Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 1
UOBVIUINN
Fimmtudagur 14. október 1976 — 41. árg. 230. tbl.
Framfœrsluvisitalan 631 stig:
Hœkkaði um 160%
á 32 mánuðum!
Hagstofa islands hefur nú
reiknaö út framfærsluvisitöluna
þann 1. október s.l. og reyndist
hún vera 631 stig, en var 605 stig
tveimur mánuðum áöur þann 1.
ágúst. i fréttatilkynningu frá
Hagstofunni segir, aö i samræmi
viö ákvæöi kjarasamninga hafi
Kauplagsnefnd nú reiknað út,
hvaö kaup skuli hækka þann 1.
nóvember n.k. meö tilliti til stööu
framfærsluvisitölunnar þann 1.
október, og er niöurstaöan sú, aö
kaup almennt hækkar um 3,11%.
Þaö eru ákvæöin um „rauöu
strikin” i kjarasamningunum,
sem hér segja til sin.
Astæöa er til aö rifja upp, aö
þann 1. nóvember i fyrra var
framfærsluvisitalan 491 stig (hún
var ekki reiknuð út þann 1. okt.
1975). Hækkun framfærslu-
kostnaðar á þessum ellefu
mánuöum hefur þvi veriö 28,5%.
Þótt kaupiö hækki um rúm 3% um
næstu mánaöarmót dugar þaö
ekki til aö ná þeim kaupmætti,
sem fyrir hendi var fyrir ári
siöan, ekki einu sinni hjá þeim
alira iægst launuöu, sem fengu
sérstaka iáglaunauppbót i siöustu
kjarasamningum.
Þá fyrir tæpu ári siðan i nóvem-
ber 1975 var kjaramálum verka-
fólks svo komið, að kaup hefði
þurft aö hækka um nálægt 30% án
nokkurra verðlagshækkana til að
ná þeim kaupmætti, sem fyrir
hendi var i mars 1974. Siöan
kjaramálaráðstefna Alþýðusam-
bandsins komst að þessari niöur-
stöðu hefur sem sagt enn sigið á
ógæfuhliðina hjá launafólki.
Frá þvi vinstri stjórnin missti
þingmeirihluta sinn snemma árs
1974 hefur framfærslukostnaður
samkvæmt opinberri visitölu nú
hækkað yfir 160%, en framfærslu-
visitalan var 242 stig þann 1.
febrúar 1974. Þá haföi fram-
færsluvisitalan hins vegar ,,aö-
eins” hækkaö um 57% á 31
mánuöi, en nú um 160% á 32
mánuöum.!! (Það er frá 1. júli ’71
— 1. febrúar ’74)
Samkvæmt tilkynningu Hag-
stofunnar hefur framfærslu-
kostnaður nú hækkað um 160%
frá þvi i febrúar 1974. Sérhver
launamaður á Islandi ætti til
samanburðar að rifja upp, hvað
launin hans hafa hækkað á sama
tima og gefa ráðherrunum og
þingmeirihluta þeirra viðeigandi
einkunnir út frá slikum stað-
reyndum.
Leirgosið við Kröflu:
Gefur tilefni til
aukinnar varúðar
segir Sigurður Þórarinsson
i viðtali við Þjóðviljann
,,£g er eftir atvikum sammála
þvi að vinna hefjist þarna á ný og
fæ ekki séö að mótsögn sé i þeirri
ákvörðun og samþykkt almanna-
varnaráðs i fyrradag. En það vita
allir, að þetta Kröflusvæði allt er
svo mikið hitasvæði að vinna á
þvi er vissulega alltaf hættuleg.
En það er álit þeirra orkustofnun-
armanna, sem gerst hafa fylgst
með þróun mála þarna nyrðra og
mun betur en ég hef gert, að at-
vikið i fyrradag gefi ekki sérstaka
ástæðu til að hætta einmitt núna,”
sagði Sigurður Þórarinsson
prófessor, er Þjóðviljinn leitaði
álits hans á þeirri ákvörðun al-
mannavarnaráðs að leggjast ekki
lengur gegn þvi að vinna hefjist á
ný á Kröflusvæöinu eins og ráðið
gerði i fyrrakvöld, en Sigurður
sat annan fundinn sem ráðið
boðaði _til með orkustofnunar-
mönnum og visindamönnum frá
Raunvisindadeild Háskólans.
„Ég er hinsvegar á þvi, að
þessir Siðustu atburðir, gefi
vissulega tilefni til aukinna
varúöarráðstafana. Það virðist
augljóst að litlu hefur munað i
fyrri nótt að slys yrðu á mönnum,
jafnvel banaslys. Þetta undir-
strikar það, sem ég sagði áðan, að
þarna er verið að vinna á hættu-
legu svæöi og ekki nema eðlilegt
að almannavarnir hafi vaxandi
áhyggjur af þvi. Mitt álit er að til-
koma þessa nýja leirhvers sé af-
leiöing af tvennu. Borunin á
svæöinu kann vel að vera aðalor
sökin i þessu tilviki, en ekki er
óeðiilegt að sú þróun sem verið
hefurá þessu svæði alllengi, auki
stöðugt hættuna á þvi að at-
burður, sem sá i fyrrinótt, endur-
taki sig.”
— Mývatnseldar voru 1724-1729,
eru til nokkrar heimildir um
hvernig ástand varð á þessu
svæöi milli gos á þessu árabili?
„Nei, þvi miður er sára litiö til
af þeim. Þó er vitað að jarð-
skjálftar voru nokkrir, en hitt er
annað að ef til hefðu verið tæki til
að mæla skjálfta eins og við höf-
um i dag, er ekki óliklegt að allan
timann hafi verið einhver órói á
svæðinu. Og ef þetta hagar sér
likt nú og það gerði þá gæti gos
Framhald á bls. 14.
Þrátt fyrir að flestir jarövisindamcnn telji hættu á gosi á Kröflusvæö-
inu heldur hafa aukist en hitt viö atburöina þar i fyrradag, gefur al-
mannavarnaráö grænt ljós á aö menn fari strax aö vinna á staönum.
Almannavarna-
ráð gaf eftir
samþykkir að vinna hefjist við
Kröfluvirkjun á ný eftir tvo fundi
með forráðamönnum Orku-
stofnunar og visindamönnurn
Eins og sagt var frá i Þjóöviij-
anum i gær, greindi Orkustofnun
og Almannavarnaráö á um hvort
vinna ætti aö hefjast strax aftur
viö Kröfluvirkjun, eftir atburöina
þar i fyrradag. Orkustofnun og
Kröflunefnd viidu aö vinna hæfist
strax, en Almannavarnaráð viidi
fresta framkvæmdum um sinn.
En i fyrrakvöld og aftur i gær-
morgun voru haldnir fundir með
forráðamönnum Orkustofnunar
og almannavarnaráði svo og
jarðvisindamönnum og þar varð
aö samkomulagi að almanna
varnaráð féllst á að vinna hefjist
aftur við Kröflu.
„Það er rétt að við gerðum
þessa ályktun i fyrradag, en eftir
fundi með visindamönnum og
mönnum frá Orkustofnun, þar
sem gögn voru lögð fram og málið
var rætt til botns, féllumst við á
að létta af banni okkar”, sagði
Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri almannavarnaráðs rikis-
ins, er Þjóðviljinn hafði samband
við hann i gær.
Og i gær gaf almannavarnaráö
út nýja tilkynningu um máliö,
sem hljóðar svo:
„1 gærkvöldi og i morgun voru
haldnir fundir i almannavarna-
ráöi, með orkumálastjóra og sér-
fræðingum frá Orkustofnun og
raunvisindadeild Háskólans og
Norrænu eldfjallarannsóknar-
stöðinni, til að ræða öryggismál
og jarðfræðilega þróun á Kröflu
svæðinu með sérstöku tilliti til
þeirra atburða sem gerðust þar i
gærmorgun. Eftir þeim upp-
lýsingum sem nú liggja fyrir
virðist goshver sá er myndaðist i
gærmorgun ekki vera sérstakur
fyrirboði eldgoss, helduV aðeins
liður i þeirri heildarþróun, sem að
mati margra visindamanna, en
þó ekki allra, bendir til vaxandi
goshættu á umræddu svæði.
Með hliðsjón af framangreindu
telur almannavarnaráð ekki
ástæðu til að leggjast gegn
áframhaldandi vinnu á Kröflu-
svæðinu, en itrekar ábendingar
sinarfrá 3. september um auknar
öryggisráðstafanir þar”.
Þessi yfirlýsing hlýtur að vekja
nokkra undrun, ekki sist, þar sem
visindamenn greinir mjög á um
hvort hætta sé á gosi á næstunni
eða ekki og i einu dagblaðanna i
gær er það haft eftir Guðmundi
Sigvaldasyni jarðfræðingi að
hann sé þeirrar skoðunar að
fresta beri framkvæmdum og að
það hafi átt að gera það fyrir
löngu. Og það má taka það fram,
að Guðmundur sat þessa um-
ræddu fundi, en i gær, þegar við
ætluðum að ná tali af honum, var
hann kominn til Kaupmanna-
hafnar.
—S.dór
Fjárlagafrumvarpið
Rildsframkvæmdir
skomar niður um 25%
Eins og frá var skýrt I
Þjóöviijanum i gær gerir fjár-
lagafrumvarpiö ráö fyrir yfir
40% hækkun heildarútgjalda
rikissjóös og skattheimtunnar á
næsta ári frá f járlagatölum
yfirstandandi árs. (Reyndar er
hækkunin 45% ef frumvarpiö er
boriö saman viö frumvarpiö I
fyrra).
1 gær var athygli vakin á þvi
hér f blaðinu, að samt sem áður
ættu framlög til þeirra verk-
legu framkvæmda, sem rikið og
stofnanir þess annast án sam-
vinnu við aðra aðeins að hækka
um tæp 20%, sem þýðir veru-
legan niðurskurð, þar sem
framkvæmdakostnaður hækkar
mun meira milli ára.
Þessar upplýsingar byggðum
við á því sem segir á blaðslðu
164 í fjárlagafrumvarpinu. Nú
hefur hins vegar gefist tóm til
að skoða frumvarpið svolitið
betur, og þá kemur i ljós, aö
þarna er aðeins átt við nokkurn
hluta af þessum svokölluðu
„hreinu rikisframkvæmdum”.
Upplýsingar um það hvað
framlög til allra verklegra
framkvæmda, sem rikið og
rikisstofnanir annast án sam-
vinnu við aðra, — er hins vegar
að finna á siðu 141 i fjárlaga-
frumvarpinu, og þar gefur held-
ur betur á að lita.
Gert er ráð fyrir, að þessi
framlög til „hreinna rikis-
framkvæmda” (rikis og rikis-
stofnana) verði á næsta ári tæp-
lega 12 þúsund miljónir króna,
en þessi framlög voru hins
vegar á fjárlögum fyirstand-
andiárs rúmlega 12 þúsund
miljónir króna.
Það er sem sagt um alls enga ar.
hækkun að ræða, heldur lækkun
i krónutölu á sama tima og
framkvæmdakostnaöur vex um
þriðjung. Hér er þvi i reynd um
a.m.k. 25% magnniðurskurö að
ræða til viðbótar við allt sem
skorið var niður I fyrra og
hitteðfyrra.
Rétt er að taka fram aö undir
þennan lið „hreinar rikis-
framkvæmdir”, falla m.a.
vegaframkvæmdir (nær allar),
raforkuframkvæmdir, skóla-
byggingar, hafnagerð (lands-
hafnir), flugmál og rikisspital-