Þjóðviljinn - 24.10.1976, Side 5
Sunnudagur 24. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Frá útifundi hjá PCI :
hrifning og spurn.
Kommúnistaf lokkur
Italíu vann allgóðan sigur í
kosningunum í sumar eins
og mönnum er í fersku
minni. Þeir staðfestu fyrri
sigra og bættu við sig fylgi-
fengu 34,5% atkvæða.
Þessi sigur hefur að visu
ekki dugað til að ná þeim
áfanga í þróun svonefndr-
ar sögulegrar málamiðlun-
ar, að upp úr kosningum
yrði til þjóðstjórn helstu
f lokka landsins, sem tækist
á við þá efnahagskreppu
sem ítalía er í. Slík stjórn
væri of stórt stökk fyrir
Kristilega demókrata, sem
hafa haldið velli sem
stærsti flokkur landsins.
Og auk þess eru þau öfl
meðal kristilegra sem vilja
samstarf við kommúnista
neydd til að fara sér hægt:
lánadrottnarnir vestur-
þýskuog bandarísku hafa i
hótunum um efnahagsleg-
ar þvinganir séu kommún-
istar teknir í ríkisstjórn.
Hverð gerist næst?
En á hinn bóginn kemur þaö
greinilega i ljós eftir kosningar a6
ekki er hægt að stjórna i blóra viö
kommúnista, án verulegs sam-
starfs við þá. Breytt aöstaöa
þeirra á þingi ber þessu vitni —
þeir eiga forseta fulltrúadeildar-
innar og hafa formennsku i sjö
meiriháttar þingnefndum. Stjórn
Andreottis er fallin nema
kommúnistar sýni henni þá misk-
unnaðsitja hjá. En þessi staða er
um leið þunguð ýmsum áhættum
fyrir kommúnistaflokkinn, eink-
um fyrir samband hans við al-
þýðu, við verklýðshreyfinguna.
Þetta kemur vel i ljós á þessum
vikum, þegar stjórn Andreottis
hefur staðið fyrir verðhækkunum
á ýmsum vörum.
Ýmsar efasemdir setjast nú að
hinum virku meðlimum flokksins
i þeirri gagnrýnu sjálfsskoðun
sem þeir stunda. Annarsvegar
hafa þeir verið hrifnir, já allt að
þvi barnslega hrifnir af þvi, að fá
opinbera viðurkenningu á hinu
mikla afli sem flokkur þeirra er,
yfir möguleikum hans til að hafa
áhrif á pólitiskt lif i landinu. En á
KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍTALÍU
frumkvæðis, og um leið verðum
við aö virkja sem best hæfni okk-
ar til baráttu og til tillögugerð-
ar.”
en
ekki
vald
hinn bóginn eru þeir i vanda:
hvað gerist næst? Hvaða stökk
verða þeir að taka undir sig næst
eftir að þeir hafa bjargað hægri-
stjórn með hjásetu á þingi? Nú
þegar þeir eru á miðri leið milli
meirihluta og stjórnarandstöðu,
eiga þeir að krefjast beinnar
aðildar að stjórn eða slá undan?
Er það ekki hættulegt að neyðast
til að standa stöðugt i „stjórn-
list”, bregðast við málum frá
degi til dags eftir þvi sem þau upp
koma?
Vandinn viðurkenndur
Forysta flokksins lætur sér ekki
sjást yfir þennan vanda. Alfredo
Reichlin, ritstjóri vikurits
kommúnista, Rinascitá talar i
leiðara um að flokkurinn verði nú
fyrir erfiðri prófraun og taki
miklar áhættur. Enrico Berlingu-
er taldi ástæöu til þéss, þegar
hann hélt lokaræðu á hátiö blaðs-
ins Unitá i Napoli, að leggja á það
áherslu að „PCI hefur verið, er og
verður kommúnistaflokkur”. Gi-
orgio Amendola, einn af helstu
foringjum flokksins um langan
tima telur að flokkurinn eigi að
ganga i stjórn nú þegar. Luigi
Longo segir hinsvegar: „Alla-
vega má ekki telja hjásetu okkar
á þingi sem lið i samkomulagi
stórvelda um skiptingu valds”.
Giorgio Napolitano hefur dregið
þverstæður ástandsins saman á
þennan hátt i nýlegri grein:
„Andspænis stjórninni erum við i
stöðu virkrar árvekni, yfir-
vegaðrar gagnrýni, úthugsaðs
Bjargráð og umbætur
Astæðurnar fyrir vanliðan
kommúnista eru margar. Það er
ástæða til að byrja á efnahags-
ástandinu i landinu sem er langt
frá þvi að vera glæsilegt. Verð-
bólgan er um 18% á þessu ári,
gengið fellur, viðskiptajöfnuður-
inn er óhagstæður um 6.500 mil-
jarði lira, erlendar skuldir nema
14.000 miljörðum, atvinnu-
leysingjar eru tvær miljónir. Það
er við þessar aðstæður sem
Kommúnistaflokkur Italiu tekur
á sig nokkurn hluta ábyrgðar á
stjórn landsins. Nú er flokkurinn i
sjálfu sér ekki andstæður
sparnaðarráðstöfunum. En i dag
er spurt um valkosti sem þessa:
hækka verðlag á opinberri þjón-
ustu, frysta laun, takmarka lán-
veitingar peningastofnana. Og
það sem verra er fyrir flokkinn —
það er hætta á þvi, að þessir val-
kostir verði að veruleika i nafni
„neyðarástands” án þess að
þessum ráðstöfunum fylgi ein-
hverjar meiriháttar umbætur.
Og þar með verði sparnaðar- og
niðurskurðarráðstafanir aðeins
til að festa i sessi allt það sem
rotið er og úrkynjað i enahags-
legri uppbyggingu italsks sam-
félags.
Kommúnistaflokkurinn veit
vel, að ef stefnt væri á raunveru-
legar breytingar nú, þá mundi
það jafnvel krefjast enn harðari
ráðstafana en stjórn Andreottis
boðar. Til dæmis veit flokkurinn,
að ef gerðar væru áhrifamiklar
breytingar á fjárlagapólitik þá
yrði það alls ekki sársaukalaust
— breytingarnar mundu ekki að-
eins koma við pyngju auðmanna
og meðaltekjuhópa heldur og
skerða laun vissra hópa meðal
verkafólks.
Verkföll og launastigar
Það ber margt til þess, aö
flokkurinn hikar við að kjósa sér
hlut i þessum málum. Eitt er, aö
flokkurinn stendur andspænis
heilli skriðu verkfalla og skæru-
hernaðar. Lestarstjórar stöðva
umferð, flugmenn fara sér hægt,
Framhald á bls. rl
mm
KILJUR
(Verð án söluskatts)
. □ Inngangur að félagsfræði. Kr.
1000.
[71 Með storminn i fangið I.
Greinar og ræður 1937-1952 kr.
1200.
L Með storminn í fangið II Grein-
ar og ræður 1953-1972 kr. 1200.
H Félagi forseti. Kr. 1000.
r ! Um listþörfina. Kr. 1000.
□ Listin að elska. Kr. 1000
f ;Frásögur úr byltingunni. Kr.
1000.
iUpphaf siðmenningar. Kr. 800.
Kalda stríðið. Kr. 1000.
L
□ Og svo fór ég að skjóta...
Frásagnir bandarískra her-
manna úr Vietnamstríðinu kr.
1000.
□ Kommúnistaávarpið. Kr. 1000.
H Bandaríkin og þriðji heimurinn.
Kr. 1000.
[TlÞættirúrsögusósíalismans. Kr.
1000.
L1 Einum kennt — öðrum bent.
Tuttugu ritgerðir og bréf 1925-
1970. Kr. 1200.
□ Summerhill-skólinn. Kr. 2000.
H Jarðneskar eigur. Saga auðs og
stétta. Kr. 2000.
H Þættir úr sögu Rómönsku
H Ameriku Kr. 1800
H Heimskreppan og heimsvið-
H skiptin. Kr. 900.
Nafn
Heimilisfang
Pöntunarlisti