Þjóðviljinn - 12.10.1976, Síða 11

Þjóðviljinn - 12.10.1976, Síða 11
Þriðjudagur 12. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Armenningurinn fyrrverandi, Jens Jensson, hefur misst einn eldkláran hornamann þjóöverja inn fyrir og til varnar er Guðjón Erlendsson einn i markinu, sem stóð sig mjög vel einkum i fyrri hálfleik. REYKJAVÍKURMÓTIÐ í KÖRFUBOLTA KR-ingar skelltu meisturunum KR-ingar unnu sanngjarnan sigur yfir tvöföldum meisturum Armanns frá i fyrra i Reykja- vikurmótinu i körfu og skoruðu 71 stig gegn 63 hjá ármenningum. Armenningar tóku forustuna i leiknum, en hægt og sigandi unnu KR-ingarnir hana upp og endaði leikurinn með sigri þeirra. Besti maður KR liðsins var án efa Einar „gamli” Boilason sem nú leikur með liðinu aftur eftir nokkurra ára hlé. A hann að koma i stað „Trukksins” Carters og fyllir Einar vel það skarð sem hann skildi eftir sig. Auðséð var að hann hefur engu gleymt og voru menn að ræða aö hann ætti heima i landsliðinu, svo góður væri hann. Aðrir i liðinu voru einnig góðir og virðist það ætla að bera góðan árangur hversu snemma liðið byrjaði að æfa fyrir þetta keppnistimabil. Ármannsliðið er i ágætis æf- ingu, en auðséð er að það er i miklu mannskapshællæri, hafa ágætist byrjunarlið, en litið af skiptimönnum og verður erfitt fyrir þá að vinna þrefalt eins og þeir ætla sér i vetur. Jón Sig. og Jimmy Rogers voru að venju bestu menn liðsins. Stigahæstir KR-inga: Einar og Kolbeinn Pálsson 19 hvor og Bjarni Jóhannesson 17. Hæstir Armenninga: Jimmy 22, Jón Sig. 16 og Jón Björgvinsson . 15. G. J óh. Elías meö frábært met í fimmtarþraut Elias Sveinsson bætti um helgina sautján ára gamalt tslandsmet Björgvins Hólm I fimmtarþraut, sem sett var árið 1959. Og Elias gerði raunar betur en aö bæta metið þvi hann náði frábærum árangri og fékk 3.533 stig, eða 66 stigum meira en metið hjá Björgvini. Um leið hefur Elias skipaö sér á bekk með allra bestu fimmtarþrautarmönnum á Norðurlöndunum. Árangur hans um helgina varð þessi: Langstökk 6.53 metrar, spjótkast 60.84 metr- ar, 200 m. hlaut 23.1 sekúnda, kringlukast 46.07 metrar og 1500 m. hlaup 4.42.2 min. —gsp- Da nkersen sigraði í daufum leik Framarar léku góöa vörn með Guöjón frábæran í markinu Þórir og unnu ÍR- Þórir Magnússon og félagar hans i Val sigruöu Reykjavikur- meistarana f körfubolta frá þvl I fyrra i mfl. karla, lR-inga, með 74 stigum gegn 69. Valsmenn voru með sitt sterkasta lið, en ÍR-ingar voru án fyrirliðans frá þvi I fyrra, Kristins Jörundssonar. Valsar- arnir tóku forustu i leiknum og var það ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks að tR-ingarnir náðu að jafna, i hálfleik voru þeir einu stigi yfir, 33—32. 1 seinni hálfleik höföu IR- ingarnir svo forustuna allt fram á siðustu 3 minúturnar, en þá tóku valsararnir góðan sprett og sigr- uðu eins og fyrr segir. 74-69. Sem fyrrsegir voru valsararnir með sitt sterkasta lið i þessum leik. Þeir hafa nú endurheimt Jóhannes Magnússon, bróður Þóris, en hann var frá i allan fyrravetur vegna veikinda. Er hann nú aö komast i góða æfingu og á eflaust eftir að vera mjög góður i vetur. Annar mjög góður leikmaður lék meö þeim i þessum leik, en það var Kristján Agúst- son, sem áður lék með Snæfelli úr Stykkishólmi, en hann skipti um félag I haust. Hann átti einnig mjög góðan leik og styrkir koma hans liöiö mikið og spái ég liðinu einu af efstu sætum mótsins i ár. Hinir leikmenn liðsins eru og einnig i góðri þjálfun, mun betri en i fyrra. IR-liðið hefur misst tvo menn frá þvi i fyrra, Birgi Jakobsson, Agnar Friöriksson og Kristinn Jörundsson sem er ekki á landinu sem stendur og hefur heyrst að félagar inga hann ætli sér ekki að vera með i vetur, en ekki fengist staðfesting á þvi. Einn leikmaður hefur geng- ið yfir i IR i haust, en það er Jón Pálsson, sem lék meö 2. deildar liðiÞórsá Akureyriifyrra. Koma hans styrkir liðið mikið og i leikn- Framhald á bls. 14. Úrslit í fyrstu leikjum Fyrstu leikirnir i Reykjavikur- mótinu i körfubolta fóru fram á fimmtudagskvöldið siöasta og léku þá fyrst ÍR og IS i mfl. kvenna. Lauk leiknum með sigri IR, 33-30, en staðan i hálfleik var 21-7 fyrir stúdinur. Ármann og ÍS léku fyrsta leik- inn i mfl. karla og sigruðu ármenningarnir 77-69, eftir spennandi og tvisýnan leik. Jimmy Rogers skoraði 28 stig fyrir Armann, en Jón Sig. 15 og fyrir IS skoruðu mest þeir Ingi Stefánsson 19 og Bjarni Gunnar 18 stig. KR-ingar sigruðu siðan fram- ara auðveldlega 83-66, eftir aö hafa haft 46-26 yfir i hálfleik. Einar Bollason var stigahæstur KR-inga með 16 stig, en Kolbeinn Pálsson kom næstur með 12 stig. Helgi Valdemarsson var lang- hæstur framara með 31 stig. G.Jóh. Elias setti stórgott tslandsmct I fimmtarþraut. Dankersen með þá ölaf Jóns- son og Axel Axelsson innanborðs, sigraði gestgjafa sina úr Fram i gærkvöldi með fjórtán mörkum gegn ellefu i daufum leik, þar sem markversla Guðjóns Erlendsson- ar var nánast hið eina sem upp úr stóð. I leikhléi var staðan jöfn, 5:5, en i upphafi siðari hálfleiks náði Fram forystunni, 6:5, en i upphafi siðari hálfleiks náði Fram forystunni, 6:5 og var það i eina skiptið sem islendingarnir höfðu yfirhöndina. Trúlega hafa þeir fáu áhorfend- ur, sem mættu i Laugardalshöll- ina i gærkvöldi, orðið fyrir nokkr- um vonbrigðum meö leikinn og þá einkum frammistöðu Dankersen. Liðið lék að þvi er virtist langt undir fullri getu, leikmennirnir, sem allir voru sterkir og stæðileg- ir, tóku litið á og ógnuöu aldrei af verulegri grimmd. I vörninni léku þeir að sama skapi alls ekki fast og er með öllu óskiljanlegt hvers vegna dómararnir, þeir Björn Kristjánsson og Oli Ölsen, sendu þá út af i tveggja til fimm minútna hvildir i jafn rikum mæli og raun bar vitni. Þannig var Axeli Axelssyni, sem lék þó af stakri prúð- mennsku, vikið af leikvelli i sam- tals sjö minútur og tveir félagar hans fengu tveggja mlnútna hvild. Enginn frammari fékk hins vegar brottvisun af velli, en vörn- in var þó áberandi betri hluti liðs- ins með Guðjón i markinu sem aðalmann. Andrés Bridde skoraði mest fyrirFram, eða fimm mörk sam- tals, en aðrir markaskorarar voru þeir Jens 2, Arnar 2, Guð- mundur 1 og Arni 1. Fyrir Dankersen skoruðu: Bernhard Busch 8, Dieter Waltke 2, Hans Kramer 1, Gerd Becker 1, Axel Axelsson log Úlafur H. Jónsson 1. Fremur litið bar á islensku leikmönnum Dankersen að þessu sinni. ólafur var að venju traust- ur i vörninni en beitti sér litið i sókn. Axel er hins vegar greini- lega ekki kominn I fulla æfingu eftir meiðslin undanfarið og var hann tiltölulega litiö inn á að þessu sinni, ekki sist kannski fyr- ir tilstilli dómaranna. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.