Þjóðviljinn - 13.08.1976, Page 10

Þjóðviljinn - 13.08.1976, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. ágúst 1976 Búið að draga í riðla og raða niður leikjum Dregið i 4ra liða úrslitum bikarkeppninnar: FH—Akranes og V alur —UBK/KR i gærkvöldi var dregið i 4ra liða úrslit bikar- keppni KSi. Niðurstaðan varð sú að FH-ingar leika á heimavelli gegn skagamönnum og síðan leikur Valur á heima- velli við Breiðablik eða KR, en viðureign þeirra iiða er enn óútkljáð. Breiöablik og KR geröu jafntefli i 8-liöa úrslitunum þrátt fyrir framlengdan leik og veröa þvi aö leika aö nýju. Er reiknað.meö aö sá leikur fari fram 20. ágúst, eöa daginn fyrir landsleikinn gegn Luxemborg. Sigurvegarinn mætir siðan Valsmönnum á Laugardalsvelli en samkvæmt mótabók KSl eiga 4ra liða úr- slitin að fara fram finntudag- inn 26. ágúst. — gsp í úrslitakeppni 3. deildar sem fram fer á Akureyri I gær var á skrifstofu KSÍ dregið i riðla úrslita- keppni 3. deildar, en hún hefst á Akureyri þann 19. þessa mánaðar. Við- staddir athöfnina voru forráðamenn flestra þeirra liða sem hlut eiga að máli. I A-riðli munu leika saman lið Aftureldingar, KS frá Siglufirði, Þróttur Neskaupstað og sigur- vegarar í D-riðli, sem að öllum líkindum verða Víkingur frá ólafsvík. I B-riðli leika saman Reyn- ir Sandgerði, Fylkir Reykjavík og Austri eða Leiknir, en þar er kæru- mál í gangi. Leikjunum á Akureyri hefur verið raðað þannig niöur: Framhald á 14. siðu. Bjarni Stefánsson spretthlaupari: Leiðinlegur blaðamaður -gsp A iþróttaslöu Þjóöviljans birt- ist þann 10. ágúst sl. skitkasts- flötur, sem likist helst útburöar- væii, undir fyrirsögninni ALLT LEIÐINLEGT. Þar er sem gsp fái útrás fyrir hinar neikvæöu hvatir sinar. Segir hann mig varla hafa tekið þátt i frjáls- Iþróttamótum hér heima, sem er svo mjög út I bláinn, aö þaö tekur þvi ekki aö eyöa oröum i þvilikt þvaöur. 1 skitkastsfleti sínum kveöur hann mig hafa veriö aö skokka á olympiuleikunum I Montreal, en þar fékk ég timann 48.34 sek. i 400 m. hlaupi, og af 44 keppend- um hafnaöi ég I 35. sæti i undan- rásum, 32 keppendur komust i milliriöla, vantaöi þvi ekki ýkjamikiö til þess aö ég kæmist i milliriöla, þó ekki heföi ég ver- iö nærri Isl.meti minu, sem er 46.76 sek. — Nú er mér spurn, gsp, hvers konar hlaupastil not- uöu þeir 9 hlauparar, sem náöu lakari árangri en ég? t nefndum skitkastsfleti spyr gsp, hvar ég hafi veriö, þegar meistaramót tslands I frjálsum iþróttum fór fram, og máli sinu til áherslu setur hann þrjú spurningarmerki. — Þessu vii ég svara svo: „Hvern andsk. varðar gsp um þaö, hvar ég var staddur þá helgi”!!! Er þaö þegnskylduvinna aö taka þátt i frjálsiþróttamótum? Þó skal ég upplýsa, aö tveim- ur dögum fyrir meistaramótiö fékk ég slæman vöövakrampa i annan fótinn og haföi ekki jafn- aö mig nægiiega, þegar aö meistaramótinu kom, sinnti ég þvi ööru áhugamáli minu, fór á silungsveiöar. Ég vona aö i framtiöinni sjáist ekki slik skætingsskrif á iþróttasiöum dagbiaöanna, þvi þau eru til þess eins aö rifa niö- ur iþróttaáhuga og starfsemi iþróttahreyfingarinnar hér á ts- landi. Gjört I Reykjavik 12/8 1976 BjarniStefánsson Ólympiufari á silungsveiðum þegar Islandsmót fer fram I Athugasemd — gsp I iþróttasiöu Þjóðviljans barst gær eftirfarandi bréfkorn frá Bjarna Stefánssyni spretthlaup- ara undir fyrirsögninni „Leiöin- legur blaöamaöur gsp”: Ekki getur undirritaöur oröa bundist, sökum viðbjóös á skrif- um gsp um frjálsiþróttafólk og þá sérstaklega, hversu hann hefur reynt aö sverta mig og árangur minn. Tel ég gsp vera iþróttafrétta- riturum til ómælanlegrar skammar, vegna heimskulegra, órökstuddra dylgja um afrek og áhuga islenskra frjáisiþrótta- manna. Bjarni Stefánsson „Er þaö þegnskylduvinna aö taka þátt i frjálsiþrótta- mótum?” spyr islenskur 01- ymplufari hinn hvassasti eftir að hafa fórnaö Meistaramóti ís- lands I frjálsum iþróttum, sem haldiövar nokkrum dögum eftir Ólympiuleikana, fyrir annaö áhugamál sitt... silungsveiöar. Spretthlauparinn Bjarni Stefánsson óskar eftir þvi, ab undirritaður láti gagnrýnin skrif um frjálsar iþróttir hér eftir eiga sig, og raunar má lesa úr linunum þá ósk hans, aö ég skipti mér sem allra minnst af þeim mönnum, sem þar koma viö sögu. Skal þessi ósk lands- liðsmannsins okkar, sem væntanlega talar fyrir munn fleiri frjálsiþróttamanna, aö sjálfsögðu tekin til athugunar. Snúum okkur að bréfi Bjarna Stefánssonar. Viöbjóöur hans á heimskulegu útburðarvæli þar sem ég fæ útrás fyrir neikvæöar hvatir og spyr spurninga sem mig varöar andskotann ekkert um og eru til þess eins aö rifa niður iþróttaáhuga lands- manna, er mikill, svo ekki sé meira sagt. Segir hann Þjv. hafa reynt aö sverta sig og árangur sinn. Máliö i hnotskurn er þannig (og skal það aö þessu sinni sagt umbúöalaust): Bjarni Stefáns- son hefur i ár litilsvirt félaga sina og keppinauta I frjálsum iþróttum rrorgoft með þvi aö mæta ekki ui keppni á frjáls- iþróttamótum. Vitaðhefur veriö lengi, að til eru þeir menn i röðum islenskra frjálsiþrótta- manna sem gjarnan heföu viljað etja viö hann kappi i spretthlaupunum, freista þess aö hafa betur i slikum viöur- eignum og komast þannig I hans staö á ólympiuleikana, sem eru eins og Bjarni hefur sjálfur sagt .... æösti draumur allra ijx-ótta- manna. Bjarni hefur hins vegar boöað forföll hvaö eftir annaö og enga möguleika gefiö á keppni... ekki frekar en t.d. heimsmeistari i •skák, sem dregur sig i hlé og neitarað gefa öðrum tækifæri til aö vinna titilinn af sér. Viö skulum til gamans og fróöleiks fara I gegnum stærstu mótin á þessu ári. Til að byrja með er rétt að hafa i huga ummæli fjölda frjálsiþróttamanna sem segja, aö fyrir siöastliöin áramót hafi Bjarni Stefánsson Olympiufari ekki sést á einni einustu æfingu. Eftir áramót sást hann endrum og eins, en æföi ekki af kappi. Hunsaði hann öll innanhússmót i vetur uns kom aö Meistaramóti Islands innanhúss. Dagblöð höföu skrifaö um forvitnilegt og væntanlega spennandi uppgjör Sigurðar Sigurðssonar og Bjarna i spretthlaupunum, en viti menn ... Bjarni veikist skyndilega og liggur rúmfastur að eigin sögn á meðan mótiö fer fram. Mönnum þótti afsökunin einkennileg... ekki sist vegna þess að hann sást hinn spræk- asti á bókamarkaði sama dag og keppnin fór fram. Svonalitur þessi staðreynd út, þegar talað er umbúðalaust. Aö loknum innanhússmótum kom vorið meö Vormót 1R fyrst á dagskrá. Spennandi uppgjör i vændum en ... Bjarna vantar. 3. júni kemur annaö stórt mót, EOP-mótið. Spennandi uppgjör framundan, en ...Bjarna vantar. 17. júni rennur upp, og þá er ab venju haldiö stórt og mikiö frjálsiþróttamót. Bjarni hleypur I 200 metrum, spenn- andi uppgjör framundan i' 100 metrum, en ... Bjarna vantar. Fimm dögum seinna fara Reykjavikurleikarnir fram. Mánuður á eftir aö liða þar til Ólympiuleikarnir áttu aö fara fram, menn böröust um hvert sæti i liðinu sem þangað fór, og spennandi uppgjör i sprett- hlaupunum var framundan, en .. Bjarna vantar. Hann hljóp aðeins 400 metrana, en tók ekki þátt i öðrum hlaupum.- Bjarni fór siöan á OL-leikana og náöi ekki góöum árangri, en hann hljóp i 400 og 200 m. hlaupi. Hann haföi enda ekki lagt jafn hartað sér eins og keppinautar hans i Montreal, trúlega haföi enginn þeirra efni á aö hvila sig I heilan vetur, abeins nokkrum mánuöum áðuren leikarnir fóru fram. En Bjarni fór til Montreal, og fylgdu honum aö sjálfsögöu góöar óskir héöan af Þjóðvilj- anum sem og annars staöar frá. Enginn minntist einu orði á þaö sem hér hefur veriö skrifaö, Þjv amaðist ekki á nokurn hátt við vali hans i Olympiuliöið, enda hefur Bjami á undanförnum árum gert marga ágæta hluti sem frjálsiþróttamaöur. En þegar islenskur Ólympíu- farisem-hefur hagaö sér eins og hér hefur verið rakiö, fer á silungsveiöar á meöan Meistaramótiö fer fram, veröur vartorða bundist. Það er ekki i þaö óendanlega hægt aö kyngja svona framkomu án þess að minnast á hana einu orði, og I grein undirritaös um meistara- mótiö falla þessi orö: „Þá var einnig leiöinlegt aö sjá hve marga toppmenn vant- aöi (á meistaramótið). Hvar var t.d. Bjarni Stefánsson??? Hann sést varla á nokkru móti hér heima, en skokkar bara i Montreal! Siguröur Sigurðsson var meiddur, Friörik Þór sömu- leiöis i þristökkinu, og Stefán Hallgrimsson var einnig meiddur. Lilja Guömundsdóttir keppti aðeins fyrri daginn og ,,... o.s.frv. Þetta er ástæöan fyrir kurteislega oröuöu bréfi Bjarna Stefánssonar sem hann sendi afrit af til annarra dagblaöa, ef marka má upplýsingar sem ég hefi fengið annars staöar frá. Aðlokum: tslenskir Olympiu- farar eru valdir úr hópi fjöl- margra sem þangab vilja komast og leggja hart að sér til þess að svo megi verða. Þeir eiga skyldum að gegna við iþróttinasem feröast á vegum is- lenskra iþróttasambanda, og til litils er að setja upp snúö og segja að Pétur eða Pál varði andsk. ekkert um hvernig iþróttamenn eyða helgum sinum á meöan stærstu mótin i hverri grein fara fram. Vonandi er að vöövakrampi Bjarna Stefánssonar hafi ekki verið alvarlegs eölis, a.mJi. ekki einsslæmur og flensan sem hann fékk á meðan Meistara- mótiö innanhúss fór fram. —gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.