Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Sænskir áhugamenn
sýna á Seltjarnarnesi
Hérer staddur á vegum Banda-
lags islenskrá leikfélaga sænski
leikflokkurinn NTO teaterstudio
og er á leikferðalagi um landið
með leikritið Sovande Oskuld eft-
ir Jan Wennergren, sem einnig er
einn aðalleikari flokksins.
Leikflokkurinn sýndi fyrst á
Selfossi sl. laugardag, slðan á
tsafirði á sunnudag, á Húsavik á
þriðjudag og mun sýna á Nes-
kaupstaðá miðvikudag. Auk þess
mun flokkurinnhafa aukasýningu
i Félagsheimilinu á Seltjarnar-
nesi á laugardaginn kemur
klukkan 16.00.
Leikurinn gerist á kaffihúsi ein-
hvers staðar I Mið-Evrópu á okk-
ar dögum og kynnir eigendur,
starfsfólk og gesti staðarins.
NTO teaterstudio hefur aðsetur
sitt i Mölnlycke og starfar i nán-
um tengslum við lýðháskólann i
Wendelsberg, sem er menningar-
miðstöð sænsku bindindishreyf-
ingarinnar.
Þrir leikaranna i leikriti NTO-teaterstudio. Höfundur „Sovande
oskuld” lengst tii vinstri.
Loftur Meldal, Akureyri
Hugleiðing um
skattamál
Það er mikið rætt um skatta
og skattleysi undanfarið. Þá er
meðferðin á gamla fólkinu og
örorkufólki mikið rædd. Rikis-
stjórnin rauk til að spara, þegar
allt var að fara um koll hjá þeim
á siöasta ári. Þá sáu þeir, að það
væri heillaráð að lækka al-
mannatryggingar, svo að nú
verður gamla fólkið að borga
læknishjálp og meöul svo þús-
undum króna skiDtir af ellilaun-
unum, sem ekki voru þó þá fyr-
ir. Ekki nóg með það, nú verða
allir, ungir sem gamlir, að
borga sjúkratryggingagjald,
sem áður var búið að leggja nið-
ur. Eru þaö nokkur þúsund á
mann. Og hafi ellistyrksþegi
vinnu og dágóðar tekjur, er elli-
laununum bætt ofan á tekjurnar
og hækkar það skattana tölu-
vert. — Það er dálitið hlálegt að
taka það með annarri hendinni,
sem rétt er með hinni.
Svo eru það skattleysingjarn-
ir. Það eru margir, sem fremja
lögleg skattsvik. Lögin eru svo
hláleg, að menn geta sloppið við
flest gjöld, ef þeir hafa ein-
hvern atvinnurekstur eða versl-
un, þvi það er mjög þægilegt að
sýna tap I bókhaldinu, þar sem
afskriftirnar eru svo háar,
samanber Eimskip, sem græddi
sex hundruð miljónir króna á
siðasta ári á skipum sinum og
leiguskipum, en þegar búið var
Sendill óskast hálfan daginn
Þjóðviljinn óskar að ráða sendil til starfa
fyrir hádegi. Æskilegt að hann hafi vél-
hjól. Hafið samband við afgreiðsluna.
DJÚÐVIUINN
Undir stjórn Matthiasar fjár-
málaráðherra hefur haiiað á
gamla fólkið.
að afskrifa eignir samkvæmt
lögum, þá var orðið 17 miljón
króna tap á rekstrinum.
Hér á Akureyri eru yfir 200
fyrirtæki og verslanir, sem
samkvæmt Útsvarsskrá Akur-
eyrar borga bara aðstöðugjald,
en borga ekki útsvar og þá lik-
lega ekki skatt. — Hér er kunnur
útgerðarmaður, sem á gott skip,
sem er á sildveiðum og loðnu-
veiðum til skiptis og veiðir vel,
en hann borgar bara aðstöðu-
gjald, sem ekki er hærra en út-
svar og skattar verkamanns.
Ef áðurnefnd fyrirtæki borg-
uðu útsvar og skatt, þá þyrfti
ekki að leggja eins mikið á lág-
launamenn.
Ég hlustaði og sá til þeirra i
sjónvarpinu á þriðjudagskvöld-
ið var, og var litið á þvi aö
græða. F jármálaráðherra
sagöi, að það væri verið að
semja frumvarp um skattamál-
in, en gat litið sagt um hverju
breyta ætti; helst var það um
sérsköttun hjóna.
Skattamálin eru orðin svo
flókin, að það skilur þau enginn,
ekki einu sinni skattstjórarnir.
Það þyrfti að semja þau upp frá
byrjun og hafa þau á góðri
islensku; t.d. hvað er vergt (!)
og margt fleira?
Það er hlægilegt, hvaö skatt-
leysingjarnir komast upp með.
Þegar rikissjóður er nú farinn
að borga tugi þúsunda króna til
þeirra, til að þeir liði ekki skort
Framhald á bls. 14.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sigurður Gunnarsson
les sögu sina „Frændi segir
frá” (8). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriða.
Viðsjóinnkl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson sér um þáttinn.
Tónleikar. Morguntónleikar
kl. 11.00: Filharmoniu-
hljómsveit Berlinar leikur
forleik að óperunni „Hol-
lendingnum fljúgandi” eftir
Richard Wagner; Herbert
von Karajan stjórnar /
Hljómsveit Scala-óperunn-
ar leikur Sinfóniu nr. 5op. 64
eftir Tsjaikovský; Guido
Cantelli stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 A frfvaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Grænn
varstu, dalur” eftir Richard
Llewelyn, Ólafur Jóh. Sig-
urðsson islenskaði. Óskar
Halldórsson byrjar lestur-
inn.
15.00 Miðdegistónleikar. FIl-
harmoniusveit Lundúna
leikur „In the South”, for-
leik op. 50 eftir Elgar; Sir
Adrian Boult stjórnar.
Jascha Silberstein og La
Suisse Romande-hljóm-
sveitin leika Sellókonsert i
e-moll eftir Popper;
Richard Bonynge stjórnar.
Filharmoniusveitin I Los
Angeles leikur „Don Juan”,
sinfóniskt ljóð eftir Richard
Strauss; Zubin Metha
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminnSigrún
Björnsdóttir hefur umsjón
með höndum.
17.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 í sjónmáli.Skafti Harð-
arson og Steingrimur Ari
Arason sjá um þáttinn.
20.00 Leikrit: „Rolió” eftir
Marchel Achard. Þýðandi:
Karl Guðmundsson. Leik-
stjóri: Helgi Skúlason. Per-
sónur og leikendur: León
Rolló.... Róbert Arnfinns-
son; Edit... Helga Bach-
mann; Nóel Karradin...
Rúrik Haraldsson,- Alexa...
Helga Stephensen;
Verónika....Sigriður Haga-
lin; Jenni... Karl Guð-
mundsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: Ævisaga Sigurðar
'Ingjaldssonar frá Bala-
skaröi-Indriði G. Þorsteins-
son rithöfundur les (8),
22.40 A sumarkvöldi. Guð-
mundur Jónsson kynnir tón-
list um silfur og gull.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Útvarpsleikritið:
„Rolló ” eftirAchard
I kvöld kl. 20 flytur útvarpið i
fyrsta sinn leikrit eftir franska
leikritahöfundinn Marcel Ach-
ard. Þjóðleikhúsið hefur áður
sýnt verk eftir Achard. Það var
„Flónið”, sem sýnt var árið
1963. Leikritiö i kvöld er gaman-
leikrit og heitir „Rolló”.
Þýðandi er Karl Guðmunds-
son, en leikstjóri Helgi Skúla-
son. Með hlutverk fara þau Ró-
bert Arnfinnsson, Helga Bach-
mann, Rúrik Haraldsson, Helga
Stephensen, Sigriður Hagalin og
Karl Guðmundsson.
Franski leikritahöfundurinn
Marcel Achard fæddist I
Sainte-Foy-les-Lyon árið 1899.
Hann var um tima hvislari við
Vieux-Colombier leikhúsið, en
gerðist siðan blaðamaður. Ach-
ard skrifaði fyrstu leikrit sin
skömmu eftir 1920. Þau voru i
léttum dúr, en þó sérkennilegt
sambland af gamni og alvöru.
Af þeim þekktari má nefna
„Voulez-vous jouer avec moi?”
(1924) og „Jean de la lune”
(1929). Siðar tók Achard ýmis
félagsleg vandamál fyrir i verk-
um sinum. þ.á m. kynvillu i
leikritinu „Adam” (1939). Hefúr
einnig samið kvikmyndahand-
rit. Hann varð félagi i frönsku
Akademiunni 1959.
Léon Rolló, aðalpersóna
leiksins, er uppfinningamaður,
en öll tilraunastarfsemi er dýr,
og þvi leitar hann á náðir gam
als félaga til að fá lán. Það er
mesti nirfill, Karradin að nafni,
sem finnst litil trygging i þvi
sem Rolló er aö bralla. En viða
liggja leyniþræðir og mörgum
verður hált á is hjónabandsins,
þeim „stóru” ekki siður en þeim
„smáu”.
Blikkiójan Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboð.
SÍMI 53468
V
r
Mikiö úrval bóka
Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja-
landi.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi
28035.
Auglýsingasíminn er 17500'Þjóðviljinn