Þjóðviljinn - 12.10.1976, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 12.10.1976, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN B.H.M. þingar um kjaramál Launamálaráð Bandalags há- skólamanna hefur ákveðið að boða til almenns fundar rlkis- starfsmanna innan bandalagsins i dag þriðjudag. Þar verða rædd- ar hugmyndir um frekari aðgerð- ir til þess að ná bættum kjörum og koma verkfallsréttarmálinu i höfn. BHM er nú eina launþega- sambandið sem engan verkfells- rétt hefur. 1 frétt frá BHM segir svo um ástæður þessa fundarboðs: Kaupmáttur launa rikisstarfs- manna hefur frá þvi 1. jánúar 1974 rýrnað 20-25% meira en laun á frjálsum vinnumarkaði. Laun rikisstarfsmanna eru nú 30-60% lægri en laun sambærilegra stétta á almennum vinnumarkaði. BHM hefur frá upphafi stutt launakröfur sinar rökum sem byggð hafa verið á viðtkri gagna- söfnun. Sú mikla vinna sem i þetta hefur verið lögð virðist hafa verið til einskis þvi heiðarleg rök- semdafærsla virðist ekki bita á rikisvaldið eða Kjaradóm, sem hvað eftir annað hefur hunsað ákvæði kjarasamningalaganna. Hinn 10. september s.l. lagði BHM framkröfuum endurskoðun aðalkjarasamnings. Ekkert til- boð hefur borist frá fulltrúum rikisins. BHM verður þvi að taka upp nýjar aðferðir i kjarabarátt- unni. Þýskukennsla fyrir börn 7-13 ára hefst laugardaginn 16. október 1976 i Hliðaskóla (inngangur frá Hamrahlið). Innritað verður 16. október kl. 10.30—12. Innritunargjald 1.000 kr. Bókasafn þýska sendikennarans Herstöðva- andstœðingar Næsti fundur i hverfahópum er þriðjudag inn 13. október. — Kópavogur kl. 8.30 i Þinghóli. Miðnefnd. Fulltrúafundur Landverndar Verður haldinn i Tjarnarbúð Reykjavik laugardaginn 6. nóvember næstkomandi og hefst klukkan 19.30. Nánar tilkynnt i bréfi til aðildarfélaga. Stjórn Landverndar Rýmingarsala á húsgagnaáklæðum Pluss-ullarefni. 40-60% afsláttur. Húsgagnahúsið hf.. Auðbrekku 61, Kópavogi. Alþýðubandalagið I Neskaupstað heldur fund i Egilsbúð á miðviku- dagskvöld 13. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Vetrarstarfið. 2. Frá kjör- dæmisráði. 3. Þjóðviljinn 4. Onnur mál. — Stjórnin Sprengdi sjálfan sig i loft upp SALZBURG 11/10 (Reuter) — Jóhann Engel, 53 ára gamall austurriskur sprengiefnasér- fræðingur sprengdi sjálfan sig upp i loftið skammt frá heimili sinu i gær. Að sögn lög- reglunnar var þetta sjálfs- morð, og fargaði sprengiefna- sérfræðingurinn sér eftir fylliri og rifrildi viö konu sina. Bilið Framhald af bls. 3. um þáttum rikisvaldsins. Ian Smith sagði i dag i viötali við bandariska vikuritið News- week að ef þjóðernissinnar héldu ekki þaö samkomulag, sem hann hefði tilkynnt eftir fund sinn með Kissinger, myndi bráðabirgða- stjórn ekki vera komið á á næst- unni. Hann sagði að yfirráð hvitra manna yfir her og lögreglu væru þáttur i tillögum Kissingers og breta. Sagði Smith að Kissinger hefði sagt sér aö bæði Kenneth Kaunda forseti Sambiu og Julius Nyerere, forseti Tansaniu hefðu fallist á þessa skipun mála. Opinber talsmaður i Dar es Salaam hefur hins vegar boriö þetta til baka og sagt aö Nyerere hefði aldrei rætt við Kissinger um skipun bráðabirgðastjórnarinnar i smáatriðum. Talsmaður stjórnar Ródesiu sagði i útvarpi i dag að við- ræðurnar i Genf ættu einungis að snúast um bráðabirgðastjórn, en ekki kæmi til greina að ræða þar um efni sem snertu stjórnarskrá landsins. Hins vegar hefur Nkomo kallað Genfarráðstefnuna „stjórnlagaþing” sem eigi að af- henda þjóðinni völdin. Jákvæð Framhald af bls. 16. forstjóri IBM á Islandi herra Ottó A. Michaelsen. Æðsta menntastofnun okkar, Háskóli Islands, má ekki láta gróðafikn erlendra auðhringa ráða stefnumótun á sviði mennta- mála, jafnvel þótt þessir hringir leggi að fótum Háskólans „veg- legar gjafir”. Vaxandi ítaká IBM á sviði tölvumála er nú farið að gæta á öllum sviðum þjóðlifsins, en alvarlegast hlýtur þó að teljast áhrif fyrirtækisins á uppfræðslu I æðri menntastofnunum. Starfshópurinn gerir þá kröfu að reglur „styrktarsjóðsins” verði birtar i fjölmiðlum og að aöilar tengdir erlendum auð- hringum eigi ekki sæti i stjórn hans.” Alfreð Framhald af bls 8. Ragnar Júliusson (D), Elin Pálmadóttir (D), Davið Oddson (I)) og Sigurjón Pétursson (G), sem benti á, að ekki væri óeðlilegt að deilt væri um embætta- veitingar .Sagði Sigurjón að hann teldi i mörgum tilvikum sjálfsagt að ráðherra gengi gegn meiri- hlutasamþykktum fræðsluráða, einkum þegar þau ganga pólitiskra erinda. „Vissulega þarf ráðherra þó að taka tillit til fræðsluráða,” sagði Sigurjón, „til dæmis þegar meiri- hlutinn er stærri en svo að einn flokkur geti myndað hann. Þá þarf ráðherra einnig að koma með þyngri rök fyrir þvi að ganga gegn slikum meirihluta en hann hefur gert i þessu máli. Þessi ákveðna stöðuveiting er deila á milli fræðsluráðs og ráðherra. Þess vegna er ðsæmi- legt að draga persónur um- sækjenda inn i umræðu um málið.” Alfreð Þorsteinsson (B) tók enn aftur til máls og hafði ennþá ekki skilið að hann hefði i nokkru hag- að sér ósæmiiega við umræöurn- ar. Bjuggust reyndar fæstir viö, að skilningur hans yröi vakinn. -OÞ Rikisstjórnin Framhald af 1 stjórnin skipa fjóra menn án til- nefningar og er einn þeirra, Jón Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri, formaður nefndarinnar. I nefndinni skuli sitja: 5 til- nefndir af þingflokkunum, 1 til- nefndur af ASl, 1 tilnefndur af Vinnuveitendasambandi Islands, 1 tilnefndur af BSRB, 1 tilnefndur af Stéttarsambandi bænda og 4 skipaðir af rikisstjórninni án til- nefningar.” Hér er þvi um að ræða 13 manna nefnd. „Rikisstjórnin gerir siðan ráð fyrir að álit nefndarinnar og til- lögur verði undirstaða umræðna á alþingi og viðræðna rikis- stjórnarinnar við aðila vinnu- markaðarins um heildarstefnu i verðlags- og launamálum. I starfi nefndarinnar skal þess vegna að þvi stefnt að hún skili áliti og tillögum eigi siðar en i febrúarmánuði 1976.” V estmannaeyjar Framhald af bls. 1. „Fundurinn mótmælir harð- lega lögum þeim gegn sjómönn- um, sem sett voru 6. sept. s.1., þar sem slik lög eru bein aöför að samningsrétti alls vinnandi fólks I landinu. Einnig mótmælir fund- urinn harðlega þeim drögum til breytinga á vinnulöggjöf, sem rikisstjórnin hyggst leggja fyrir Alþingi, þar sem allar þær breyt- ingar,sem þar koma fram fela i sér beina skerðingu á þeim rétti, sem vinnandi fólk hefur áunnið sér með áratugalangri baráttu.” Kristján Framhald af bls. 16. frammifyrir þeirri staðreynd, að landsmanna, fara meö kjara- samninga, en alþingi, rikisstjórn og rikisbankastjórnir fara með það vald i efnahagsmálum, sem styrkt getur eða eyðilagt þá stefnu i kjaramálum sem samiö er um við atvinnurekendur og rikisvald. Hagsmunir meginhluta launafólks fara saman. Þetta sama launafólk er þorri Islensku þjóðarinnar. Þvi ber launþega- samtökunum réttur og skylda til þess að beita áhrifum sinum, ekki aðeins á kjaramál i þrengstu merkingu, heldur á öllum sviðum efnahagsmála.” Forgangsverkefnið taldi Kristján nú vera að ná fram auknum kaupmætti og ennfrem- ur: „En gerum okkur grein fyrir þvi, að ef áhrifamáttur samtaka launafólks dugir ekki gagnvart alþingi rikisstjórn og bankavaldi til þess að fá þessa aðila til að breyta skattalögum launafólki i vil og til annarra aðgerða i efna- hagsmálum, sem rökréttar eru, með hliðsjón af stórbatnandi við- skiptakjörum við útlönd, er engin önnur leið til en hin hefðbundna kjarabarátta með kjarasamning- um. Og þá þarf i þetta sinn stór- aukna samstöðu fólks i sam- tökunum til undirbúnings samningum og ekki aðeins það, heldur til þess að varna þvi að þeir séu rofnir með löggjöf.” Loks ræddi Kristján innri mál BSRBog lagði þunga áherslu á nauðsyn sem allra viðtækastrar samstöðu i baráttunni fyrir bætt- um kjörum opinberra starfs- , manna. LEIKFEIAG Íál REYKIAVlKUR SAUMASTOFAN i kvöld kl. 20,30. föstudag kl. 20.30 STÓRLAXAR miðvikudag kl. 20,30. laugardag kl. 20,30. SKJALDIIAMRAR fimmtudag kl. 20,30. sunnudag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó kl. 14-20',30. Simi 1-66-20. ÞJÓDLEIKHÚSID INOK i kvöld kl. 20. ÍMYNDUNARVEIKIN miðvikudag kl. 20, föstudag kl. 20. SÓLARFERÐ fimmtudag kl. 20, laugardag kl. 20. Miðasala 13,15-20. Arnarholt Framhald af bls 8. gerst gæti þegar fylgt væri þeirri reglu að taka lægstu til- boðum i verk. Skýrði hann frá þvi, að það hefði verið mat tæknimanna borgarinnar að það mundi taka lengri tima að taka verktakann frá verkinu en að fá hann til að halda áfram, sem gert hefði verið og þá skipaður sérstakur fjárhaldsmaður, sem sjá átti um að fjárveitingar rynnu til þessa einstaka verks en ekki i eitthvað annað af þvi, sem verktaki hafði með hönd- um. Þráttfyrir þetta hefði verk- ið stöðvast á nýjan leik. Hins- vegar stæði nú svo á, að verka- skil væru við bygginguna og þvi yrði annar verktaki fenginn til að ljúka henni, en sá er unnið hefði að byggingunni til þessa fengi þó að halda ákveðnum verkþætti, þeas. gerð alis tré- verks innanhúss. Að lokum sagði borgarstjóri það sina skoðun, að töfin sem á yrði við bygginguna yrði svo sem eitt ár og vonaðist til að henni lyki á næsta sumri. Ósamið er enn við verktaka um að taka að sér þá verkþætti, sem hinn upphaflegi veröur nú tekinn frá. — úþ Þórir F’ramhald af bls. 11. um skilaði hann hlutverki sinu mjög vel af hendi, hann gætti Þóris i sókninni og geröi það svo vel að Þórir skoraði nær ekkert meðan Jón var innná. Stigahæstir hjá Val: Þórir 22, Kristján 12, Rfkharður Hrafnkelsson 11, Jóhannes og Torfi Magnússon 10 hvor. Hjá 1R: Kolbeinn Kristinsson 14, Jón Jörundsson, Þorsteinn Guðnason og Sigurður Gislason 11 hver og Jón Pálsson 8 stig. G.Jóh. Pípulagnir ; Nýlagnir, breytingar hitdveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Meistaravelli Melahverfi Kvisthagi Melhagi Hverfisgata Álfheimar Rauðilœkur Vinsamlegast haf ið sarnband við afgreiðsluna — sirni 17500. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.