Þjóðviljinn - 12.10.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 12.10.1976, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. október 1976 Sigurðnr Jóhannsson y egamálast j óri I dag verður gerð útför Sigurð- ar Jóhannssonar vega- málastjóra. Vinátta okkar Sigurðar hefur staðið i fjóra ára- tugi og var lengi mjög náin. Við kynntumst i menntaskóla á kreppuárunum fyrirstrið. Þá var erfitt fyrir skólafólk að fá sumaratvinnu, en faðir Sigurðar, Jóhann Hjörleifsson yfirverk- stjóri, hafði þann hátt á að ráða jafnan hóp skólapilta i vinnu- flokka sina. Þannig komst ég i vegavinnu á Holtavörðuheiði á- samt Sigurði og mörgum skóla- piltum öðrum. Við höfðum þar holla og ánægjulega vist, stung- um hnausa, fluttum þá á hest- vögnum i vegarstæðið, skárum sniddu, hlóðum kanta (þeir sem höfðu listræna hæfileika) og flutt- um sand, innan um vætti lands- ins, og Tröllakirkja gnæfði yfir okkur. Sigurður fór til náms i Danmörku ári á undan mér, og hann útvegaði mér vist á pensjónati sem islendingar lögðu smátt og smátt undir sig, svo aö það varö að lokum eins og islenskur stúdentagarður. Viö lokuðumst inni i Danmörku, þegar þýsku nasistarnir her- námu meginhluta Vestur- evrópu. Þá urðu viðbrögð islendinga þau að auka samheldni sina með öllum tiltækum ráðum. Stúdentafélagið beitt sér fyrir þvi að haldnar voru kvöldvökur sem allir landar i Höfn áttu kost á að sækja, en þeim stjórnuðu menn sem kunnu öðrum beturtilverka, dr. Jakob Benediktsson og Jón Helgason prófessor. Við gáfum út söngbók sem notuð var á kvöld- vökum þessum, og þær urðu ein- hverjar ánægjulegustu samkom- ur sem ég hef veriö á, ævinlega mjög fjölsóttar, og þeir Jón og Jakob opnuðu fyrir okkur brunna islenskrar menningar frá öllum öldum. Þessi starfsemi var bund- in við Kaupmannahöfn, en við hugsuðum senn hærra. Stúdenta- félagið réðst i að gefa út timarit, Frón, sem ná skyldi til allra islendinga sem lokast höfðu inni í ógnarveldi nasista. Forustumenn þessa timarits voru þeir Jón Helgason og Jakob Benedikts- son, en við stúdentarnir lögðum þvi lið eins og máttum.í öllu þessu menningarstarfi var hlutur Sigurðar Jóhannssonar mikill, hann var um skeið for- maöur stúdentafélagsins og hann annaðist fjárreiður Fróns af mik- illi prýði aUt til loka. Ég kynntist eölisþáttum Sigurðar mjög vel á þessum árum. Hann stundaði nám sitt af mikilli kostgæfni og átti auðvelt með það. En hann gætti þess vandlega að loka sig ekki inni á einu sviði, hann fylgd- ist með atburðarásinni umhverfis sig, las mikið góðar bókmenntir Fœddur 16. mars 1918 Dáinn 2. október 1976 og hafði yndi af sigildri tónlist. Þau áhugamál entust honum til æviloka. Atvikin höguðu þvi svo að við Sigurður komumst báðir yfir til Sviþjóðar 1943 og dvöldumst sam- an i Stokkhómi um eins árs skeið. Einnig þar var mikið félagslif með islendingum. Ég hafði þá stofnað heimili og við hjónin höfð- um mikla ánægju af þvi að landar okkar komu oft í heimsókn; i þeim hópi var Sigurður Jóhannsson jafnan. Þessi nánu persónulegu kynni héldust eftir heimkomuna til íslands, m.a. fórum við i sam- völdum hópi i páskaferðalög um jökla og öræfi i nokkur ár og var Sigurður þar hinn besti ferða- félagi, glaðvær og úrræðagóður En höguðu atvikin þvi svo að þeg- ar Sigurður kvæntist Stefaníu Guðnadóttur stofnuðu þau fyrsta heimili sitt i húsinu þar sem við hjónin áttum heimá'; það var ánægjulegt að fylgjast með þvi hvað þau Sigurður og Stefania áttu vel skap saman. Þessar linur sem ég hef skrifað eru allt persónulegar minningar, þærhafa sópastað mér eftir að ég frétti um hið sviplega andlátSig- urðar langt fyrir aldur fram. í raun eiga allir islendingar per- sónulegar minningar um Sigurð, einnig þeir sem aldrei hittu hann. Þegar hann kom heim eftir strið tók hann til við þau verk sem við unnum á Holtavörðuheiði forðum, gerðist verkfræðingur hjá Vega- gerð rikisins og varð vegamála- stjóri 1956. Mér hafa sagt menn sem ég tel dómbæra að undir yfir- stjórn hans hafi Vegagerð rfkisins orðið eitthvert best rekna fyrir- tæki á íslandi. Hann hafði glögga yfirsýn yfir stórt verksvið, hann kunni að velja sér góða sam- verkamenn og hafði þann hátt á að láta þá vinna á sjálfstæöan hátt að verkefnum sinum. Vega- gerðinni hefur einnig haldist bet- ur á hæfu starfsfólki en flestum stofnunum öðrum. Sigurður hafði mikla samvinnu við alþingi um gerð vegaáætlana, og ég hygg að það sé samdóma álit allra sem tekið hafa þátt i þeim störfum að undirbúningur hans hafi verið með sönnum ágætum. Á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar fékk Vegagerðin það verkefni að leggja veg um Skeiðarársand Húsbyggjendur Verktakar Höfum til leigu mótahreinsivél Og rafknúnar járnaklippur. oaökca Laugavegi 178 simi 38000 sunnan Vatnajökuls og tengja þannig hringveg um landið. Það var vandasamt verk og krafðist mikillar fyrirhyggju. En hjá Vegagerðinni stóðust allar áætlanir, jafnt um framkvæmda- hraða sem kostnað. Það er góður þegn sem skilur eftir sig slikan minnisvarða. Við hjónin sendum Stefaníu bestu kveðjur i dag og einnig Skúla syni þeirra hjóna, en þeir feðgarnir voru mjög samrýmdir. A kveðjustund eru orð fátækleg. Minningunum fylgir einnig sárs- aukiennþá,en þær munu halda á- fram að lifa og eiga eftir að ylja og gleðja. Magnús Kjartansson „Minir vinir fara fjöld”. í dag er kvaddur einn hinn traustasti og tryggasti þeirra, Sigurður Jó- hannsson, vegamálastjóri. Ég kynntist Sigurði fyrst, lifs- glöðum, aðlaðandi ungum stúdent á leið yfir Atlantsála til náms við Verkfræðiháskólann i Kaup- mannahöfn. Þetta var á þeim timum, fyrir heimsstyrjöldina aðra, þegar þriðja farrýmið á Gullfossi gamla og lest á Brúar- fossi voru eftirsótt pláss af stú- dentum. Nánari urðu kynni okkar i Sviþjóð á styrjaldarárunum, en þangað flúði Sigurður frá Dan- mörku 1942 og vann siðan i Stokk- hólmi, aðallega að mig minnir hjá Almanna Ingeniörsbyran, þar til við urðum samferða heim i all- viðburðarikri ferð með Lýru sið- asta styrjaldarveturinn. Siðan höfum við haft margt saman að sælda og þá einkum i stjórn Ferðafélags Islands siðustu ára- tugina. Sigurði Jóhannssyni mun snemma hafa orðið ofarlega i huga að gerast vegaverk- fræðingur. Faðir hans, Jóhann Hjörleifsson var vegaverkstjóri, annálaður fyrir vandvirkni og snyrtimennsku i vegagerð. Eftir heimkomuna 1945 réðst Sigurður til þáverandi vegamálastjóra Geirs Zoéga, og hafði starfað þar i áratug er hann tók við af honum. Það var áreiðanlega ekki heigl- um hent að setjast i sæti Geirs Zoéga, sem var aðsópsmikill em- bættismaður af gamla skólanum og embættið eitt af þeim virtustu og umsvifamestu i landinu. En Geir Zogga vissi hvað hann gerði* er hann eftir áratuga reynslu af Sigurði Jóhannssyni sem sam- starfsmanni, mælti með honum sem eftirmanni sinum. Flestir munu og á einu máli um það að Sigurður hafi rækt þetta ábyrgðarmikla embætti af sér- stakri prýði og mjög til fyrir- myndar. Hér verður ekki rakið nánar starf hans að vegamálum, né fjallað um önnur þau mikils- verð störf, sem á hann hlóðust, utan eitt, sem segja má að hann hafi einnig, þótt með óbeinum hætti væri erft eftir Geir Zoega. Sigurður var kosinn i stjórn Ferðafélags íslands 1959 og tveimur árum siðar á aðalfundi félagsins 19. desember 1961, var hann kosinn forseti þess og hafði gegnt þvi starfi i hálfan annan áratug er hann féll frá. Reyndist stórn hans þessu stóra félagi heilladrjúg, eins og vænta mátti. Hann bar hag þess mjög fyrir brjósti og stjórnaði þvi af rögg- semi, festu og framsýni, þá best er mest á reyndi, trúr hugsjónum frumherja þess. Er félaginu nú mikill vandi á höndum, þvi þar er nú opið skarð sem erfitt verður að fylla. Fyrir hönd Ferðafélagsins, sér i lagi stjórnar þess, flyt ég Sigurði Jóhannssyni hugheilar þakkir fyrir frábært starf félag- inu til heilla. Fjölskylda min og ég þökkum honum af hjarta trygga vináttu. Við vottum Stefaniu hans og einkasyninum, Skúla, inniiega samúð okkar og geymum þakklát minninguna um mikilhæfan drengskaparmann. Sigurður Þórarinsson Sigurður Jóhannss., vega- málastjóri fæddist á Hofstöðum i Miklaholtshr. 16. marz 1918. For- eldrar hans voru Jóhann Hjör- leifsson vegaverkstjóri og 'kona hans Sigriður Sigurðardóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1937 og sigldi að þvi loknu til Kaupmannahafnar og nam bygg- ingaverkfræði. Lauk Sigurður prófi i þeirri grein frá Danmarks tekniske höjskoie árið 1942. Þetta var i miðju striðinu og óhægt um heimför. Næstu árin vann hann að verkfræðistörfum i Danmörku og Sviþjóð, en kom heim þegar strið- inu létti og réðst þá'til Vegagerð- ar rikisins, þar sem hann starfaði til æviloka. Þegar Geir G. ZoBga lét af störfum vegamálastjóra, var Sigurður skipaður i sæti hans árið 1956. Brátt hlóðst á hann fjöldi aukastarfa og seta i marg- vislegum nefndum og ráðum á vegum hins opinbera og einka- samtaka. Kvæntur var Sigurður Stefaniu Guðnadóttur, mikilli at- gerfiskonu, og áttu þau einn son, Skúla að nafni, nemanda i menntaskóla. Um mitt sumar kenndi Sig- urður veilu fyrir hjarta, en virtist kominn á góðan bataveg og var hinn hressasti, þegar hann brá sér snögga ferð til Færeyja ásamt konu sinni. En sú ferð varð hin siðasta, þvi að þar varð hann bráðkvaddur að morgni laugar- dagsins 2. október. Um þátt Sigurðar að vega- málum mun ég ekki ræða, til þess skortir mig þekkingu bæði á verk- efninu sjálfu og hvernig hæfir að standa að þvi og halda um stjórn- taumana. Þann þátt i ævistarfi hans munu aðrir kunnugri rekja að verkalokum. Hitt er hverjum manni augljóst, að vegamálum þokaði fram um drjugan áfanga, meðan Sigurður sat þar við stýri. Takmarkið er að visu enn langt undan, en hefur þó færst góðum spöl nær. Ekki hvarflar þó að mér að eigna Sigurði hér annað og meira en leiðsögn og forystu. Þjóðfélagslegar aðstæður og bættur fjárhagur siðustu ára- tugina er þar auðvitað snarasti þátturinn. Fundum okkar Sigurðar bar fyrst saman sumarið 1945, þegar hann kom heim frá námi og störf- um erlendis. Kynni okkar urðu þó ekki náin næstu árin. Það var ekki fyrr en leiðir okkar lágu saman i stjórn Ferðafélags Is- lands, að þau jukust til muna og héldust, meðan samfylgd entist. Hann lét sér annt um hag og gengi félagsins og átti gildan þátt i að greiða úr málum þess, ekki sist á opinberum vettvangi, enda hafði hann mörgum betri aðstöðu til þess að beita sér á þvi sviði. Sigurður var skapfestumaður, einbeittur og fylginn sér að hverju sem hann gekk, og fundum stjórnaði hann af röggsemi og lipurð. Traustur var hann og sanngjarn i ályktunum ef vanda bar að höndum eins og stundum vill verða. Samskipti okkar voru öll á þá leið, að ég mat hann þvi meira, sem kynni okkar urðu lengri og nánari. En nú er komið að kveðjustund og eftir er aðeins að votta konu hans, syni og öðrum aðstand- endum fátæklega samúð. Haraldur Sigurðsson. W Félag járniðnaðarmanna F élagsf undur verður haldinn fimmtudaginn 14. okt. 1976 Kl. 8.30 e.h. í Félagsheimili Kópavogs, niðri. 1. Félagsmál 2. Kosning fulltrúa á 7. þing Málm og skipasmíðasambands Islands 3. Önnur mál 4. ólafur R. Einarsson sagnfræðingur ræðir um afdrifarikan atburð úr stétta- baráttuni. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. 1=0 □a BANDALAG HASKÓLAMANNA Ríkisstarfsmenn BHM Almennur fundur um kjaramálin verður haldinn í Glæsi- bæ, þriðjudaginn 12. október kl. 13.30. Aríðandi að allir mæti. Launamálaráð BHM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.