Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 14. október 1976 Málmiðnað- armenn á framhalds- námskeiði I kjarasamningum málm- iðnaðarmanna er ákvæði um 60 klukkustunda námskeiö, til að auka verkþekkingu þeirra um- fram almennt iðnnám. Þessi námskeið hafa verið haldin allt sfðan 1974 og hafa þau þótt einstaklega gagnleg af þéim sem þau hafa sótt. Eitt slíkt námskeið hófst við Iðnskólann i Reykjavik i gær, 13. október og sækja það 18 málm- iðnaöarmenn. Var þessi mynd tekin við þaö tækifæri er nám- skeiðiö hófst. Með nemendum á myndinni eru standandi f.v. Steinar Steinsson, skólastjóri Iðnskólans i Hafnar- firði, Sigurður Kristjánsson yfir- kennari málmiönaðardeildar Iðn- skólans i Reykjavik og Guöjón Jónsson formaður Fél.járn- iðnaðarmanna. —S.dór Staparáðstefnan Mun fjöhnennari en ífyrra Baráttufundirnir orðnir 12 — Fundurinn i Skjólbrekku i Mývatnssveit á þriðjudaginn er sá 12. af þeim fundum, sem hverfahópar og Miönefnd hafa efnt til undanfarnar vikur, sagði Andri Isaksson, formaður Miö- nefndar samtaka herstöðvaand- stæðinga i stuttu samtali við Þjóðviljann i gær. — Mývetningar héldu þennan fund, en ræðumenn voru m.a. þeir Ásmundur Ásmundsson og Andrés Kristjánsson. Þetta er einn albesti fundurinn til þessa og stemningin var geysileg, sagði Andri. Hann sagöi, að skráning á Staparáöstefnuna væri i fullum gangi og fyrirsjáanlegt væri nú þegar, að mun fleiri sæktu þessa ráðstefnu, en þá sem haldin var i fyrra og var hún þó mjög fjöl- menn. — Hingað kemur fólk úr flest- um stjórnmálasamtökum og vill leggja málefninu lið með þátt- töku sinni og mér finnst bar- áttuhugur manna ákaflega upp- örvandi. Hann sagði, að þau í miðnefnd væru vongóð um, að á ráðstefn- unni tækist að ná þvi markmiði, sem ráðstefnan i fyrra var undirbúningur að ,en þaö er að koma starfi herstöövaand stæðinga á nýjan grundvöll. — Það gerum við á ráðstefn- unni meö þvi að setja sam- tökunum ný lög og stefnuskrá og einnig verður þar tekin ákvörðun um verkefnin, sem . framundan eru. Andri tsaksson — Akveðið hefur verið, að halda kvöldvöku að kvöldi fyrra ráðstefnudagsins i Stapa, þar sem skáld og listamenn leggja fram sinn skerf til baráttunnar, og hvet ég fólk eindregið til að missa ekki af þeirri skemmtun, sagði Andri að lokum. —hs Þrælalögin gegn sjómönn- um komin fyrir Alþingi Hverjir styðja Matthías nú á þingi? Á Alþingi var i gær lagt fram stjórnarfrumvarp til staðfesting- ar á bráðabirgðalögum þeim um kjör sjómanna, sem sett voru að forgöngu Matthiasar Bjarnason- ar, sjávarútvegsráðherra þann 6. RÓM 13/10 Reuter — Yfir 700.000 verkamenn i Torino og nágrenni gerðu i dag fjögurra klukku- stunda verkfall i mótmælaskyni viö efnahagsráðstafanir stjórnar- innar, sem verkamenn telja að komi mjög illa viö kjör sin. Sér- staklega þykir verkamönnum nærri sér höggvið með 25% hækk- un oliuverðs. Eitt verkalýðssam- taka landsins, UIL, sem er stjórnað af mönnum úr Sósial- istaflokknum, hefur hvatt ein- dregið til allsherjarverkfalls, sem ef til vill standi einnig i fjórar klukkustundir, og verði þvi siðan fylgt á eftir með dreiföari að- geröum verkamanna. Búist var við þvi i dag aö annaö af helstu verkalýössamböndum september s.l. Sem kunnugt er var með bráða- birgöalögunum lögboðið, að skiptaprósentan til sjómanna skyldi lækka verulega frá þvi sem verið hafði, og sjómenn hlýta Italiu, CGIL, sem er undir stjórn kommúnista, myndi þá og þegar taka undir kröfuna um alls- herjarverkfall, vegna ákafrar hvatningar af hálfu sósialista. Hinsvegar var helst gert ráð fyrir þvi að þriðja helsta verkalýðs- samband landsins, CISL, sem er mjög blandað pólitískt, myndi beita sér gegn allsherjarverkfalli en hvetja þess i stað til smáverk- falla hér og þar. Hugsanlegt er að leitogar sambandanna þriggja ákveði hvað gert verður i þessum efnum á fundi sinum á morgun, en lika gæti ákvöröunin dregist framyfir helgina. Torino er miöstöö bilaiðnaðar- ins italska og verkamenn þar rót- tækir frá gamalli tið, enda mun kjörum, sem þeir höfðu ýmist fellt við atkvæðagreiðslu, eöa aldrei höfðu verið borin undir þeirra atkvæði. Þá var i bráöa- birgðalögunum kveðið á um það, að þau skyldu gilda aftur fyrir verkfallið i dag hafa tekist mjög vel. Talið er að allsherjarverk- fall, ef til þess kæmi, gæti haft i för með sér að minnihlutastjórn kristilegra demókrata undir for- ustu Andreottis missti aö veru- legu leyti stuðning þann, sem Kommúnistaflokkurinn veitir stjórninni og er henni lífs- nauðsyn. Kommúnistar hafa mælt með efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar og talið þær óhjákvæmilegar vegna hins slæma efnahagsástands Italiu, en telja hinsvegar verð- hækkunina á oliu óþarflega mikla og hafa heitið því, að berjast fyrir breytingu á þvi atriði i þinginu. Þar áttu umræöur um fjárlaga- frumvarp stjórnarinnar og hinar umdeildu efnahagsráðstafanir að hefjast i kvöld. sig, allt til 16. febrúar s.l , og fyrri kjarasamningum, sem unn- ið hafði verið eftir þannig riftað með ósvifnu valdboði. Þá var sjómönnum með bráða- birgðalögunum bannað að gripa til verkfallsaðgerða til varnar lifskjörum sinum. Óhætt er að fullyrða að þessi bráðabirgðalög rikisstjórnarinn- ar, sem nú hafa verið lögð fyrir Alþingi til staðfestingar eru sú ósvifnasta árás, sem lengi hefur verið gerð á lifskjör vinnandi fólks og réttindi þess. Það er ánægjulegt, að nú þegar, er þrælalög þessi eru lögð fyrir Alþingi, þá hafa þau á nokkrum stöðum verið gerð að ómerku pappirsgagni, og sjómenn náð samningum um mun betri kjör en lögin gera ráö fyrir. Um allt land stendur yfir undir- skriftasöfnun sjómanna undir áskorun til Alþingis um að af- nema þessi þrælalög, og vist er um það, að ekki aðeins sjómenn, heldur allir þeir, sem láta sig nokkru varða réttindi verkalýðs- hreyfingarinnar á Islandi munu fylgjast vandlega með þvi, hvaða þingmenn láta sig hafa það, aö hlaupa undir bagga með Matt- hiasi Bjarnasyni og samþykkja slik kúgunarlög gegn islenskri sjómannastétt. Þýskur togari sviptur veiðileyfinu Varðskipið Óðinn stóð þýska togarann Hagen NC 444 að ólög- legum veiðum á Kögurgrunni fyrir nokkru og nú hefur þessi togari verið sviptur veiðiieyfi og strikaður útaf skrá þeirra þýsku togara, sem mega veiða hér viö land. Það sem olli þvi að togarinn var þarna á ólöglegum veiðum var það, að hann hafði i plöggum sin- um ranga viðmiðunarpunkta og taldi skipstjórinn sig vera á lög- legu svæði, en þó var það svo, að hann var aöeins innan við linuna, samkvæmt þeim skökku miðunarpunktum, sem hann var með. Þegar málið var kannað nánar, kom i ljós, að eftirlitsskip þýsku togaranna hér við land hafði einnig I sinum plöggum ranga viömiðunarpunkta um þaö svæöi, sem togarinn var á veiöum á. Strax eftir tökuna lagði togar- inn af stað til Þýskalands, enda ber ekki að taka erlenda togara sem staðnir eru að ólöglegum veiðum, og færa til hafnar, heldur eru þeir einfaldlega sviptir veiöi- leyfum. —S.dór r Oþekktur sjúkdómur mannskæður í Afríku BRUSSEL 13/10 Reuter — Aður óþekktur sjúkdómur hefur orðið yfir 250 mönnum að bana i norðurhluta Zaire, að þvi er tals- maður belgiska utanrikisráðu- neytisins upplýsti i dag. Sýki þessi hefur einnig gert vart viö sig i suðurhluta Súdans, Nigeriu og Sierre Leone, Tekist hefur að einangra veiru þá, er sjúkdómn- um veldur, á rannsóknastofu i Antwerpen, en ekki er enn vitaö hvers eðlis veiran er. Gerðar hafa veriö ráöstafanir til að þekkja veiruna af hálfu belgiskra, bandariskra, breskra og franskra aðila, og hið sama reynir Heil- brigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO). Happdrætti herstöðva- andstæð- inga hafið I dag 14. október fer af stað Happdrætti herstöðvaand- stæðinga með um 40 ágætum vinningum. Strax verður byrjað að selja miða á skrif- stofu samtakanna og svo á ráðstefnunni um helgina og þar verður efnt til umboðs- mannakerfis sem mun annast framkvæmd happadrættisins úti um land. Dregið verður 1. desember. Vinningar eru 23 listaverk eftir þjóðkunna listamenn og sextán bókavinningar — m.a. ritsöfn Þórbergs, Jóhannesar úr Kötlum og Guðmundar Böðvarssonar. Tilgangur happdrættisins er að sjálf- sögðu sá að fjármagna starf Samtaka herstöðvaand- stæðinga sem hefur verið mjög gróskumikið aö undan- förnu. Algert verkfall í Torino Sósíalistar hvetja til allsherjarverkfalls

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.