Þjóðviljinn - 29.09.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.09.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ«M)VILJINN Miövikudagur 29. september 1976 DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ctbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 Hnur) Prentun: Bláöaprent h.f. FASTIR í ÁVÍSANAKEÐJUNNI Þjóðviljinn krafðist þess sl. laugardag að Halldór E. Sigurðsson samgönguráð- herra gerði hreint fyrir sinum dyrum vegna húsakaupa i Garðabæ. Ráðherrann keypti þar hús af álverksmiðjunni á kjör- um sem voru með ólikindum hagstæð: Hann greiddi aðeins 20% kaupverðsins út i hönd við afsal, en afganginn, 80% kaupverðsins, fékk hann á skuldabréfum með einstæðum kjörum. Hann fékk skuldabréfin til 15 ára, og vöxtum og af- borgunum var jafnað á öll árin. Þessi lánakjör eru algerlega einstök og verð eignarinnar i heild var lægra en venjulegt var á þessum árum. Halldór E. Sigurðsson hefur nú sent Þjóðviljanum svarbréf við kröfum blaðs- ins og er það birt i blaðinu i dag. Þar kem- ur ekkert fram sem afsannar staðhæfing- ar Þjóðviljans um þessi sérstæðu húsa- kaup. Ráðherrann reynir að bera fyrir sig ótilgreindan fasteignasala, en lætur alveg eiga sig að gera frekari grein fyrir málinu eins og almenningur hlýtur að krefjast. Halldór E. Sigurðsson skilur greinilega ekki hvilikt stórhneyksli það er að útlent fyrirtæki skuli með þessum hætti gefa is- lenskum stjórnmálamanni stórgjafir. Það er að visu ekki nýtt — eins og dæmin sanna undanfarna daga i röðum sakamála — að framsóknarforkólfa bresti skilning á sið- rænum forsendum mannlegra samskipta. Mál Halldórs E. Sigurðssonar er þó hið al- varlegasta sem sést hefur, einfaldlega vegna þess að i hlut á stórfyrirtæki út- lendinga sem einmitt á sama tima var að seilast eftir auknum itökum á íslandi — og þessi sami Halldór E. Sigurðsson var þá fjármálaráðherra landsins, æðsti maður skattheimtunnar andspænis auðhringnum i Straumsvik. Yfirklór Halldórs E. Sigurðssonar i at- hugasemdunum til Þjóðviljans er allt hið auvirðilegasta. Ef hann vill hreinsa sig af málinu dugir honum ekkert minna en opinber rannsókn þar sem hann fái að til- nefna einn mann og þeir sem hafa gagn- rýnt húsakaupin annan i matsnefnd sem skeri úr um málið. Á meðan þessi rann- sókn fer fram ætti Halldór E. Sigurðsson að biðjast lausnar, og ef hann ekki sér sóma sinn i þvi, þá ætti Geir Hallgrims- son að biðjast lausnar fyrir þennan ráð- herra sinn. Hvorki Timinn né Halldór E. Sigurðsson hafa getað svarað framkominni gagnrýni. Halldór ber fyrir sig ónafngreindan fast- eignasala, en Timinn reynir að gera Lúð- vik Jósepsson og skattamál hans tor- tryggileg. Þórarinn Þórarinsson ætlar að skjóta sér á bak við óskyld smámál til þess að fela þær brunarústir spillingarinn- ar sem Framsóknarflokkurinn hefur breyst i að mati allra heiðarlegra is- lendinga. Það er auðvelt að sýna fram á hversu algerlega fráleit árás Þórarins Þórarins- sonar er á Lúðvik Jósepsson. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu alþingis voru þingmannslaun á sl. ári kr. 1.513.820. Greiði þingmaður með þessi laun i vaxta- og viðhaldskostnað til dæmis 600 þúsund krónur dregst sú upphæð öll frá áður en skattar eru lagðir á. Þessi upphæð gæti skipst þannig að 200 þúsund væru i við- haldskostnað og 400 þúsund i vexti. Hvort dæmið litur þannig út hjá Lúðvik Jóseps- syni eða ekki er ekki hægt um að segja þar sem hann er sjálfur erlendis. En það væri ekki óeðlilegt að maður sem kaupir ibúð af miðlungsstærð væri minnsta kosti með þann vaxtafrádrátt sem hér var nefndur, en Lúðvik Jósepsson keypti ibúð i tvibýlis- húsi i Reykjavik i fyrra, og skipti þar með um húsnæði i Reykjavik i fyrsta sinn á 34 ára þingmannsferli. Þannig er ljóst að högg Timans á Lúðvik Jósepsson geigar hrapallega — það er klámhögg. Enda er ekki við öðru að búast frá mönnum sem búa i glerhúsi, jafnvel þó þeir hafi fengið það að gjöf frá Swiss Aluminium. Þórarinn Þórarinsson situr nú fastur i ávisanakeðjunni sem nokkrir fram- sóknarmenn hafa ofið i kringum hann. Keðjan er að verða tákn Framsóknar- flokicsins i vitund almennings.og Þórarinn leysir ekki af sér hlekkina með þvi að ata heiðarlega menn auri. Keðjan verður einingartákn Framsóknarflokksins meðan ráðamenn hans eru svo lítilþægir að knékrjúpa eftir álhúsum og grænum baunum. —s Vilmundur Alfreö Illvíg ritdeila Þeir eru fyrirferöamiklir á ritvellinum Vilmundur Gylfa- son og Alfreð Þorsteinsson um þessar mundir. Nú eru þeir farnir aö kasta hnútum i hvorn annan á „hlutlausum” vígvelli, nefnilega Morgunblaðinu. Og púðrið er ekki sparað. Alfreð likir aðferðum Vilmundar við siðferðisupphafningu Hitlers og Nixons og felst liklega I þvi sú „fróma” ósk, að örlög Vilmund- ar verði á sama veg og þeirra. Þá ýjar Alfreð að þvi aö Vil- mundur hafi staðið að þvi að dreifa nafnalistum um ávisana- falsara, þar sem á voru nöfn valinkunnra framsóknar- manna. Ástæðan fyrir þessari breiðsiðu er svar Vilmundar viö ásökunum um að hann sé falur til skrifa fyrir hæstbjóðanda. I þeirri svargrein upplýsti vVil- mundur að Alfreð hefði verið eini maðurinn sem bað um veð- bókarvottorð á húseign Gylfa Þ . Gislasonar hjá borgarfógeta og hafi hann i framhaldi af þvi lagst svo lágt aö skrifa nafn- lausa grein i Mánudagsblaðiö til þess að koma niðskrifum i gang. Og svo brýnir Alfreð Vilmund á þvi að hann sé ekki óháður blaöamaður nema hann taki spillingarmál Alþýöuflokksins i karphúsiö. Þótt ólikir eigist viö er hér greinilega að hefjast ill- vigari ritdeilda en sést hefur i blöðum um langt skeið. Opið embœtti Menn furðar á þvi hvað Vil- mundur viröist eiga greiðan að- gang að upplýsingum hjá borg- arfógetaembættinu i Reykjavik. Staðreyndin er sú að þetta embætti er eitt hið opnasta sem um getur i kerfinu. Þar eru nán- ast öll skjöl opinber plögg og getur almenningur fengið aö- gang aö þeim. Svo dæmi séu tekin er embættinu skylt aö veita upplýsingar um alla lög- gerninga, sem þinglýst hefur verið, svo sem veðskuldir o.fl. þessháttar. Gegn ákveðnu gjaldi er hægt að fá ljósrit af veðbókarvottorði og ljósrit af veðskuldabréfum er færð hafa verið til veðmálabóka. Sama gildir um uppboðsbækur, skiptabækur skiptaréttar, fógetabækur og firmskrá. Eig- inlega er það ekkert nema einkabréf og tilmæli milli stofn- ana sem embættið getur stungiö undir stól. Ekki í fyrsta sinn Þaö var það sem gleymdist þegar tilmæli komu frá Lands- bankanum um að geta vinsam- legast ekki um lániö til Einars Agústssonar i Kaupsýslutiðind- um. Klippt og skorið hefur öruggar heimildir fyrir þvi að þetta er ekki i fyrsta sinn sem slik tilmæli hafa komið frá bönkum. Embættiö hefur venju- lega farið eftir þessum tilmæl- um, enda engin skylda að birta gögn þess i Kaupsýslutiðindum og þótt þau séu ekki birt þar eru þau aðgengileg i veömálabók- um. Ekki hefur verið innt eftir ástæðum tilmæla i hverju til- felli. Það grátbroslega I þessu máli er að þessi leyndarráöstöf- un bankans var óþörf. Kaup- sýslutiðindi, sem er einkafyrir- tæki, voru hætt að birta lista yfir veöskuldabréf fyrir einu ári en eftir þvi hafði bankinn auösjá- anlega ekki tekið. Það var svo lögfræðingur einn sem var að huga að eigin málum i óflokkuð- um skjölum frá borgarfógeta- embættinu, sem rakst á veð- skuldabréfiö meö leyndartil- mælum Landsbankans og þótti svo einkennilegt, að hann kom þvi áfram til birtingar. Þáttur bankanna í eignamyndun Athyglisverðar eru þær upp- lýsingar I grein Vilmundar i Morgunblaðinu að Alfreö Þor- steinsson hafi verið eini maður- inn sem um langt skeið hafi beð- ið um veðbókarvottorð á húsi Gylfa Þ. Hverskonar lausmælgi er þetta hjá borgarfógeta- embættinu? Yfirborgarfógeti kvaöst aðspuröur ekki vita neitt um þetta mál, en sagði sem svo, aö væri honum kunnugt hverjir hefðu beðiö um veðbókarvottorö tiltekinnar húseignar, myndi hann ekki sjá sér annað fært en að veita hverjum sem um bæði upplýsingar um það. Annaö væri ekki i samræmi við þá upp- lýsingaskyldu sem á embættinu hvildi. Þetta er að sjálfsögðu til fyr- irmyndar. Og hjá borgarfógeta- embættinu liggja upplýsingar á lausu, sem áreiöanlega myndu svipta hulu bankaleyndarinnar af lánveitingum til einstaklinga i sambandi við húsabyggingar, ef skipulega væru úr þeim unn- iö. Handhafaskuldabréf gætu gert rannsakendum örðugt fyrir en með yfirlegu og góðri úr- vinnslu væri örugglega hægt að gera sér grein fyrir þætti bank- anna i eignamyndun einstak- linga i gögnum borgar- fógetaembættisins. Úrvinnsla úr fyrirliggjandi opinberum gögnum erviða erlendis sérstök grein blaðamennsku, þar sem fjölmiðlar beita tölvuúrvinnslu og öðrum nútimavinnubrögðum til þess að skýrgreina upplýs- ingarnar. Islenskir fjölmiölar hafa ekki haft bolmagn til vinnubragða af þessu tagi hing- að til, hvaö sem verður. En hætt er við að ýmsir opinberir embættismenn væru fljótari til svars ef þeir ættu yfir höfði sér slika rannsóknarblaða- mennsku. Opinberar yfirheyrslur Hrafn Og upplýsingarnar liggja oft fyrir án þess að unniö sé úr þeim. Siöasta dæmið um það eru yfirheyrslur Hrafns Braga- sonar, umboðsdómara, i ávis- anahringsmálinu. Engum fjöl- miðli viröist hafa dottið i hug aö þær voru opinberar. Umboðs- dómarinn hefði ekki getað neit- aö blaðamanni að vera viö- stöddum þær. Þannig heföi ver- ið hægt aö fá nöfnin fram miklu fyrr með þvi að verja tima eins blaöamanns i að vaka yfir störf- um umboðsdómarans. Það var ekki gert og var kannski bættur skaðinn þvi að hann kom þegar á skynsamlegri samvinnu við fjölmiðla, sem viríu vinnufrið dómarans. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.