Þjóðviljinn - 16.10.1976, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. október 1976
KOMIÐ TÍMANLEGA
Nauðungaruppboð
Kftir kröfu skiptaréttar Kópavogs og skattheimtu rlkis-
sjóös i Kópavogi verfta eftirgreindir lausafjármunir seldir
á nauftungaruppbofti, sem hefst á bæjarfógetaskrifstof-
unni aft llamraborg 7 mánudaginn 25. október 1976 kl. 14,
en verftur siftan fram haldift á öftrum stöftum, þar sem
nokkrir lausafjármunirnir eru staftsettir:
1. Ilúsgögn og heimilistæki:
sjónvarpstæki, isskápar, þvottavélar, Nilfisk ryksuga, út-
varpstæki og plötuspilarar, magnari, sófasett (4), borft-
stofuborft og 6 stólar, stofuskápur, hornborft.
2. Vinnusktlrar (nú staftsettir viö Vallartröft).
3. Kantlimingarvél (Holz-HER).
4. Iljúpfrystir og kjötsög.
5. Saumavél (rykkingavél) Pfaff.
6. Nylon húftunarofn.
7. Skurftgrafa, John Deere.
S. Valtari, Gallion, 10 smál.
Greiftsla fari fram vift hamarshögg.
Bæjarfógetinn 1 Kópavogi.
Notuð
eldhúsinnrétting
Til sölu. Upplýsingar á Barónsstig 65 ann-
arri hæð simi 18724.
þingsjá þjóðviljans
Rætt um rannsóknar
lögreglu ríkisins
1 fyrradag kom til fyrstu um-
ræðu i neðri deild Alþingis frum-
varp rikisstjórnarinnar um rann-
sóknarlögreglu rikisins, en frum-
varpið var einnig flutt á siðasta
þingi en hlaut þá ekki afgreiðslu.
Það var ólafur Jóhannesson,
dómsmálaráðherra, sem mælti
fyrir frumvarpinu i fyrradag.
Ólafur
sagði, a ð
frumvarpið
miðaði að þvi
að styrkja
rannsókn
brotamála og
tryggja að
hægt væri að
upplýsa þau.
Ráðherrann
Jóhannesson kvaðst viður-
kenna að
dómskerfið og rannsóknakerfið
væri of seinvirkt, en hins vegar
væru það órökstuddar stað-
hæfingar, að fjöldi mála lægi
óupplýstur. Á þessu ári hafi t.d.
verið framin 4 morð hér á landi,
og tekist hafi að upplýsa þau öll
innan mjög skamms tima.
Verst af öllu væri það, ef sak-
lausir menn væru dæmdir, en um
þaö kvaöst ráðherrann ekki vita
dæmi hér á landi.
Þetta frumvarp kvað ráðherr-
ann ekki vera neina töfralausn,
og fleiri endurbætur þyrftu aö
koma til á réttarkerfinu. Fleiri
frumvarpa mætti værtta siöar á
þinginu um þessi mál, Aðalmark-
miðið hlýtur að vera að koma i
veg fyrir að afbrot séu framin,
sagði ráðherrann, en til þess duga
ekki bara lög, hversu góð sem þau
eru. Ólafur lét i ljós þá skoðun að
áhrif sjónvarpsins hafi verið
miður heppileg og aukið á glæpa-
tilhneigingar hjá landslýðnum. —
Og hvaða áhrif hafa skólarnir i
mótun hugarfars? spuröi ráð-
herrann og hann bætti við: —
Sækja nemendur máske þangað
einhvern leiða.eða einhvern þann
hugsunarhátt, sem er öndverður
við það þjóðfélag, sem hefur
haldiðþeim i skóla, e.t.v. nauðug-
um?
— Þetta biður félagsfræðinga
að rannsaka, sagði Ólafur Jó-
hannesson.
Aö lokinni ræðu ráðherra tóku
nokkrir þingmenn til máls.
Sighvatur Björgvinsson lýsti
stuðningi þingmanna Alþýðu-
flokksins við frumvarpið, og taldi
að átt hefði að samþykkja það
strax i fyrra.
Ingólfur Jónssonsagði að frum-
varpið hefði stöðvast i allsherjar-
nefnd í fyrra vegna þess, að
margar umsagnir, sem nefndinni
bárust um það, hafi verið mjög
neikvæðar. Þess vegna hefði
meirihluti nefndarinnar viljað at-
huga málið betur, enda hafi hvort
sem er ekki verið gert ráð fyrir I
frumvarpinu að lögin tækju gildi
fyrr en 1. janúar 1977.
Sagðist Ingólfur nú vilja vinna
aö þvi, að frumvarpið yröi sam-
þykkt, e.t.v. með einhverjum
breytingum, og að lögin gætu
tekið gildi eins og upphaflega var
ráðgert.
Tómas Árnasontaldi slæmt, að
frumvarpiö hefði ekki verið sam-
þykkt i fyrra, þvi að illt væri að
missa tima i þessum efnum.
Friftjón Þóröarson sagði að góð
iöggjöf leysti ekki allan vanda.
Þetta mál yrðu þingmenn að
skoða vandlega og rasa ekki um
ráð fram. Málið væri mikilvægt.
Svava
Jakobsdóttir
sagðist hafa
stutt það i
allsherjar-
nefnd i fyrra,
að málinu yrði
frestað til
hausts, þar
sem umsagnir
hefðu sýnt að
það þyrfti
frekari athug-
unar við, og frumvarpinu hvort
sem er ekki ætlað að taka gildi
fyrr en um næstu áramót. Hins
vegar kvaðst Svava hafa verið
þvi fylgjandi, að heimila fjölgun
rannsóknarlögreglumanna engu
að siður,— en sú tillaga hafi
einnig verið lögð i salt af þinginu i
fyrra.
Þá kvaðst Svava vilja benda á,
að ef við hefðum efni á að verja
meira fé til lögreglustarfa, þá
hlyti þjóðfélagið ekki siður að
hafa efni á fjárveitingum sem
miðuðu að þvi að koma i veg fyrir
afbrot. í þvi sambandi nefndi
Svava þörfina á þvi, að
sjónvarpið flytti þætti sem vöruðu
við og vörpuðu ljósi á starfsemi
eiturlyfjahringa.
Sighvatur Björgvinsson tók
aftur til máls og aö lokum talaði
Karvel Pálmason, sem kvaðst
styðja frumvarpið.
Svava
Jakobsdóttir
Leiklistarlög rædd í
Blikkiöjan
Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö.
SÍMI 53468
efri deild
1 efri deild Alþingis var i fyrra-
dag tekið til fyrstu umræðu frum-
varp rikisstjórnarinnar um ný
leiklistarlög.
Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra mælti fyrir
frumvarpinu og gerði grein fyrir
efni þess, en i athugasemdum
með frumvarpinu segir m.a.:
„Frumvarpi þessu, ef að lögum
verður, er ætlað marka i megin-
dráttum hversu haga beri
stuðningi rikisvaldsins og
sveitarfélaga, við leiklistarstarf-
semina. 1 þvi ( ru hins vegar engin
fyrirmæli un. fjárhæðir fram-
laga, en gert er ráð fyrir að þær
Týli hf.
Austur-
stræti 7.
Sjónaukar
í öllum
stæröum
fyrirliggjandi
verði ákveðnar i fjárlögum
hverju sinni.
Stofna skal leiklistarráð með
aðild þeirra sem ætla má að eink-
um láti leiklist til sin taka. Þvi er
ætlað ,,að vera vettvangur
skoðanaskipta og umræðna um
leiklistarmál og stuðla að stefnu-
mótun á þvi sviði á hverjum
tima.” Leiklistarráð kýs þriggja
manna framkvæmdastjórn.”
Frumvarp þetta var einnig flutt
á þinginu i fyrra, en hlaut þá ekki
afgreiðslu. í frumvarpinu er
ákvæði um að sveitarfélögum sé
skylt að leggja fram jafnháa upp-
hæð og rikið kann að láta I té iil
styrktar þessari eða hinni leik-
sýningu.
Helgi Seljan fagnaði þvi að
frumvarpið kæmi nú svo snemma
fram, og kvaðst vona að það feng-
ist samþykkt á þessu þingi. Sagöi
hann þaö mikið áhugamál leik-
félaganna úti um land, aö frum-
varpið yrði samþykkt. Aðal-
atriðiö væri þó að fá hækkaðar
nokkuð fjárveitingar til leik-
listarinnar, en i fjárlagafrum-
varpinu væri gert ráð fyrir
óbreyttri krónutölu, þrátt fyrir
mikla verðbólgu. Þingmaðurinn
kom siðan með nokkrar
ábendingar varðandi einstakar
greinar frumvarpsins.
Albert Guftmundsson andmælti
þeirrikvöð, sem frumvarpið felur
I sér gagnvart sveitarfélögunum,
um fjárútlát.
Axel Jónsson benti Albert á, að
svipuð ákvæði væru fyrir hendi I
núgildandi lögum.