Þjóðviljinn - 22.10.1976, Page 1
UÚÐVIUINN
Föstudagur 22. október 1976 — 41,árg. 237. tbl.
Þær sátu hinar rólegustu meö kaffibollana sfna á skrifstofu Hverageröishrepps I gær þegar Þv. bar aö
garði. Frá vinstri eru þær Erla Guömundsdóttir, Sigriöur Sigurjónsdóttir og Sóley Jónsdóttir. Mynd:
—gsp.
Verkfallið í Hveragerði ekki að ástœðulausu
Það munar þrjátíu
þúsundum á launum
gjaldkera Hveragerðishrepps
(kona) og Selfosshrepps (karl)
Það er svo sannarlega
ekki að ástæðulausu að
nokkrir starfsmenn
Hveragerðishrepps eru
núna í setuverkfalli. Heil-
um nfu launaflokkum
munar t.d. á gjaldkera
Hveragerðishrepps (konu)
oggjaldkera Selfosshrepps
(karlmanni). I krónutölu
er munurinn rúmar þrjátiu
þúsund krónur og sam-
svarandi launamunur er,
að sögn starfsfólksins, á
öðrum störfum i Hvera-
gerði annars vegar og öðr-
um sveitarfélögum á Suð-
urlandi hins vegar.
í gær reyndi blm. Þjv. árang-
urslaust aö hringja á hreppsskrif-
stofurnar til aö hafa tal af konun-
um, sem þar sitja aögeröarlaus-
ar. Þær hins vegar svöruöu ekki i
sima svo ekki var um annaö aö
ræöa en aö drifa sig yfir Hellis-
heiöina og taka af þeim myndir á-
samt viötali.
Þær Erla Guömundsdóttir, Sig-
riöur Sigurjónsdóttir og Sóley
Jónsdóttir sögöust hafa fariö i
þetta verkfall eftir margítrekaö-
ar en gjörsamlega árangurslaus-
ar tilraunir til að fá leiöréttingu
Framhald á bls. 14.
Kosningar til hátíðarnefndar 1. des.
Listí Verðandi
• ' li?l • •• •
sjalikjormn
Vaka sœttir sig ekki við niðurstöður
almenns stúdentafundar
— Þaö hlálega gerðist á stúd-
entafundinum i fyrradag, að
Vökumenn, sem hæst hrópa um
lýðræðisleg vinnubrögð, gátu ekki
sætt sig við þá niðurstöðu mikils
meirihluta stúdenta á almennum
fundi, að ekki væri ástæða tii að
breyta núgildandi reglugerð um
1. des.-kosningarnar, sagði Páll
Baldvinsson varaformaður Stúd-
cntaráðs i samtali viö blaöiö um
kosningarnar til hátíðanefndar-
innar.
— Samt var það Vaka ásamt
fleiri, sem kraföist þess, aö gert
yröi út um málið á almennum
fundi, sagöi hann. Þegar úrslit
voru kunn ákvaö Vaka aö draga
framboö sitt til baka og taka ekki
þátt i kosningunum og maöur get-
ur látið sérdetta i hug, aö meö þvi
séu þeir aö ganga erinda aftur-
haldsmeirihlutans i útvarpsráöi.
Kannski ætlar útvarpsráö aö nota
þetta sem rök fyrir þvi, að leyfa
ekki útvarp frá dagskránni 1. des.
en raddir voru uppi um þaö i
fyrra, aö e.t.v. væri þaö i siöasta
sinn, sem útvarpað yröi dagskrá
stúdenta 1. desember, sagði Páll.
Kjörfundurinn I Sigtúni var
samt haldinn og var listi Verö-
andi sjálfkjörinn. Þessir menn
voru kosnir I 1. des.-hátiðar-
nefnd: Friörik Þór Friöriksson,
bókmenntafræðinemi, örlygur
Jónsson, lögfræöinemi, Heiöbrá
Jónsdóttir, stæröfræöinemi,
Páll Baldvinsson.
Pétur Tyrfingsson, þjóöfélags-
fræöinemi, Halldór Guömunds-
son, bókmenntafræðinemi,
Kristin Jónsdóttir, íslenskunemi
og Þorlákur Jónsson, sálarfræöi-
nemi.
Páll sagöi, aö nú yröi fariö aö
vinna aö dagskránni af fullum
krafti, en hún veröur eins og
kunnugt er um launamál náms-
manna og verkalýös. — Unniö
veröur I opnum hópum, sagöi
Páll, og viö biöum spennt eftir
þvi, aö vökumenn komi og vinni
meö aö dagskrá um kjaraskerö-
ingu alþýöu.
—hs.
Abending um
forsetakjör í
Sjómanna-
sambandinu
225 undirmenn á 21 togara
lýsa stuðningi við Oskar
Tvö hundruö tuttugu og fimm á Þá skoöun aö Oskar Vigfússon
undirmenn á 21 togara hafa sent sé fuhtrúi starfandi sjómanna.
Sjómannasambandi Islands Undir áskorunina rita undir-
skeyti, þar sem lýst er ein- menn á 21 togara, á b.v. Júni (12
dregnum stuöningi viö Öskar menn) Jóni Vidalin (5 menn),
Vigfússon, formann Sjómanna- Runólfi (12), Þormóöi Goöa (10),
félags Hafnarfjaröar. Segir i Otri (7), Vigra (13), Mai (17),
áskoruninni aö þess sé vænst að Sléttbak (16), ögra (12), Engey
þessi stuðningur viö Óskar (12)> Haröbak (11), Karlsefni
Vigfússon veröi hafður til hliö- 113)> Kaldbak (12), Eriingi (10),
sjónar um vilja sjómanna i sam- Hjörleifi (9), Guðsteini (14),
bandi viö forsetakjör i Sjómanna- Haraldi Böövarssyni (10),
sambandi Islands, en þing hefst I Guömundi Jónssyni (10), Aöalvik
dag. Nokkur formannsefni hafa (10), Dagstjörnunni (10) og
veri nefnd i sambandi viö for- Framtiöinni (10). Þess skal getið
setakjör i Sjómannasambandinu a& á smærri togurunum eru
og: með áskorun er lögö áhersla undirmenn yfirleitt 10.
Bókmenntaverölaun Nóbels:
Saul Bellow
Bandarískur rithöfundur
af gyðingaættum, Saul
Bellow, hlaut bókmennta-
verðlaun Nóbels í ár. I
greinargerð Sænsku aka-
demiunnar er um það
talað, að hann hljóti
verðlaunin fyrir mann-
legan skilning og fíniega
skilgreiningu nútíma-
menningar sem sameinist í
verkum hans.
Þar meö hafa bandarikjamenn
hlotið öil nóbelsverðlaun I ár
nema friðarverðlaun, sem veröa
ekki veitt, og rekja menn þau sér-
stæöu tiöindi tii þess, að Banda-
rikin eiga 200 ára afmæli á þessu
ári.
Bandariskur rithöfundur hefur
ekki hlotiö Nóbelsverölaun I
bókmenntum siöan John Stein-
beck hlaut þau áriö 1962. Aörir
bandariskir höfundar sem verö-
launin hafa fengið voru Sinclair
Lewis, Eugene O’Neill, Pearl
Buck, William Faulkner, Ernest
Hemingway.
Verölaunahafinn var staddur i
Chicago þegar honum bárust
fréttirnar og var hann sagður
hissa og glaður.
Sjá síöu 3
Landsvirkjun tekur til sinna ráða:
Yfirstjórn tekin
af júgóslövunum
Landsvirkjun hefur
ákveðið að svipta júgóslav-
neska verktakafyrirtækið
Energoprojekt yfirstjórn
framkvæmda við Sigöldu.
I samningum er heimild
fyrir því að Landsvirkjun
geti gripið inn i verk-
stjórnina, ef sýnt þykir að
tímasetningar standast
ekki.
Fram á haustiö var vonast til
þess aö takast mætti aö hleypa
vatni á fyrstu vélasamstæðuna
viö Sigöldu fyrir áramót, þrátt
fyrir aö ýmsar ófyrirsjáanlegar
tafir hafi oröiö á byggingar-
timanum, en nú þykir ljóst, aö
þaö muni ekki takast, nema aö
sérstakar ráöstafanir komi til.
í fréttatilkynningu frá Lands-
virkjun I gær er komist þannig aö
oröi aö starfsmenn hennar muni
taka þátt 1 stjórnun verksins en i
raun mun þaö þýöa aö júgóslav-
nesku verktakarnir þurfa aö fara
i einu og öllu aö fyrirmælum
Landsvirkjunar.
Ekki er óliklegt aö skuldaskil
Landsvirkjunar og Energopro-
jekts veröi langvinn, þvi áöur
hefur komiö fram aö júgóslav-
arnir telja sig eiga skaöabóta-
kröfu á Landsvirkjun vegna
rangra upplýsinga i útboðs-
lýsingu. Nú svarar Landsvirkjun
meö þvi aö taka fram fyrir hend-
urnar á Energoporjekt vegna
slæmrar verkstjórnar og litils
framkvæmdahraöa.
Skattar
fyrirtækja
1 greinargerö meö tillögu til
þingsályktunar, sem Ragnar
Arnalds, alþm., hefur lagt
fram nýlega kemur i ljós, aö
483 fyrirtæki eru algjörlega
skattlaus þótt þau greiöi 362
milj. kr. i aöstööugjöld og hafi
'trúlega um 39 þús. milj. kr. i
veltu.
Sjá nanar i þingfréttum.
Sjá síðu 6