Þjóðviljinn - 14.10.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 14.10.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1976 omaviuiNN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. tJtgefandi: Útgáfnfélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsbtaði: Arni Bergmann (Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-' leifsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Bláöaprent h.f. ÞEIM ER EKKI TRUANDI FYRIR ÞESSUM PENINGUM í fyrradag var fjárlagafrumvarpið lagt fram á Alþingi. Samkvæmt aðalfyrirsögn á forsiðu Morgunblaðsins i gær þá eiga rikisútgjöldin á næsta ári að hækka um tæp 20%, og leynir sér ekki, að aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins er mjög stolt yf- ir þvi að hækkunin skuli ekki vera meiri, eins og verðbólgunni er háttað. En hvernig skyldi nú þessi tala i forsiðu- fyrirsögn Morgunblaðsins vera fengin? Hún er ekki fengin með þvi, að bera á- ætluð heildarútgjöld samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu nú saman við áætluð heild- arútgjöld samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu i fyrra. Hún er ekki heldur fengin með þvi, að bera áætluð heildarútgjöld sam- kvæmt f járlagafrumvarpinu nú saman við heildarútgjöld samkvæmt fjárlögum yfir- standandi árs. Nei, talan um tæplega 20% hækkun rikisútgjaldanna á næsta ári, sú sem Morgunblaðið þenur yfir þvera forsiðu, hún er fengin með því, að áætla rikisút- gjöldin á yfirstandandi ári bara litlum 10 þúsund miljónum króna hærri en fjárlög gera ráð fyrir! Samkvæmt fjárlögum yfir- standandi árs, eins og þau voru samþykkt i desembermánuði s.l., þá áttu rikisút- gjöldin að nema rúmum 58 miljörðum árið 1976, en nú er sem sagt gert ráð fyrir að þau verði 68 miljarðar, og með þvi að leggja þá tölu til grundvallar tekst Morg- unblaðinu að fá það út, að rikisútgjöldin eigi aðeins að hækka um tæp 20% á næsta ári!! Marktækur samanburður i þessum efn- um hlýtur hins vegar að vera sá einn, að bera saman sambærilegar stærðir, — það er bera fjárlagafrumvarpið nú saman við fjárlagafrumvarpið í fyrra. Sé það gert þá kemur i ljós að hækkun rikisútgjaldanna milli ára er ekki bara 20% heldur um 45% og skattheimtan i samræmi við það. Og séu niðurstöðutölur á gjaldalið fjárlaga- frumvarpsins nú bornar saman við rikis- útgjöld á yfirstandandi ári samkvæmt fjárlögum, eins og frá þeim var gengið i desember, þá er hækkunin nú 41,2%. Sú leið sem fjármálaráðherrann hefur hins vegar fundið upp til að flagga með „hóflega” hækkun rikisútgjalda á næsta ári, er sem sagt fólgin i þvi að auka bara rikisútgjöldin i ár um 10 þúsund miljónir króna framyfir það sem gert var ráð fyrir við fjárlagaafgreiðslu og byrja siðan að reikna út frá þeirri tölu. Svona er nú reikningslist fjármálaráð- herrans Matthiasar á Mathiesen, og er i þessu sambandi vert að minnast þess, að núverandi fjármálaráðherra er, svo merkilegt sem það er, sami maður og fyr- ir þremur árum mælti af miklum ákafa fyrir tillögu á Alþingi um að skera rikisútgjöldin niður um upphæð, sem á nú- gildandi verðlagi samsvarar yfir 10 miljörðum króna. Með einu pennastriki skyldi þetta gert, ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda, sagði Matthias Á. Mathiesen þá. Nú hafa verkin talað. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu nú eiga rikisútgjöld á næsta ári að nema rúmlega 83 miljörðum króna. Samsvarandi tala fyrir þremur ár- um, á siðasta fjárlagafrumvarpinu, sem vinstri stjórnin lagði fram, var 27,4 miljarðar króna. Hækkunin samtals á þremur árum á þeim þremur frumvörp- um, sem Matthias Á. Matthiesen hefur lagt fram sem fjármálaráðherra, er þvi yfir 200%, eða allmiklu meira en svarar til gífurlegs vaxtar verðbólgunnar á þessu tímaskeiði. Þjóðviljinn er sem kunnugt er algerlega andvigur þeim kröfum, sem uppi eru hjá ýmsum aðilum i þjóðfélaginu um niður- skurð á tryggingakerfinu, niðurskurð á hvers kyns félagslegri þjónustu rikisins, eða um niðurskurð á verklegum fram- kvæmdum rikisins. Þjóðviljinn bendir hins vegar á að þrátt fyrir gifurlega aukningu rikisútgjalda og þar með skattheimtu i tið núverandi rikis- stjórnar, þá hafa verklegar framkvæmdir og félagsleg þjónusta verið skorin niður. Það eru hins vegar hvers kyns rekstrar- útgjöld, sem hafa þanist út i sukkinu, að ó- gleymdri margföldun vaxtagreiðslna. Og það er furðulegt til þess að hugsa, að á sama tima og rikisútgjöldin þenjast út um 200%, mun meira en verðbólgunni svarar, —þá skuli jafnframt hafa verið þrengt svo mjög að launakjörum opinberra starfs- manna, að kaup þeirrahafi i raunverið skert um nálægt 40% á rúmlega tveimur og hálfu ári. Og nú, þegar rikisútgjöldin stefna á næsta ári á yfir 40% hækkun i krónutölu og árleg verðbólga er a.m.k. 30%, — þá er furðulegt að lesa það á blaðsíðu 141 i fjár- lagafrumvarpinu, að fjárveitingum til verklegra framkvæmda, það er hinna svo- kölluðu „hreinu rikisframkvæmda”, sem eingöngu eru kostaðar af rikinu og rikis- stofnunum, — skuli ætlað að lækka, ekki aðeins, hvað framkvæmdamagn snertir, heldur bókstaflega i krónutölu úr rúmlega 12 miljörðum króna i tæplega 12 miljarða. Þarna er um að ræða vegagerðina, raf- orkuframkvæmdir, skólabyggingar, hafnagerð, flugmál, rikisspítalana o.fl. íslenska rikið þarf vissulega á miklu fjármagni að halda, en Matthiasi Á. Mathiesen og félögum hans er ekki trú- andi fyrir þeim peningum. k. Helmingur krata í Rvík telur Björn Jónsson ekki eiga erindi á flokksþing Kosning Alþýðuflokksfélags Reykjavikur um helgina á flokks- þing á 37. ársþing Alþýðuflokks- ins, sem hefst föstudaginn, 22 þessa mánaðar, endurspeglar átökin innan flokksins. Annarsvegar er baráttan milli „komma” og „hægri krata” eins og það heitir á máli Alþýðuflokks- manna og hinsvegar baráttan milli þeirra sem vilja „hreinsa til” i flokknum og þeirra, sem vilja halda áfram að skara eld að sinni köku með þátttöku i flokks- starfinu en hugsa minna um heildarhag flokksins, að mati hreinsunarmanna 220 manns tóku þátt i kosning- unni og var i gangi mikil smölunarherferð af hálfu Björg- vins Guðmundssonar, borgarfull- trúa, Emanúel Morthens og fleiri. Flokksforystan brá seint viö þessari smölun, en tókst þó að tryggja að Björn Jónsson forseti ASI yrði kjörinn á þingið með um helming atkvæða að baki sér, en gegn honum og fleiri verkalýös- mönnum beindist smölun Björg- vins fyrst og fremst. Sú staöreynd blasir þó við aö tæpur helmingur krata i Reykjavik telur forseta ASi ekki eiga erindi á flokksþing. „jKommarnir” urðu undir Þrátt fyrir þetta sýna úrslit kjörsins að verkalýðsarmurinn i Alþýðuflokknum hefur orðið undir og ýmsir þeir sem flokkur- inn hefur haft á oddinum i verka- lýðsmálum i höfuðborginni detta út eöa koma neðar á listanum heldur en menn eins og Emanúel Morthens, sem mjög hefur verið gagnrýndur af „hreinsunar- mönnum” flokksins fyrir umsvif sin með flokksfé. Björgvin Guð- mundsson hefur legið undir samskonar gagnrýni og þótt skara eld að sinni köku. Hann svarar með gagnsókn og vill sýna „kommunum” og Birni Jónssyni i tvo heimana til þess að styrkja stöðu sina fyrir trúnaðarráðsfund Alþýðuflokksfélagana, kjör- dæmisráðstefnuna um næstu helgi, og hugsanlegt framboð. Benedikt Gröndal og Gylíi Þ. Gislason hafi verið þeirrar skoðunar að eina hálmstrá Al- þýðuflokksins sé að styrkja verkalýðsarm hans með þvi að hafa Björn Jónsson, forseta ASI, á oddinum. Enda þótt atlaga Björgvins og fl. að Birni i kjörinu á flokksþingiö hafi mistekist að hluta sýnir hún svo ekki verður um villst að „hægri kratar” berj- ast hatrammri baráttu gegn auknum áhrifum hans í flokknum og stefnubreytingu i kjölfar þess. Nokkrir armar á lofti Einn þátturinn i kjörinu um helgina var ákvörðun Eggerts Þorsteinsson, alþingismanns, um að taka þátt i þvi, enda þótt alþingismenn séu sjálfkjörnir á flokksþing. Þessi breyting var gerð fyrir tilstilli Gylfa Þ. Gisla- sonar og segja kunnugir i Alþýðu- flokknum að það hafi verið farið að fara i taugarnar á honum að Eggert var alltaf hærri i kjöri til flokksþinga en hann. Nú hefur Eggert þótt nauðsynlegt að styrkja stöðu sina i þingflokki Al- þýðuflokksins með þvi að krefjast þess að vera i kjöri, þótt hann ýtti þar með út einum fulltrúa al- mennra flokksmanna. Þessi ákvörðun mælist misvel fyrir, en hann náði þvi að vera næst efsti maður i kjörinu, með 60-65 prósent atkvæða að baki sér eins og Björgvin. Til hliðsjónar skal þess getið að hér áður fyrr, þegar forystumenn flokksins og þing- menn voru i kjöri til flokksþinga voru þeir venjulega kjörnir á þingið með um 90% atkvæða. Úr- slitin sýna þvi að það eru engir sjálfsagðir forystumenn i Rvikur- félaginu, heldur berjast nokkrir armar um bitana. Og eins og áöur er vikið að éru þeir helstir á máli Alþýðuflokksmanna „kommar” (með Björn Jónsson i broddi fylkingar) „hreinsunarmenn” (Vilmundur, Arni Gunnarsson o.fl.) og „Hægri kratar” (Björg- vin Guðm. ofl.). Þaö verður þvi varla friður á krataheimilinu i bráð. Björn Fróðleg úrslit Til fróðleiks er hér birt röð efstu manna I flokksþingskjöri Alþýðuflokksins i Rvik. 1. Björgvin Guðmundsson, 138 atkvæði. 2. Eggert G. Þorsteinsson, 134 atkvæði. 3. Sigurður E. Guðmundsson, framkvstj. 130 atkvæði. 4. Emilia Samúelsdóttir, 129 at- kvæði. Björgvin 5. Björgvin Vilmundarson, bankastj. 126. atkvæði 6. Árni Gunnarsson, ritstj. 121 atkvæði. 7. Bragi Jósepsson, blaðam. 114 atkvæði. 8. Björn Jónsson, forseti ASt, 108 atkvæði. 9. Guðmundur Magnússon, skólastjóri, 104 atkvæði. 10. Finnur Torfi Stefánsson, lög- fr„ 103 atkvæði. 11. Vilhelm Ingimundarson, verslm. 100 atkvæði. —ekh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.