Þjóðviljinn - 28.10.1976, Blaðsíða 1
„Július Havsteen” á siglingu viö heimahöfnina.
UOmiUINN
Fimmtudagur 28. október 1976—41. árg. — 242. tbi.
Norðlingafljót
Sjá opnu
Ekki litið á skýrslur um veiðar sem þeir hafa skilað
Ráðning eftírlitsmanna
sýndarmennska?
Sem kunnugt er réð sjávarút-
vegsráðuneytið 5 menn, til þess
að fara út á sjó með veiðiskipum
og hafa eftirlit með afla þeirra
og skila þessir eftiriitsmenn
skýrslum tii Hafrannsóknar-
stofnunarinnar eftir hverja
ferð. Þessir eftiriitsmenn hófu
störf i septemher sl. og Þjóðvilj-
inn veittil þess að skýrslum hef-
ur verið skilað eftir veiðiferðir á
Vestfjarðarmið.
1 gær þegar við ætluðum að fá
fréttir af þvi sem i þessum
skýrslum kemur fram, kom i
ljós, að enginn hafði litið á þær.
f fyrstu virtust menn ekki vita
hvar þær væru niður komnar.
Við höfðum þá samband við
Jón Arnalds, ráðuneytisstjóra i
sjávarútvegsráðuneytinu og
sagði hann að skýrslunum væri
alltaf skilað til bókasafns
Haf rannsóknarstofnunarinnar.
Þar næsthöfðum við samband
við Jón Jónsson forstöðumann
Hafrannsóknarstofnunarinnar
og sagðist hann ekki hafa séð
þessar skýrslur. Þar sem við
vildum vita hvað ekýrslur um
þorskveiðar útaf Vestfjörðum
segðu, höfðum við samband við
Sigfús Schopka og sagðist hann
ekki hafa haft tima til að lita á
þessar skýrslur. Olafur Karvel
hafði sagt i samtali við Þjóðvilj-
ann i fyrradag að hann hefði
ekki séð skýrslurnar.
Manni verður þvi spurn. Eru
þessir eftirlitsmenn aðeins til að
vinna fyrir pappirsgeymslu-
möppur á bókasafni
Hafrannsóknarstofnunarinnar,
ellegar var ráðning þeirra
aðeins sýndarmennska að hálfu
sjávarútvegsráðherra til að
friða einhverja sem ekki var
rótt undir vægast sagt umdeild-
um störfum hans að málefnum
sjávarútvegsins? Eða hver er
skýringin á þvi að á skýrslur
eftirlitsmannanna er ekki litið?
Þjóðviljinn hefur sannfrétt að
i einni skýrslunni af veiðiferð á
Vestfjarðamið komi fram, að
uppistaöa aflans hjá tveimur
togurum hafi verið eintómur
smáfiskur. —S.dór.
Mismunandi hugmyndirum varnargarða fyrir norðan:
Erfitt að ná samkomulagi
Spurt er hvort verja eigi fyrst og fremst mannvirki á virkjunarsvæðinu
við Kröflu eða byggðina við Mývatn og hvort gera eigi ráö fyrir smá-
gosi eða stórgosi
Talsverðum vandkvæðum virð-
ist bundið að ná samkomuiagi um
gerð varnargarða á Kröflusvæð-
inu og á Mývatnssvæðinu. Iðn-
aðarráðuneytið hefur á grund-
velii áiitsgerðar frá Orkustofnun
sent frá sér tillögur um varnar-
garða. Þær miðast fyrst og
fremst við að verja virkjunar-
svæðið. Alinanna varna rnef nd
Skútustaðahrepps hefur hafnað
þeim en i gangi eru tilraunir a 11-
margra samstarfsaöila i þessu
máli til þess að sætta sjónar-
miðin.
Þar kemur til álita hvort gera
skalráð fyrir möguleikum á smá-
gosieða meðalgosi, eða stórfelldu
gosi. Iðnaðarráðuneytið hallast
að fyrri kostinum og telur þvi
eðlilegt að ýtt sé upp varnargörð-
um i námunda við virkjunar-
svæðið til þess að verja mann-
virki hraunstraumi frá gosi við
Leirhnjúk. I Mývatnssveit telja
margir hinsvegar að nauðsynlegt
sé að verja byggðina þar betur.
Þessi mál eru nú i skoðun hjá
almannavarnarráði, almanna-
varnarnefnd Skútustaðahrepps,
viðkomandi ráðuneytum og nátt-
úruverndarráði. Samstarfsnefnd
þessara aðila er starfandi og hef-
ur Guðmundi Einarssyni, verk-
fræðingi, verið falið það verkefni,
að reyna að samræma tillögur.
Það sem einkum veldur ágrein-
ingi er hvað gera eigi ráð fyrir
miklu gosi i varnaráætlunum. Þá
kemur til álita hvað byggja eigi
varnargarða langt frá hugsanleg-
um gosstöðvum — 10 km. 20. km.
— það er að segja hvar á að setja
mörkin.
Fyrir nokkru var ýtt upp tveim-
ur varnargörðum norðan Reykja-
hliðar að tilhlutan Almanna-
varnarráðs og fyrir fé Viðlaga-
tryggingar. Þar átti að vinna
fyrir 10 miljónir króna en var
aðeins gert fyrir 3.5 miljónir.
Þykir það mikið hálfkák bæði frá
sjónarmiði Mývetninga og frá
sjónarmiði þeirra sem vilja að
þetta sé tekið sem tvö aðskilin
mál, annarsvegar varnir virkj.t
únarsvæðisins, og hinsvegar
byggðarinnar við Mývatn, og að
þær fyrrnefndu hafi forgang mið-
að við það að möguleikar séu
mestir á smágosi eða meðalgosi
við Leirhnjúk — ekh
Júlíus
Havsteen
á sinn
stað
Skírður eftir farsœlu
yfirvaldi þingeyinga
Sunnudaginn 24. okt. kom til
Húsavikur fyrsti skuttogari Hús-
víkinga. Skipið er 286 lestir,
smiðað í skipasmiðastöð Þorgeirs
og Ellerts, Akranesi.
Þessi fyrsti skuttogari Húsvik-
inga hiaut nafnið Júiius Havsteen
ÞH-1 og er nefndur eftir Júllusi
Havsteen, sýslumanni, en hann
var kunnur, virtur og vinsæll
sýslumaður þingeyinga um langt
árabii.
Skipið er búið öllum nýjustu
siglinga- og fiskileitartækjum og
er þannig útbúið, að það á að geta
stundat jafnt nótaveiðar sem tog-
veiðar.
Skipstjóri er Benjamin Antons-
son frá Akureyri. Fyrsti stýri-
maður Hermann Ragnarsson og
fyrsti vélstjdri Steingrimur Arna-
son, Húsavik.
Stofnað var hlutafélag um kaup
og rekstur skipsins og eru stærstu
hluthafar Fiskiðjusamlag Húsa-
vikur, Kaupfélag Þingeyinga,
Húsavikurbær, Verkalýðsfélag
■ Húsavikur. Nafn hlutafélagsins
er Höfði h.f. og framkvæmda-
stjóri er Kristján Asgeirsson
Húsvikingar vænta þess að hrá-
efnisöflun og atvinna verði örugg-
ari með komu þessa nýja skips til
bæjarins.
K.P.
Þorsk-
aflinn amk.
330- 340
þúsund
tonn
Heildarþorskaflinn verður
amk. 330-340 þúsund tonn á
þessu ári og fer hann langt fram
fyrir öll skynsamleg takmörk að
áliti fiskifræðinga en Þjóð-
viljinn ræddi stuttlega við þá
Sigfús Schopka og Ölaf Karvel
Pálsson um þessi efni i gær.
Eins og margsinnis hefur
komið fram leyfði svarta
skýrslan aðeins 230 þúsund
tonna heildarafla á árinu sem
hámark en sjávarútvegs-
ráðherra tók sér hins vegar
bessaleyfi til að nefna 280
þúsund tonn.
Fiskifræðingarnir voru
sammála um að smáfiskadráp
væri mikið á tslandsmiðum og
gengið væri jafnt og þétt á
stofninn. Nú er mokveiði.
Þess skal getið að aflahlutur
islendinga sjálfra i þessum 330-
340 þúsund tonnum er áætlaður
270-280 þúsund tonn.
—gfr
HEFUR ÞÚ ÚTVEGAÐ
NÝJAN ÁSKRIFANDA?
Askrifendasöfnunin stendur
sem hœst. — Askrifendasími
Þjóðviljans er 17500