Þjóðviljinn - 03.09.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 03.09.1976, Page 5
Föstudagur 3. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fyrsta bankaútibiHó í GARÐAB sl veróur opnaó 3. sept. 1976 ÖLLINNLEND BANKAVIÐSKIPTI AFGREIÐSLUTIMI -18.30 Bandalag íslenskra leikfélaga hefur haldið sex námskeið í sumar: Klemens Jónsson, leiklistarstjóri. Ný íslensk leikrit á dagskrá í vetur — Viö erum aö ljúka viö aö ganga frá lista yfir þau leikrit, sem veröa á dagskrá hjá okkur fyrstu vikur vetrarins og erum aö leggja drög aö niöurrööun á leikritum vetrarins en þar sem útvarpsráö hefur ekki enn fengiö til umsagnar þessi drög okkar get ég heldur litiö sagt um hvaö á dagskránni veröur, nú sem stendur, sagöi Klemens Jónsson leiklistarstjóri hljóövarpsins er viö spuröumst fyrir um leikrit vetrarins i útvarpinu. Klemens sagði að hljóðvarpið legði áherslu á að kynna leikrit frá ýmsum löndum og myndi þvi haldið áfram. Um íslensk verk sagði hann, að alltaf bærist nokkuð að, af islenskum leik- ritum og sagði hann mikið verk að fara yfir allt það sem bærist að. Af íslenskum leikritum, sem leiklistardeildin hefur mælt meö fyrir veturinn má nefna verk eftir Þorvarð Helgason, Orn Bjarna- son og Hrafn Gunnlaugsson. En sem sagt, útvarpsráð á eftir að leggja blessun sina, eða bann yfir þetta allt saman og nánari frétta vart að vænta fyrr en um miðjan september. —S.dór. iUNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚ GARÐABÆ SÍMI53944 Þrjátíu leik- stjóraefni á Hallormsstað Bandalag islenskra leikfélaga gekkst i byrjun ágúst fyrir tveim- ur leikstjóranámskeiðum fyrir áhugaleikara aö Hallormsstað. Aðalkennari er Stefán Baldursson leikstjóri frá Þjóðleikhúsinu, en auk hans Magnús Axelsson sem kennir ljósabeitingu og Helga Hjörvar sem kennir leiktækni. Námskeiðin stóðu i eina viku hvort og eru þátttakendur tæp- lega þrjátiu, alls staöar að af landinu. Hafa þá verið haldin sex námskeið á vegum bandalagsins nú i sumar. Þrjú námskeið voru haldin i Þjóðleikhúsinu, föröunarnám- skeið, leiðbeinandi Margrét Jóns- dóttir, námskeiö i leikmyndagerð leiðbeinandi Sigurjón Jóhannsson og i ljósabeitingu leiðbeinandi Kristinn Danielsson. En þessir leiðbeinendur eru allir starfs- menn Þjóðleikhússins. Þjóðleik- húsið heldur þessi námskeið, bandalagsfélögunum að kostnað- arlausu, og er það einsdæmi aö minnsta kosti á norðurlöndum að Þjóðleikhús leggi jafn drjúgan skerf til starfsemi áhugamanna. Voru námskeiðin fullsetin og komust færri að en vildu. Er áformað að halda slik námskeiö árlega i lok leikárs Þjóðleikhúss- ins. Brúðuleikhúsnámskeið var haldið i Reykholti og voru þar 50 þátttakendur frá öllum norður- löndunum og voru leiðbeinendur þar frá Danmörku, Austurriki og islandi. Nú i haust er von á sænskum leikflokki áhugamanna NTO teaterstudio i Mölnlycke meö sýninguna Sovande Oskuld og munu þeir væntanlega sýna hér fjórum sinnum, eina leiksýningu Þátttakendur i öörum hópnum á leikstjóranámskeiöinu á Haiiormsstaö. i hverjum landsfjórðungi. Leik- flokkur þessi var fulltrúi norður- landa á leiklistarhátiö áhuga- manna I Bandarikjunum i fyrra og vakti þar mikla athygli. A aðalfundi bandalagsins, sem haldinn var i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, var kosin ný stjórn. 1 fráfarandi stjórn áttu sæti Jónina Kristjánsdóttir, Keflavik, formaöur, Helgi Seljan, Reyðarfirði og Jónas Arnason, Reykholti. Þeir Helgi Seljan, og Jónas Arnason gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórn banda- lagsins skipa nú Jónina Kristjánsdóttir, formaður, Hauk- ur H. Þorvaldsson, Höfn, Pálmi Pálmason, Akranesi, Sigriður Karlsdóttir, Selfossi og Trausti Hermannsson, Isafirði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.