Þjóðviljinn - 16.10.1976, Side 11
Laugardagur 16. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Gunnar Kvaran
Erling Blöndal Bengtsson leikur svitur Bachs hjá Kammer-
músfkklúbbnum.
Erling Blöndal Bengtsson
leikur svítu Bachs hjá
Kammermúsíkklúbbnum
Kainmermúsikklúbburinn hef-
ur nú starfsáriö 1976-1977 meö
þvi aö prófessor Erling
Blöndal Bengtsson flytur allar
sex svitur J.S. Bach fyrir ein-
leikssello á tvennum tónleikum i
Bústaöakirkju, sunnudaginn 17.
október og þriöjudaginn 19.
október.
Fyrir réttum 40 árum kom
prófessor Erling Blöndal
Bengtsson, þá rúmlega 4 ára
gamall, fyrst fram á tónleikum i
Kaupmannahöfn.
Starfsemi Kammermúsik-
klubbsins hófst i febrúar 1957 og
á klúbburinn þvi 20 ára afmæli á
næsta ári. t þvi tilefni eru ráö-
geröir afmælistðnleikar
snemma á næsta ári, en ekki
hefur endanlega veriö gengiö
frá efni þeirra.
A 4. og 5. tónleikum starfsársins
veröur haldiö áfram heildar-
flutningi strengjakvartetta
Beethoven og flytur þá Sinn-
hofer kvartettinn frá Þýzka-
landi sex Strengjakvartetta
Beethoven.
Félagar i Kammermúsik-
klúbbnum eru um 200, en heppi-
legt er aö auka þá tölu nokkuö.
Þeir sem vilja gerast félagar
eru beönirað koma nokkru fyrir
tónleikana i Bústaöakirkju til
innritunar.
Magnús A. Arnason viö eitt verka sinna.
Torfi Jónsson
sýnir á Loftinu
Torfi Jónsson opnar i dag kl. 2
myndlistarsýningu á Loftinu á
Skólavörðustig 4. Listamaður-
inn sagði okkur, þegar við litum
inn til hans, aö þegar væri ljóst
að á sýningunni yröu um 40
myndir, en að þær gætu vel
oröiö fleiri. Flestar myndanna,
eða yfir 30, eru vatnslitamyndir,
hinar skriftgrafik og teikningar.
Sýningin stendur yfir i tvær vik-
ur og verður opin kl. 2-6 á
laugardögum og 9-6 aöra daga
nema sunnudaga.
Torfi kvað hér raunar vera
um aö ræöa framhald sýningar,
sem hann heföi veriö meö á
vinnustofu sinni á Skúlagötu 61
og ætlaö fyrst og fremst vinum
og kunningjum, en vegna
margra áskorana heföi hann
ákveöið að setja upp opinbera
sýningu i hentugu húsnæöi.
Þetta er fyrsta sýning Torfa á
tslandi, en hann hefur tekiö þátt
i samsýningum i Frakklandi og
Þýskalandi.
Brúöur Jóns E. Guömundssonar
á sýningunni.
Brúðusýning í
anddyri
Kjarvalsstaða
Um þessa helgi byrjar Jón E.
Guðmundsson sýningar með
brúðuleikhúsi i austurgangi
Kjarvalsstaða og veröa tvær
sýningar á dag, kl. 5 og 9. Hver
sýning stendur yfir 45 minútur.
Sýningar þessar eru einkum
ætlaðar börnum og unglingum
og kostar aögangur 300 kr. Af
hálfu Kjarvalsstaöa er hér um
tilraun að ræöa, þvi aö ef
aösókn verður góö, er fyrir-
hugað að Jón haldi áfram
sýningum með brúðuleikhús sitt
um helgar.
Klassísk
gftartónlist
á sunnudag
A morgun munu félagar i
Félagi áhugamanna um klass-
iska gitartónlist koma saman i
kjallara Tónabæjar kl. 14. Starf-
semi félagsins hefur legiö niöri
um nokkurt skeið, en er nú
endurvakin. Ollu áhugafólki um
sigilda gitartónlist er velkomið
aö lita inn. Upplýsinga er hægt
aö afla hjá forsvarsmönnum
félagsins, þeim Kjartani
Eggertssyni, i sima 74689 og
Jóni Ivarssyni, i sima 71246.
Leiklestur
á Don Juan
Fitjað verður upp á nýjung á
Litla sviöi Þjóðleikhússins
næstkomandi þriðjudagskvöld.
Þar veröur fluttur i upplestrar-
formi leikþátturinn Don Juan i
Helviti eftir George Bernhard
Shaw. Þáttur þessi er hluti af
leikritinu Man and Superman,
sem i islenskri þýöingu Menn
og ofurmenn. Þátturinn um Don
Juan er draumkafli i leikritinu,
en oft fluttur einn sér, enda
sjálfstæö heild.
Leikstjóri er Baldvin
Halldórsson en fjórir leikarar
lesa hlutverkin: Gunnar
Eyjólfsson er i hlutverki Don
Juans, Erlingur Gislason les
Djöfulinn, Margrét Guömunds-
dóttir önnu og Ævar R. Kvaran
er i hlutverki styttunnar.
Leikritib Menn og ofurmenni er
meðal þekktari verka Shaws og
hefur þaö veriö flutt hér i útvarp
en aldrei leikiö.
Sem fyrr segir veröur flutn-
ingurinn á Don Juan á þriðju-
dagskvöld kl. 20:30 og verður
endurtekinn kvöldiö eftir. Gefi
tilraun þessi góöa raun er fyrir-
hugaö framhald á og fleiri verk
tekin til flutnings siðar i vetur.
Magnús Á. Árnason á
Kjarvalsstöðum
Magnús A Arnason, listmál-
ari, opnar myndlistarsýningu i
austursal Kjarvalsstaöa i dag,
og stendur sýningin til 31. þ.m.
og verður opin klukkan 2-10 siö-
degis alla dagana nema á
mánudögum. Magnús sýnir
þarna 101 verk, flest þeirra mál-
verk, en einnig átta höggmyndir
og nokkrar kaffi- og blekteikn-
ingar. Flest verkanna á sýning-
unni eru frá siðustu árum og þá
einkum frá siðastliðnu ári.
Sumar kaffi- og blekteikning-
anna eru þó heldur betur eldri,
eöa frá árunum 1933-34. Kvað
Magnús þær hafa verið týndar
en fundist nýlega.
Magnús sagöi blaöamanni
Þjóöviljans aö sjö ár væru siöan
hann hélt sýningu siöast. Hann
hefur margoft sýnt bæöi hér
heima og erlendis, og kvaðst
hann sjálfur ekki hafa haft
neina tölu á þvi, hve oft hann
heföi haldiö sýningar, bæöi einn
og meö öðrum, nema þab aö
hann heföi haldið 11 sýningar
hér á landi utan Reykjavikur.
Landslagsmyndir eru mjög
margar á þessari sýningu, enda
kvaöst Magnús mest hafa gert
af þvi að mála landslag, portrett
og blóm.
dþ.
Skemmtanir
fóstbræðra
Karlakórinn Fóstbræður
gengst fyrir skemmtikvöldum
fyrir styrktarfélaga sina i
félagsheimili kórsins aö Lang-
holtsvegi 109-111. Skemmt-
anirnar verða haldnar föstu-
dags- og laugardagskvöld
sennipart október og fyrripart
nóvembermánaöar. Þær hefjast
kl. 20.30 öll kvöldin.
Kórinn syngur nokkur létt lög.
Stjórnandi kórsins Jónas Ingi-
mundarson leikur á pianó.
Blandaður kór Fóstbræöra og
eiginkvenna þeirra syngur.
Ómar Ragnarsson kemur fram
og eiginkonur fóstbræöra sýna
leikþætti um stööu konunnar i
ýmsum löndum undir stjórn
Sigriðar Þorvaldsdóttur
leikara.
Miðasala er i Fóstbræöra-
heimilinu á fimmtudögum frá 18
til 20 á fimmtudögum og frá 19
sýningardagana. Upplýsingar i
sima 85206.
og Gísli
Magnússon í
Austurbæjarbíói
1 dag kl. 14.30 halda Gunnar
Kvaran, sellóleikari, og Gisli
Magnússon pianóleikari, tón-
leika á vegum Tónlistafélags
Reykjavikur i Austurbæjarbiói.
Tónleikar þessir eru þriðju tón-
leikar félagsins á starfsvetrin-
um 1976-1977.
A efnisskrá tónleikanna er
einleikssvita fyrir selló nr. 2
eftir S.S. Bach, Fantasiestucke
eftir R. Schumann. Elegie eftir
G. Fauré. Siöan er verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson sem
heitir ,,Oft vex leikur af litlur”.
Siöasta verkiö er sónata op. 40
eftir D. Schostakovitsh.
Alls munu veröa haldnir 9
tónleikar á vegum Tónlistar-
félagsins i vetur. Af þeim sem
framundan eru má nefna:
Guöný Guömundsdóttir, Hafliöi
Hallgrimsson, og Philip Jenkins
i jánúar. Franski fiölul. Jan
DOBRZELEWSKI, Pina
CARMIRELLI, og Arni Kristj-
ánsson. Stuttgartkammer-
hljómsveitin undir stjórn Karls
Munchinger, heldur tón
leika hér i mars. Selma
Guömundsdóttir, pianóleikari i
april og siðan heldur söngvarinn
Peter Pears tónleika i lok mai.
Tónlisarfélaeið eetur bætt viö
sig nokkrum áskrifendum.
Einar Hákonarson meö stórsýningu á Kjarvalsstöðum
Einar Hákonarson á
Kjarvalsstöðum
Einar Hákonarson listmálari
opnar málverkasýningu kl. 14 i
dag, laugardaginn 16. okt. i
vestursal Kjarvalsstaöa.
Sýningin veröur opin til 25. okt.
A sýningunni eru 88 ný málverk,
og segir i tilkynningu frá listráöi
Kjarvalsstaða aö verk þessi
marki að mörgu leyti þáttaskil i
listsköpun Einars. Hann hefur
áður haft fimm einkasýningar
og auk þess tekið þátt i fjöl-
mörgum alþjóölegum sýningum
og samsýningum innanlands.
Hann hefur hlotið verölaun fyrir
málverk og grafik erlendis.
Björn Th. Björnsson segir m.a.
um sýningu Einars i formála að
málverkaskrá:
,,Hann er teiknari og mynd-
skipunarmaður fyrst og fremst.
agaður af góöum skólum og
löngu starfi aö svartlist, þar
sem reynir ekki sist á þá frum-
þætti myndgerðar sem hér er
haldið til skila.” dþ
Torfi Jónsson á Loftinu
Eiginkonur fóstbræðra sýna
stöðu konunnar i ýmsum
löndum á skem mtikvöldum
kórsins.