Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. september 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7
Þing
norrœnna
háskóla-
manna:
fréttatilkynning frá þingi Nor-
rænna háskólamanna, sem haldið
var i Reykjavlk dagana 1.-3.
september, þar sem helstu niður-
stöður þingsins eru reifaðar. Fer
hún hér á eftir:
Hálf milljón langskólagenginna
manna krefet aðildar að ákvörð-
unum I atvinnulifinu og jafnréttis
kynjanna.
Við höfum of lengi vanmetið
mikilvægi þess að samræma af-
Frá þingi norrænna háskólamanna á Hótei Sögu.
Samvinna um starfsaðstöðu,
menntun og atvinnulýðræði
stööu hálfrar miljónar háskóla-
genginna manna tÖ. ýmissa sam-
eiginlegra hagsmunamála. Þess
vegna var stefnt að samvinnu á
ýmsum sviðum. Þetta kemur
fram i sameiginlegu áliti for-
manna bandalaga háskólamanna
á Norðurlöndunum fimm.
Meðal annars hefur verið á-
kveðið að vinna að mótun sam-
eiginlegrar afstööu til atvinnulýð-
ræöis og starfsaðstöðu, en þessi
atriði eru ofarlega á baugi 1 öllum
löndunum. Ennfremur er ætlunin
að vinna sameiginlega að athug-
unum á aðstööu háskólamanna til
sjálfstæðrar starfsemi. Nokkrar
breytingar eru að gerast I þeim
efnum, sem geta leitt til þrengri
aðstöðu sjálfstætt starfandi
manna. Það er skoðun formann-
anna, að jafnrétti kynjanna sé
mikilvægt mál og sameiginlegt
verkefni samtakanna.
Við höfum hér í Reykjavlk náð
samkomulagi um sameiginlega
tillögu um hver skuli vera grund-
völlur menntunar mennta- og
framhaldsskólakennara. Þessi
tillaga felur I sér þá eindregnu
skoðun, að menntun þessara
kennara verði ákomandi árum að
vera tengd rannsóknastarfsemi i
viðkomandi greinum og I tengsl-
um við aðra háskólamenntun. Við
höfum einnigrættum tillögu, sem
fram kom i Norðurlandaráði um
norræna stofnun, sem fjallaði um
málefni vinnumarkaðarins. Af-
staða okkar til þessarar tillögu er
jákvæð,þvi að háskólamenntaðir
menn á Norðurlöndum hafa sums
staðar átt við atvinnuleysi að
striða, og ætla má, að hér geti
verið um vaxandi vandamál að
ræða.
Sú staðreynd að samstaða hef-
ur náðstum ýmis málefni á fund-
inum hér I Reykjavik er til marks
um að samstarf milli samtaka
norrænna háskólamanna er þeim
mikils virði. Þegar hálf miljón
háskólamenntaðra manna ber
fram sameiginlegar kröfur — þá
er þar um að ræða sjónarmið sem
ekki verður gengið framhjá,
sögðu formennimir að lokum.
Formenn bandalaga háskóla-
manna á Norðurlöndum eru:
Bent Nylökke Jörgensai (Dan-
mörk), Jon Skátun (Noregur)
AulisEskola (Finnland), Oshome
Bartley (Sviþjóð) Jónas Bjarna-
son (ísland).
Kvikmyndasýning
á Haustsýningu
Frönsk
málara-
list eftir
1950
Sýnd að
Kjarvalsstöðum
kl. 20 i kvöld
Tvær kvikmyndasýningar
verða að Kjarvalsstöðum i dag, i
tengslum við Haustsýningu FÍM.
Það eru myndirnar Þrir listmál-
arar sem sýnd verður klukkan 17
og fjaílar um þá Max Beckmann,
Francis Bacon og F. Hundert-
wasser, og Forverar i nútimalist,
sem fjallar um Pícassó, Braque,
Matisse og Paul Klee. Sú mynd
verður sýnd kl. 20 i kvöld.
Þrír listmálarar
Enginn þeirra Max Beck-
manns, Francis Bacons, og
Hundertwassers hefur fylgt
straumnum i list.sinni, heldur
hafa þeir farið eigin leiðir. Mynd-
in um Max Beckmann er alveg ný
af nálinni og f jallar um þroska og
þróun listar þessa kunna þýska
listamanns. Beckmann var hálf-
gert undrabarn i list sinni og vann
ætið á figúratifan hátt. Undirtónn
verka hans er bölsýnn, lifið er allt
Framhald á bls. 14.
LAUGARDALSHÖLL 8.-12. SEPT.
30 framleiðendur sýna úrval íslenskrar fataframleiðslu
í aðalsal Laugardalshallarinnar.
Stærstu og glæsilegustu tískusýningar hérlendis eru
á sýningarpöllum í aðalsalnum, þar sem jafnframt er
veitingasala.
Allt besta sýningarfólk landsins (Karon og Modelsamtökin)
sýnir það nýjasta í íslenskri fatagerð, við tónlist og
Ijósskreytingu.
Tískusýningar verða: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag
kl. 17.30 og 21.00.
Laugardag og sunnudag kl. 15.30, 17.30 og 21.00.
í veitingasal fást Ijúffengir smáréttir, og auðvitað kaffi
og kökur og öl, þar geta gestir því fengið sér hressingu
um leið og þeir horfa á tiskusýningarnar.
í anddyri eru hárskerar og hárgreiðslufólk meö
hárgreiðslusýningu, þar verður starfrækt hárgreiðslu-
og rakarastofa þar sem gestir geta séð nýjustu klippingar,
og jafnvel fengið sig klippta. í anddyrinu verða einnig
kjólameistarar og klæðskerar með sýningardeildir.
í ókeypis gestahappdrætti verður dreginn út vinningur
daglega; úttekt á íslenskum fatnaði fyrir 25.000 krónur,
og í sýningarlok verður dreginn út aðalvinningurinn,
föt á alla fjölskylduna fyrir krónur 200.000.
Opið kl. 3-10 daglega, svæðinu lokað kl. 11.
og k^2-10Jaugardag og sunnud^g.
Syningunni lykur
á sunnudag
Verið velkomin - strax í dag.
ÍÍSLENSK FÖT/76