Þjóðviljinn - 29.09.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.09.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. september 1976 Skrifiö eöa hringið. Sími: 17500 Steindór Arnason skrifar: Bráðabirgðalögin hans Mntthíasar Dragnótafulltrúi Matthiasar, Jón B. Jónasson, fræöir Timann 17. sept. s.l. um að dragnótin sé eina veiöarfæriö ,,sem hægt er aö ná i kola meö einhverjum árangri”. Það er aö bera i bakkafullan lækinn að lýsa af- rekum dragnótar á grynnstu fiskislóö, en þegar ábyrgir aöilar bera fjarstæðu á boröles- enda, er tæpast sæmandi aö þegja. Togararnir hafa frá upphafi verið lang afkastamestu kola- fiskiskipin og þau einu sem með góðum árangri hafa nytjað harða botninn við Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og viðar þar sem skarkolinn heldur sig á hörðum botni. A þessum slóðum fiskaðist stór.feitur og mjög verömætur skarkoli á 30-55 faðma dýpi. Þykkvalúra er einnig góður sölufiskur i Eng- landi. Af henni fengum við einn túrinn tólf hundruð körfur á fjórum dögum á mjög hörðum botni út af Svörtuloftum, þar sem engri dragnót varð við komið. Og þannig er það á við- áttumiklum kolamiðum hér við land, að dragnót hæfir ekki hörslinu. Ef þið trúið mér ekki þá spyrjið Jóhann Stefánsson, Snæbjörn ólafsson, Ólaf Ófeigs- son, Bjarna Ingimundarson eða aðra þá sem enn eru viðmæl- andi af eldri kolafiskurunum. En til þess að fiska þennan verðmæta fisk á réttum miðum er óhjákvæmilegt að leyfa hon- um að ganga út á sandsila og skeljaslóðina, stækka og fitna. Visindin og stjórnarráðið eru á annari skoðun. Þessar stofnanir gefa út innfjaröa dragnótaleyfi og kvarta sáran um hvað fáir sóttu um að skafa grunnslóðina i ár. Ég sé ekki betur en að spyrðan: Hafrannsóknarstofn- unin/Stjómarráðið sé flækt i þynLoka og eigi þaðan ógreið- færa leið. Ný regla var sett um möskvastærð dragnótar. Belgur 135 mm, en pokinn 170 mm á fimm öftustu metrunum. J.B.J. upplýsir að afli Ólafs- vikurbáta sé að meginhluta millifiskur, undirmálsfiskur, smáfiskur og smár koli, en þessi aflasamsetning er aö hans mati óskiljanleg, miðað við að nýja teikningin hafi verið notuð við veiðarnar, eins og áskilið var. Þeir eru helst að láta sér detta i hug i stjórnarráðinu að vafinn hafi verið kaðall um pokann. Eða að sjálfur pokahnúturinn hafi verið settur á belginn. Og skaufinn þannig óvirtur ger- samlega en látinn dingla til og frá aftan á belgnum galtómur, til ills eins með þvi að þyngja dráttinn. Hugsanlegt er, að önn- ur veiðarfæri hafi verið notuð, segir JBJ en nefnir ekki tegund. Við þessum hrekkjum er ekkert að gera, segir JBJ nema aö stækka belgmöskvann og setja valdsmenn um borð til að sjá um að nýja teikningin sé notuö undanbragðalaust. Sex ólafsvikurbátar hafa þegar verið sviptir veiðileyfum, engin nöfn verða birt aö venju. Aftur á móti eru þessar veiði- leyfasviptingar uggvænlegar og hljóta að koma þeim i koll, er stjórna fólskulegum aðgerðum, Hraðfrystihúsinu þar hefur þegar verið lokað, það segir sina sögu. I ráði er að visindin fyrirskipi 170 mm. möskvastærð dragnót- ar. Þá verður ekki hægt um vik að færa pokahnútinn að geð- þótta skipstjóra upp og niður. Margt fleira athyglisvert höfðu þeir i ráöuneytinu að segja blöðunum um afrek stjórnarráðsins. Skipstjóri var staðinn að ólöglegum veiðum á Lónafirði inn af Þistilfiröi. Réttaö var i málinu samdægurs og málinu lokið með dómssátt, 400 þús. kr. greiddar á borðið þegar i stað. Ekki var þetta látið nægja, heldur var saklaus báturinn sviptur leyfi til að mega fiska næsta hálfa mánuðinn með saklausri skips- Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahiið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð. höfn fyrir fólk i landi, sem ekki veitir af að hafa tekjur til að skrimta i dýrtiðarflóöinu. Hann Þórður A lét það ógert að meta til peningaverðs hálfsmánaðar leyfissviptingu v/b Geirs 36 tonna báts um hábjargræðis- timann. Þórður A. segir að leyfis- sviptingin hafi aðeins staðið i hálfan mSnuð, þá var báturinn kominn með leyfi til draganóta- veiða, undirritað af sjávarút- vegsráðherra. Ég veit að hálfs- mánaöar landlega kemur ekki við pyngjur stjórnarráðs- manna, þeir eru sennilega ekki hýrudregnir vegna smámuna i kotinu þvi. Ég sé ekki að það skipti máli hver undirritar dragnótaleyfin, en hitt veit ég, að Alþingihefur veitt ykkur um- boð til að ráðskast með hags- muni sjómanna langt um- fram það, sem eðlilegt getur tal- ist i lýðfrjálsu landi. Afleiðingarnr láta ekki á sér standa, hver kollsteypan annari fáránlegri, alþingi til litils sóma. Rétt er og skylt að muna þá þingmenn, sem lögðust gegn gerræðslögum Matthiasar, ,,... um samræmda vinnslu sjávar- afla og veiða sem háðar eru sér- stökum leyfum”. Nú hefur Matthias með bráöabirgðalög- um, samræmt sin sjónarmið og Steindór J. Arnason útgerðarmanna gegn hagsmun- um sjómanna um skipta- prósentu o.fl. Hægt er að þreyja þrjár vikur. Alþingi á að fjalla um þetta mál strax i þingbyrjun og láta kanna meö atkvæða- greiðslu, hvort þingmeirihluti samþykkir bráðabirgðalaga- gjörning Matthiasar eður ei. Hér er stórmál á ferð og mikið i húfi að sigur vinnist. An sam- ræmdra aðgeröa sjómanna um landið allt er skiptaprósentu- orrustan gjörsamlega töpuö. 1968hlutu sjómannakjörin eftir- minnilegar hrakfarir i sölum al- þingis. Þá barði viðreisnar- stjórnin, sjálfstæðið og alþýðan, með fádæma ofstæki i gegnum þingið lög um að rúmlega fimmti partur, eða 22%, skyldi tekinn af óskiptum afla og af- hentur útgerðinni. Allt þinglið viðreisnar rétti hendur hátt á loft. Takið eftir: Einnig fulltrú- arsjómanna. Þessi ölmusa kom til viðbótar illræmdu sjóðakerfi, sem hafði þá i nokkur ár, farið ránshendi um aflahlutinn. Sjómenn eiga ekki að láta tvistra sér i margar fylkingar. Bændur hafa sitt Stéttarsam- band og láta það duga með sæmilegum árangri. Sama fisk- verð á að greiða hvar sem er á landinu, undirborðsgreiðslur sanna of lágt fiskverð. Lands- hlutakritur slævir samheldni sjómanna, en nú riður á að hlekkirnir haldi þegar sækja þarf á brattann og heimta það, sem tapaðist. Afskiptasemi alþingis um sjó- mannahlutinn hefur sinar eðli- legu orsakir. Fyrirmenn iðnaðarins hafa haft i frammi fáránlegar vangaveltur um auðlindaskattheimtu og mestu fáanlega arðsemi af sjósókn. Ekki minnist ég þess að sjó- mannasamtök hafi gert tillögu um skattheimtu af iðnaði, til verndar sjávarútvegi. Hins minnist ég, að verndaður iðnaður sóttist eftir duglegum sjómönnum og kom nokkrum i land með yfirboðum. Fleiri aðilar tengdir alþingi hafa mikinn áhuga á arðsemi i sjávarútvegi. Allar tillögur frá þeim komnar stefna að einu marki: á hvern hátt er hægt að kreista sem allra mest fjár- magn út úr sjávarútvegi, með lækkun skiptaprósentu, 84 tima vinnuviku, fækkun áhafnar.yfir- manna á réttinda, skertu öryggi o.s.frv. Islenskur fiskimaður skilar á land sex- eða áttföldum afla á mann miðað við þá, sem næst koma, eða árvisst heims- met. Eitt er hægt að fullyrða: hvernig sem þið alþingismenn kreistið og kreistið þessar rúm- ar 200 þús. hræður, sem byggja landið, þá er yfirbyggingin oröin ykkur algjörlega ofviða. Gengisfelling dugir ekki lengur. Heldur ekki stöövun útlána og að setja peningana i hand- raðann. Þið getið aðeins rétt hendur til himins og gefist upp. Bráðabirgðalögin hans Matt- hiasar eru engra meina bót, en koma til með að valda stórtjóni, verði þau ekki felld strax og þing kemur saman. Steindór J. Arnason. Lögfest verði frumvarp um flutningsráð ríkisstofnana Framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga, Askell Einarsson, hefur beðið Landshornið að birta eftir- farandi: Fyrir atbeina forsætisráðu- neytisins var landshlutasam- tökum sveitarfélaga sent álit nefndar, sem fjallaöi um staðarval rikisstofnana. Alit nefndarinnar var bæði rætt af milliþinganefnd á vegum Sam- ' bandsins, sem fjallar um þjón- ustudreifingarmál og á siðasta fjóröungsþingi. Niðurstöður umræðna er aftirfarandi ályktun: „Fjórðungsþing Norðlend- inga haldið á Siglufirði 30. ágúst til 1. sept. 1976, telur álitsgerð stjórnskipaðrar nefndar um staðarval rikisstofnana athygl- isverða. Sérstaka áherslu legg- ur Fjórðungsþingið á, að lög- festar verði tillögur nefndarinn ar um flutningsráð rikisstofn- ana, sem yrði Alþingi og rikis- stjórn til ráðuneytis um staðar- val stofnana og dreifingu á starfsemi þeirra. Ennfremur verði það verksvið ráðsins, að gera tillögur um staðarval nýrra rikisstofnana. Fjórðungs- þingið beinir þvi til rikis- stjórnarinnar, að unnið verði að athugunum og áætlanagerð um tilflutning rikisstofnana út um landið og dreifingu starfdeilda þeirra. Leggur þingið til, að þetta starf verði falið Byggða- deild Framkvæmdastofnunar rikisins, i samstarfi við lands- hlutasamtökin, flutningsráð rikisstofnana og þær rikisstofn- anir, sem verkefnið snertir. Skal siðan gerð áfangaáætlun um tilflutning stofnana, sem lögð verði fyrir Alþingi til stað- festingar.” Greinargerö: Þá ályktun má draga af álykt- un þingsins, að ekki sé tekin efnisleg afstaða til einstakra til- lagna staðarvalsnefndar um staðarval, enda málið að þessu leyti ekki til formlegar umsagn- ar. Hitt kom fram skýlaust, að fulltrúar voru samdóma um, aö unnið skyldi að stofnanatilfor^iu með skipulegum hætti Þvi var lögð áhersla á lögfestingu frum- várpsins um flutningsráð rikis- stofnaha,. sem frumaðgerð i þessum þaétti. byggðamálanna. Væntir þingið þe.ss, að rikis- stjórnin leggi fyrir Alþingi frumvarp til laga um flutnings- ráðiö. Meginstuðningur fjórð- ungsþingsins við hugmyndir staðarvalsnefndar kemur fram i ályktun þess um áætlanagerð, sem unnin verði af byggðadeild Framkvæmdastofnunar i sam- ráði við landshlutasamtökin. Með skirskotun til ofanritaðs er þess vænst, aö rikisstjórnin taki ábendingar þessar til greina. f.h. Fjórðungssamb. Norðlendinga, Askcil Einarsson SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.