Þjóðviljinn - 24.10.1976, Page 10

Þjóðviljinn - 24.10.1976, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. október 1976 Gullmaður „Nýr húmanismi” 1 inngangsorðum sem Björn Th. Björnsson ritar að sýningu Einars Hákonarsonar lýsir hann m.a. þeirri skoðun sinni að sér kæmi ekki á óvart ef siðar meir verði timar okkar auðkenndir sem upphaf nýs húmanisma, umhverfisvitundar og vitundar um nauðsyn nýrrar stöðu manns- ins i heimi sinum. t sliku ljósi vill Björn Th. Björnsson sjá þessa sýningu. Það er ef til vill einmitt áhuga- vert að skoða sýningu Einars út frá þessum forsendum. Einar hefur dregið saman verk hér sem spanna yfir timabilið 1970-76 svo það gefst nokkuð góður kostur að gera sér grein fyrir megininntaki listar hans. Með vissri alhæfingu má segja að myndir hans skiptist í tvö horn. Annars vegar eru verk þar sem umfjöllun um tilfinningalega stöðu manneskjunnar og tilvist hennar er miðpunkturinn og hins vegar verk þar sem hinu sálræna inntaki sleppir og formin hafa óhlutlægari og almennari merkingu. t einu elsta verkinu hér á sýningunni, „Gullmaður” Sýning Einars Hákonarsonar aö Kjarvalstöðum A ferðalagi i Kaliforniu frá 1971, er fjallað um tilfinninga- lega afstöðu mannfólksins bæði sin á milli og til umhverfisins. Myndrýmið er hér skýrt og afmarkað og linan dregur á ljósan hátt fram hvern þátt myndefnisins. Manneskjan er hér afhjúpuð i tilfinningalegum van- mætti sinum, einangrun og firringu, mannlif i tilfinningalegu tómarúmi. 1 meðferð þessa myndefnis sem hann tekur fyrir i mörgum verkum, mannleg tengsl og ytra umhverfi beitir hann formgerð af ýmsum toga. Mynd- rýmið er ýmist vel skilgreint ellegar brotið upp á margvislegan máta og flóknar rýmisverkanir skapaðar, sem gjarna einkennast af snöggri harðri hrynjandi. Manneskjan er ýmist felld inn i eitt óbrotið form á fletinum eða klofið niður í smærri einingar, sem listamaðurinn dregur fram og einangrar og fellir inn i umlykjandi grind. Liturinn er hér ýmist afmarkaður af heilli og óbrotinni útlinu, ellegar flæðir fram af expressjoniskum krafti og magnar og eykur á hið sálræna og tilfinningalega inntak. ÓLAFUR KVARAN SKRIFAR UM MYNDLIST Óhlutlægari verk En umfjöllunin um mannlega tilvist er aöeins einn þátturinn i verkum Einars. 1 mörgum þeim myndum þar sem form manneskjunnar er klofið niður i margvislegum rýmisverkunum i nábýli við óhlutlæg form, þá verða þau sneydd hinu sálræna inntaki. Hér er ekki minnst á hina ógnandi alvöru, heldur fá formin almennari og óhlutlægari merkingu. 1 þessum myndum vex þvi fram nýtt gildi þar sem klasar af lifrænum og óhlutlægum formum i agaöri formgerð skapa nýjan veruleika á sinum eigin forsendum. Samt er þvi ekki að neita að i nokkrum þeim verkum þar sem hin almennari merking formanna hefur tekið yfir- höndina, þá gætir nokkuð form- rænnar ofhleðslu þegar form af ýmsum toga eru notuð til ifyllingarog af nokkru handahófi. En þegar á heildina er litið eru þetta undantekningar, þvi yfir- leitt tekst höfundi að virkja form- gerðsina af hnitmiðun, hvort sem það er mannleg tilvist eða óhlut- lægari veruleiki sem verður .inntak verkanna. Ólafur Kvaran Isaiand Magnús Árnason aö Kjarvalstöðum 1 austursal Kjarvalsstaða hefur Magnús Arnason dregið saman sýningu á oliuverkum högg- myndum og teikningum frá tima- bilinu 1917-1976. Samt sem áður ber vart að skoða þessa sýningu sem yfirlitssýningu um feril hans þar sem hér er.um mjög tak- markað úrval verka að ræða, sem gefur tæplega raunhæfa mynd af starfi hans sem myndlistar- manns. Hefðbundinn naturalismi Fyrirferðarmesti hiuti sýningarinnar eru oliumálverkin, alls 77 að tölu, og myndefnið er undantekningalitið i sömu veru, landslag viösvegar af landinu. Þó margir áratugir séu á milli elstu og yngstu verkanna, þá hefur tjáningarmáti hans tekið furðu litlum breytingum gegnum árin. Hefðbundinn naturalismi setur meginsvip á myndgerð hans og Magnús hefur dyggilega leitt hjá sér allar hræringar i nútimalistinni. Ef af myndefnum hans má ráða, hefur Magnús viöa stungið niður trönum sinum um ævina og viöa ratað á sérkennileg mynd- efni i islenskri náttúru. Myndheiti eins og „Frá Skaftafelli”, „Frá Húsafelli”, „Frá Þórsmörk”, „Frá Þingvöllum” segja sina sögu. Myndsýn hans, myndskurður og myndbygging er afar einhæf i þessum verkum. 1 forgrunni gjarna kjarr eða vatn og i bak- grunni fjall eða jökull, sem ber við heiðan himin eða skýjaðan eftir atvikum. Þetta er endur- tekið i mynd eftir mynd á svipaðan máta. Það væri samt sem áður ekki raunhæf lýsing að segja aö Magnúsi gangi það eitt til að „dokumentera” sérkennilega staði á landinu, heldur eru það fremur blæbrigði birtunnar i náttúrunni sem hann leggur áherslu á, mýkt hennar og harka sem hann gjarnan teflir saman. Verk hans hafa á stundum ljóð- rænan þokka en eru fremur til- þrifalitil þegar á heildina er litið. Ólafur Kvaran

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.