Þjóðviljinn - 29.09.1976, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. september 1976
afdrep
m TIL KYNNINGAR A MYNDLIST
Umsjón: KRISTJÁN FRÍMANN
Eitt af þekktari verkum Surreal-
ismans er verkið ,,The Bride Stripped
Bare by her bachelors, even” eftir
Marcel Duchamp. Myndin er gerð úr
gleri, blýi og máiningu. i efri helmingi
myndarinnar sjáum við brúðina, en
þeim neðri biðlana og tæki þeirra.
Duchamp lauk við myndina 1923. -
Síðan hafa listfræðingar og aðrir
bollalagt og spekúlerað mikið um inni-
hald verksins og m.a. telja fróðir
menn að í þessu verki megi ráða hver
verði framþróun myndlistar í
heiminum. Maðurinn á bak við er ekki
partur af myndinni, hann er bara að
strjúka ryk af.