Þjóðviljinn - 29.09.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. september 1976
Hitaveita Suöurnesja
Viðtal við Ingólf
Aðalsteinsson,
framkvæmda-
stjóra Hitaveitu
Suðurnesja
Undir hliöum eldfjailsins
Þorbjarnar, spottakorn noröur af
Grindavík, er veriö aö reisa
bráöabirgöa-varmaskiptastöö
fyrir Hitaveitu Suöurnesja, sem
tckin veröur i notkun i næsta
mánuöi, þegar fyrstu húsin i
Grindavfk sem upphituö veröa
meö heitu vatni frá þessari
varmaveitu, fá þennan langþráöa
yl i æöar sinar.
Allt frá öndveröum 6. ára-
tugnum hefur veriö um þaö rætt
aö leggja hitaveitu til byggöanna
á Suöurnesjum. A Heykjanesi eru
mikil hverasvæöi og var þvi ekki
óeölilegt að fordæmi reykvikinga
vekti suöurnesjamenn til um-
hugsunar um nýtingu þeirrar
varmaorku.
Þegar sannaö þótti aö hægt
væri aö byggja hitaveitu fyrir öll
Suöurnes, meö þvi aö nýta jarö-
varma viö Svartsengi, aö undan-
gengnum tiiraunaborunum á
þeim staö, þótti timi til kominn aö
stofna félag um fjármögnun og
framkvæmd verksins. A svæöinu
cru sjö einangraöir bygg;öa-
kjarnar, sem hver um sig lýtur
eigin stjórn póiitiskt og
Fjármálaiega. Keflavikur-
flugvöllur er og á miöju svæöinu,
en sú starfsemi sem þar er rekin,
heyrir til islensiu rikisstjórninni.
Alþingi samþykkti þvi lög um
Hitaveitu Suöurnesja I des. 1974,
þar sem kveöiö er á um aö rlkiö
eigi 40% i fyrirtækinu (vegna
hagsmuna á Keflavikurflugvelli),
cn 60% veröi i eigu byggöanna sjö
og veröi skiptingin miöuö viö
ibúatölu á hverjum staö 1. des.
1974, og var hún ákveöin eftir-
farandi:
Keflavik 31.04%
Grindavik 8.11%
Njarövik 8.70%
Miöneshreppur 5.55%
Gerðahreppur 3.76%
Vatnsleysustr. 2.13%
Hafnarhreppur 0.71%
Samtals 60.00%
Einn agnúi var þó á þvi aö hægt
væri aö hef ja framkvæmdir strax
þegar sameignaféiagiö haföi
veriö stofnað. Félagiö átti ekki
land það viö Svartsengi, sem
kannaö haföi veriö, þaö tilheyröi
tveimur jörðum, sem voru i eigu
36 landeigenda. Mati á landi og
jarövarma var skotiö til geröar-
dóms, sem úrskuröaöi aö land-
eigendum bæru 87.7 miljónir fyrir
réttindi til orkuvinnslu á þessum
staö. Aðilar féllust báöir á þaö
mat, þannig aö séö er fyrir
varmaorkuþörf Suðurncsja I
áratugi.
Ætlunin er aö Hitaveita Suður-
nesja veröi fullbúin 1980 og
veröur þá væntanlega risin
varmaskiptastöö sem séö getur
fyrir 90 megavatta varmaorku,
en helming þeirrar orku þarf
fyrir byggöirnar sjö, þar sem eru
12.000 ibúar, en Keflavikur-
flugvöllur þarf álfka mikiö þótt
þar séu ihúar allmiklu færri eöa
5-6000.
Hviti skúrinn hýsir bráöabirgöa-varmaskiptastööina, sem veröur aflögö á næsta ári, þegar 1. áfangi
hitavcitunnar kemst í gagniö, eftir aö nýja stöövarhúsiö hefur veriö reist.
Kostar fimm
miljaröa í allt
fullfrágengin
Svo sem nýlega hefur komið fram í Þjóðviljanum,
fer senn að liða að þvi, að hleypt verði á kyndikerfi
fyrstu húsanna i Grindavik, sem aðnjótandi verða
hitaveitu frá borholunum við Svartsengi. Blaða-
maður Þjóðviljans fór af þvi tilefni suður á Reykja-
nes og leit á framkvæmdir, auk þess sem hann
ræddi við Ingólf Aðalsteinsson, framkvæmdastjóra
Hitaveitu Suðurnesja, á skrifstofu fyrirtækisins i
Keflavik.
Áður en gengið var á Ingólf um upplýsingar um
verkið i heild og framtiðaráætlanir varðandi
varmavæðingu Suðurnesja, var hann spurður um
gang framkvæmda i Grindavikurkaupstað og það
hvernig áætianir hefðu staðist fram til þessa.
— Verkið hefur gengið ágætlega
og allar áætlanir staðist og vel
það. Miðað er við að lokið verði
við að hleypa heitu vatni á
meginhluta Grindavikur nú fyrir
áramótin og er verið að leggja
siðustu hönd á byggingu bráða-
birgðastöðvar tii varmaskipta
fyrir þennan hluta verksins.
Heimæðalögn er nú aö mestu
lokiðog er búist við að fyrstu hús-
in fái heita vatnið upp úr næstu
mánaðamótum, en það eru húsin
vestan Vikurbrautar f Grindavik.
— Þaö hverfi sem fyrst fær heitt
vatn er þannig m.a. nýja hverfiö
vestan Vikurbrautar og þau eldri
hús þar sem gengið hefur veriö
endanlega frá skolpfrárennsii. Er
búist viö þvi aö tafir veröi á hita-
veitu í eldri hús, sem enn hafa
ekki fengið skolplögn, og notast er
viö rotþrær?
— Nei, enda fæ ég ekki séð að
volgt afrennslisvatnið frá húsun-
um ætti að spilla I neinu rotgerla-
starfseminni i þrónum. Ég er
reyndar ekki sérfræðingur I þeim
efnum, en ég hef rætt þessi mál
við ýmsa fróða menn og þeir
segja mér að það eigi ekki að hafa
nein áhrif, þótt afrennslið sé látið
fara beint út i rotþrærnar.
— Hvaö er þetta stór hluti
varmaveitunnar, sem nú verður
tekinn I notkun og hvaö veröur
stööin stór fullbúin?
— Bráöabirgðastöð sú, sem
reist hefur verið núna, til aö
annast varmaskipti fyrir Grinda-
vik á að afkasta 6 megavöttum,
en hún verður lögð niður með
fyrsta áfanga, sem mun fram-
leiða 20 megavött. Sá áfangi nær
til Keflavíkur og Ytri- og Innri
Njarðvikur auk Grindavikur og
er reiknað með að hægt veröi að
ljúka honum á næsta ári, en áður
en hægt verður að taka þann
áfanga i gagnið, verður að ljúka
byggingu stöðvarhússins, en
áformað er einnig að reisa það á
næsta ári.
í stuttu máli sagt þá hefur
verkið gengið framar vonum
fram til þessa og framkvæmda-
VARMAORKAN VERÐUR 90 MEGAVÖTT
Miövikudagur 29. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Aöveitulögnin til Grindavikur, séö ofan af Selhálsi. Svartsengi I
baksýn.
MYNDIR OG TEXTI: RÁA
hraði verið meiri en áætlað hafði
verið. Nú er unnið að þvi að
leggja dreifikerfi I Keflavlk og
nágrenni og er reiknað með þvi að
lokið veröi við meginhluta þess
verks á næsta ári. Næsta vor
verður byrjað á aðveitulögn frá
Svartsengi að Njarðvlkum og
Keflavik en það er um 12 km löng
leiösla og er reiknaö með að
þeirri lögn verði lokið um mitt
næsta ár. Fullbyggt á orkuverið
að geta afkastað allt að 90 mega-
vöttum.
— Er áformuð raforkufram-
leiösla jafnframt varmaveitunni?
— Ekki eru beinlinis áform uppi
um það, en þvi er ekki að neita að
á það hefur verið bent að unnt
væri að framleiða allt að 10
megavatta raforku til viðbótar
hitaveitunni, án þess að afköst
hennar minnkuðu, þegar orku-
verið er fullbúið, en það er u.þ.b.
sú raforka sem Suðurnesin öll
nota i dag. Það eru á hinn bóginn
aðrir aðilar sem um rafvæðingu
þessa svæöis sjá i dag, og enn
hafa ekki farið fram neinar við-
ræður við þá um þessa mögu-
leika. Varðandi stöðina sjálfa, þá
höfum við á hinn bóginn áhuga á
þvi að koma upp gufuhverflum,
til að knýja rafla, sem séö gætu
orkuverinu fyrir þeirri raforku,
sem þarf til að keyra dælurnar,
en það eru um 1-2 megavött,
miðað við fullbyggða stöð. Þá
orku gætum við fengið strax með-
fram 1. áfanga.
— Hvaö eru komnir miklir pen-
ingar i verkiö i dag og hvaö kostar
fyrirtækiö, þegar öllu er lokiö?
— í dag erum viö búnir að eyða
530miljónum króna, en áætluö er
að nota 870 miljónir á þessu ári.
Heildarkostnaðaráætlunin miðuð
við fullfrágengið orkuver, hljóðar
núna upp á rúma fimm miljarða
króna (5.137 miljónir nánar sagt).
A það er þó að lita hér, að þessi
hitaveita er miklu dýrari i upp-
byggingu en aðrar hitaveitur,
vegna þess að ekki er hægt að
nýta heita vatnið úr borholunum
beint, eins og gert er t.d. i
Reykjavik. Það er ekki hægt að
hleypa þvi beint á hitakerfi hús-
anna vegna seltu og mjög mikils
kisilinnihalds. Þess vegna
verðum við að byggja dýra
varmaskiptastöð, til aö flytja
varmann úr heita vatninu yfir I
ferskt vatn sem fengið er frá bor-
holum i Illahrauni. Bygging þess-
arar varmaskiptastöðvar vegur
svo á hinn bóginn um 30% af
heildarkostnaði hitaveitunnar þvi
hún kcstar ein og sér um 1535
miljónir króna.
— Hvernig er fyrirtækið fjár-
magnaö?
— Samkvæmt lögum frá al-
þingi, sem samþykkt voru I
desember 1974 er ákveöið stofn-
framlag að upphæö 50 miljónir
króna, sem greiðist að 60% af
sveitarfélögunum sjö sem að
hitaveitunni standa og 40% frá
rikinu, en skiptingin er miðuð við
eignarhluta i fyrirtækinu. Siðan
koma til viðbótar áætluð heim-
æðargjöld, sem eru nálægt einum
miljarði króna allt i allt, þannig
að eigið fé fyrirtækisins verður
nálægt f jórðungi af heildarstofn-
kostnaði. Viðbótarf jár verður svo
aflað með þvi að leita eftir lánum
á alþjóðalánamörkuðum.
— Hver verður kostnaöur hins
almenna neytanda af hitaveit-
unni?
— Nýlega hafa veriö ákveðin
heimæðargjöld, sem eru fyrir
húsnæði allt að 400 rúmmetrum
kr. 173.530 og fara siðan hækkandi
stig af stigi eftir rúmmetrafjölda
fyrir stærra húsnæði. Þessi gjöld
greiðast i þrennu lagi, þriðjungur
við inntöku hitaveitunnar i húsið,
þriðjungur að ári liðnu og
þriðjungur að tveimur árum liðn-
um. Notendagjöld hafa enn ekki
verið ákveðin.en það er þó vist að
þaú munu ekki fara yfir 80% af
oliukyndingarkostnaði, eins og
hann er I dag. Þeirri tölu höfum
við slegið fram sem algjöru
hámarki tilað geta gefið neytend-
um einhverja viðmiðun,en allt út-
lit er fyrir að við getum haft
gjöldin nokkuð lægri i byrjun, þótt
sjálfsagt þyki þau nógu há samt.
Það verður þó aö taka með i
reikninginn, að hitaveituna fjár-
magnar enginn nema neytendur
sjálfir, og ef við hefðum t.d.
ákveðið að hafa heimæðargjöldin
lægri eða sleppa þeim alveg, þá
hefði það aðeins þýtt auknar lán-
tökur, og hærri vaxtabyrði, sem
hefði svo komið fram i hærra
vatnsgjaldi um lengri tima. Ég sá
I Þjóðviljanum um daginn, að þið
voruð að bera okkar hitaveitu-
gjöld saman við gjöldin I Reykja-
vik. Það er engan veginn
raunhæft, þvi Hitaveita Reykja-
vikur er gróið fyrirtæki sem var
stofnaö 1944, og er langt komið
með að greiða niður sinar skuldir,
fyrir utan það að vera miklu
ódýrari I framkvæmd, þar sem
heita vatnið nýtist beint.
Hitaveita er alltaf fyrirtæki,
sem lagt er út i með langtima-
siónarmið i huga og þó að gjöldin
þyki há I dag og fyrsta árið komi
kannski slétt út fyrir notandann
miðað við oliukyndingu, þá er
stefnt að þvi að lækka gjöldin,
eftir þvi sem saxast á skuldir
fyrirtækisins, þannig að eftir
fimm ár gætu vatnsgjöldin verið
komin niður I helming þess verðs
sem kostar að kynda með oliu I
dag. Oliuverðiö gæti að sama
skapi hækkað það mikið á þessum
tima, að hitunarkostnaður væri
þá ekki nema fimmtungur t.d.
miðað við oliukyndingu. Við ætl-
um okkur þó ekki að bindá not-
endagjöld hitaveitunnar við oliu-
verð. Olíukyndingarkostnaður
eins og hann er i dag, er aðeins
notaður sem viðmiðun til að gefa
neytendum einhverja hugmynd
um verðið.
En ég get fullvissað þig um að
hitaveitan er ekki gróðafyrirtæki,
sem rekur einhvers konar fjár-
plógsstarfsemi. Hún er þjónustu-
fyrirtæki i eigu rikisins og
sveitarfélaga á Suðurnesjum og
stjórn hitaveitunnar hefur allan
hug á þvi, að rekstur hennar verði
sem hagkvæmastur fyrir neyt-
endur. Þar ráða engin gróða-
sjónarmið ferðum.
— Hvaö tekur viö, eftir aö hita-
veita hefur veriö lögö i Keflavik
og Njarövikum, veröur þá
kannski hafist handa á Kefla-
vikurflugvelii?
— Árið 1978 er áformað að
leggja hitaveitu i Gerðar og Sand-
gerði og ákveöið hefur verið að
leggja hitaveitu i Vogana, hvort
sem það verður þá eða fyrr. Um
Keflavikurflugvöll er það að
segja, aö rikið gerðist eignaraðili
að hitaveitunni á móti sveitar-
félögunum sjö til þess að tryggja
rétt Keflavikurflugvallar til hita-
veitunnar, en þar er bæði um að
ræða alþjóðlega flugstöð og her-
stöðina sem þar er samkvæmt
sérstökum samnningum við rikis-
stjórnina. Ég er þvi auðvitað
hlynntur persónulega að selja
heitt vatn til herstöðvarinnar, þar
yrði um gjaldeyrisviðskipti að
ræða, sem talsvert myndu gefa af
sér i okkar gjaldeyrissjóði. Hins-
vegar hefur ekkert verið ákveöið
um það enn, hvenær hafist verður
handa um hitaveitulögn á Kefla-
vikurflugvelli, það mál er algjör-
lega á valdi rikisstjórnarinnar að
taka ákvörðun um.
Þá hefur ekki verið úr þvi skor-
ið enn hvort borgi sig betur fyrir
hitaveituna að leggja lögn i hinar
dreifðu byggðir i Hafnar- og
Vatnsleysustrandarhreppum eða
selja þeim raforku til húshitunar
á sama verði og aðrir kaupa heita
vatnið. En það er einmitt verið
að vinna að athugunum á þeim
málum núna.
— Ég mætti kannski spyrja þig
svona að lokum, hvers vegna
Hitaveita Suðurnesja kaus aö
hlíta gerðadómi og greiöa 87,7
miljónir króna landa og jarö-
varmaréttindi viö Svartsengi,
fremur en taka boöi þeirra Vatns-
leysubænda og þiggja aö gjöf
réttindi og rými á Höskuldarvöll-
um?
— Þvi er fljótsvarað. Það
reyndist miklu hagkvæmara að
virkja við Svartsengi. Bæði hefði
hitt kostað okkur miklu lengri
pipulögn fyrir aðveituæðar, sem
hefði munað 3-400 miljónum
króna og svo eru Höskuldarvellir
á miðju Reykjanesi fjarri alfara-
leið, svo talsverður kostnaður
hefði hlotist af þvi að leggja
þangað veg og raflögn. Svarts-
engi liggur hinsvegar spölkorn
frá þjóðveginum um fjóra kiló-
metra norður af Grindavik, svo
þaðan er stutt i byggð.
—ráa
MÖGULEIKAR Á 10 MEGAVATTA RAFÖRKU AÐ AUKI