Þjóðviljinn - 14.10.1976, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1976
Fimmtudagur 14. október 1976 bJóÐVILJINN — StÐA 9
Kunnir menn hafa hug
á að filma Skjaldhamra
— rætt viö Gunnar Eyjólfsson
um leiklistarhátíðina í Dyflíni
[ lok síðasta mánaðar
var leikrit Jónasar Árna-
sonar, 'Skjaldhamrar, sýnt
sjö sinnum fyrir fullu húsi
á Peacock-sviðinu í Abbey-
leikhúsinu í Dyflíni á lr-
landi. Það var fslenska
leikhúskompaníið, sem
sýndi leikritið undir leik-
stjórn Anthony AAatheson.
Óhætt er að segja að
Skjaldhamrar hafi vakið
mesta athygli allra leik-
rita, sem sýnd voru að
þessu sinni á Leikhúshátíð
Dýflínar. Það fékk mjög
góðar viðtökur áhorfenda
og ágæta dóma í írskum
blöðum.
Þeirra hefur áöur veriö getiö i
Þjóöviljanum, en nefna má aö
Cork Examinersegir „aö leikritiö
feli i sér boöskap um friö og
manngæsku” og leikur allra leik-
enda hafi veriö „sérstaklega
sannfærandi”. The Irish Inde-
pendent Rewiewer sagöi m.a. að
„siðferðisboðskapur leiksins sé
sterkur og hreinn og komi berlega
i ljós i óvæntum endi.”
Þaö var fyrir tilstilli Thomas
McAnna, þjóðleikhússtjóra ira,
aö tslenska leikhúskompaniinu
var boðiö á hátiöina i Dýflini.
Ahugi hans fyrir íslandi og viö-
leitni hans til þess aö koma á
nánari samskiptum milli is-
lendinga og ira er sist i rénun.
Hann er islenskum leikhúsgest-
um af góöu kunnur siöan hann
setti upp leikrit hér á landi og siö-
asta afrek hans er aö vekja áhuga
forseta trlands, O. Daleigh/á is-
lenskum bókmenntum og þjóölifi.
Forsetinn kom á sýningu á
Skjaldhömrum og bauð leikurum
og höfundi I embættisbústað sinn.
t samtölum kom i ljós aö þekking
hans á Islandi er mikil og hann
hefur áhuga á aö koma hingaö.
Lesefniö hans þá daga sem Is-
lenska leikhúskompanfið dvaldist
i Dýflini var einmitt Sjálfstætt
fólk eftir Laxness, sem hann haföi
aö láni hjá McAnna. Og i blöðun-
um var veriö að gantast meö það
aö ástæöan fyrir þvi aö forsetinn
sá sér ekki fært aö opna leikhús-
hátiöina meö formlegri ræðu aö
venju sem verndari hennar hafi
veriö sú, aö hann hafi verið niður-
sokkinn i aö læra islensku.
1 viötalisem Þjóöviljinn átti viö
Gunnar Eyjólfsson kom m.a.
fram að Thomas McAnna hefur
mikinn áhuga á þvi að fara i
Noröurlandaför meö leikrit á
næsta ári og heimsækja tsland i
þeirri för. Forsetinn sem er mikill
áhugamaöur um leiklist hefur
lýst áhuga sinum á þvi aö slást i
þá för.
Viö spurðum Gunnar Eyjólfs-
son hverskonar samkoma
Dyflinarhátiðin væri?
— Þarna eru sýnd á hverju ári
leikritfrá hinum ýmsu leikhúsum
á trlandi og greiniiegt er að
mörgum þeirra er ætlað að halda
áfram út i hinn stóra heim. Það er
Jónina ólafsdóttir i hiutverki
Leftenants Stantons.
algengt aö leikrit, sem fá góðar
viðtökur á Dyfllnarhátiöinni, séu
sýnd I Skotlandi, Englandi og
Bandarikjunum. A hátiöinni voru
aðeins þrjú aökomin verk, eitt
enskt, Lýsistrata I uppfærslu leik-
hóps frá Belfast i Noröur-lrlandi
og Skjaldhamrar. Þaö var greini-
legt að uppfærslan á Lýsiströtu
var undir áhrifum frá friöarsam-
tökum kvenna i Noröur trlandi.
Sem dæmi um útflutningssýningu
á hátiöinni má nefna uppfærslu
hins þekkta leikara Peter
O’Tooles á „Dead eyed Dick”.
Viö vorum aö sýna öll kvöld og
gátum þvi miöur litiö séö af þeim
ágætu sýningum, sem voru á
hátiöinni.
— tslenska leikhúskompaniiö
fékk mjög góöa dóma á þessari
hátiö. Heföi ekki verið grundvöll-
ur fyrir þvi aö halda sýningum á
Skjaldhömrum áfram erlendis?
— Aö fá eins góöa blaöadóma
og viö fengum er ómetanleg byrj- ■
un. Við fengum strax boö um aö
sýna viöar á trlandi, t.d. i Cork og
Wexford, auk þess sem skosk og
jafnvel ensk leikhús sýndu áhuga
á aö fá okkur. Þaö var bara ekki
hægt að taka þessum boöum
vegna þess aö fólkið i leikhópnum
er bundiö viö önnur störf hvert i
sinu horni. Ef hægt væri aö sam-
ræma tima þessa fólks þá væri
mjög æskilegt aö halda áfram aö
sýna Skjaldhamra viöar.
Vesturislendingar i Winnipeg
hafa sýnt áhuga á aö fá okkur i
heimsókn og grundvöllur er fyrir
þvi eins og ég sagöi áöan aö sýna i
Skotlandi og Englandi. En þetta
kostar bæöi tima og peninga. 1 ts-
lenska leikhúskompanlinu er
mikill áhugi fyrir hendi, og Gra-
ham Swanell, sem er hugmynda-
rikur og velmenntaöur ieikari,
hefur t.d. fullan hug á þvi að
vinna meira með islendingum og
kynna isiensk leikrit.
— Þaö hefur komiö fram, aö
kvikmyndaáform eru uppi i sam-
bandi viö Skjaldhamra og til
greina komi aö þú sjálfur leikir
Kormák vitavörö i kvikmynd?
— Þetta mál er þannig vaxiö aö
eftir eina af sýningum okkar i
Dyflinni komu þeir til min Leslie
Linder, kvikmyndaframleiöandi,
og Wolf Mankovics, rithöfundur.
Hann er handritahöfundur fyrst
og fremst og fékk Óskarsverðlaun
fyrir handrit sitt að myndinni
„The bespoken overcoat” og
Grand Prix-verölaunin i Cannes
’73 fyrir mynd sina „Hierling”.
Þetta eru miklir kunnáttumenn I
faginu og standa fyrir sinu. Þeir
eru nú aö vinna að 26 þátta fram-
haldsmynd fyrir BBC um Edgar
Allan Poé og verk hans og hafa
nýlokið við Dickens-þætti. Þeir
lýstu miklum áhuga á þvi aö
kvikmynda Skjaldhamra.
Auövitaö kostar þaö mikiö fé og
spurningin er hvort tekst aö ná
þvi fjármagni saman. Ég vona
bara að hugmynd þessara manna
rætist, þvi Skjaldhamrar eru
sannarlega þess viröi aö vera
kvikmyndaðir. Það skiptir svo
engu máli hver verður I aöalhlut-
verkinu.En eins og ég sagöi þeim
þá myndu þeir veröa ennþá
ákveönari aö hrinda hugmynd-
inni i framkvæmd, ef þeir kæmu
til Islands og kynntust þeirri
náttúrufegurö sem hægt væri aö
festa á filmu hér.
— Svo viö vikjum aftur aö leik-
húshátiöinni. Hvaöa gagn telur þú
aö sé af svona samkomu?
— Viö vissum þaö fyrir aö þaö
eru viöa góö leikhús og stórkost-
legir leikarar. En það er gott aö
fá það staöfest, aö islensk ieiklist
og leikritun þarf ekki aö bera
kinnroða fyrir samanburöi viö
það besta hjá öörum þjóöum.
Þetta hefur sannast i feröum
Inúk-hópsins um heiminn og i tr-
landsferöinni okkar meðal
annars.
Annars komu til min i Dyflinni
Gunnar Eyjólfsson i hlutverk Konrmáks vitavarðar á Skjaldhömrum
ásamt Anthony Metheson sem Stone major.
tveir menn, sitt i hvoru lagi, leik-
ari og rithöfundur, og vöktu
athygli mina á hugmynd, sem ég
held að hvorki ég né aörir hafi
velt fyrir sér. Þeir sögöu aö eftir
þvi.sem þeir heföu kynnst væru
islendingar mikil bókmenntaþjóö
og heföu þar fyrir utan á aö skipa
góðu leikhúsi. Þeir spurðu hvort
ekki væri timabært að mynda hóp
leikara á tslandi, sem kynnti leik-
bókmenntir islendinga erlendis
t.d. á öllum þeim leikhúshátiöum,
sem haldnar eru. Ég hef talsvert
hugsaö um þetta siöan og tel aö
þetta væri framkvæmanlegt, ef
leikarar úr báðum atvinnuleik-
húsunum i Reykjavik fengju næg-
an æfingatima. Og hvaö kostn-
aöarhliöina snertir veröur aö gá
aö þvi aö betri landkynningu
fáum viö varla heldur en kynn-
ingu á leikbókmenntum erlendis.
Hér sláum viö botninn I viötalið
viö Gunnar Eyjólfsson en þess
skal að lokum getiö aö I tslenska
leikhúskompaniinu voru I tr-
landsförinni auk Gunnars, Jónina
ólafsdóttir, Anthony Mattheson,
Graham Swanell, Arni Ibsen,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Steinþór
Sigurösson og Rodney M.
Bennett. Hópurinn nautstyrks frá
islenska rikinu og nokkrum fyrir-
tækjum i Reykjavik til trlands-
fararinnar. —ekh.
DUBLIN THEATRE FESTIVAL
PEACOCK THEATRE
27 SEPT. - 2 OCT. 1976
THEICELANDIC THEATRE COMPANY
OPERATION:
SHIELD ROCK
BY JÓNAS ÁRNASON
& , '
Dálítið af leikhúsþorski
— rætt við
Jónas Árnason
um landhelgis-
áhyggjur íra
Þjóöviljanum hafa nú borist
úrklippur úr nokkrum írskum
blööum, þar sem fjallaö er um
blaöamannafund sem haldinn var
i tilefni Leikhússhátiöarinnar i
Dýflinni i lok siöasta mánaöar. t
blööunum er þess getiö aö fyrir
tilstilli Jónasar Arnasonar, rit-
höfundar og alþingismanns, hafi
mest veriö rætt um þorsk I
þessari árlegu leikhúsumræöu.
Segja blaöamenn aö þetta hafi
veriö velþegin tilbreyting frá
hástemmdu þrugli um stil og
stefnur i leikhúsi.
t Irish Press segir til dæmis um
John Boland i grein sem hann
nefnir „Dálitiö af leikhúsþorski”,
aö Jónas Arnason hafi á
fundinum sagt að á vissan hátt
væri hann kunnugri þorskinum
heldur en leikhúsinu. Hann hafi
einnig boöiö blaöamönnum upp á
þá óvæntu skoöun á þessu
leikhúsþingi, aö af þessum
tveimur fyrirbærum væri
þorskurinn sýnu merkilegri.
Hann segir einnig aö mister
Arnason og málflutningur hans
hafi verið ljósi punkturinn á leik-
húshátiðinni.
t Irish Times skrifar þekktur
blaöamaður greinar undir
dulnefninu Quidnunc og nefnir
þær: „Úr dagbók ira.” Hann
skrifar tvisvar um blaöa-
mannafundinn og var svo
óheppinn aö vitna vitlaust I
ummæli Jónasar á fundinum þau
sem fleyg uröu um Irland.
Hann sagöi nefnilega i fyrri
greininni og haföi eftir Jónasi:
„Égveitmeira um guö heldur en
um leikhús”. 1 seinni greininni
skellir Quidnunc skuldinni á
prentvillupúkann og biöur Jónas
margfaldl. afsökunar. Þaö hafi
alls ekki veriö ætlunin aö gera
honum upp trúarskoðanir, enda
sé sér sama hvort leikritaskáld
trúi á Þór, Wotan eða Marilyn
Monroe. í enskunni er eins og
margir vita stutt á milli guös og
þorsks i stafsetningunni.
Merkingarmunurinn er hins-
vegar þeim mun meiri á Cod og
God. Samt trúa sumir á þorsk
samanber slagoröiö: Megi
þorskurinn bjarga drottningunni:
Cod save the Queen.
Quidnunc hefur afturámóti rétt
eftir Jónasi aö hann hafi
vissulega veriö mjög ánægöur
meö hvaö írskum leikhúsgestum
þóttu Skjaldhamrar fyndiö verk,
en þó hafi það gert hann heldur
hnugginn, aö sumir gagnrýnenda
virtust hafa misskilið efniö, þvi
aö I verkinu fælist alvarlegur
boöskapur um stööu smárikja i
heiminum. Smáþjóöir eins og
Islendingar og irar yröu aö vera á
veröi til þess aö glata ekki þjóöar-
vitund sinni. Þaö hafi alls ekki
verið ætlunin aö segja brandara
meö Skjaldhömrum — enda hafi
leikritiö mjög harkalegan endi.
Quidnunc segir aö i þau át ján ár
sem hann hafi skrifað um leik-
húshátiöina i Dyflinni hafi hann
ekki upplifað skemmtilegri
blaöamannafund en þennan sem
hér hefur veriö getiö aö
framan : „Guö sé lof aö þaö skeöi
loksins eitthvaö á þessari hátiö.”
segir hann.
Þjóðviljinn ræddi viö Jónas
Ámason um þaö samband sem
tókst upp úr þessum fundi viö
forystumenn samtaka sjómanna
á trlandi. Þeir komu til fundar viö
hann og hafa áhuga á þvi aö
skapa tengsl viö sjómanna-
samtökin á tslandi.— Staöa
Irskra sjómanna er sýnu verri en
okkar vegna þess aö trland er
Efnahagsbandalagsriki. Ljóst er
að þeir eiga haröa baráttu fyrir
höndum. Aöalbaráttumál þeirra
þessa stundina er aö kref jast þess
af sinum utanrikisráöherra, aö
hann komi i veg fyrir aö
Efnahagsbandalagiö samþykki
aö riki innan þess skuli aöeins
hafa 12 milna einkalögsögu. Þaö
ernáttúrulega alltof litiö fyrirþá,
segir Jónas Arnason. Þetta mál
veröur næst rætt á
utanrikisráöherrafundi Efna-
hagsbandalagsins, sem hefst á
mánudaginn kemur.
Austantjaldsþjóöirnar djöflast
nú á Irsku miðunum. Þegar ég
Framhald á bls. 14.
Thomas McAnna
Thomas McAnna er einn
þekktasti leikhúsmaöur tra.
Hann kom til Abbey ieikhúss-
ins I Dýflini árið 1947 eftir að
hafa skrifaö leikrit fyrir BBC
og írska útvarpiö um skeiö.
Hann var ábyrgur fyrir öllum
irskum uppfærslum viö Abbey
leikhúsiö i tvo áratugi og hefur
veriö leikstjóri i Bandarikj-
unum, Nýfundnalandi, tslandi
og viöa á írlandi sjálfu. Leik-
rit hans „Vetrarbrúökaup”
var sýnt i Abbey-leikhúsinu
1966. Frá þvi ári fram til 1968
var McAnna listrænn for-
stööumaöur Abbey-leikhúss-
ins. Þá var hann prófessor i
leiklist viö Charleton háskól-
ann i Minnesota áriö 1969 og
hlaut árið 1970 Toný-verð-
launin fyrir besta Broadway-
leikrit ársins 1970. Það var
fyrir leikstjórn á „Borstal
boy” eftir Brendan Behan.
Ariö 1972 leikstýröi McAnna
sama leikriti I Chimera leik-
húsinu i St. Paul i Minnesota.
Hann á nú sæti I stjórn Abbey-
leikhússins, þjóöleikhúss Ira,
og er fyrsti listamaðurinn úr
starfsliöinu i fimmtiu ár.
Thomas McAnna.
Tómstundir
eru hluti af
lífi mannsins
Brynjólfur Snorrason
— Rætt við
Brynjólf
Snorrason
verkamann
við Kröflu
Siglufjaröarhúsiö sem Húseiningar hf. hafa reist fyrir Kröfluncfnd veröur eini varanlegi manna-
bústaöurinn viö Kröflu eftir aö orkuvinnsla hefst.
neytið er heldur ekki nógu góö
þó hún hafi batnað viö aö skúr
var bætt við það. Aöur var mik-
ill sóðaskapur og bleyta i mat-
salnum. En á salerninu eru
aðeins tvær handlaugar þó i
reglum heilbrigðiseftirlitsins
kveði svo á aö þaö skuli vera ein
skál á hverja fimm starfsmenn.
Þá eru þaö simamálin sem viö
erum óánægöir meö. Hingaö
liggja fjórar linur og á þeim eru
eitthvaö um 20 simar. Fyrirtæk-
in hafa hvert sinn sima en hér er
aðeins einn almenningssimi.
Hann er i anddyri mötuneytisins
og við köllum hann útvarpiö þvi
þar heyrist hvert orð sem sagt
er og útilokaö að ræöa einka-
mál i hann. Stelpurnar á skipti-
ekki verið hreyft siðan. Meðan
búðastjórinn var hér stóð hann
sig vel og kom mörgu I lag. En
svo lenti hann i slysi og siðan
hefur mörgu farið aftur. En viö
höfum hér læknanema á staðn-
um og sjúkrabil og i Reynihliö
er hjúkrunarkona sem við get-
um leitað til. Þetta fólk hefur
reynst okkur vel og vill allt fyrir
okkur gera. Og billinn er vel út-
búinn. Við erum þvi ágætlega
staddir hvað varðar fyrstu
hjálp.
Dauöagildran
— Hefur veriö mikið um
vinnuslys hér?
— Nei, þau hafa verið mjög
fátið miöað viö aöstæður. Þaö
hefur oröið aö flytja nokkra á
sjúkrahúsið á Húsavik en eng-
inn þeirra var stórslasaöur.
En það rikir mikil óánægja
meö veginn héöan niöur að
þjóöveginum. Hann gengur
undir nafninu „Dauöagildran”
meöal starfsmanna. Hann er
svo mjór aö mjög algengt er aö
4 töfl og 40 spil
— Hvernig er aöstaöan hér til
aö halda uppi félagslifi?
— Viö höfum borðtennisher-
bergi þar sem tveir stórir eöa
fjórir litlir menn geta leikiö i
einu. Það er ekki stór prósenta
af rúmlega 270 manns. Kröflu-
nefnd gaf skemmtinefndinni
fjögur töfl og einnig eigum viö
eina 40 spilapakka. Fyrir
hálfum öðrum mánuöi fengum
viö til umráöa ágætis kvik-
myndasýningarvél, 16 milli-
metra með tali. En hún hefur
ekki nýstokkursemskyldi.Bæöi
er erfitt aö fá filmur og svo höf-
um viö enga sýningaraðstöðu.
Við höfum reynt aö sýna myndir
i matsalnum eftir kvöldkaffi en
þetta fer ekki saman.
Eftir aö hafa kvabbað lengi
fengum við herbergi undir
bókasafn og hefur Amtsbóka-
safnið á Akureyri veriö liölegt
við að útvega okkur bækur i þaö.
Einnig höfum við reynt aö halda
bingó og félagsvist en þaö er er-
fitt vegna vöntunar á húsnæöi.
Það hefur ekki staöiö á bar-
áttu fyrir umbótum á þessum
málum en það hefur reynst er-
fitt að ná samstööu um róttækar
aögerðir vegna tlöra manna-
skipta. Viö höfum fengiö loforö
um aö fá skála 10 til umráöa.
Hann er hannaður sem setu-
stofa en hefur veriö notaöur sem
svefnskáli. Sennilega fáum viö
hann ekki fyrr en fer að fækka
hér. Þá fara elstu starfs-
mennirnir og okkur finnst þaö
dálitið neyöarlegt aö þetta skuli
ekki lagfært fyrr en mann-
skapurinn er á förum. Kröflu-
nefnd sjálf hefur hinsvegar
borðinu taka skilaboð til okkar
ef einhver vill ná i okkur. En hér
þyrfti að vera lokaður simaklefi
sem afgreiddur væri i gegnum
skiptiborðið.
— Hvernig mælist flótta-
áætlun Almannavarna fyrir
meðal manna?
— Okkur finnst að flestu leyti
allt i lagi meö hana. En það er
spurning hvort viö erum klárir á
að koma öllu fólkinu i burtu,
einkum um veturinn. Hér þyrftu
aö vera öflug snjóruöningstæki
þvi þegar snjóar hér þá snjóar
mikið. Svo hafa menn talað um
að flytja seinni túrbinuna til
Húsavikur ef gos kemur en ég
vildi ekki þurfa að fara meö
hana eftir þessum vegi. Það er
þvi vegurinn sem fyrst og
fremst þarf að laga.
— Nú hafa fjölmiðlar veriö
uppfullir af véfréttum um aö
gos geti hafist hér á hveri
stundu. Hafa þær haft einhver
áhrif á mannskapinn?
— Ekki svo mjög, það væri þá
frekar að uggur settist að
ættingjunum. En okkur finnst
alltof mikiö gert úr goshættunni.
Astandið hér veröur alveg nógu
alvarlegt ef til goss kemur.
—ÞH
og aðstaðan fyrir þær er slæm
Það hefur komið fram í
fyrri Kröflugreinum að
alls vinna nú tæplega 300
manns við virkjunina.
Krafla er þvi einn af
stærri vinnustöðum
landsins um þessar
mundir. Til þess að for-
vitnast um hagi verka-
manna á svæðinu tókum
við tali Brynjólf Snorra-
son kranamann frá Akur-
eyri en hann er í
skemmtinefnd verka-
manna og hefur unnið við
Kröflu frá því fram-
kvæmdir hófust þar.
Fyrst var Brynjólfur Spuröur
um þaö hvernig vinnutima væri
hagað.
— Algengasti vinnutiminn er
frá 7.30 á morgnana fram til
21.30 á kvöldin. A borunum er
hins vegar unniö i vaktavinnu
og einnig hjá sumum öörum
hópum. Þessi langi vinnudagur
er ágætur á sumrin en þegar
menn hafa verið hér lengi finnst
þeim þetta of langt. Tómstundir
eru jú hluti af lifi mannsins, ef
hann nýtur þeirra ekki er hann
þræll þjóðfélagsins.
ágæta aöstööu i Siglufjaröar-
húsinu eins og við köllum þaö.
En eina setustofan okkar er
barinn i Reynihlið. Einnig hefur
Grjótagjá og félagsheimilið i
Skjólbrekku bjargað okkur en
þegar viö förum á ball fáum viö
oftast bréf á eftir þar sem
kvartaö er yfir drykkju. A hinn
bóginn eru engar athugasemdir
gerðar um það þegar háttsett-
um aökomumönnum er veitt vin
i Siglufjaröarhúsinu. Hér á aö
rikja vinbann en það viröist ekki
gilda um alla.
Friösemd
— Hefur verið eitthvaö um
verkföll hérna út af kjaramál-
um?
— Nei, að hefur ekki verið
mikill hasar i kjaramálunum.
Aö visu stöövuöum viö vinnu i
vor til aö knýja fram endurnýj-
un á samningum og smáskærur
hafa oröið út af ýmsum atriöum
Sjúkrabíllinn.
ÞRIÐJA
KRÖFLUGREIN
Texti og
myndir — ÞH
varðandi félagsaöstööuna sem
ekki hefur verið staöiö viö. En
aö ööru leyti rikir hér mesta
friösemd i verkfallsmálum.
— En hvaö um öryggismál-
in?
— Þau mættu veraibetra lagi
en þaö er eins með þau og
félagsaöstöðuna að baö tekur
mjög langan timaaöfá hlutunum
kippt: lag. Þaðer til dæmis ekk-
ert varúöarkerfi i skálunum
vegna eldhættu og i hverjum
skála eru aðeins 1-2 slökkvitæki
sem segja ekki mikiö. A þessu
átti aö ráöa bót og var i þvi
skyni fengin slökkvidæla og
vatnstankur frá Egilsstööum.
Þetta kom á staöinn en hefur
bilar velti út af honum. Slysa-
tiðnin á honum er mikil. Við tók-
um þaö saman fyrir nokkru hve
mörg óhöpp hafa oröið á þessu
liðlega eina ári sem hann hefur
veriö opinn og komumst að þvi
aö uþb. 60 ökutæki hafa ýmist
oltið eöa lent i sjálfheldu á
veginum. Þú sérð þetta vel ef
þú ekur eftir honum, þaö má
viöa sjá krafs i vegarbrúninni.
Fimm manns hafa verið fluttir
slasaðir á sjúkrahús eftir
veltur og fleiri hafa skrámast.
Viö teljum það þvi mjög brýnt
aö vegurinn veröi lagöur fyrir
veturinn þvi ekki batnar hann
þegar fer að frysta.
Mötuneytiðof lítið
— Ég hef heyrt þaö á mönnum
aö nokkurrar óánægju gætir
meö mötuneytiö?
— Já, þaö er allt of litiö. Það
er ekkert út á starfsfólkið að
setja en það annar ekki öllum
þessum fjölda. Mötuneytiö er
miöað viö að nægja 150 manns
en nú borða 270 manns i þvi.
Kokkarnir verða þvi aö sjóða
fiskinn á steikarapönnunni og
menn verða aö skiptast á aö
boröa á matmálstimum.
Aöstaöan fyrir framan mötu-