, bætiefni og málmsölt og þvi talið gott hráefni i matvælafram- leiðslu. Japanir og rússar hafa setið einir að þessum tilraunaveiðum á undanförnum árum, en nú i ár - bættust tveir rannsóknarleiö- angrar i veiðiskipaflota Suðuris- hafsins til rannsókna á krilinu. Annar þessara leiðangra er frá Vestur-Þýskalandi en hinn frá Noregi. Þaö er pólarrannsóknar- stofnun Noregs sem gerir út norska leiðangurinn, en hann er farinn á stórum verksmiðju- togara, með fjölda visindamanna um borð. Mikill áhugi er sagður hjá norðmönnum á hagnýtingu á krOi Suðurishafsins, og sjávarút- vegsráðuneytið skipaði nefnd manna i málið á sl. ári, en i þeirri nefnd eiga sæti menn frá hval- veiðum, fiskveiðistofnunum svo og vísindamenn. A þessu ári sem nefndin er búin að starfa hefur hún látið gera tilraunir á norð- lægum slóöum með ýmsan búnað og tæki fyrir krilisveiðar, þar á meðal hefur verið útbúin norsk flotvarpa fyrir krili sem á að geta veitt allt upp undir yfirborð sjávar. Krili er til i norðlægum höfum, en i miklu minna mæli heldur en i Suðurishafi. Þetta norðlæga krabbadýr ber visindaheitið „Meganyetiphanes norvegiea”. Þá hefur þessi norska undir- búningsnefnd látið vinna að margvislegum rannsóknum i hagnýtingu á krili og þá einnig flutt inn til þess krili i frosnu ástandi, veitt i Suðurishafi. Þá hafa norðmenn nú þegar gert til- raunir með vöru unna úr krili á erlendum mörkuðum. Norska nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að norðmönnum beri að snúa sér að hagnýtingu krilisins i Suðurishafi, en áður þurfi norðmenn að senda þangað veiðileiðangur til tilraunaveiða og vfðtækari rannsókna. En veiði- og rannsóknarleiðangur heim- skautastofnunar Noregs, sem nú er i Suðurishafi og kemur ekki þaðan fyrr en einhverntima á næsta ári, mun að likindum geta flýtt þessum framkvæmdum. Eitt af þvi sem olli bæði rúsum og japönum miklum erfiðleikum við veiðar á krilinu fyrst framan af voru hin skörpu viðbrögð þess að flytja sig frá yfirborði sjávar niður á mikið dýpi eins og hendi væri veifað. Aö finna ráð gegn þessumun lengi hafa gengið illa, en þó munu nú þessir erfiðleikar hafa verið yfirstignir, þvi fréttir herma að i ár hafi fengist 30 tonn af krili á togtima þar suður frá. Norðmenn voru um langt árabil ein af stærstu hvalveiði- þjóðum i Suðurishafi, en hafa nú hætt þeim veiðum. Máski á norskur sjávarútvegur eftir að hasla sér völl við krisilveiðar i Suðurishafinu i álika mæli i náinni framtið. (Efnisheimildir teknar úr Fiskets Gang, Fiskaren og fleiri ritum). Norski stórsíldar- árgangurinn frá 1975 virðist sterkur Samkvæmt rannsóknum sem framkvæmdar voru á norska stórsildarstofninum nú i vor, þá komust fiskifræðingar að þeirri niðurstöðu að hrygning sildar- innar á fyrra ári hafi gengið sér- staklega vel, og að sildarseiða- stofninn frá fyrra ári sé sá sterk- asti siðan árið 1969. Anehovetaveiðarnar í Perú hafa gengið illa Pescaperu, rikisrekna út- gerðarfélagið i Perú sem stjórnar veiðum og vinnslu aflans, hefur hvað eftir annað orðið að stöðva veiðarnar sökum þess hve mikið af smáanehovetafiski hefur verið iaflanum á sl. vetriog i vor. Talið er að anehovetaaflinn hafi verið kominn upp i rúmlega miljón tonn um mánaðamótin april-mai, frá nýári. Þá er sagt að vinnslan hafi gengið verren áður, þar sem fitu- innihald hafi aöeins verið 2% i stað 4-6% oft áður. Útflutningur á fiskimjöli frá Perú hófst aftur i aprilmánuði, en hann hafði verið stöðvaður i nóvember 1975 af stjórnvöldum. Óvenjumikil þorskgengd í Suður- Eystrasalti í vor Samkvæmt sænskum heim- ildum var óvenjumikil þorsk- gengd i suðurhluta Eystrasalts i vor, i febrúar-april og byrjun mái. Fiskmóttökustöðvar i Suður-Sviþjóð fengu á land á þessu timabili 7000 tonn af þorski, en yfir sama timabil i fyrra 4600 tonn. fiskimál .eftir Jóhann J. E. Kúld^, Norskar hugleiðingar um að nota stórar þyrlur við landhelgisgœslu °g björgunarstörf Norska rikisstjórnin hugleiðir nú, hvort ekki sé hagkvæmt að nota i vaxandi mæli stórar þyrlur við landhelgis- og björgunarstörf, og tengja björgun og gæslu betur saman en verið hefur fram að þessu. Mál þetta hefur þegar verið lagt fyrir varnarmálanefnd Stórþingsins, varnarmálaráðu- neytið og yfirmann norskra loft- varna til umsagnar. Óvenjustór lax veiddur í norskum firði Nú i vorveiddist við Vik i Sogni i kilnót ógenjustór laxahængur, sem vó hvorki meira né minna en 26 kg. Þetta þótti svo óvenjuleg veiði að hennar var getið i mörgum blöðum. Hefur nokkur áður heyrt getið um þyngri lax? Laxveiðar dana gengu mjög vel á hafinu milli Jan Mayen og Noregs Döndcu laxveiðibátarnir sem stunduðu veiðar með flotlinu vestur af Norður-Noregi á þessu vori fengu góöan afla. Einn þess- ara báta kom til hafnar i Alasundi á heimleið, hann hafði veitt 5500 laxa á 14 dögum á flotlinu. Lax- veiðibáturinn hafði 5 manna skipshöfn, og sagði skipstjóri hans að hásetahlutur úr veiði- ferðinni mundi verða i kringum 20 þús. d. kr.eða i isl. kr. nálægt 598 þús. Það er ekki undarlegt þó ýmsir norskir fiskimenn séu æfir yfir þvi, að vera útilokaðir frá þessum veiðum, sökum þess að norsk stjórnvöld hafa gerst aðilar að banni gegn laxveiðum á hafinu. (19/7 1976) #útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.t 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ragnar Þorsteinsson byrjar að lesa þýðingu sina á „Útungunarvélinni”, sögu eftir Nikolaj Nosoff. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmoniusveitin i ósló leikur „Zorahayda”, helgisögn op. 11 eftir Johan Svendsen; Odd Gruner- Hegge stjórnar/Fil- harmoniusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 4 i f-moll op. 36 eftir Tsjaikovský; Lorin Maazel stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuná: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Blóm- ið blóðrauða” eftir Johannes Linnankoski. 15.00 Miödegistónleikar. André Pepin, Raymond Leppard og Claude Viala leika Sónötu i F-dúr fyrir flautu, sembal og selló eftir Georg Philipp Telemann. Baroque-trióið i Montreal leikur Trió i D-dúr eftir Johann Friedrich Fasch. Jost Michaels og Kammer- hljómsveitin i Múnchen leika Konsert i G-dúr fyrir klarinettu og hljómsveit eft- ir Johann Melchior Molter; Hans Stadlmair 'stjórnar. Andreas Röhn og Enska kammersveitin leika Fiðlu- konsert nr. 16 i e-moll eftir Giovanni Battista Viotti; Charles Mackerras stjórn- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Sagan: „Sumardvöl i Grænufjöllum” eftir Stefán Juliusson.Sigriður Eyþórs- dóttir les(2), 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Ja f n r é t tis I ögi n. Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir og Linda Rós M ichaelsdóttir sjá um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins-Sverr- ir Sverrisson kynnir. 21.00 Þr j á ti i þú s u n d miljónir? Orkumálin — ástandið, skipulagið og framtiðarstefnan. Fimmti þáttur. Umsjón: Páll Heið- ar Jónsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Mariumyndin” eft- ir Guðmund Steinsson. Kristbjörg Kjeld leikkona byrjar lesturinn. 22.45 Harmonikulög. Hans Wahlgren og félagar hans leika. 23.00 A hljóðbergi. Tveir danskir meistarar, Adam Poulsen og Poul Reumert, lesa kvæði eftir Runeberg, Oehlenschláger og Drach- mann. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjönvarp Þriðjudagur 10. ágúst 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Hungur. Kanadisk teiknimynd, þar sem hæðst er að ofáti i hungruðum heimi. 20.55 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Friðrof. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.25 úm „Ærumissi Katrinar Blum". I þessari sænsku mynd er rætt við vestur- þýska rithöfundinn Hein- rich Böll um bók hans, Æru- missi Katrinar Blum, en þetta er fyrsta verk Bölls, sem út kom, eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir. Sagan var lesin i útvarp i siðasta mánuði. Viðtalið er á þýsku og með sænskum textum og ekki þýtt á islensku. (Nordvision-Sænska sjón- varpið) 22.45 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.