Þjóðviljinn - 12.10.1976, Qupperneq 7
Þriðjudagur 12. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
ADAQSieRA
Mörg er mælistikan
I ágústbyrjun i sumar las ég
litla grein i Morgunblaðinu eftir
Grétu Sigfúsdóttur rithöfund.
Þar gerði Gréta aö umræðuefni
sinu kynningu á islenskum bók-
menntum sem haldin var I
Norrænahúsinu fyrr um sumar-
ið. Framsögumaður eða fyrir-
lesari var Sigurður A. Magnús-
son. Átaldi Gréta þar harölega
hefðbundið mat „sænsku
mafiunnar” á bókmenntum og
listum. Þess skal getið að kynn-
ingin var fyrir skandinafa á
Islandi. Nú skal þess getið
að mig skiptir óendanlega litlu
máli hvaö sviar eða aðrir
skandinafarhugsa um islenskar
bókmenntir. Vera kann að ein-
hverjir þar i landi gætu haft af
þvi nokkra ánægju að lesa sér
þar til, jafnvel gagn. Hitt skiptir
mig aftur meira máli hversu
endalaust er hægt að
fimbulfamba um list og bók-
menntir, jafnvel af þeim sem
telja sig bæði frjálslynda og
vinstrisnnaöa. Grein Grétu varð
mérþvi ekkisvohugstæð sökum
þess að hún kæmi þar hælkrók
afturfyrir báða á Sigurð A.
heldur vegna þess að hún beitti
þar gæðamati sem þvi miður f á-
irnota þegar þeir taka að mæla
spaklega um andleg verðmæti.
Þessum linum minum er þvl
fyrst og fremst ætlað að vera
viðbót viö það sem Gréta drap á
I sinni ágætu grein.
Snorri karlinn Sturluson bar
sér aldrei orðið list I munn svo
vitað sé, nema i merkingunni
„list og vél”, þ.e. klókindi,
brögö eða kunnáttusemi. Þar
með slapp hann I sinum bók-
menntaskrifum við þá hörmu-
legu blindgötu að rembast við
að leggja mat á eitthvað ákaf-
lega merkilegt, næstum yfir-
náttúrulegt og óhöndlanlegt.
Þegar aftur spakvitrir menn á
20 öld hófu afskipti af bók-
menntum og listum, þá lá þeim
ekki síður mikið á hjarta en
Snorra karlinum, en þeirra
viðfangsefni var þó annaö,eitt-
hvað svo óendanlega háleitt og
óhöndlanlegt, að orðum var
sjaldnast komiö við nema þá
þeim orðum sem bera óskýra og
annkanalega merkingu. Mest
hefur borið á slikum málflutn-
ingi I blaðaskrifum og útvarps-
og sjónvarpsumræðum og hefur
þar margur verið tilkvaddur.
Háskólar okkar daga framleiða
menn þessarar speki og eru þeir
oft m eð ólikindum f ær ir I að tala
og skrifa gáfulega um listir og
bókmenntir. Þessir menn hlutu
nafnið menningarvitar á 6. tug.
þessarar aldar. Ekki vil ég taka
undir þann ófagra söng sem um
þá hefur verið sunginn, en þeim
hefur m.a. veriö borið á brýn að
hafa fælt allan þorra læsra
Islendinga frá „góðum bókum”
þar sem sérhver venjuleg
manneskja finni ákaft til smæð-
ar sinnar hvert sinn er hún tek-
ur sér viðurkennda bók I hönd.
Þetta er áreiðanlega röng álykt-
un, enda hefur sennilega aldrei
verið lesið meira á landinu en
nú. Hitt er svo annað mál og
menningarvitunum óskylt, að
lestrarsmekkur hefur breyst
allverulega, einnig það að
gleggri skil eru á milli lesenda
einstakra bókmenntategunda.
Og þar er komið aö þvl sem
flestir bókmenntaumsagnar-
menn og fyrirlesarar veigra sér
við að nefna og nota sem skýr-
ingaraðferð á einstök tilfelli,
nefnil. þvi að við lifum I þjóð-
félagi sem stöðugt verður stétt-
skiptara og stéttskiptara, þar
sem æ gleggri skil verða á milli
rlkra og fátækra, útvalinna og
útskúfaðra. Bókmenntir eða
listir eru nefnilega ekki bara
„góðar” eða bara „vondar”,
þær eru góðar og vondar á ein-
hverriákveöinniforsendu, og sú
forsenda er mismunandi eftir
þvi hvaða stétt sá tilheyrir sem
les eða nýtur. Það er m.ö.o.
hægt aö nota margvlslegar
mælistikur á gæðin. Menningar-
vitarnirnotast gjarnan við þann
kvarða sem þeim hefur yerið
kennt að nota i skólagöngu
sinni, þ.e. kvarða vitsmunanna,
þvi meir af harðvitugum flækju-
böndum fræðikenninga sem
hægt er að heimfæra upp á ein-
stöku persónur bóka (t.d.
Freudisminn á sinum tima) þvl
betri er bókin. Sé hún reist á
einhverri heimspekistefnu eða
hagfræðikerfi þá er það til
marks um gæði hennar hvort
höfundi hefur tekist vel eða illa
að flétta fræðunum saman viö
efnið. Þetta á við I flestum til-
vikum nema ef höfundur hefur
áberandi marxiska söguskoðun.
Þá fyrirfinnast margir, og flest-
ir menntaöir og aldir upp við
frjálshyggjusjónarmið vest-
rænna háskóla, sem leggja
óhikaö á hana þann dóm að hún
sé bæði vond og vitlaus. Eitt
frægasta dæmi um dáleika
menningarvita á vitsmunaleg-
um bókmenntum er sú mikla
dýrkun sem fagurkerar
bókmenntanna lögðu á bækur
James Joyce um miðja öldina
og gera kannski enn. Og þar
kemur stéttlægt eðli mælistik-
unnar hvað best I ljós. James
Joyce er flestum heilbrigðum
mönnum svo gjörsamleja
óskiljanlegur að þeir fleygja
honum frá sér með angist og
hrolli eftir fyrstu tilraun. Þeir
sem aftur á móti hafa haft til
þess tima og peninga að liggja
yfir honum timunum saman og
hlusta á lærða ritskýrendur
ausa af skálum visku sinnar,
þeir una gíaðir við þann lestur
og þykir fátt merkilegt á eftir.
James Joyce er þvi dæmigert
yfirstéttarfyrirbrigði, á sama
tima og Alister McLean og
Agata Christy eru bókmenntir
yfirspenntrar og taugabilaðrar
borgarastéttar. Enn gleggri
verða þessi skilþegar „neysla”
kvikmynda er skouð. Streitu-
strekkt borgarastétt sem lifir og
hrærist I hugarheimi eignarétt-
arins sækist eðlilega eftir að sjá
drauma sina rætast, — þótt ekki
sé nema á tjaldinu. Þjófurinn
sem ógnar eignaréttarhug-
myndinni hann fær makleg
málagjöld, hetjan sem er hörð
og töff, lemur, sparkar og
stundum drepur þjófinn hún er
góð og gild. Sá stóri hópur aðdá-
enda þannig kvikmynda og bók-
mennta leggur engan mæli-
kvarða á það hvort persónur
verksins stjórnast af dulvituð-
um, freudiskum sálflækjum,
eða þá dialektiskum forsendum,
— það sem hann metur fyrst og
fremst og metur mikils er það
að dæmiö gengur upp miðað við
þann hugarheim sem hann lifir
og hrærist i. Þegar svo „sænska
mafian” metur ritverk Svövu
Jakobsdóttur eða Thors
Vilhjálmssonar góð og merki-
leg, — en gefur sklt I Jón
Björnsson, þá er það ekki vegna
þess aö Svava og Thor séu betri
rithöfundar miðað við algildan
mælikvarða listarinnar, heldur
einfaldlega vegna þess að þau,
eða þeirra ritverk, falla eins og
Böðvar Guðmundsson.
Eftir
Böövar
Guðmundsson,
menntaskóla-
kennara
á Akureyri
flls við rass að þeim hugarheimi
sem sá lifir i sem drekkur af
skálum yfirstéttarmenntunar i
Sviariki. Til að fyrirbyggja all-
an misskilning er ég ekki að
leggja dóm á þá þrjá rithöfunda
sem ég tók sem dæmi, þau
Svövu, Thor og Jón, þvert á
móti, — ég er að reyna að skýra
fyrir mér og öðrum afhverju
islenskir menningarvitar
bregðast stundum viö á einstak-
lega ergilegan hátt. Ég vil einn-
ig leyfa mér að tilfæra önnur
dæmi. Frægt er enn það uppþot
sem varð þegar Halldór
Laxness skrifaði Sjálfstætt fólk.
Þeir sem lifðu I hugarheimi
sjálfseignabóndans ætluðu af
göflum að ganga við lestur
hennar, gerðu jafnvel frægar
samþykktir. Jafnvel niður-
brotnir baslarar og fátæktar-
menn ærðust þegar þeim var
sagt á eftirminnilegan hátt að
stríð þeirra væri vonlaust,
draumurinn um sjálfseign og
sjálfstæði væri hillingin ein sem
aldrei kæmi niður á jörðina.
Hins vegar hrópuöu sömu menn
fimmhundraðfalt húrra fyrir
Sturlu I Vogum, enda hvatti hún
til þess að halda baslinu áfram I
von um betri tlð, eins og stund-
um hendir á hvitatjaldinu. Eftir
að Halldór Laxness gerðist sið-
daufur blekbóndi og fór aö
kynna islenskri borgarastétt
dásemdir austurlenskrar dul-
hyggju hefur hins vegar kveðið
við annan tón. „Þetta er taó” —
segja menn alls hugar fegnir,
þegar þeir finna „farveg alls
sem er” I skrifinu. Og: „Þetta
er áreiðanlega taó,” segja sömu
menn þegar enginn botnar
lengur I blekbónda. Sú var einn-
ig tlð, að Guðrún gamla frá
Lundi var vegin og mæld á
mælistiku yfirstéttarlærdóms i
sænskum og vesturheimskum
háskólum. Gamlakonan reynd-
ist ótrúlega létt og litilfjörleg
þegar menn lögðu frá sér kvarð-
ann. Einhverra hluta vegna
náði hún þó útbreiðslu og
vinsældum sem einsdæmi er i
bókaheimi á Islandi. En hún
hefur aldrei svo ég viti komist I
skandinafiskar antólóglur, eng-
inn hefur reynt að þýða gömlu
konuna eða kynna hana i fyrir-
lestri fyrir erlenda gesti.
Mér berst i hendur norskt
timarit sem ber nafnið Dikt og
Datt. í einu þeirra er mikil
kynning á islenskum bókmennt-
um fyrir skandínafa eftir Ólaf
Hauk Simonarson. Þar standa
m.a þessi gagnmerku orð: Það
sem fyrst og fremst einkennir
islenskt menningarlif og list er
ejnangrun og nærsýni (mangel
pa perspektiver). Ekki veit ég
hvort Ólafur hefur ætlað sér að
leggja þarna neikvæðan eða já-
kvæðan dóm á islenskt menn-
ingarlif, kannski fræðilegan, en
alla vega kemur það ekki fram
frá hverju islenskir rithöfundar
og listafólk hefur einangrast svo
mjög. Er það kannski einangrun
frá franski kaffihúsamenningu
19. aldarinnar, eða frá sænskum
háskólum? Eða á hann kannski
við þá einangrun sem ein getur
verið hættuleg fyrir rithöfund,
einangrun hans frá öllum
þjóðfélagsstéttum, arðræningj-
um, borgarastétt og öreygum?
Það þætti heldur léleg fyrir-
greiðsla á ferðaskrifstofu ef
túristi ræki þar inn nefið og
spyröi hversu langt væri frá
Reykjavik til Geysis I Hauka-
dal, ef afgreiðslufólk segði:
„Tvöhundruö” — og ekkert
meir. Væntanlega mundi túrist-
inn spyrja hvort það væru
tvöhundruð metrar, álnir. kiló-
metrar eða milur, jafnvel senti-
metrar. Það væri þvi ekki úr
vegi að biðja „sænsku mafiuna”
og aðra menningarvita um að
segja frá hvaða kvarða þeir
nota þegar þeir vega og meta,
hvort heldur er fyrir dagblaða-
lesendur eöa skandlnafa á
islandsreisu. Og það er ástæðu-
laust að æðrast þótt framlagið
reynist létt á metum ef vitað er
um kvarðann sem notaður er,
nema auðvitað fyrir þá sem eru
að skrifa upp á kvarðann. Eng-
inn róttækur rithöfundur þarf til
dæmis að æðrast þótt hann sé
léttvægur fundinn I ritdómum
Mogga, Dagblaði eða Visi, — sá
rithöfundur sem veit um sænsku
mælistikuna ætti lika að geta
sofið rótt þótt hún mæli skref
hans stutt og reikul.
Ávarp forseta íslands, doktors Kristjáns Eldjárns, við setningu Alþingis í gær
Enn seturíslenska þjóöin traust
sitt á forustu og forsjá Alþingis
Mér er ljúft að bjóða alla al-
þingismenn velkomna til starfa á
nýju þingi. Sagt er aö fyrr á tið
hafi þingsetningardagur jafnan
vakið talsverða athygli I bæjarlif-
inu hér i Reykjavík. Nú hafa
menn stundum á orði að honum sé
litill gaumur gefinn, enda sé það
að vonum þar sem landsmenn láti
sig yfirleitt lftið varða um Alþingi
og störf þess. Þetta á að vera til
marks um að vegur Alþingis fari
þverrandi með þjóðinni. Um
þetta er þó erfitt að dæma með
öruggri vissu en margt virðist
mér benda til að slik ummæli eigi
ekki við rök að styðjast. Menn eru
ósparir á að gagnrýna allt og alla,
og Alþingi fer ekki varhluta i þvi
efni. Til gagnrýni hafa menn rétt,
eða allt að þvi skyldu, er stundum
sagt, i lýðfrjálsu landi. En gagn-
rýni er ekki sama og óvirðing eða
fordæming. Og það er ekki heldur
sérstakt nútimafyrirbrigði að
menn segi Alþingi til syndanna. I
þingsetningarpredikun árið 1925
var afstöðu almennings lýst á
þessa lund orðrétt: „Alþingi
verður fyrir þungum áfellisdóm-
um. Varla heyrist nokkur maður
leggja þvl liðsyrði sem þar fer
fram.”
Þannig stóðu málin þá, ef taka
mætti þessi stóru orð bókstaflega.
Ætla mætti að sú stofnun væri
komin að fótum fram sem ætti sér
ekki formælendur fleirien hér er
lýst. En siðan þessi orð voru mælt
i sjálfri dómkirkjunni hafa lands-
menn nú i hálfa öld haldiö áfram
að kjósa fulltrúa slna til Alþingis,
oftast með miklum áhuga og at-
fylgi, og sýna þeim traust til að
fara með málefni sin þar. Jafn-
framt er þá i verki sýndur
skilningur á grundvallarþýðingu
Alþingis i þjóðlifi voru. Þetta ætla
ég að gefi sanna mynd af stöðu
þingsins i vitund þjóðarinnar ef
þörf væri á að minna á jafnsjálf-
sagðan hlut i grónu lýðræðis- og
þingræðisþjóðfélagi eins og þvi
sem vér búum i.
Hvað sem öllum dagdómum
liður bæði fyrr og nú er það stað-
reynd að islenska þjóðin
hefur ætið sett traust sitt á for-
ustu og forsjá Alþingis um mál
sin, og hún gerir það enn. Þess
vegna fer sá dagur þegar þing-
iö kemur saman að nýju eft-
ir nokkurt hlé, þingsetningardag-
urinn, ekki fram hjá þeim
sem um þjóðmál hugsa, og
þeir eru margir. Þvert á móti er
nú hingað hugsað i dag og þess
beðið með eftirvæntingu hversu
skipast um lausn þeirra vanda-
mála sem nú knýja á. Þvi að
ekki þarf að fara i grafgötur um
að fyrir hverju nýju þingi liggja
mörg og vandasöm úrlausnar-
efni. Þess er að minnast að
siðasta þing hófst á þeim örlaga-
tima þegar óséð var hvernig oss
reiddi af i átökunum um fiskimið-
in kringum landið. Sá háski er nú
liðinn hjá, vonandi fyrir fullt og
allt. Þökk sé öllum sem átt hafa
góðan hlut að þeirri lausn. Nú
gefst Alþingi og rikisstjórn meira
svigrúm til að snúast með
óskiptari kröftum við öðrum mál-
um sem ráða þarf fram úr. Þar
munu allir þættir efnahagsmála
verða efstir á blaði. Gera má ráö
fyrir að athygli þjóðarinnar muni
nú mjög beinast að þvi hversu
tekst að finna þar færar leiðir. Sú
er vissulega ósk og von allra
landsmanna við upphaf þessa
þings, að i þeim efnum megi
giftusamlega til takast. Undir það
vil ég taka af einlægum huga. Eg
býð yður heila til þings komna.
Doktor Kristján Eldjárn, forseti
tslands flytur ávarp sitt
Megi störf yðar verða landi og lýð
til farsældar I hvivetna.
Að svo mæltu bið ég þingheim
að minnast fósturjarðarinnar
með þvi að risa úr sætum.