Þjóðviljinn - 24.10.1976, Page 3
Sunnudagur 24. október 1976 ÍÞJÓÐVlLjlNN — StÐA 3
Barátta
guös
og
djöfuls
, .W* , - f . ^ - ? - , \ <: V & . qp3
.
, , ^ '*■ jV'V'*' ' ■
- 'U- V >-/** - , ' ' . "
^ r fl "s ’&> a£pr - ^ ,,
;:^ þ-
Hliðarendi (mynd Collingwoods): Voru bleikir akrar og slegin tún vélabrögð andskotans?
NJALU
Sænski fræðimaðurinn
Lars Lönnroth hefur gefið
út nýja könnun á Njálu sem
þykir um margt frumleg
og merkileg. Hann reynir
þar fyrst og fremst að
komast sem næst því hvað
sagan hafi þýtt samtíðar-
mönnum höfundar hennar.
Bókin heitir Njáls saga. A
Criticai Introduction. (University
of California Press)Hér á eftlr fer
i styttri þýðingu ritdómur um
bókina eftir Ingemar Algulin.
Lönnroth rannsakar athafna-
mynstur Njálu og frásöguformúl-
ur og leggur áherslu á að þetta
tvennt myndi eina heild. Hann
varpar ljósi á þau ráð sem
höfundur beitir undir yfirskyni
hlutlægni til að hafa stjórn á sam-
úð lesandans og vonum. En
höfuðáherslu leggur hann. á að
skoða trúarlegt og samfélagslegt
baksvið sögunnar.
Friðsamleg
sambúð
Njála var skrifuð þegar Island
hafði verið kristið í næstum þvi
300 ár. bað þurfti ekki að færa i
henni rök fyrir kristnum dómi.
En timinn fyrir kristintöku var
enn talinn einskonar gullöld, og
hinn heiðni arfur stóð djúpum
rótum i vitund fólksins. Verkefni
höfundar sögunnar var þvi sem
næst að skoða heiðnar frásagnir I
ljósi kristins siðgæðis og sögu-
sýnar.
Hér er þvi um að ræða eins-
konar friðsamlega sambúð
heiðinna og kristinna lifsviðhorfa
en ekki ósættanlegar andstæður
þeirra. Þegar Njáll lætur brenna
sig inni enda þitt honum sé boðin
útganga, þá kemur hann fram
sem kristinn dýrlingur,
reiðubúinn að deyja fórnardauða.
En eigin forsendur hans fyrir
þessari ákvörðun eru tengdar
leikreglum heiðins samfélags:
hann er gamall, getur ekki hefnt
sona sinna og vill ekki lifa við þá
skömm.
Heimstaflið
Þegar höfundur Njálu reyndi að
finna ummerki hinnar guðdóm-
legu heimssmiðar i gömlum ætta-
sögum, studdist hann fyrst og
fremst við guðfræði heilags
Agústinusar. Þau fræði lita á
söguna sem firnabardaga milli
guðs og djöfuls, milli góðs og ills.
Manneskjurnar eru tæki sem
bæði þessi andlegu stórveldi
reyna að nota til framgangs sin-
um tilgangi. Persónurnar eru
anaðhvort glæstir þénarar hins
góða eins og Gunnar á Hliðar-
enda, Njáll hinn spaki og fóstur-
sonur hans Höskuldur, eða þá
handlangarar hins illa eins og
Mörður hinn lymski. Aðrir eru
teygðir milli hinna andstæðu afla
eins og vandræðabarn Njáls,
Skarphéðinn.
Samkvæmt guðfræði Agústin-
usar sigra áform guðs að lokum,
hvað sem liður stympingum and-
stæðingsins. Sagan endurspeglar
það viðhorf. Hún lýsir hvernig is-
lendingar taka kristni og regi-
ment guðs eflist á eynni. Eftir
heiftúðug umbrot, sem ná
hámarki i Njálsbrennu, lýkur frá-
sögninni með sáttum og friði.
Gunnar og
náttúran
Viðhorfið til hinna heiðnu sögu-
hetja er mótað af miðaldahug-
myndum um hinn göfga heið-
ingja, sem er komið allt frá Páli
postula. Samkvæmt þvi voru
heiðingjarnir upphaflega i sam-
bandi við guð en gerðust honum
fráhverfir. Þeir þekkja að visu
ekki lög rétt, en þeir ættu að vita
betur.
Einn af „göfgum heiðingjum”
Njálu er Gunnar á Hliðarenda.
Þegar hann er á leið i útlegð verð-
ur honum litið heim, honum sýn-
ist hliðin fögur og hann snýr aft-
ur. Með þeim afleiðingum að
hann fellur skömmu siðar fyrir
féndum sinum.
Þetta atvik hafa menn bent á
sem rök fyrir þeirri skoðun að
norðurlandar hafi lumað á sterkri
tilfinningu fyrir heimkynni og
náttúru, sem ekki sé háð tima.
Lönnroth telur að þetta sé rangt.
Sameining fagurrar náttúru og
hástemmdrar þjóðernishyggju er
óhugsandi fyrir 19. öld. Lönnroth
telur þess i stað, að hér verði
Gunnar fyrir djöfulsins véla-
brögðum og tálsýnum, um leið og
hans eigið dramb dregur hann til
glötunar. Bleikir akrar á Hliðar-
enda tákna heimsins hegóma og
freistingar.
Líklega verður þessi túlkun
þungmelt ýmsum vinum Njáls
sögu. En I þeirri viðleitni sinni að
komast hjá sjónarmiðum seinni
tima og horfa á atburðarásina
meö frómum augum samtima-
manna Njálu getur Lönnroth til-
fært allgóð rök. Atburðarásin i
heild mælir með þessari túlkun,
og hægt er að finna frábæra hlið-
stæðu i islenskri þýðingu Alex-
anders sögu. Þegar Alexander
kemur þar til Asiu heillast hann
af dýrð landsins með svipuðum
orðum og viðhöfð eru i Njálu, og
leiðir þetta til þess að hann legg-
ur undir sig heiminn i ofur-
drambi, en einnig til þess að hann
ferst innan tiðar.
Flosi og pólitíkin
Njála var skrifuð á pólitiskum
átakatimum á íslandi, landið
glataði sjálfstæði sinu og komst
undir noregskonung. Menn hafa
ekki getað fundið höfund sögunn-
ar og geta það kannski aldrei. En
góð rök liggja að þvi að hans sé að
leita i námunda við Þorvarð Þór-
arinsson, einn mestan valdamann
i lok 13. aldar og handgenginn
mann hins norska konungs.
Þorvarður átti ættir að rekja
bæði til Flosa og Njáls. Það gæti
verið honum i hag, að hinar sögu-
frægu ættardeilur með sáttfúsum
endi væru skráðar á þann veg, að
hlutur Flosa yrði sem skástur.
Þetta gat og verið brýnt vegna
þess, að hann sjálfur átti vafa-
sama pólitiska fortið að baki,
hann hafði sviksamlegt launmorð
á bandamanni sinum á samvisk-
unni.
Verkefni höfundar var þvi við-
kvæmt. Orðstir Njáls var flekk-
laus, og brennan á Bergþórshvoli
var álitið niðingsverk. Það er að
visu ekki liklegt að höfundur
Njálu hafi álitið það hlutverk sitt
að fara með áróður. En vafalaust
gerir hann tilraunir til að draga
úr aðild Flosa. Hann er hrakinn
til aðgerða af ögrunum og
atvikum, sem hann fær ekki við
ráðið. Hann er fús til að bæta fyrir
afbrot sitt. Hann fellst á útlegð og
þiggur aflausn hjá Páfa i Róm.
Undir lokin getur hann snúið
heim og hverfur til fjandmanns
sins, Kára, i sátt.
Lífsmagn
Hin eftirminmlegu stórtiðindi
Njálu hafa verið tútkuð sem lýs-
ingar á stórbrotnurn persónum og
atvikum úr heiðínm fortið, eða
sem dæmi af mannlegum mikil-
leik og harmscigu sem sé oftar tið
og rúmi.
1 meðferð Lars Lönnroths eru
menn og atvik fyrst og fremst sett
i afmarkað sögulegt samhengi og
vi-fáum breytta yfirsýn yfir það,
hvað sagan gaiti hafa þýtt sam-
tiðarmönnum sinum. Þeim mun
merkilegri verður við þetta list-
rænn lifskraftur sögunnar, sem
getur enn rutt sér leið út úr
þröngum sögulegum bústað sin-
um til alþjóðlegs lesendahóps.
(Úr DN)
1
IEKK
Sólaðii
Sendum í póstkröfu
|g|p|s um land allt
hjólbarðar
flestum stærðum
HAGSTÆTT VERÐ
Nýir í/íj
amerískir
ATLAS
snjó-hjólbarðar
%%%% með hvítum hring
\ * V* GOTT VERÐ
SélJfSNP&l
Smiðjuvegi 32*34
Simar 4-39-88 & 4-48-80
H j úkr un ar f r æðingur
óskast til starfa við Sjúkrahúsið á Sauðár-
króki. Upplýsingar gefa yfirlæknir og á
skrifstofunni.
Sjúkrahús Skagfirðinga
Sauðárkróki.