Þjóðviljinn - 24.10.1976, Page 2

Þjóðviljinn - 24.10.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. október 1976 fil hnífs og skeidar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Meira um ávaxtamauk Ester Rut hringdi og vildi bæta einni uppskrift við þær sem við birtum um daginn af hráu ávaxtamauki. Hún sagöist hafa búið þetta mauk til i ein 15 ár og það væri alltaf jafn vinsælt. Svona er uppskriftin: 2 appelsinur 3 sítrónur 1 pk aprikósur sama magn af sykri (eða púðursykri) Avextirnir hakkaðir og vikt- aðir (börkurinn meö). Sama magn af sykri sett út i og hrært vel saman. Látið standa i amk 12 tima i skál og hrært i af og til. Best er að nota púðursykur, hann er hollari en hvitur sykur. Ester sagði að þetta mauk geymdist mjög vel i krukkum með góðu loki á köldum stað. Hún sagðist aldrei setja viðbótarefni i ávaxtamauk eða berjasaft, en hana gerir hún úr sama magni af sykri og saft og notar ekkert vatn. Úr eldspýtustokkum og pappa: Lítil hús og stór Eldspýtustokkar eru til ýmissa hluta nytsamlegir þegar búið er að tæma þá. Þá má nota til að lima á pappaspjöld, mála þá og lima á þá glugga og hurð- ir. Þannig ma byggja heila stór- borg. Lánið börnunum myndir af húsum, bilum, trjám o.s.frv. til að lima á myndina með eld- spýtustokkunum og gera hana enn fjölbreyttari. Þá eru eld- spýtustokkar tilvaldir i húsgögn i dúkkuhúsið. Dúkkuhúsið úr pappakassanum yrði áreiðan- lega vel þegin jólagjöf eða af- mælisgjöf. Settar eru tvær spýt- ur i gegnum pappakassa, á þær limdur botn úr pappa og þá er búið að byggja tvær hæöir. Hús- ið er „veggfóðrað” að innan með skrautlegum gjafapappir eða veggfóðri, klipptar hurðir og gluggar, og húsgögn gerð úr eldspýtustokkum, litlum pappa- kössum, svampbútum, gömlum trékubbum, plastilátum o.s.frv. Klippt gluggatjöld og hengd fyrir gluggana. Húsið er málað að utan og einnig má gera garð með mosa, steinum o.s.frv. Púslu-veggmynd Hér er ennþá meiri handa- vinna, sem börn og fullorðnir geta gert i sameiningu. Teikn- aðar eru myndir af 5 persónum. Þessar myndir eru siðan klippt- ar út úr filti eða öðru þykku efni og hver limd á efnislengju: Efnislengjan er siðan klippt i þrennt, brotið upp á brúnirnar (þærmá lima eða sauma), sett- ar smellur i hornin eöa falskur rennilás, og siðan er myndunun. smellt á strigateppi. Strigatepp- ið hangir á bambusstöng og á það eru auðvitað festar smellur eða rennilás eins og á ferhyrn- ingana. Siðan er hægt að raða ferhyrningunum saman eftir vild. Eigi maður saumavél er ennþá betra að sauma filtmynd- irnar fastar á eftir að búið er að lima þær og siðan eru augu, munnur, nef o.s.frv. saumað i höndunum. Þetta getur veriö litil mynd eða stórt veggteppi eftir vild. Peysa úr hekluðum ferhyrningum Hér er peysa á 6—8 ára, gerð úr ullargarni (eða bómull) sem úr eru heklaðir 40 10x10 sm fern- ingar. Hægt er að nota margs konar garn og er ágætt að byrja á að gera einn ferhyrning og áætla fimm i viðbót til að fá um- málið á peysunni. Sé garnið þykkt verður peysan þeim mun stærri. Einnig má gera hvern ferhyrning úr mörgum litum af garni. Þeir eru siðan saumaðir saman með garni eða heklaðir saman eins og mynstrið sýnir. 1 hálsinn er heklað meö föstum lykkjum og gert op til að komast i peysuna. Heklað niður opið og framan á ermar eins og i háls- inn. Tala sett i hálsinn og peys- an er tilbúin. HANDA BÖRNUM Þrátt fyrir mikið vöru- úrval/ verður kannski aldrei hægt að fá eins skemmtilega og góða hluti eins og þá sem maður býr til sjálfur— og áreiðanlega aldrei ódýr- ari. Leikföng eru til dæmis orðin mjög dýr, og hvernig væri þá að láta börnin búa til leikföngin sjálf — með hjálp fullorð- inna? Hér eru nokkrar hugmyndir að skemmti- legum hlutum fyrir börn- in sem eiga það sam- eiginlegt að kosta litið og einhverjum finnst áreiðanlega gaman að spreyta sig á. Myndirnar og hugmyndirnar eru úr sænska blaðinu „Vi foráIdrar".

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.