Þjóðviljinn - 13.08.1976, Síða 3

Þjóðviljinn - 13.08.1976, Síða 3
Flóttamannabúðirnar í Tel al-Zaatar Föstudagur 13. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Falla í hendur hægri manna BEIRUT 12/8 — Fltíttamanna- búöirnar i Tel al-Zaatar féllu snemma i morgun i hendur hægri sinnaöra libana eftir 51 dags um- sátur, og sögöu talsmenn hægri manna aö aöeins væru eftir fáein- ar leyniskyttur i búöunum. Hægri menn sögöu aö flestir ibúar flóttamannabúöanna, sem voru orönar e.k. tákn um baráttu palestinuaraba i Libanon, hafi gefist upp sjálfviljugir og heföu aöeins um hundraö menn veriö handteknir. Lokaáhlaupiöhófst um kl. fjög- ur i nótt, þegar mikiö herhö i skriödrekum og bryndrekum réöst á búöirnar. Skömmu siöar voru þær á valdi hægri mann- anna. Þá voru aö sögn aöeins sex þúsund manns eftir i búðunum, en þegar umsátrið hófst fyrir sjö vikum voru ibúar þeirra taldir um 30 þúsund. Yfirmenn hægri manna sögðu aö allir þeir, sem hefðu verið teknir til fanga, myndu fá þá meöferö, sem skylt væri að veita striösföngum sam- kvæmt alþjóðalögum, en óbreytt- ir borgarar hefðu fengiö aö snúa aftur til þeirra hverfa, sem mú- hameðstrúarmenn hafa á valdi sinu. Talsmaöur þjóöfrelsishreyfing-. ar palestinuaraba staöfesti i dag að flóttamannabúöirnar heföu fallið i hendur ha^ri manna, og sagöi hann að árásin heföi heppn- ast vegna þess aö árásarmenn- irnir hefðu taliö ibúum búöanna trú um aö náöst heföi samkomu- lag um aöflytja óbreytta borgara burt. Ýmsir fréttamenn i Beirut vonast til aö fall flóttamannabúö- anna auki horfur á vopnahléi i borgarastyrjöldinni i Libanon, sem nú hefur staöiö i sextán mán- uði. Tel al-Zaatar var siöasta vig- iðsem múhameöstrúarmenn áttu eftir i kristna hluta Beirút. Erlendar fréttir í stuttu máli Úryggisráðið rœðir deilur um Eyjahaf SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR 12/8—öryggisráöið kom saman til fundar i dag til að ræöa um deilur grikkja og tyrkja um auölinda- lögsögu i Eyjahafi, og er þetta aö sögn i fyrsta skipti sem tvær þjóðir úr kærleiksheimilinu NATÓ, klaga hvor aðra fyrir öryggisráöinu. Það voru grikkir sem fóru fram á að öryggisráöið kæmi saman til fundar og ákæröu þeir tyrki fyrir að fremja landhelgis- brot með þvi aö senda leitarskipið Sismik 1 á umdeild svæöi i Eyjahafinu. Tyrkir neituðu þessu og sögöu aö landgrunniö i Eyjahafinu hefði aldrei veriö skilgreint, og væri ákæra grikkja þvi ekki byggð á neinum rökum. Utanrikisráðherrar Grikklands og Tyrklands munu bábir ávarpa öryggisráðið. Samkvæmt fréttum frá Aþenu hefur griska stjórnin skipað hernum að vera reiðubúinn, og er mest allur flugherinn nú kominn i herbúðir. GÍFULEGAR ÓEIRÐIR NÁLÆGT HÖFÐABORG HÖFÐABORG 12/8 — Suöur- Afrisk lögregla hóf I dag skothrið á 1000 blökkumenn, sem fóru syngjandi og hrópandi um götur i borgarhverfinu Nyanga nálægt Höfðaborg. Sögðu sjónarvottar að a.m.k. fjórir blökkumenn hefðu látið lifið og sex særst. Sam- kvæmt opinberum tíikynningum höfðu 23 biökkumenn fallið i nótt, svo að opinber tala fallinna er nú 27. En Gert Prinsioo, yfirmaður lögreglunnar i Suður-Afriku sagði að ekki væri vitað hve margir hefðu orðið fyrir kúlum lögreglunnar. Astandið i Suður-Afriku hefur versnað mjög mikið siðan óeirð- irnar breiddust út til héraðanna umhverfis Höföaborg, og var haft eftir áreiðanlegum heimildar- mönnum að yfirvöldin óttuðust nú að þær kynnu að breiðast enn meir út og ná t.d. til „litaðra manna” (kynblendinga) i Höfðaborg sjálfri. Óeiröirnar i nótt urðu verstar i bæjunum Nyanga, Langa og Guguleto, og lenti lögreglunni þar saman við blökkumenn sem reyndu að kveikja i byggingum og ræna. Siðar fóru þúsund blökku- menn syngjandi og hrópandi um götur Nyanga, og réöst lögreglan á þá til að sundra hópnum. Þegar táragas reyndist árangurslaust, skautlögreglan á hópinn. 1 Langa fóru 300 stúdentar i mótmæla- göngu að lögreglustöðinni og full- orðnir menn meö þeim. Þeir hrópuöu: „Vib erum ekki að berjast, skjótiö ekki, heldur leysið félaga okkar úr haldi”. Lögreglan kastaöi táragasi á hóp- inn til að reyna að skilja að stúd- entana og fullorðna fólkið, en stúdentarnir héldu afram og sungu sálma. Einn þeirra fékk aö fara inn I lögreglustöðina til að ræða við yfirmenn þar. Margar opinberar byggingar skemmdust i eldi i Langa um nóttina. Mannréttindavernd helsta verkefnið segir Georg Kahn-Ackermann aðalframkvœmdastjóri Evrópuráðsins sem er hér i heimsókn Hér á landi er nú staddur aðal- framkvæmdastjóri Evrópu- ráösins, Georg Kahn-Ackermann. Hann drepur hér niöur fæti i þrjá daga og er heimsókn hans liður i yfirreiö yfir aðildarriki ráösins sem eru 18 aö tölu. Kahn-Ackermann hefur veriö framkvæmdastjóri ráösins siöan um haustiö 1974. Hann er 58 ára þjóðverji, var allt striöiö i þýska hernum, en gerðist blaöamaöur að striöinu loknu. Hann situr á þinginu i Bonn fyrir sósialdemó- krata og hefur gert það meö hléum siðan 1953. Auk þess hefur hann gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir land sitt, Evrópu- ráöiö og Vestur-Evrópubanda- lagið sem er samband sjö EBE-rlkja um varnarmál. Hér á landi hefur Kahn-Ackermann rætt við for- sætis- og utanrikisráöherra og kynnt sér aöra merkilega hluti. A blaöamannafundi sem efnt var til I tilefni af heimsókn hans kvaöst hann mjög ánægöur með viöræö- urnar viö ráðherrana, sem og hlut íslands 1 starfsemi ráösins. Kahn-Ackermann sagöi aö eitt helsta verkefni ráösins siöan þaö var stofnað fyrir 27 árum heföi veriö á sviöi mannréttindamála. Ráöið hefur samþykkt mann- réttindayfirlýsingu og er, að sögn Kahn-Ackermanns, eina stofn- unin sem i raun vinnur aö mann- réttindamálum I álfunni. Kahn-Ackermann sagði aö ráöið heföi átt sinn þátt I aö koma grisku herforingjastjórninni fyrir kattarnef, þaö helur aðstoðað portúgali viö stjórnarskrárgerð og hvatt til þess aö framþróun lýöræöis veröi hraöað á Spáni. Hvorki Portúgal né Spánn eru aðilar að ráöinu en portúgalir hyggjast sækja um inngöngu i haust. Enn er hins vegar beðiö eftir þvi aö kosningar til þings farifram áSpánienþaðerhöfuö- skilyröi fyrir þvi aö lönd fái aðild að ráöinu aö þeim sé stjórnaö af rikisstjórnum sem þiggja umboö sitt frá lýðræðislega kjörnum þjóöþingum. Kahn-Ackermann kvað Evrópu- ráöið ekki hafa yfir aö rába neinu framkvæmdavaldi i viöleitni sinni viö aö auka lýöræöi, þaö gæti aðeins beitt siöferöilegum þrýstingi. Sem dæmi um viðleitni ráösins til eflingar lýðræöis nefndi Kahn-Ackermann aö full- trúar af spænska þinginu heföu mætt fulltrúum allra andstööu- flokka landsins i Paris á vegum ráösins. Þetta væri eini fundurinn sem þeir heföu haft meö sér. Einnig hefðu fulltrúar deiluaðila á Kýpur komiö saman i Stras- bourg undir merkjum Evrópu- ráðsins. A vegum Evrópuráðsins er starfandi mannréttindanefnd og getur hver sá sem telur sig verða fyrir barðinu á óréttlátum lögum i heimalandi sinu kært það til hennar. Þessi óopinberi dómstóll hefur skiiaö góöum árangri að sögn framkvæmdastjórans og i þónokkrum tilvikum knúiö stjórnir til að breyta óréttlátum lögum. Af öðrum starfssviöum ráösins má nefna samvinnu á sviöi skóla- og menntamála, eftirlit meö lyf jaframleiöslu, samræmingu laga aðildarrikjanna, afnám vegabréfaáritana og margvlslegt starf á sviði umhverfismála. Af þvi siðastnefnda má nefna aö nú er verið að gera átak i þvi aö hreinsa Rinarfljót en i það varpa td. þjóðverjar miklu magni úrgangsefna sem Ibúar Niöur- landa veröa aö hreinsa úr þvi vegna þess aö þeir nota vatnið til neyslu. Um hlut fslendinga sagöi Kahn-Ackermann aö islenska stjórnin heföi ávallt haft mikinn áhuga á mannréttindastarfinu og einnig samvinnu á sviöi skóla- og menntamála. t janúará næsta ári verður vigö ný skrifstofubygging sem ráöiö hefur i smiöum i Strasbourg. öll aöildarrikin hafa heitiö einhverju framlagi til skeytingar hússins. Héðan fer Kahn-Ackermann meö smækkaða bronsafsteypu af höggmynd Einars Jónssonar, Alda aldanna, sem islenska stjórnin afhenti ráöinu aö gjöf. —ÞH Miklir þurrkar geisa í Bretlandi SLONDON 11/8 — Tilkynnt var i dag að ströng skömmtun á vatni kynni að verða tekin upp I enn einu héraði Bretlands, vegna þurrkanna sem nú geisa þar og eru sagöir hinir verstu, sem komið hafa i tvær og hálfa öld. Þegar hefur verið tekin upp vatnsskömmtun i Suðaustur- Wales, og er nú lokaðfyrirallt vatn tólf tima á sólarhring. Snertir þessi skömmtun um miljón manns, en ef ástandið batnar ekki verður vatnsskömmtunin einnig látin ná til iðnaðarins. I dag var tilkynnt að vatnsskömmtun kynni einnig að verða tekin upp i vesturhluta Englands, i fylkjunum Avon, Somerset, Dorset, Wiltshire, Hampshire og Gloucestershire. Verður reynt aö minnka vatnsneyslu um þriöjung með þvi að stöðva alla þá notkun vatns sem er ekki bráðnauðsynleg. Einnig er talin hætta á þvi að nauðsynlegt verði að taka upp skömmtun á vatni á ýmsum svæðum i Suðvestur-Englandi i byrjun september. Sérstök neyðarlög hafa veriö samþykkt og i dag fyrirskipaði stjórnin rannsókn á öllum vatnsforða Bret- lands. Einnig hefur komið til umræöu aö flytja inn vatn frá Noregi til Bretlands, og ersagtaö skipafélög i London hafi kannað kostnað viö slika flutninga. En heimildarmenn i Ösló sögðu aö þaö myndi taka um sex mánuði að skipuleggja vatnsflutninga meö risa- tankskipum. Vegna þurrkanna hefur verð á grænmeti hækkaö mjög mikið að undanförnu. Rod Mackay, yfirmaður vatnsveitu i Wales, sagöi i dag að hann væri orðinn mjög ergilegur, vegna þess að enginn vildi taka alvarlega þá uppástungu hans að fólk færi saman i baö og sturtu til að apara vatn. Berserksgangur á Jótlandi HORSENS 11/8 — Ungur eiturlyfjaneytandi gekk I dag berserks- gang meö veiðibyssu i iþróttavöruverslun i Horsens á Jótlandi I dag. Hann drap tvo menn, áöur en lögreglunni tókst aö gera hann óvlgan. Að þvi er viröist kom maöurinn með byssuna inn i búðina i þvi skyni að selja hana, en um leið og hann kom inn úr dyrunum fór hann að skjóta i allar áttir, og varð hann búðarmanninum og einum viðskiptavini að bana. Lögreglan umkringdi búðina og varpaði táragasi inn i hana, svo aö maðurinn neyddist til aö flýja út á götuna. Þar skaut lög- reglan á hann og gerði hann óvigan. Var hinn byssuglaði fluttur á sjúkrahús. Líkfundur í Pompeii POMPEII12/8 — ttalskir fornleifafræðingar hafa fundið tvö 1900 ára gömul lik, sem hafa varðveist furðulega vel undir hrauni i Pompeii. Yfirmaður safnsins, þar sem varðveittir eru þeir munir, sem fundist hafa við uppgröftinn i borgarrústunum, sagði að þessi fundur væri einstæður. Við hliðina á likunum fannst litil stytta úr bronsi og silfurkeðja. Rómverska borgin Pompeii var lögð i rústir við eldgos i Vesúviusi árið 79 e.Kr., og er talið að 2000 manns hafi farist. Arið 1823 hófst uppgröftur i borginni en þetta er I fyrsta skipti sem fornleifafræðingarnir finna vel varðveitt lik. Fá skilorðsbundinn dóm fyrir vopnaburð STOKKHÖLMI 12/8 —Þrir ísraelsmenn sem voru ákærðir fyrir óleyfilegan vopnaburð i Sviþjóð fengu i dag skilorðsbundinn dóm og geta þvi farið úr landi frjálsir ferða sinna. tsraelsmennirnir voru foringjar israelsks knattspyrnuliðs, sem var i keppnisferð i Sviþjóð, og sögðust þeir hafa fengiö vopnin hjá israelska sendi- ráðinu. Liðið var að visu undir vernd sænsku lögreglunnar, en israelsmennirnir sögðu þó að þeim hefði fundist sér ógnað. Sögðu þeir að þeim hefði virst bilar elta sig og auk þess hefði ólag á simanum i hótelinu vakið grunsemdir þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.