Þjóðviljinn - 24.10.1976, Page 14

Þjóðviljinn - 24.10.1976, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. október 1976 I Umsjón: lrl*Wiiliii< ILmIMIIIII Þröstur Hara Idsson og Freyr Þórarinsson Upphafiö. Hvar maður er fæddur, — það er nú það, — maður er bara fæddur hér á Þórsgötunni i Reykjavik. — En Morthens nafnið? Þaðer norskt. Faðir minn var norskur. Hann fluttist hingað rétt upp úr aldamótum. Hann var verslunarmaður, en starf- aði þegar hann kom hingað við að koma upp sildarbræðslum á Siglufirði og austur á fjörðum. Hann rak á tima sina eigin bræðslu i Hafnarfirði. Móðir min er Rósa Guðbrandsdóttir og er af Rangárvöllunum. — Var mikið um tónlist i uppeldi þinu? Nei, ekki get ég sagt það. Ég tók nokkra pianótima sem barn. Fiktaöi lika við básúnuleik þegar ég var 17 ára. — Hvenær hófst þinn söng- ferill? Ég hafði alltaf gaman af söng. Ég söng á tima með Drengjakór Reykjavikur, kom meira að segja fram á skemmtun i Nýja bió með kórnum og söng þá ein- söng. Nú, — þegar ég fór að vinna i Alþýðuprentsmiðjunni, þá stóð til að halda árshátið starfsfólks, ég hafði lika komið fram á stúkuskemmtunum og söng þá við undirleik stúku- félaga þessi dægurlög sem þá gengu, og það unnu þarna kon- ur sem vissu af þessu og komu til min og báðu mig að syngja. Satt að segja, þá var maður heldur feiminn, en ég sagði að ef þær gætu fengið einhvern til að syngja með mér, þá skyldi ég slá til. Þær fengu Alfreð Clausen og við komum fram nokkrum sinnum eftir þetta. Svo fór þetta að koma af sjálfu sér. Það vantaði söngvara með hljómsveit Bjarna B. Hann var þá aö æfa upp 16 manna hljóm- sveit sem átti að koma fram i Oddfellow og siðan átti að fara um landið. Þeir æfðu niðri gamla útvarpssal við Austurvöll og ég fór. „Hérna strákur, þetta lag passar fyrir þig” sagöi Bjarni. Þetta var lag eftir Hoogy Carmicheal, sem heitir Stardust, gamalt og gott lag. Ég átti það á plötu og kunni bæði lag og ljóð. Nú, — ég söng þetta og það tókst ágætlega. Bjarni var ánægður og sagði, ,,Þú verður með." Sumarið 1946 fór- um við siðan um allt landið. — Hvernig tónlist var þetta sem þið fluttuð? Þó þetta væru dægurlög þeirra tíma, þá voru þau uppfærð i swing, djassikennt. Þó djassistar vildu ekki viöur- kenna það, myndi það jafnvel vera kallaður djass i dag. Og ef þetta væri gert núna, þá myndu allir dansa eftir því. — Þegar þú ert að byrja eftir striðið, hvort var það bresk eða amerisk tónlist sem var ráðandi á landinu? Það var amerisk músik. Maður hlustaði mikið á erlendar stöðvar, BBC, og þar heyrði maður stór bönd spila. — Engin combó? Nei, þau koma ekki fyrr en seinna. — Þegar þessi ár uppúr striði eru skoðuð, þá fær maöur það á tilfinninguna að skemmtanalif hér hafi verið mun fjölbreyttara en nú er? Eini munurinn sem ég finn eftir að hafa flækst i þessu öll árin er að það var almennara að allir aldurshópar skemmtu sér saman. Enda hefur mér alltaf fundist þetta brölt við að hólfa fólk niður eftir aldri mjög vitlaust. Smábörnin eru sér með sina tónlist, þau eldri hér, tólf til fjórtán þar, þau sem eru oröin sextán hér, átján til tuttugu verða einhvers staðar að vera, o.sv.frv. Á’ félagsböllum og átthagaskemmtunum er fólk á öllum aldri og það skemmtir sér ekkert siður. Jafnvei þó ég sé að raula þessi lög sem ég var með fyrrr þrjátiu árum. Bindindi. — Þú varst goodtemplari mikill? Ég hef alltaf verið reglu- maður og viljað tilheyra allri reglu. Ég hef ekkert starfað i mörg ár i stúku, en ég gerði það hér á minum yngri árum. Hvernig er að hafa starfað á vinveitingahúsum alla tið og vera reglumaður sjálfur? Það hefur verið allt i lagi. Kannski vegna þess að ég hef aldrei prófað þetta að drekka vin. Oftá tiðum er ieiðinlegt að sjá hvað fólk drekkur illa. En það er ekki meirihlutinn á samkomum sem gerir það. Ýmsir hafa tilhneigingu til að vera sjálfum sér ónógir, án þess að fá eilitið vín til aö hifa sig upp. Það er allt i lagi sé það i hófi gert. — Finnst þér brennivins- mórailinn hafa versnað? Hann er orðinn meiri. Fyrir þrjátiu árum þá sáust ekki kon- ur með vini, maður sá varla konu reykja. Nú er þetta komið eins langt niöur og hægt er. Og drekka unglingar illa vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eru að meðhöndla. 1954. — Þú hefur hljómplötuútgáfu 1954? Já, ég flýtti mér nú hægt. Haraldur Ólafsson i Fálkanum var búinn að ræða þetta oft við mig. Drangey var þá komin með töluverða útgáfu, svo Haraldur segir við mig, maður kom nú oft i Fálkann til að kaupa sér plötur: „Eigum við ekki að drifa i þessu,” segir hann. Ég samþykkti það og við tókum saman lista á fyrstu þrjár plöturnar, 78 snúninga. Þær voru teknar upp hér heima. eiga Hauk í horni — Það eru nokkuð aðrar að- stæður sem boðið er uppá hér heima húna og þær sem þú vannst við? Aðstaðan var náttúrlega al- veg hræðileg. En ég hef nú alltaf sagt að stúdió skipti ekki öllu máli. Það er nóg að hafa góðan sal. Það sem mestu skiptir i upptöku er að maðurinn sem við tækin situr hafi gott tóneyra og þekki hljóminn i salnum sem unnið er i. — A þessum tima ertu orðinn atvinnumaður sem söngvari? Ég gerði ekkert annað i sextán ár, frá ’54 til ’70. Þetta hefur ekki alltaf verið vel laun- að starf. Þetta er allt nætur- vinna og dansmúsikantar hafa ekki staðið nógu vel að sinu. Þvi hefur farið aftur miðað við þau hlutföll sem áður voru. A vissu timabili, frá ’53 til ’63, þá var þetta mjög gott, ágætlega laun- að. — Hefur það mikið að segja i launamálum að annars vegar eru menn i fagfélaginu sem vinna við kalssiska tónlist og hins vegar þið? Jú, það hefur mikið að segja. Það er allt annað fyrir hóp sem er svo að segja tryggður af rik- inu. Ef dansmúsikantar beittu sér meira i sinu fagfélagi, þá væri timakaupið i kvöld og næturvinnu annáð. Ungu menn- irnir hafa margir vit á þessu og nota taxta félagsins bara sem grunntaxta. Þeir selja sig margir ágætlega. — Söngstu viða i upphafi? A timabili söng ég á þrem stöðum á kvöldi. Það gaf góðan pening. En ég hætti þvi. Það verður að æfa almennilega með hljómsveit svo einhver árangur náist. — Með hverjum varstu eftir að þú varst hjá Bjarna Böðvars? Eiginlega öllum: KK, Baldri Kristjánssyni, Aage Lorange. Ég var nokkuð mikið i Sjálf- stæðishúsinu og kom þá fram með Bláu stjörnunni. Það var skemmtilegt timabil. Það var bragur á þessu, góður flutning- ur og skemmtileg uppsetning, bragur sem ekki er til i dag, þvi miður. — Bláa stjárnan á þessum tima, var hún variety show? Já, hún var það. Það voru söngvar og sketsar og skemmti- atriði, erlend og innlend. Þetta var frá ’49 til ’53. Það er einkennilegt að ekki skuli vera hægt að gera þetta i dag. Eins var með kabarettana sem voru i bióunum. Slikar skemmtanir hverfa með bitlaæðinu. Þá skellur á árás. — Það eru svo margir sem eiga gitar, þaö þarf ekki nema þrjá stráka með gitar og einn á trommur og þá er komin hljómsveit. Þetta varð til þess að það komu upp úti á landi hljómsveitir i hverju þorpi. Sumar eru til enn I dag. — Kannski hefur þetta gert gott þannig, — En það voru bara all- ir að hugsa um að vera bitlar og máttu ekki hugsa um annað. — Skeður þetta ekki á sama tima og þessi breyting verður i kjaramálunum? Jú, meginatriðið er að komast að. Jörn Gráuengard. — Frá fyrstu plötunni ’54, Borg min borg, áttu nær óslitinn feril til '60 hjá Fálkanum og tek- ur mest upp i Höfn. Þetta er mikill fjöldi laga og flest vann Jörn Grauengard meðþér. Hver var hann? Hann var gitaristi sem ég var svo heppinn að rekast á á veit- ingastað i Höfn. Hann var þar með hljómsveit og þeir spiluðu ekki ósvipað og King Cole trió, fallega, skemmtilega músikk, djass, — það var ekki dansaö annað. Það var þannig að ég fór með KK til Noregs ’54, vorum með konsert i Osló með norsk- um listamönnum. Nú, — okkur var vel tekið, ég fór svo heim i gegnum Kaupmannahöfn og rakst þá á þennan mann. Ég hugsaði með mér, kannski ég leggi i að spvrja hann hvort hann vilji spita með mér á plötu. Ég hafði lofað Haraldi i Fálkan- um að syngja inn á þrjár plötur. Ég gaf mig þvi á tal viö hann og hann sagði að þetta væri sjálf- sagt, hann væri á samningi hjá His masters voice i Höfn, þann- ig að ekkert væri auðveldara. Eyþór Þorláks átti grunnana að lögunum i þetta skiptið, en Jörn allar útsetningar eftir það. Þetta leiddi til góðra kynna við þessa menn, sem lögðu sig alla omsvei aglask m W ’ i>9 Ærm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.