Þjóðviljinn - 16.10.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 16.10.1976, Síða 16
MOÐVIUINN Laugardagur 16. október 1976 Alþýðubandalagið um nefndaskipan Engin áhrif á störf VL-málið gegn Þjóðviljanum 8 tíma málflutningur, en lauk þó ekki Alþingis Þingflokkur Alþýöubandalags- ins hefur tiinefnt Lúövik Jóseps- son i nefnd þá um veröbólguþró- unina sem rikisstjórnin hefur óskað eftir að þingflokkarnir til- nefndu fulltrúa i ásamt fleiri aöil- um. i bréfi Alþýðubandal. segir: Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefir tilnefnt Lúðvik Jóseps- son sem fulltrúa i þá nefnd, sem þér óskið tilnefningar i með bréfi yðar frá 8. okt. s.l. Það skal skýrt tekið fram, að þingflokkur Alþýðubandalagsins telur aö skipan umræddrar nefndar og þátttaka i störfum hennar, hafi engin áhrif á flutning og afgreiðslu mála á Alþingi um efnahagsmál, né heldur geti hún á nokkurn hátt haft áhrif á gang launamála i landinu almennt.” Klukkan niu f gærmorgun hófst málflutningur i máli VL- inga gegn Svavari Gestssyni, ritstjóra, fyrir hönd Þjóðvilj- ans. Hófst flutningur með ræðu lögmanns VL, Gunnars M. Guð- mundssonar hrl. Stóð ræða hans frá kl. 9.30-12 og frá 1-3.10, en þá tók við Ingi R. Helgason, hrl. lögmaður Þjóðviljans. Talaði hann til klukkan hálfsjö um kvöldið. Lauk málflutningi ekki og verður honum framhaldið i dag árdegis. Dómari i málinu er Garðar Gislason. Mál þetta er umfangsmesta Andri Gils Svava Thor meiðyrðamál, sem komið hefur fyrir borgardóm Reykjavikur. Á myndinni eru vottar og dómari til vinstri, lögmaður VL sitjandi og i ræðustól lögmaður Þjóðviljans Ingi R. Helgason. • Fundur hefst i Stapa kl. 14 • Baráttuvaka i Stapa kl. 20 i kvöld • Fundur i Sigtúni 9-19 ásunnudag Viðamikil ráðstefna herstöðvaandstæðinga Ráðstefna Samtaka herstöðva- andstæðinga hefst i Stapa kl. 13 f dag. Um hádegi í gær höfðu lið- lega 250 manns skráð sig á ráð- stefnuna en skráningu lýkur ekki fyrr en kl. 14 á sunnudag. Menn gcta þvi sótt ráðstefnuna seinni daginn, þó að ekki sé timi til aó vera á henni báða dagana. Ráð- stefnugjald hefur verið ákveðiil 2000 kr. og veður hluta þess varii) til að greiða niður flugfargjöld gesta utan af landi. Gjaldið skal greiða við innganginn. 1 dag verða fjögur framsögu- erindi flutt. Fyrstur talar Andri tsaksson, formaður miðnefndar og gerir grein fyrir störfuiri hennar. Þá mælir Gils Guð- mundsson fyrir tillögu miðnefnd- ar að lögum fyrir samtökin, en siðan verða kynnt drög að stefnu • skrá. Það gera þeir Gunnar Andrésson, Ari Trausti Guð- mundsson, Ragnar Stefánsson og', Ásmundur Asmundsson. Lokíi verður starfsáætlunin rædd og; hefur Svava Jakobsdóttir fram- sögu um það mál. Aætlað er að þessir dagskrár- liðir og umræður um þá standi tii kl. 18.30 en þá verður fundarhlé. Kl. 20 hefst svo kvöldvaka of! verður þar margt á dagskrá. Starfshópur um alþýðu- menningu byrjar á þvi að raule. lög um herinn og baráttu is- lendinga, spánverja og Chilebúá. gegn honum. Þá les Birgir Svan eigin ljóð og á eftir flytur Thor Vilhjálmsson ræðu, sem er jafn framt aðalræða kvöldsins. Næstl les Ingibjörg Haraldsdóttir úr ljóðum sinum og Baldvin Hall- dórsson les ávarp frá Indiana- höfðingja. örn Bjarnason syngur þvinæst baráttusöngva, Óskar Halldórsson les úr ljóðum Jó- hannesar úr Kötlum og að lokum: syngja félagar úr ýmsum áttunri lag og ljóð Þorsteins Valdemars- sonar ,,Þu veist i hjarta þér.” Munið að skráning á ráðstefnuna fer fram en þá verður Sigtúni lokað. Ráðstefnugjald Kynnir á kvöldvökunni er Stein- unn Jóhannesdóttir Seinni daginn, sunnudag verður ráðstefnunni fram haldið Sigtúni i Rvk. Hefst fundur kl 9.30 og starfa þá umræðuhópai um lög, stefnuskrá og starfs áætlun samtakanna. Þeim ei ætlað að ljúka störfum á hádegi Að hádegisverðarhléi loknu gera hóparnir grein fyrir störfumi sinum og þvinæst verða frjálsar umræður. Þá verða tillögur af- greiddar og i lokin verður kosið i miðnefnd. Áður en ráðstefnunni verður slitið mun Gunnar Guttormsson stjórna baráttusöng fundargesta við undirleik Eliasar Daviðssonar. Framhald á bls. 14. til kl. 14 á sunnudag, er kr. 2000. Notuðu þyrlu í þriðju leitir Menn eru sifellt aö taka tæknina meira og meira I sina þjónustu. Og um leið hverfur „.sjarminn” af sumum verkum, sem' um aldaraðir hafa verið unnin af mönnum án mikilla hjálpargagna. Eitt af þvi sem hefur haft yfir sér sérstakan biæ i þjóðlifi islendinga um aldir eru göngur og réttir og svo er enn. En nú eru menn lika farnir að nota tæknina við göngur eins og fleira. Þannig höfðu mývetningar það amk. þegar þriðju leitir áttu að fara fram, að þeir fengu sér þyrlu og flugu yfir það svæði, sem menn hefðu annars farið gangandi eða riðandi á hestum. „Þetta er i fyrsta sinn, sem við notum þyrlu i leitir,” sagði Erlingur Sigurðarson bóndi að Grænavatni i Mývatnssveit, er við ræddum við hann i gær, og spurðumst frétta af þessari nýstárlegu „smölun” ,,og þetta gekk ljómandi vel”, sagði Er lingur. Eins og gefur að skilja tók þessi leit mun skemmri tima en ef leitað hefði verið uppá gamla mátann. Flogið var yfir stórt svæði part úr degi. Flogið var norður fyrir Gæsafjöll austur að Dettifossi og siðan suður hjá Bláfjalli og þaðan suður yfir Bruna og austan við Dyngju- fjöll, austur með þeim og allt til Kollóttu Dyngju, sunnan við Herðubreið og austur að Jökuls- á og þar norður siðan og suður yfir fjöllinn aftur, norðan við Búrfell. 1 þessari þyrluleit náðu menn 14 kindum og tóku um borð i þyrluna en þeií sáu fleiri kind- ur,sem svo voru sóttar dag- inn eftir. Til að handsama kindurnar þarna á reginfjöllum, var notuð tik, sem er einstakur smalahundur og nefnd er Týra. Hún hljóp kindurnar uppi og hélt þeim, þar til menn komu höndum yfir þær. Geta má þess að þarna var flogið yir stærra svæði en vana- lega er farið i göngum og á sum- Sigurður Þórisson frá Grænavatni, Jón Armann Pétursson og Jón Heiðberg flugmaður á hlaðinu að Grænavatni eftir að farið hafði verið I leitir I þyrlu. Tikin Týra, sem sést á myndinni, ásamt einu af þeim lömbum sem handsömuð voru á reginfjöllum, lék stórt hlutverk i þessari sérstöku leit, hún hljóp uppi 14 kindur og hélt þeim þar til menn komu og handsömuðu þær. (Ljósm. Erlingur Sigurðarson) um svæðum sem ekki eru geng- in náðust kindur, sem annars hefðu ekki komið fram. Erlingur tók fram, að þyrlu- timinn væri mjög dýr, en hins vegar væri það lika dýrt að taka menn frá haustönnumog senda i leitir og þessar þyrluieitir hefðu sparað mjög mikinn tima og mannafla, þannig að sennilega væri nokkuð jafnvægi á þegar upp væri staðið. En þrátt fyrir þetta flug, fóru menn i þriðju leit, en vegna þess að búið var að fljúga yfir mestan part af svæðinu, þurfti miklu færri menn og þeir sem fóru þurftu ekki að fara yfir nema brot af þvi svæði, sem þeir annars hefðu þurft og gátu i mörgum tilfellum gengið að kindunum visum eftir tilsögn þeirra, sem flugu yfir svæðið daginn áður. S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.