Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 9. september 1976. —41. árg. — 200. tbl. Forystumenn sjómanna um bráðabirgðalögin: Björgvin Óskar ísland— /"W ~| Holland Vr • -1. Sjá síðu 11 FORDÆMANLEG ÓSVÍFNI FLUTNINGUR RAFORKU UM GERVIHNÖTT SJÁ 3. SÍOU % — Þetta er fordæmanleg ósvifni og hnefahögg i andlit sjó- manna, sagöi Björgvin Sigurös- son, form. verkalýös- og sjó- mannafélagsins Bjarma á Stokkseyri, um bráöabirgöalög rikisstjórnarinnar gegn sjómönn- um, sem sett voru i gær, og fela þaö i sér aö sjómenn skuli starfa eftir kjarasamningum sem þeir hafa fellt i atkvæöagreiöslu, og aö þeim sé óheimilt aö fara i verkfail til þess aö knýja fram viöunandi kjör. Björgvin sagöi, aö þetta gæti þó ef til vill kennt sjómönnum að meta hvern hug rikisstjórnin ber til þeirra. Tilkoma þeirra ætti og að þjappa sjómönnum betur sam- an til baráttu. — Þetta eru forkastanleg vinnubrögð, sagði Björgvin. — Málið er hjá sáttasemjara rikis- ins ogekkert verkfall yfirvofandi, og ekkertsem fyrir dyrum hefur staðið annað en að reynaað leysa málið friðsamlega. Þessi bráöa- birgðalög eru greinilega sett i samráði við formann Landssam- bands Isl. útvegsmanna, og sjald- an hefur verið gerð önnur eins árás á sjómannasamtökin af til- efnislausu. — Að sjálfsögðu mótmæli ég slikum aögerðum sem þessum, sagði óskar Vigfússon.form. Sjó- mfél. Hafnarfjarðar. — En af þessu tilefni vil ég beina orðum minum til sjómanna, að þeir megi af þessu skilja hvernig komið er fyrir þeim og þeirra málum. Þá vil ég einnig taka fram, að Framhald á bls. 14. FOT/76 í gær var opnuð sýningin Islensk föt ’76. í tilefni af þvi birtum við þessa mynd, sem —eik, tók á saumastofu Max hf. i gær af iðnverkakonum við iðju sina. — Á baksiðu er birt frásögn af opnun sýningarinnar i Laugar- dalshöll og i blaðinu á morgun verður birt viðtal við Björn Bjarnason, form. Landssamb., iðnverkafólks i tilefni af þeirri iðnkynningarherferð islenskri, sem hleypt hefur verið af stokkunum. Allt að fara í fullan gang — Þaö eru allir i hörkuvinnu hérna hjá okkur og miklu meira en nóg aö gera, sagöi Dagbjartur Hannesson, einn af eigendum Nótastöövarinnar á Akra- nesi.sem brann til kaldra kola sl. mánudagskvöid. — Viö erum komnir af staö meö trollaviö- geröir af fuliu kappi og nótaviö- geröir eru einnig aö fara f gang. Svo er veriö aö splæsa vira af fullu kappi og afgangurinn af mannskapnum vinnur svo viö aö hreinsa brunarústirnar. Pétur sagði að útgerðarmenn á segir Dagbjartur Hannesson, einn af eigendum Nótastöðvarinnar Akranesi hefðu rýmt til hjá sér fyrir hluta starfseminnar og einnig hefði fengist húsnæði sem i eina tið var notað sem mjöl- geymsla en hefur staðið ónótað undanfarið . — Við ætlum aö mála þarna og snurfusa svolítið áður en við flytjum okkur i þessi nýju húsakynni. Viö höfum nú þegar orðið okkúr úti um gamlar blakk- ir og reiknum með þvl að I næstu viku verðum við komnir á fulla ferð i framleiðslunni aö nýju. Þetta stoppar okkur þvi ekki nema i viku enda þótt útlitið hafi vissulega veriö ljótt, en hér hafa menn hjálpast aö og þetta virðist ætia að ganga saman á mettima. — Er nokkuð nýtt að frétta af eldsupptökum? — Nei, ekki neitt. Það var heil- mikið af mönnum þarna uppfrá i dag að skoða rústirnar en mér skilst að það sé jafnvel nokkuð langt i aö niðurstöður fáist. — Er búið að meta tjónið að einhverju leyti? — Nei, ekki heldur. Það er ó- mögulegt að gera það svona i snarhasti. Við biðum bara og sjá- um og á meöan er hugsaö um það eitt aö koma starfsem- inni af stað á ný. - GSP. Fjarlæg hugmynd Fyrir nokkrum vikum sló Gurinar Thoroddsen orkumálaráðherra því upp að raforkuflutningur með örbylgjum um gervihnött til annarra landa væri í seilingarf jarlægð og þarna eygðu íslendingar lausn á þeim gífurlegu vandræð- um sem nú steðja að í raf- orkumálum þjóðarinnar. Það var bandariski visinda- maðurinn dr. Krafft A. Ehricke sem var hér á ferð fyrr á árinu, sem hafði hvislað þessari töfra- lausn i fúst eyra ráðherrans. I fyrradag kom dr. Ehricke aftur til landsins og flutti fyrirlestur fyrir Gunnar Thoroddsen og is- lenska vlsindamenn og i gær voru panelumræður um þetta efni. Flestir islenskir visindamenn með Jakob Björnsson orkumála- stjóra i broddi fylkingar álita þó að slikur flutningur sé i svo fjar- lægri framtið að ekki sé nándar nærri timabært fyrir islendinga að hugsa til hans. (sbr. viðtal i Þjv. 7. ág. sl.). Reyndar finnst sumum aö Gunnar Thoroddsen sé með áhuga sinum og uppslætti á þessu máli að reyna aö draga at- hygli manna frá þeim megin- vandamálum sem nú eru I is- lenskum raforkumálum. \ Framhald á bls. 14. álíta flestir íslenskir vísindamenn Páll Theódórsson Bankarnir samþykkja útláns- takmörkun Fulltrúar viöskiptabank- anna og Seölabankans hafa i viöræöum undanfarna daga komiö sér saman um aö draga úr almcnnum útlánum tii áramóta til þess aö útlán bankanna þá veröi i sam- ræmi viö lánsf járáætlun stjórnarinnar og samkomu- lag þaö sem gert var milli bankanna i upphafi árs um hámark úUánaaukningar. Aö meðtöldum birgöalánum til atvinnuveganna skyldi út- lánaaukningin samkvæmt endurskoöun samkomulags- ins I mai ekki veröa meiri en 20%. Heildarútlán viöskipta- bankanna hafa fyrstu mán- uði ársins aukist um 20% og ,eru þvi þegar komin fram úr hámarkinu. Seölabankinn mun næstu daga senda einstökum spari- sjóöum fyrirmæli um hvern- ig útlánatakmörkuninni skuli hagaö, en fulltrúar viö- skiptabankanna hafa lýst yf- ir þcim ásetningi sinum, aö gera þær ráöstafanir sem nauösynlegar eru til þess aö tryggja aö heildarútlán- aukningin fari ekki fram úr 20% þegar upp veröur staöiö I árslok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.