Þjóðviljinn - 03.09.1976, Side 11

Þjóðviljinn - 03.09.1976, Side 11
Föstudagur 3. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Hermann Gunnarsson skorar sfðara mark sitt i gærkvöldi meö þrumuskoti. r Agúst leikur með ÍR í vetur og Jens Einarsson kemur aftur i markið hjá liðinu Agúst Svavarsson, sem sl. vetur lék meö sænsku hand- knattleiksliöi viö gööan orö- stir, hefur hætt viö aö fara aftur utan til Sviþjóöar og ætlar að leika i vetur meö sinuin gömlu félögum i ÍR. Það verður áreiöanlega mikill styrkur aö þvi fyrir IR aö fá Agúst aftur til sin, enda hefur hann sjaldan eöa aldrei verið betri en I fyrravetur og var koininn i mjög góöa æfingu þá, þegar er hann fór frá IR til sænska iiösins. Þá er einnig ákveðiö aö Jens Einarsson komi aftur i markiö hjá IR, en hann hætti i hand- knattleik i fyrra og gerðist sjómaöur. Nú mun hann hins- vegar ætia á iþróttakennara- skólann og er ætlun IR-inga aö sækja hann til Laugarvatns i leikina, eins og mörg önnur félög hafa gert á liönum árum þegar sterkir leikmenn hafa fariö á skólann. —S.dór. Frjálsíþrótta- menn stofna körfnbolta- félag Stofnaö hefur veriö nýtt i- þróttafélag, Körfuboltafélag frjálsiþróttainanna, og mun þaö taka þátt i 3. deildar- keppninni i körfubolta næsta vetur. Margir af okkar bestu frjálsiþróttamönnum ætla aö verða meö i körfuknattleikn- urn; má þar til nefna, Hafstein Jóhannsson úr UMSK, Friörik Þór úr ÍR, Stefán Jóhannesson þjálfara Armanns i frjáls- um og' fleiri og fleiri. Mikiil á- hugi er á þessu máli hjá frjáls- iþróttamönnunum, en þaö eina sem þeir óttast er aö ná of miklum árangri, komast kannski uppi 1. deild eftir tvö ár, en þaö myndi skapa nokkurt vandamál fyrir þá, þar sem fr jálsiþróttirnar veröa áfrain grein númer eitt hjá þeim öllum. —S.dór. Valsmenn tryggðu sér rétt til að leika úrslitaleikinn Blikarnir keyrðir í bólakaf í gærkvöldi Þeir áttu ekkert svar við eldfrískum sóknarleik valsmanna sem sigruðu með þremur mörkum gegn engu Valsmenn keyrðu Breiðablik á bóiakaf þegar liöin mættust I Kópavogi i gær. Lcikinn var þá aukaleikur i undanúrsUtunum og eftir óskabyrjun i leiknum gáfu Valsmenn BUkunum engin tæki- færi á að ná sér á strik. Staðan i leikhléi var 1-0 og á þremur minútum i seinni hálfleik skoraöi Valur tvö mörk til viöbótar og sigraði verðskuldað 3-0. Það var fjölmennt á Kópavogs- vellinum i gærkvöldi og töluverð stemmning i loftinu þegar liðin hófu leikinn. Trúlega hefur óska- byrjun Vals þó skipt sköpum, þeir skoruðu mark strax á fyrstu minútunni, og hefúr svo sannar- lega munað um minna fyrir knattspyrnulið i erfiðum og taugatrekkjandi leik. Hermann Gunnarsson tók þá aukaspyrnu töluvert fyrir utan vitateig. Hann skaut sannköliuðu þrumuskoti að marki og boltinn þeyttist i netmöskvana efst i markhornið fjær...beint i vihkil- inn!! Ólafur Hákonarson stóð sem frosinn á markh'nunni og hreyfði hvorki legg né Uð til vam- ar. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn. BUkar sóttu að visu ivið meira, en það voru Valsmenn sem mku upp öðru hvom og sköpuðu sér fleiri hættuleg tæki- færi sem ekki nýttust þó. Á 32. minútu dæmdi Magnús Pétursson mark af Valsmönnum sem Guð- mundur Þorbjörnsson skoraði og er þvi ekki að neita að mörgum þótti markið gott og gilt og dómurinn ansi harður. Magnús dæmdi brot á Guðmund og var sá marksækni framherji Vals ekki yfir sig hrifinn af þeim úrskurði. í siðari hálfleik tóku Valsmenn svo leikinn gjörsamlega i sinar hendur. Þeir léku yfirvegaða knattspyrnu, létu boltann ganga og opnuðu BUkavörnina oft iUi- lega. 2-0 kom siðan á 22. minútu eftir að mark hafði legið i loftinu lengi, ekki sist eftir þrjú stórhættuleg skot Atla Eðvaldssonar. En það var Guðmundur Þorbjörnsson sem braust upp vinstri kantinn og inn með endamörkum á 22. minútu og gaf þaðan skemmti- lega til Kristins Björnssonar sem skoraði af stuttu færi 2-0. Ólafur markvörður var fimm sentimetr- um ,,of stuttur” og munaði Utlu að hann hefði hendur á knettin- um. Við þetta mark brotnuðu Breiðabliksmenn endanlega. 3-0 kom aðeins einni mmútu siöar. Kristinn Bjömsson stóö i dauða- færien skaut i þverslá, hver skot- tilraunin kom eftir það á fætur annarri uns Hermann sendi bolt- ann með þrumuskoti i markið. Sigurinn var innsiglaöur, Valur hafði tryggt sér rétt til að leika gegn tA um bikarmeistaratitUinn og leikmennirnir fögnuðu inni- lega. Þeir héldu siðan áfram að sækja. Mörg dauðafæri áttu eftir að fara forgörðum áður en leikur- inn var flautaöur af og varnar- menn Breiðabliks stóöu gjörsam- lega á gati. Skæðustu sóknar- menn Islands sönnuðu heldur bet- ur hvers þeir eru megnugir er þeir léku Kópavogsvörnina sund- ur og saman i gær Valsmenn léku að þessu sinni án Tnga Björns og Magnúsar Bergs sem báðir voru veikir. Ekki virtist það koma mikið niöur á heildarsvip liðsins, nóg er greinilega tU af aukamannskap, og i heildina kom liðið stórvel frá þessari viðureign. Hermann Gunnarsson var besti maður liðs- ins, hann vann vel og skoraði að auki tvö dýrmætmörk, einkum þó hið fyrra sem var meistaralega gert hjá Hermanni. Betra liðið vann sigur i gær, sigur sem hefði eftir gangi leiksins getað oröið ennþá stærri. Breiðabliksmenn voru með Vigni Baldursson i leikbanni. Sá baráttuvUji og knattspyrnuneisti sem variliðinuifyrrileik liðanna i undanúrslitunum, var iUa fjarri i gærkvöldi. Liðið náði sér aldrei á strUc, trúlega niðurbrotið eftir fyrsta markið, og i siöari hálfleilc fengu BUkarnir ekkert við Vals- mennina ráðið. Dómari var Magnús Pétursson. Heldur flautaði hann mikið á köf 1- um, og einhvern veginn fannst manni að Breiðabliksmenn högnuðust heldur á dómum hans. —gsp „Það var dásamlee tilfinning að skora” — sagði Hermann Gunnarsson sem gerði út um leikinn í gœrkvöldi Hermann Gunnarsson var maðurinn á bak við stóran sigur Vals i gærkvöldi. Hann skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á fyrstu minútu og svo innsiglaði hann sigurinn i siðari halfleik með þriðja Vaismarkinu. — Það var dásamieg tilfinning að skora svona strax i byrjun, sagði Her- mann eftir leikinn. — Það var pinulitil glufa I varnarveggnum þeirra.sem mér tókstsvona vel að hitta i,og að sjá bolt- ann enda i samskeytunum var hreinlega stórkostlegt. Annars voru Blikarnir ekki eins sterkir og við áttum von á, og þótt þetta hafi tekið á taugarnar framan af áttuðum við okkur i seinni hálfleik, fór- um að láta boltann ganga og gátum hugsað meira um að spila heldur en úr- slitin eingöngu. — Og list þér á úrslitaleikinn? — Já, já. Auðvitað stefnum við aö þvi aö sigra tvöfalt i ár, en hvernig svo sem leikurinn viö skagamenn endar er ég viss um að þarna munu mætast tvö skemmtilegustu liðin I Islensku knatt- spyrnunni þessa dagana. —SSP „Allt er þegar þrennt er — nú gengur það” — segir Jón Gunnlaugsson og líst vel á úrslitin — Allt er þegar þrennt er... nú hlýtur dæmið að ganga upp hjá mér, sagði Jón Gunnlaugsson þegar við hringdum til hans i gærkvöldi og spurðum álits á úr- slitunum i lcik Breiðabliks og Vals. — Mig langaði alltaf aö fá Val i úrslita- leikinn. Bæði langar mig til að vinna þá einu sinni, og svo spilar hitt inn I, að tak- ist það ekki fáum við engu að siöur evrópukeppni næsta ár út á þriðja sætið i mótinu. Auk þess verður ineiri stemn- ing yfir þessum úrslitaleik, Valur — Akranes, heldur en ef viö hefðum spilað á móti blikunuin. — Þiö hafið hjátrúna meö ykkur? — Nei, ég vil ekkert um þaö segja, ég hef aldrei trúað neitt á hana. Hitt er svo annað að okkur hefur gengið illa i úr- slilaleikjunum og alltaf tapað, en þetta verður þriðji leikurinn minn i úrslitaleik Bikarkeppninnar og nú hlýtur þetta loksins að ganga. —gsp

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.