Þjóðviljinn - 12.10.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 12.10.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJóÐVILJINN Þriöjudagur 12. október 1976 MOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann , Otbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjör-' leifsson Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Bláðaprent h.f. ALÞINGI HÆKKI RAUNGILDI KAUPSINS NÚ ÞEGAR Alþingi islendinga kom saman i gær. Þetta er þriðja þingið frá stjórnarskiptum i upphafi kjörtimabilsins og mikil um- skipti hafa orðið til hins verra i þjóðfélagi okkar, siðan núverandi rikisstjórn tók við. Kjör láglaunafólks eru nú lakari en þau hafa verið i fjöldamörg ár, enda þótt þjóðartekjur okkar islendinga verði á þessu ári greinilega með allra hæsta móti. Þá kröfu ber hiklaust að gera til Alþingis, að þar verði þegar i upphafi þings gerðar ráðstafanir til að hækka verulega kaupmátt launa alls lágtekju- fólks á íslandi, þó ekki væri nema til samræmis við stórbætt viðskiptakjör þjóðabús okkar út á við. Það er Alþingi og sú rikisstjórn, sem meirihluti Alingis ber ábyrgð á, sem staðið hafa fyrir taumlausri kjara- skerðingu á undanförnum tveimur til þremur árum, með margvislegum póli- tiskum ráðstöfunum. Þessar ráðstafanir hafa verið afsakaðar með versnandi viðskiptakjörum. Nú er sú tylliástæða að engu orðin, þvi að i ár hafa viðskiptakjörin batnað stórkostlega og allar ytri aðstæður þjóðarbúsins verið með allra hagstæðasta móti. Verkafólk, og annað lágtekjufólk á íslandi hlýtur þvi að krefjast réttar sins með fullum þunga, og beina kröfunum um úrbætur i kjaramálunum til Alþingis og stjórnvalda. Það eru pólitiskar ráðstaf- anir, sem fyrst og fremst kalla að i kjara- málum, þvi að kjarasamningar verka- lýðsfélaganna eru illi heilli bundnir langt fram á næsta ár. Alþingi ber strax á næstu dögum að samþykkja annað tveggja, lög um beinar kauphækkanir alls láglaunafólks á Islandi, hækkanir, sem jafnframt verði tryggt, að ekki fari út i verðlagið, — ellegar þá ráðstafanir til að lækka fram- færslukostnaðinn svo um muni, og ná þannig fram hækkuðum kaupmætti. Það er Alþingi, og sú rikisstjórn, sem meirihluti þess ber ábyrgð á, sem hafa staðið fyrir kaupráninu og þess vegna ber að krefjast þess, að sömu aðilar skili ráns- fengnum til baka, nú þegar griman er fallin, — sú, sem borin var meðan ránið var framkvæmt. Eitt meginverkefni Alþingis á næstu vikum og mánuðum verður afgreiðsla fjárlaga. Það sem fyrst og fremst hefur auðkennt f járlagasmiðina þau tvö ár, sem núverandi rikisstjórn hefur farið með völd er annars vegar stóraukin rekstrarútgjöld rikisins og rikisstofnana og hins vegar gifurlegur niðurskurður verklegra fram kvæmda. Þannig hækkuðu t.d. vaxtagreiðslur á A og B hluta fjárlaga um nær 300 miljónir króna fyrstu tvö valdaár núverandi rikis- stjórnar, eða um yfir 170%. Sú vaxta- hækkun ein nemur hærri upphæð en allt SAMANLAGT framlag rikissjóðs á þessu ári samkvæmt fjárlögum til almennra hafnargerða, til grunnskólabygginga, til framkvæmda i flugvallargerð og til byggingar sjúkrahúsa úti um land, heilsu- gæslustöðva, læknamiðstöðva og lækna- bústaða. Á þessum tveimur valdaárum Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa hins vegar t.d. fjárveitingar til vega- mála verið skornar niður um 40% og á fjárlögum þessa árs vantaði heilar átta hundruð miljónir i fjárveitingu til hafn- anna, svo staðið væri við þau drög að fjögra ára áætlun um framkvæmdir i hafnamálum, sem rikisstjórnin flaggaði eitt sinn með sem rós i hnappagati sínu. Og nú kemur þriðja fjárlaga- frumvarpið. Það sjáum við næstu daga. k. STARFSMENN ERU LÁGTEKJUMENN FLESTIR OPINBERIR Þing Bandalags starfsmanna rikis og bæja stendur nú yfir i Reykjavik. Að undanförnu hefur meiri ólgu orðið vart vegna launamála i röðum opinberra starfsmanna en nokkru sinni fyrr. Er það mjög að vonum, þvi að fáir eða engir þjóð- félagsþegnar hafa verið jafn grátt leiknir, hvað launamál varðar, af núverandi rikis- stjórn og einmitt opinberir starfsmenn. Fyrir nokkrum vikum var sýnt fram á það hér i Þjóðviljanum, svo ekki verður um villst, að á timabilinu frá mars 1974 til ágúst 1976 hafði t.d. kaup barnakennara aðeins hækkað um 49% á sama tima og framfærslukostnaður i landinu hafði hækkað samkvæmt opinberri visitölu um hvorki meira né minna en 150%. Innan við þriðjungur af verðhækkununum hafði fengist bættur i launum, allt hitt var bein kjaraskerðing, sem er þá 40%. Þetta sam- svarar þvi, að kaup hefði verið lækkað þannig að fyrir hverjar 1000 krónur áður fengju menn nú aðeins krónur 600,-, en verðlag hefði staðið i stað. — Slikt er ekki mönnum bjóðandi, og fer þvi þó áreiðan- lega fjarri, að barnakennarar séu eitt- hvert einsdæmi i þessum efnum i hópi opinberra starfsmanna. Það er ástæða til að minna rækilega á, að opinberir starfs- menn á íslandi eru nú flestir lágtekju- menn, sem eiga fulla stéttarlega sam- stöðu með verkafólki innan Alþýðusam- bands íslands. Samvinna þessara tveggja stóru heildarsamtaka launafólks á íslandi þarf að fara vaxandi á komandi árum, og þau sameiginlega að tryggja framgang brýn- ustu hagsmunamála almennra launa- manna hvað lifskjör i viðtækri merkingu varðar. 1 þeirri baráttu sem framundan er má það sist gleymast að mestu máli skiptir hið pólitiska vald. Þjóðviljinn óskar þingi BSRB farsældar i störfum. k. Valdníðsla Viö klippum og skerum fyrst úr Dagblaöinu á laugardag. Þar er fjallaö um aö heilbrigöisráö- herra hafi þrivegis hunsaö álit sérfræöinga viö veitingar lyf- söluleyfa. Þrjú lyfsöluleyfi voru auglýst. Á Egilsstöðum voru umsækj- endur 5. Sérfræöingar mæltu meö þremur umsækjendum i á- kveöinni röö. Ráöherra veitti þeim sem var númer 2. Sá sem sérfræðingarnir settu númer eitt á Egilsstööum sótti enn um embættið á Noröfirði. Þar var hann enn settur / i efsta sæti, en ráðherra veitti þeim sem var númer 2. Viö veitingu lyfsala- leyfis i Ingólfs apóteki rööuðu sérfræöingar enn og enn veitti ráöherra þeim sem sérfrasöing- ar settu i annaö sætiö! „Er þetta enn eitt dæmiö um valdniöslu ráöherra I embættis- veitingum. Lögin fela honum embættisveitingarnar, en þau mæla lika fyrir aö áöur skuli á- lits ....sérfræöinga leitað. En á- lit sérfræöinganna mun ekki hafa hentaö ráöherrunum i öll- um tilfellum.” Jaðra við siðleysi Þannig komst Dagblaðiö aö oröi á laugardag. Um helgina hafa staöið yfir prestskosningar i tveimur prestaköllum i Reykjavlk. Mik- iöhefur gengið á i kosningabar- áttu frambjóðendanna. Einn þeirra, séra Hannes Guömunds- son i Fellsmúla, segir „prests- kosningar hafa jaöraö við siö- leysi” og þess vegna opnaði hann enga kosningaskrifstofu eins og aörir frambjóðendur. Hann ávarpaöi sóknarbörn sin tilvonandi á þessa leiö i Morg- unblaöinu á laugardag: „Samtið min. Þú rangsnúna og hórsama kynsióö, sem drekkur frá þér ráö og rænu, beitir lygum og svikum I viö- skiptum viö náungann, myröir meöbróöur þinn.” Fróölegt veröur aö sjá hversu „sdknarbörnin” taka þessum skörulegu umvöndunum séra Hannesar Guömundssonar. Þjóðlifsmynd annó 1978 Visir birtir um helgina viötal viö rannsóknarlögreglumann, sem lýsir meö þessum athyglis- veröa hætti gjaldeyrissvindli i landinu: „Við reynum alltaf aö afla vitneskju um hvernig menn afla gjaldeyris til þess aö kaupa hass erlendis, sagði Haukur Guö- mundsson, rannsóknarlögreglu- maöur i Keflavik i viötali við VIsi. Menn afla gjaldeyrisins meö ýmsu moti, sagöi Haukur. Til dæmis höfum við tekiö menn sem eru með fulla tösku af hundraö köllum á leiö út úr landinu. Þá kaupa menn gjaldeyri af leigubilstjórum. Þaö viröist svo sem þaö sé óhemjumikiö af gjaldeyri I umferö á „svarta markaðnum”. Svo er þaö lika mjög vinsælt aö selja fikniefni inn á Kefla- vikurflugvöll. Bæöi geta menn aflaö sér þannig gjaldeyris og einnig telja þeir sig vera örugg- ari. Ég fullyröi aö miöaö viö þau mál sem við höfum veriö með aö meira sé selt af hassi inn á Völl inn, en út af honum. Þess ber aö gæta aö varnarliösmenn eiga ekki auðvelt meö aö útvega sér fikniefni.” Þessi athyglisveröa þjóölifs- mynd rannsóknarlögreglu- mannsins leiöir meðal annars hugann aö þeirri viötæku spill- ingu sem fylgir herstööinni i Keflavik — hvort sem menn selja þangaö hass eða kaupa þaöan. En þessi þjóölifsmynd minnir einnig á aö til er I land- inu flokkur sem kallar sig Sjálf- stæöisflokk. Hann telur sig helsta málsvara gegn öllu sem heitir „svartur markaöur”. En þegar hann situr i rikisstjórn dafnar svartamarkaösbraskiö sem aldrei fyrr. Dregur Eykon dilk á eftir sér? Á undanförnum árum hefur Eyjólfur Konráö Jónsson skrif- að fjölmargar greinar, meðal annars forystugreinar, i blaö sitt Morgunblaöiö gegn lögbrot- um. Hefur hann þar haft i hót- unum um að setja menn I tukt- hús ef þeir hafa til dæmis neitað að viröa kúgunarlög gegn verk- föllum eöa öðrum tegundum kjarabaráttu launafólks. Til dæmis hótaöi hann öllum starfs- mönnum sjónvarpsins tugthús- vist vegna setuverkfallsins sem þeirefndu til á dögunum. Hefur Morgunblaöiö þannig reynt aö sveipa sig löghlýðniskápunni. En nú hefur oröiö breyting á þessu. Eyjólfur Konráö Jónsson hótar að skera og skjóta hrúta noröur i landi hvaö sem tautar og raular, hvaö sem öllum reglugeröum og lögum liður. Hætt er viö aö þessi athyglis- verða framganga Eyjólfs Kon- ráös Jónssonar eigi eftir aö „draga dilk á eftir sér” fyrir Sjálfstæöisflokkinn. Þaö skipt- ir óneitanlega frá þeim svip viröuleikans sem Morgunblaöiö hefur stundum reynt að setja upp til þeirrar skotgleöi sem birtist i hótunum Eyjólfs Kon- ráðs viö skagfirska hrútinn. Veröur fróölegt aö fylgjast meö þvi hvort forustumenn Sjálf- stæöisflokksins muni i framtiö- inni beita andskota sina slikurn hótunum, utan sláturhúsa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.