Þjóðviljinn - 12.10.1976, Qupperneq 1
ÞJOÐVILJINN
Þriðjudagur 12. október 1976—41. árg. 228. tbl.
Línubátar
byrjaðir róðra
á ísafirði:
Hver
áhöfn
hefur
samið
fyrir sig
Þrír linubátar eru byrjaöir
róðra frá isafirði og hefur
hver áhöfn samið fyrir sig og
þvi cru misjöfn kjör á þess-
um þremur bátum. Á tveim-
ur þeirra róa sjómenn uppá
29,2% skiptaprósentu en i
staðinn beita þeir aðeins 8
bala i stað 8 1/2 bala áður en
á þriðja bátnum fengu sjó-
menn þau kjör sem þeir fóru
fram á, eða 31% skiptapró-
sentu, að sögn Féturs
Sigurðssonar formanns Ál-
þýðusambands Vestfjaröa er
við ræddum við hann I gær.
A Patreksfirði eru allir
bátar farnir að róa og róa
þar flestir uppá 30% skipta-
prósehtu en nokkrir uppá
29,5% skiptaprósentu. En
þeir sem róa uppá lægri
skiptaprósentuna hafa
fengið loforð um að fá hækk-
un, ef um semdist almennt,
en Pétur taldi að ekki gæti
orðið um neitt slikt að ræða.
Bolvikingar segjast ekki
hreyfa sig fyrir minna en
30% skiptaprósentu og þar
stendur allt fast enn svo og á
Táknafirði, en þar neita sjó-
menn að semja um minna en
30%. Hinsvegar hefur það
valdið nokkurri óánægju þar,
að landmenn hafa beitt i
akkorði og komist upp i 240
þúsund kr. mánaðarlaun á
meðan háseti á sama bát
hefur kannski ekki nema 100
þúsund kr.
En semsagt, þróunin
virðist ætla að verða sú að
hver áhöfn semji fyrir sig, en
allir sem samið hafa eru
langt yfir þeirri skiptapró-
sentu, sem bráðabirgÖalögin
gerðu ráð fyrir. —S.dór
Vestmannaeyjar:
Mikil sam-
staða með
sjómönnum
Elias Björnsson i Vestmanna-
eyjum hafði samband við blaðið
og sagði, að mikil samstaða væri f
Eyjum meðsjómönnum i baráttu
þeirra fyrir rétti sinum og undir-
skriftasöfnunin þeim til stuðnings
gengi ágætlega. Hann sagöi, aö
undirskriftir skiptu hundruðum
nú þegar og væru menn fegnir að
geta sýnt þannig i verki stuöning
sinn.
Verkakvennafélagið Snót i
Vestmannaeyjum gerði eftir-
farandi samþykktir á fundi 7. okt.
s.l. Framhald á bls. 14.
Þessi mynd var tekin af
Gils Guðmundssyni og
Magnúsi Kjartanssyni á
Alþingi i gær, en Magnús
tók þar nú sæti á ný.
Alþingi
kom
saman
í gœr
Alþingi íslendinga kom
saman i gær. Forseti ís-
lands, doktor Kristján Eld-
járn setti þingið með
ávarpi, sem Þjóðviljinn
birtir á 7. síðu í dag.
Er forseti Islands hafði
sett þingið og ávarpað
þingheim bað hann al-
þingismenn að rísa úr
sætum og minnast fóstur-
jarðarinnar. Var það gert
með ferföldu húrrahrópi.
Þvi næst bað forseti tsiands
aldursforsetann i hópi alþingis-
manna að taka við fundarstjórn,
en það er Guðlaugur Gislason
þriðji þingmaður Suðurlands.
Guðlaugur Gislason flutti siðan
minningarorð um tvo fyrrverandi
alþingismenn, er látist höfðu frá
þvi þingi var slitið i vor, en það
voru þeir Alfreð Gislason, fyrr-
verandi bæjarfógeti i Keflavik og
Birgir Kjaran. Þjóðviljinn mun
siðar birta minningarorö aldurs-
forseta.
Að svo búnu var þingfundi
frestað en i dag fer fram forseta-
kjör á Alþingi.
Allir alþingismenn voru mættir
til þings i gær, nema Matthias Á.
Mathiesen, fjármálaráðherra,
sem mun vera erlendis.
Magnús Kjartansson, alþingis-
maður, sem ekki sat á þingi
siðastliðinn vetur vegna veikinda,
tók nú á ný sæti sitt á alþingi.
Atvinnuleysi
í Ólafsvík
SJA BAKSIÐU
IBM seiiist
tii áhrifa
SJA BAKSIÐU
Þing BSRB:
Y erðhækkun
150%.
Kauphækkun
40-70%
SJA BAKSIÐU
Ríkisstjórnin:
Biður um hjálp til að
vinna á verðbólgunni
Rikisstjórin hefur ákveðið að
fara þess á leit við nokkra aðila
að þeir tilnefni fulltrúa i nefnd til
þess að gera tillögur til að draga
úr verðbólgu. Samkvæmt frétt frá
forsætisráðuneytinu I gær, er
verkcfni nefndar þessarar tvi-
þætt:
1. Að kanna horfur i verðlags-
málum á næstu misserum og
greina ástæður verðhækkana sem
orðið hafa og orsakir verðbólg-
unnar undanfarin ár.
2. Að gera tillögur um ráð-
stafanir til að draga úr verðbólg-
unni. „Tillögur þessar skulu taka
mið af þvi að þau markmið sem
sett eru á þessu sviði þarf að vega
og meta við hlið annárra mark-
miða stefnunnar i efnahagsmál-
um, svo sem jafnvægis i utan-
rikisviðskiptum og fullrar at-
vinnu.”
Þá segir i tilkynningu rikis-
stjórnarinnar: „Rikisstjórnin tel-
ur mikilvægt að sem flest sjónar-
mið komi fram i starfi nefndar-
innar og fer þvi þess á leit við
aðila vinnumarkaðarins og þing-
flokkana að þeir nefi menn i
nefndina, auk þess mun rikis-
Framhald á bls. 14.
Grundar-
Mtm
Útgerðarmenn
óttast manneklu
sopar ao
sér
vinnuafli:
Mjög erfitt að fá karlmenn í fiskvinnu um þessar mundir
Þótt framkvæmdir við járn-
blendiverksmiðjuna að Grund-
artanga séu enn ekki komnar i
fullan gang, er þegar fariö að
örla á þvi hjá útgerðarfyrir-
tækjum á Akranesi að erfitt sé
að fá karlmenn I fiskvinnu og að
sögn Haraldar Sturlaugssonar
framkvæmdastjóra HB & Co á
Akranesi hefur sjaldan eða
aldrei verið jafn vont að fá kari-
menn i fiskvinnu og nú i haust.
Haraldur sagði að fisk-
vinnslufyrirtækin og útgeröar-
fyrirtækin á Akranesi, sem eru
og hafa lengi verið undirstöðu-
atvinnuvegur i þeim bæ, ótt-
uðust mjög að ástandið ætti eftir
að versna þegar framkvæmdir
við Grundartangaverksmiðjuna
ykjust.
Þó er það von manna að
vegna þessara framkvæmda
flytjist eitthvað af fólki til Akra-
ness, en slikt myndi slaka nokk-
uð á spennunni og væri þá auð-
veldara að fá fólk i fiskvinnslu.
Sem kunnugt er fá menn
greidd mun hærri laun við
framkvæmdir á borð viö
Grundartangaframkvæmdirnar
en mögulegt er fyrir fisk-
vinnslufyrirtækin að greiða og
þvi er samkeppnisaðstaða
þeirra nánast engin, ekki sist
þegar um slikt nábýli er að ræöa
sem Grundartangaverksmiðjan
og Akranesbær verða að búa
viö.
—S.dór