Þjóðviljinn - 12.10.1976, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. október 1976
Gunnar Andersson, fræðslufulltrúi frá
Stokkhólmi, flytur fyrirlestur i Norræna
húsinu þriðjudaginn 12. október 1976 kl.
20:30 um „Radio och TV som hjálpmedel i
utbildningen av barn och vuxna.” Um-
ræður að erindi loknu.
Aðgangur er öllum heimill
Verið velkomin. NORRÆNA
HUSIÐ
Nótur í miklu úrvali
NÓTUR OG SKÓLAR f. gltar, fiðlu, lág-
fiðlu, selió, kontra-bassa, pianó, orgel,
harmoniku, óbó, fagott, klarinett, horn,
trompet, básúnu, flautu, túbu og jazz-
trommer. Nótur Albúm eftir gömlu meist-
arana i miklu úrvali. Mjög hagstætt verð.
Erlend timarit, Hverfisgata 50 v/Vatns-
stig 2 hæð s. 28035.
Auglýsingasími
Þjóðviljans er 17500
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi
söluskatts fyrir september mánuð er 15. október. Ber þá
að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt
söluskattsskýrslu i þririti
Fjármálaráðuneytið 11. október 1876
Garðaskóli
Skólaritari óskast i hálft starf árdegis.
Nánari uppl. gefnar á skrifstofu skólans
simi 52194.
»
LOKAÐ
Skrifstofurnar verða lokaðar i dag vegna
útfarar Sigurðar Jóhannssonar vega-
málastjóra.
Vegagerð rílcisins
• ' '
LOKAÐ
Skrifstofa samgönguráðuneytisins verður
lokuð þriðjudaginn 12. okt., frá kl. 13.00,
vegna útfarar Sigurðar Jóhannssonar,
vegamálastjóra.
-
Hinn nýi Volvóbill: ekki of stór, rúmgóður og meö ölluin þægindum
og öryggi Volvóbislins.
Nýr Yolvóbíll
á markaðinn
Um siðustu helgi hélt Veltir hf.
Volvóumboðið á tslandi Volvó-
sýningu þar sem ma. var sýnd ný
gerð af Volvóbil, Volvó 343 DL.
Bill þessi er nokkru minni að
sjá en fyrri Volvóbilar. Hann er
fimm manna, þriggja dyra og
sjálfskiptur. Venjulega gerðin af
þéssum nýja Volvóbíl kostar
1.840.000 krónur en luxusgeröin
2.2 miljónir.
Annan litinn Volvóbil hefur um-
boðið einnig á boðstólum. Heitir
hann Volvó 66 og kostar frá tæp-
lega 1,7 miljón króna upp i tæpar
1900 þúsundir.
Um siðustu áramót voru hér á
landi tæplega 3.100 Volvóbilar,
fólksbilar, en 606 vörubilar.
A Volvóbilum er árs ábyrgð og
sett hafa veriö á laggirnar 14
þjónustuverkstæði fyrir Volvóbila
vitt um land.
Minnsti Volvobíllinn, Volvo 66. Þetta er fjögurra manna bfll með 53 eða
57 hestafla vél. Nú hafa kanar keypt nokkra Volvobfla til þess að
klessukeyra þá.
Kanar kaupa Volvó
tíl að keyra í klessu!
Bandariska rlkisstjórnin er ný-
verið orðin ein af stærstu við-
skiptavinum Volvo. Stjórnin hef-
ur gert samning við Volvo um
kaup á allmörgum Volvobilum.
Þessir Volvobiiar veröa eyðilagð-
ir á nokkrum dögum. Þeir verða
keyrðir hver á annan, keyrðir á
aðra bíla, keyrðir á veggi og
vegamerki á um það bil 100 km.
hraða.
Arekstrarnir eru hluti af sér-
stökum tilraunum, sem gerðar
eru á vegum bandariska öryggis-
eftirlitsins, til þess að komast að
niðurstöðum um opinberar
öryggiskröfur vegna bifreiða-
framleiðslu framtiðarinnar.
Volvobilarnir voru valdir f þessar
tilraunir vegna þess að Volvo hef-
ur verið leiðandi I öryggisbúnaði
bila sinna undanfarin ár.
Álafoss
flytur í
gamalt
hús
Nú hefur Alafoss hf. flutt alla
verslunarstarfssemi sina undir
eitt þak að Vesturgötu 2, gamia
Bryggjuhúsinu, sem svo var nefnt
i eina tið.
Hús þetta er orðið 140 ára og
hefur tekist vel að halda hinu
gamla yfirbragði, en arkitekt við
breytingar, sem á húsinu voru
gerðar áður en Alafoss opnaði þar
verslun um helgina, var Þorkell
Guðmundsson, innanhússarki-
tekt.
Að Vesturgötu tvö er hægt að fá
allar framleiðsluvörur Alafoss,
teppi af margbreytilegri gerð og
ullarvörur ýmis konar.
Listaverkar
þjófar teknir
í gildru
MARSEILLE 7/10 (Reuter)
Franskur leynilögreglumaður,
sem lést vera listaverkasafnari,
hefur aðstoðað við að finna aftur
118 stolin málverk eftir Picasso,
en þau voru metin á meira en 20
miljónir franka (760 miljónir
króna).
Jean Mathieu yfirmaður lög-
reglunnar i Suður-Frakklandi
sagði fréttamönnum i dag að sjö
menn hefðu nú verið handteknir
fyrir þennan þjófnað og hefðu
málverki'n fundist aftur. Mál-
verkunum var stolið úr „páfa-
höllinni” i Avignon 31. janúar, en
þau voru þar á sýningu. Voru
þetta yfirleitt fremur litlar
myndir, og málaöi Picasso þær
siðustu 20 mánuðina, sem hann
lifði.
Sjömenningarnir náðust i
gildru sem lögreglan lagði fyrir
þá utan við kaffihús i Marseille i
gærkvöldi. Einn þeirra, fertugur
belgíumaður að nafni Theodorus
Timmers, fannst látinn i fanga-
klefa sínum i morgun og taldi lög
reglan að banameinið heföi veriö
hjartaslag, en krufning fer nú
fram. Hinir sex eru i stöðugum
yfirheyrslum.
Þessi þjófnaður er einn mesti
listaverkaþjófnaður sem sögur
fara af. Þjófarnir settu sig I sam-
band við listaverkasafnara i
Vestur-Þýskalandi og viðar, en
reyndu svo að koma mál-
verkunum út i Frakklandi.
Franskur lögreglumaður lést
vera listaverkasafnari og stóð svo
i „samningaviöræðum” viö
þjófana i þrjár vikur um aö kaupa
þýfið. Á meðan kannaði lögreglan
málið og gat loks handtekið
þjófana i gærkvöldi. Jean
Mathieu sagði að þjófarnir heföu
krafist 35 miljóna franka fyrir
myndirnar.
Vörslu
aflétt
Fyrir skömmu fannst hættuleg
maurategund, Pharaomaurar, i
húsi i Garðabæ. Vörslu hefur nú
verið aflétt við húsið. öll matvæli
i húsinu, sem grunur gat ieikið á
að maurar hefðust viö i, voru gerð
upptæk af héraðslækni Hafnar-
fjarðarumdæmis og flutt að Til-
raunastöð Háskólans að Keldum.
Þar voru þau brennd að undan-
genginni rannrókn. Fylgst verður
áfram með húseigninni og
væntanlega eitrað aftur til frek-
ara öryggis. Heilbrigðiseftirlit
rikisins hefur kannað feril ibúa
hússins i sumar til að upplýsa
hvort meindýr þessi hafi flust
með þeim til annarra staða á
landinu.
Verkamannadeild Verkalýðs- félags Rangceinga Fulltrúakjör Ákveðið er að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa Verkamanna- deildar Rangæings á 33. þing ASl. Tillög- um með nöfnum þriggja fulltrúa og jafn- margra til vara skal skilað á skrifstofu deildarinnar að Laufskálum 2, Hellu, fyrir klukkan 17:00 mánudaginn 18. október. Tillögunum skulu fylgja skrifleg meðmæli 32 fullgildra félagsmanna. Stjórn verkamannadeildar Rangæings.