Þjóðviljinn - 16.10.1976, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.10.1976, Síða 3
Laugardagur 16. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ekkja Maós sögð sökuð um morðsamsæri gegn Húa Hreinsun gegn róttœka flokksarminum að hefjast PEKING, MOSKVU 15/10 Reuter — Haft er eftir „áreiðanlegum heimildum” að Sjiang Sjing, ekkja Maó Tse-túngs, hafi verið ákærð um að hafa staðið að sam- særi i þeim tilgangi að myrða Húa Kúó-feng, eftirmann Maós i for- mannssæti og þar með leiðtoga fjórðungs mannkynsins. Þeir Vang Húng-ven, varaformaður Kommúnistaflokks Kins, Sjang Sjún-sjfaó varaforsætisráðherra og Jaó Ven-júan, sem fregnir Sýrlendingar nálgast Beirút og Sidon BEIRÚT, AMMAN 15/10 Reuter — Harðir bardagar geisa i fjöllunum austur af Beirút og Sidon milli sýrlenskra hersveita, sem hófu stórsókn á þeim slóðum fyrir nokkrum dögum, og hins- vegar palestinumanna og libanskra vinstrimanna. Sýr- lendingar segjast hafa tekið bæ- inn Bhamdoun, sem er aðeins 18 kilómetra frá Beirút, en palestinumenn segjast verjast þar enn. Þá eru sýrlendingar komnir svo nærri Sidon að þeir eru farnir að skjóta sprengikúlum og eldflaugum á höfnina, þannig að nokkur skip hafa orðið að flýja þaðan án þess að hafa verið af- fermd. Assad Sýrlandsforseti, Sadat Egyptalandsforseti, Arafat leiötogi palestinumanna og fleiri forustumenn araba munu hittast á morgun i Riad, höfuðborg Saúdi-Arabiu, til að ræða mögu- leika á sáttum i Llbanon, og verður Kalid konungur Saudi- Arabiu þar i forsæti. Sendiráðsmenn sakaðir um fikniefnasölu KAUPMANNAHÖFN 15/10 Reuter — Danska stjórnin sakaði i dag norðurkóreanska sendiráðs- menn um að selja mikið magn af fiknilyfjum i Danmörku og hefur farið þess á leit við stjórn Norður- Kóreu að ambassador þess lands i Kaupmannahöfn verði kallaður heim, svo og þrir aðrir starfs- menn sendiráösins. Eftir lögreglunni i Kaupmannahöfn er haft að þetta standi i sambandi við handtöku sex manna I gær, en þeir eru ákærðir fyrir að smygla 147 kilóum af hassi inn i landið i sendiráðspósti. Þrir smyglarar þessara eru danir, t sýrlendingar og einn libani. herma að handteknir hafi verið ásamt ekkju Maós, kváðu vera sakaðir um að hafa átt hlut að samsærinu með henni. Þá herma fregnir að mikill veggblaðaáróður gegn þeim fjór- menningum sé kominn i gang i Sjanghai, borg þeirri sem talin hefur verið sterkasta vigi þeirra. Haft er eftir einhverjum heimildum að ,,þrir ihaldsmenn” hafi beðið bana vegna atviks i sambandi við samsærið gegn Húa. Talsmenn stjórnvalda neita enn sem fyrr að segja nokkuð um málin. Hinsvegar er svo að sjá að hreinsunarherferð gegn róttæk- um mönnum fari i hönd eða sé þegarhafin. Mikill mannfjöldi fór fylktu liði og syngjandi i kvöld að aðalstöðvum kommúnistaflokks- ins i Sjanghaí og hafði á brott með sér þaðan tvo menn, sem ekki er vitað hverjir voru. Á veggblöðum i borginni var æðsti embættis- maður borgarstjórnar, Hsú Sjing- hsien, gagnrýndur og þess krafist að hann gerði grein fyrir sam- bandi sinu við vinstrileiðtogana fjóra. Einnig kvað hafa verið veist að þeim fjórmenningum á veggblöðum i Peking, þar á meðal i Tsinghúatækniháskólan- um, þar sem stúdentar hafa verið taldir mjög róttækir. A veggjum nálægt stúdentagörðum i Peking mátti hvarvetna lita blöð, þar sem ráðist var að róttækum leið- togum, sem þó voru ekki nefndir á nafn, fyrir meintar rangfærslur á fyrirmælum Maós formanns. Á einu veggblaðanna i iðnaðarborg- inni Vúhan i Húpei kvað hafa verið skýrt svo frá, að fjór- menningarnir hefðu verið sviptir öllum stöðum i hernum. Ýmislegt þykir benda til þess að hægfara HAVANA 15/10 Reuter — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, sakaði i dag bandarisku utanríkisleyniþjónustuna, CIA, um að hafa átt beinan þált i skemmdarverki á kúba nskri farþegaflugvél i siðustu viku. Jafnframt hefur kúbanska stjórnin lýst samning s.Banda- ríkjanna og Kúbu varðandi flug- rán úr gildi fallinn, en sá samn- ingur var gerður 1973. Castro tilkynnti þessar ráðstafanir á fjöldafundi á Byltingartorgi i Havana, sem haldinn var til aö minnast 73 manna, sem fórust þegar kúbönsk farþegaflugvél hrapaði i sjó skammt frá Barbados. Kúbönsk stjórnarvöld telja sannað að útlægir kúbanar og fjandsamlegir núverandi stjórn hafi valdið slysinu með skemmdarverki, enda hefur útlagahópur nokkur i Flórida þegar lýst verkinu á hendur sér. Innanrikisraðuneyti Venesúelu hefur tilkynnt að lögreglan i Caracas hafi handtekTð kúbanskan útlaga og fjóra Venesúelumenn út frá rannsókn þessa máls. Samkvæmt fyrr- nefndum samningi Bandarikj- anna og Kúbu skuldbundu bandarisk stjórnvöld sig til að hindra aögerðir fjandsamlegar kúbönskum sjtórnarvöldum frá bandarisku- iandi, en kúbanir lofuðu þvi móti að veita ekki hæli flugræningjum. . I ræðu sinni á fjöldafundinum sakaöi Castro CIA um beina þátt töku i að granda flugvélinni og fleiri svipuðum athöfnum gegn kúbönskum aðilum undanfarið. t april beið kúbanskur fiskimaöur F riðarverðlaun Nóbels ekki veitt í ár OSLÓ 15/10 Reuter — Nóbelsnefnd norska Stórþingsins hefur tilkynnt, að friðarverðlaun Nóbels verði ekki veitt að þessu sinni. Nefndin hefur ekki gefið upp ástæðuna fyrir þessari ákvörðun. Stungið hafði verið upp á um 50 mönnum sem verðlauna- höfum, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Meðal þeirra munu hafa verið Luis Echeverria, forseti Mexikó, nunnan móöir Theresa, sem unniðhefur mikið liknarstarf i Kalkútta og Vestur-Bengal og Urho Kekkonen, Finnlands- forseti. Sjiang Sjing — aðeins mánuði eft- ir fráfall manns sins er hún svipt áhrifum og borin þungum sökum. armur kommúnistaflokksins sé að styrkja stöðu sina, og farið er að spá þvi að Li Hsien-nien, vara- forsætisráðherra og fyrrum náinn samstarfsmaður Sjú En-lais, muni senn taka við forsætisráð- herraembætti af Húa. Li er talinn einn fremstu manna i hægfara arminum. Af sovéskri hálfu hefur, siðan Maó lést, margsinnis verið gefið I skyn að sovétmenn séu reiöubúnir til að bæta sambúðina við kinverja. Af opinberri hálfu kínverskri hefur þó enn ekkert það komið fram, er bendi til þess að þessar vonir sovétmanna hafi við rök að styðjast. bana á Flóridasundi er vélbyssuárás var gerð á bát hans, og lýstu kúbanskir útlagar i Miami sig seka um þá árás. Fleiri svipaðir atburðir munu hafa gerst nýverið, og hafði Castro fyrr á árinu lýst þvi yfir að kúbanir sæu sér ekki annað fært en að segja upp samningnum, ef ekki yrði hér lát á. A sjöunda áratugnum var mikið um það að menn rændu flugvélum yfir Bandarikjunum og viðar og stefndu þeim til Kúbu. Muzorewa útnefnir sendi- nefnd SALISBURY 15/10 Reuter — Sá hluti Afriska þjóðarráðsins (ANC) i Ródesiu, sem Abel Muzorewa biskup veitir forustu, hefur útnefnt sendinefnd sina á ráðstefr.una i Genf um Ródesiumál. 1 nefndinni eru 31 máðu'- eða jafnmargir og nefnd sú sem Joshua Nkomo, forustumaður annars hluta ANC sem keppir við fiokksbrot Muzorewa hefur tilnefnt á ráð- stefnuna. Menn Muzorewa hafa lýst þvi yfir að þeir muni útnefna meþódistaprestinn séra Ndabaningi Sithole i nefnd sina ef hann fái ekki viðurkenningu sem fulltrúi eigin samtaka á ráðstefnunni. Breska stjórnin, sem stendur fyrir ráðstefnunni, hefur ekki boðið séra Sithole þangað, en hann telur sig vera leiðtoga Afriska þjóðarsambandsins i Zimbabwe (ZANU). Væri honum boðið, yrðu nefndir fjögurra samtaka ródesiskra blökkumanna á ráðstefnunni. 1 Salisburyer haft eftir stjórnar- embættismönnum að ráðstefnan, ásamt með ferða- kostnaði og uppihaldi fjöl- mennra nefnda, muni kosta breska skattborgara gifurlegar fúlgur. Meðal þeirra, sem biskupinn hefur tilnefnt i nefnd sinna samtaka, eru þrir, sem sitja i fangelsum Smith- stjórnarinnar af pólitiskum ástæðum og einn, sem biskupsmenn telja að sé einnig i fangelsi, en Smith-stjórnin hefur neitað allri vitneskju. um. ‘--A Finnur Jónsson við eitt verka sinna i Listasafni tslands I gær. Yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar Nýjasta verkið er varla þornað Finnur Jónsson, listmálari, er enn að störfum þótt kominn sé á niræðisaldur. I dag kl. 14 verður opnuð yfirlitssýning á verkum hans I Listasafni Islands. Þar eru sýnd 198 verk og er hið elsta frá 1920, en hinu yngsta er ólokiö, enda málað á þessu ári. Sýningin stendur i fjórar vikur og lýkur á 84 ára afmæli list- málarans 15. nóvember. A yfirlitssýningunni eru verk unnin með ýmsum efnum. Það eru oliumálverk, vatnslita- myndir, túss- og kolteikningar, klippimyndir og pastelmyndir frá hinum ýmsu skeiðum langs listferils. Sýningin er opin dag- lega frá 13.30 til 22. Loðnuveiðarnar í bið Þrír bátar enn við — veður hamlar veiðum — besti veiðitiminn eftir segja sumir fiskifrœðingar „Það má eiginlega segja aö loönuveiðarnar séu komnar I bið, eins og sagt er á máli skák- ■nanna,” sagöi Andrés Finnboga- son, starfsmaður loðnunefndar er við inntum hann frétta af loðnu- veiðunum i gær. Andrés sagði að einungis þrir bátar væru nú við veiöar, en sem stendur hamlaði veður þvi aö hægt væri aö bleyta nót. Aðalástæðan fyrir þvi hve fáir bátar eru nú við veiðarnar er sú, að þeir eru ýmist að veiða sild ■ uppi kvóta sinn hér viö land eöa i Norðursjónum. ,,Ef það hinsvegar reynist rétt, sem fiskifræðingar hafa sagt, að besti veiðitiminn sé eftir, þá má búast við að fljótlega fjölgi á miðunum, þegar bátarnir eru búnir að fylla sildarkvóta sinn,” sagði Andrés. En hann benti jafn- framt á, að nú væri komið haust og allra veðra von og þvi gæti veriö óhægt um vik fyrir báta að stunda veiöar, þar sem svo langt á haf út þarf að sækja til loðnu- veiðanna. Nú sem stendur er hafrann- sóknarskipið Bjarni Sæmundss á loðnumiðunum og veröur fróðlegt að fá að heyra niðurstöður af rannsóknum skir*-!ns. Heildarloðnuaflinn i sumar er kominn i rétt tæp 77 þúsund tonn. Langaflahæsta skipið er Sigurður RE með 10.600 lestir, en nú er verið að byggja yfir Sigurð og þvi kemur hann tæplega til að stunda loðnuveiðar meira i haust. Næst Sigurði RE kemur Súlan með 6.220 lestir og i 3. sæti Guðmundur RE með 6.000 lestir. Þau skip sem enn eru við loðnu- veiðar eru Guðmundur RE, Hrafn og Arsæll Sigurðsson. Giskað er á að meðalverð fyrir sumarloðnuna verði um 8 kr. fyrir kilóið, en hver farmur fyrir sig er fitumældur og verðlagður pft’v bvf —s.dór Kúbumenn ákæra CIA Segir upp samningi um flugrán

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.