Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimintudagur 9. september 1976. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. RÁÐHERRANN FLÚÐI LAND AÐ LOKNU ÓHÆFUVERKI Rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur nú látið sig hafa það að gera stórárás á islenska sjómannastétt, lifskjör hennar og réttindi. Sem kunnugt er höfðu sjómenn viða um landið hvað eftir annað hafnað þeim kjörum, sem nú eru lögboðin með bráða- birgðalögum. Og rikisstjórnin lætur sér reyndar ekki nægja að lögbjóða þau kjör, sem sjómenn höfðu hafnað á þeim stöðum, þar sem samningar voru lausir og um þessi kjör hafði verið fjallað. Rikisstjórnin gengur lengra og riftir með valdboði eldri og mun hagstæðari kjarasamningum á fjölmörgum stöðum, þar sem hinum eldri kjarasamningum sjómanna hafði ekki einu sinni verið sagt upp, og þeir þvi i fullu gildi, uns þeim var riftað með ofbeldi i fyrradag af Matthiasi Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra og félögum hans i rikisstjórninni. Þannig er samningsréttur sjómanna fótum troðinn, og störf þeirra litilsvirt af erindrekum gróðaaflanna i stjórnar- ráðinu. Þegar sjómenn sigldu heim fiskiskipa- flotanum snemma á s.l. vetri til að mótmæla kjaraskerðingunni, sem ofvöxtur sjóðakerfisins hafði orsakað, og til að krefjast niðurskurðar þess ofvaxna kerfis, þá vakti sá atburður mikla athygli, og sjómennáttu samúð nær allra vinnandi manna á Islandi. Þá var svo komið, að sjóðakerfið tók til sin um það bil helming af hverjum fiski, sem á land barst, og var þetta tekið af óskiptum afla, svo að til skipta kom milli útgerðarinnar og sjómanna aðeins hinn helmingurinn af fiskinum, þótt skipta- kjörin hafi upphaflega verið við það miðuð, að aflinn i heild kæmi til skipta. Það var leiðrétting á þessu taumlausa ranglæti, sem sjómenn hugðust knýja fram með heimsiglingunni og siðar verk- fallinu i fyrra. Niðurstaðan varð sú, að sjóðakerfið var að visu skorið niður um nálægt helming, en sjómönnum engu að siður ekki boðið upp á neinar umtals- verðar kjarabætur. Með breyttum skiptakjörum skyldi nær allt það fjármagn, sem losað var úr sjóða- kerfinu, fært útgerðarmönnum einum, svo að sjómenn nutu þar að heita má einskis af. Það voru þessi úrslit, sem sjómenn hafa hvað eftir annað hafnað i atkvæða- greiðslum og ekki viljað sætta sig við. En nú skal gerræði og valdboði sem sagt beitt til að kúga sjómenn til uppgjafar og gera samningsrétt þeirra að engu. Þetta eru þakkir Matthiasar Bjarna- sonar, sjávarútvegsráðherra og félaga hans úr Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum til sjómanna fyrir störf þeirra á hafi úti. Sjómenn munu væntanlega taka þeirri sendingu, sem bráðabirgðalög rikis- stjórnarinnar eru, eins og til er stofnað og svara fyrir sig á verðugan hátt. Sé tekið dæmi af sjómanni, sem á siðustu vetrarvertið var i skiprúmi á bát frá einhverjum þeirra staða, þar sem eldri kjarasamningum var ekki sagt upp, þá átti hann rétt á uppgjöri miðað við 32- 33% skiptaprósentu. útgerðarmenn á þessum stöðum neituðu að visu I vor, að gera upp samkvæmt gildandi samningum, og hafa sjálfsagt treyst á það gerræðis- verk rikisstjórnarinnar, sem nú er fram komið. Sjómenn áskildu sér þá hins vegar allan rétt, og tóku við skertum greiðslum með þeim fyrirvara, að það sem á vant- aði, og útgerðarmenn ekki vildu greiða þrátt fyrir skýr ákvæði i kjarasamning- um, yrði sótt að löglegum leiðum, — með tilstyrk dómstóla, ef nauðsyn reyndist. Deilunni um uppgjör sjómanna á þessum stöðum var siðan skotið til dóm- stólanna, og átti reyndar enginn vafi að geta leikið á um úrslitin, að óbreyttum lögum. En rikisstjórnin þorði ekki að biða þess, að dómur yrði kveðinn upp, og þvi hefur hún nú gripið til þess gerræðisverks að rifta gildandi samningum með lagaboði, og lækka skiptaprósentuna hjá sjó- mönnum úr 32-33% i 28-29%. Með þessu rænir rikisstjórnin hverja skipshöfn, sem sótti sjó samkvæmt gild- andi kjarasamningum á liðnum vetri einni til tveim milj. króna að jafnaði þvi þessi nýju bráðabirgðalög Matthiasar Bjarnasonar skulu ekki aðéins gilda frá þeim degi, sem þau eru sett, — heldur skulu þau einnig gilda marga mánuði aftur i timann, og ná yfir siðustu vetrar- vertið. Slikt er svo fáheyrð ósvifni, að til eindæma má telja i samskiptum verka- lýðshreyfingarinnar við fjandsamlegt rikisvald, — og von að sjávarútvegs- ráðherrann skuli hafa forðað sér úr landi, strax og frá þessum ólögum hafði verið gengið hjá rikisstjórninni. Sá eini lærdómur, sem sjómönnum ber að draga af þvi sem nú hefur gerst, er að stórefla stéttarsamtök sin, og muna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknar- flokkum sendinguna, þegar að næstu kosningum kenur. Það er hin félagslega deyfð, sem rikt hefur hjá samtökum sjómanna, og ófremdarástand það, sem af henni leiðir, er gefið hefur ráðherrunum kjark til að láta svipuhöggið riða. k Þrengja verk- fallsréttinn Eins og fram hefur komið i fréttum hefur rikisstjórn- in nú til meðferðar drög að frumvarpi um breytingar á mönnum i verkalýðs- hreyfingunni, en enn er farið með það sem svokallað „trúnaðarmál” svo fráleitt sem það nú er. Ættu verkalýðs- félögin þvert á móti að dreifa frumvarpi þessu til hvers ein- astafélagsmannsþannig að þeir geti allir séð hversslags sam- setningur er á ferðinni. Ekki er kostur á að rekja þetta frumvarp hér i einstökum at- riðum enda ekki ástæða til þar sem margar gr. þess eru litt eða ekki breyttar frá gildandi lögum, en I heild má þó segja aö i frumvarpinu séu þau atriði yfirgnæfandi sem steöia að þvi að þrengja verkfallsréttinn að mun frá þvi sem nú er. Nokkur dœmi 14. kafla frumvarpsins,en hann fjallar um verkföll og verkbönn. eru einmitt ákvæöin sem þrengja sérstaklega svigrúm verkafólks. Dæmi: 1. Gert er ráð fyrir þvl aö til- kynning um vinnustöðvun verði að berast sáttasemjara og samningsaðila tlu sólar- hringum áður en hún á að hefjast, en þessi frestur er nú sjö sólarhringar. Takmarkaður er möguleikinn til samúðarvinnustöðvunar, þannig að gert er ráð fyrir að samúðarvinnustöövun megi aldrei hefja fyrr en frum- vinnustöðvun hefur staöið I að minnsta kosti 14 sóiarhringa. 3. Óheimilt skal skv. frum- varpinu að hefja vinnu- stöðvun ef ekki eru liðnir 30 sólarhringar frá þvi að sá aðili sem ætlar að hefja vinnustöövun hefur sent skriflega kröfugerð. 4. Félagsmálaráðherra verði heimiit að fresta um allt að 60 sólarhringa skeið einagraðri vinnustöövun, sem i heild tekur til eitt hundrað félags- bundinna launþega eða færri, og ætla má að „stöðvi rekstur mikilvægrar atvinnu- greinar”. 5. Nú verða 35% atkvæðisbærra manna að taka þátt i a t k v æ ð a g r e ið s 1 u um miðlunartillögu, en frum- varpiö gerir ráð fyrir að helmingur verði að taka þátt I sllkri atkvæðagreiðslu. Hér hafa aðeins verið týnd til fáein dæmi sem vissulega eru einhver þau þýöingarmestu i frumvarpinu og nægja til að sýna að hverju er stefnt með frumvarpi þessu: Þvi að þrengja svigrúm verkalýðs- hreyfingarinnar, möguleika hennar til átaka við fjand- samlegt rikisvald og stéttar- andstæðinginn á hverjum tima. Framboðsraunir Alþýðuflokkurinn hefur að undanförnu verið að undirbúa framboðsmál sin. Mun ætlunin að Finnur Torfi Stefánsson lög- fræöingur skipi 1. sæti á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandi vestra, Magnús Magnússon, fyrrv. bæjarstjóri efsta sæti á Suðurlandi. Benedikt Gröndal þorir ekki aftur i framboð á Vesturland og þangað á að senda Vilmund Gylfason. Benedikt ætlar sf- 1. sætið I Reykjavik, en Gylfa annað sætið. Kjartan Jóhannsson ætlar að sparka Jóni Armanni Héðinssyni úr fyrsta sætinu á Reykjanesi, það ætlar Karl Steinar Guðnason lika aö gera og báðir telja þeir Kjartan og Karl Steinar sig sjálfkjöma i sætið. Jón Ármann vill sitja sem fastast. Þessum framboðs- raunum fylgja mikil innri átök i flokknum. Þingflokkurinn sem er fimm manna er klofinn i nokkurn veginn jafnmarga hluta i þessum málum. Jón Armann rær einn á báti, Benedikt einn, Gylfi einn, Sighvatur einn, en Eggert hvergi. „Pragmatismi99 Það er grátbroslegt aðsjá svo i Alþýðublaðinu skrif um hina miklu einingu Alþýðuflokksins um þessar mundir. En það er jafnframt táknrænt að allar hugsanir forystumanna Alþýðu- flokksins um þessar mundir skuli snúast um þingsæti. Al- þýöuflokkurinn er orðinn svo samgróinn fulltrúalýðræðinu, að verkalýðshreyfingin gleym- ist meðan broddarnir tefla um þingsætin. Kannski að þetta eigi rætur að rekja til hinnar nýju stefnu Al- þýöuflokksins sem Gylfi Þ. Gislason lýsti á fundi i Alþýðu- flokknum fyrir nokkrum árum. Hann flutti langa ræðu og sagði að lokum að eiginlega væri nú- verandi stefna Alþýðuflokksins það sem kallað væri á erlendum málum „pragmatismi”. Gylfi sagði að þetla orð væri nánast óþýðanlegt og spurði þá mál- hagur fundarmaður hvort ekki mætti þýða með orðinu „henti- stefna”. Gylfi greip það á lofti: jú.einmitt.hentistefna. En gall- inn er sá að það orð hefur verið misnotaðhér álandi og því hæp- ið að nota það með þessum hætti opinberlega. Þess vegna réttast að halda sig við „pragmatism- ann.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.