Þjóðviljinn - 28.10.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 28. október 1976
DJÖÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfdfélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón méö sunnudagsblabi:
Arni Bergmann
Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson
'.Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavör&ust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
- Prentun: Bláöaprent h.f.
SAMANBURÐUR
í ræðu sinni um stefnuræðu forsætisráð-
herra sýndi Ragnar Amalds, formaður
Alþýðubandalagsins, fram á þann regin-
mun sem er annars vegar á vinstristiórn-
inni og hins vegar hægristjórninni. í ræð-
unni sagði Ragnar Arnalds meðal annars:
„Ekki er óliklegt að einhverjir hafi áðan
hrokkið við að heyra forsætisráðherra
lýsa þvi hátiðlega yfir að stefna rikis-
stjórnarinnar i efnahagsmálum hefði
borið verulegan árangur, Liklega er
þetta ein kokhraustasta yfiriýsing
sem íéngi hefur heynst i islenskum
stjórnmálum. Á þvi ári þegar reiknað
er með að visitala vöm og þjónustu
hækki um 33% — á þvi ári þegar iskyggi-
leg skuldasöfnun við útlönd á sér stað,
þegar skuldir rikissjóðs og rikisstofn-
ana við Seðalbankann eru komnar
yfir 12.000 miljónir króna , sem þýðir i
reynd að bankinn hefur prentað nýja seðla
sem nemur um 4.000 miljónum króna>
annað árið i röð til að bjarga rikissjóði frá
fjárþrotum — á þvi ári þegar lifskjör alls
þorra launafólks hafa haldist i djúpum
öldudal vegna látlausra kjaraskerðingar-
aðgerða, þá er forsætisráðherra landsins
ánægður með árangurinn og telur sig hafa
unnið umtalsverðan sigur.
Ekki skal ég halda þvi fram að vinstri-
stjórnin hafi ávallt haldið á efnahags-
málum þjóðarinnar eins og best verður á
kosið. En skyldu ekki flestir þeir, sem ó-
ánægðir voru með störf vinstristjórnar-
innar gera sér grein fyrir þvi, hvilikur
reginmunur er á þeirri stjórn og hinni sem
nú situr.
Á tveimur fyrstu stjórnarárum vinstri-
stiórnar, frá ágústmánuði 1971 til ágúst-
mánaðar 1973 hækkaði visitala vöru og
þjónustu um 44%. En á tveimur fyrstu
valdaárum núverandi hægristjómar, þe.
frá stjórnarskiptum til ágústmánaðar 1976
hækkaði visitala vöru og þjónustu um
hvorki meira né minna en 111%.
Á tveggja ára afmæli vinstristjórnar-
innar var gengi krónunnar gagnvart
bandarikjadollar nokkurn veginn það
sama og verið hafi i upphafi kjörtimabils,
það hafði að visu bæði hækkað og lækkað
en var um þær mundir i sama fari og verið
hafði tveimur árum áður. En svo gifurlegt
gengisfall isl. krónunnar verð á tveimur
árum hægri stjórnar, að bandarikjadollar
hefur hækkað i verði um rúmlega 90%.
Á tveimur fyrstu stjórnarárum vinstri-
manna batnaði gjaldeyrisstaða landsins
um 2.500 milj. kr. og gjaldeyrisvarasjóð-
urinn fór nokkuð yfir 6.000 milj. kr. Þá var
hrópað hátt um það i herbúðum Sjálf-
stæðisflokksins að gjaldeyrisvarasjóður
þjóðarinnar væri ekki nógu stór. Nú er
þessi sjóður löngu þurrausinn og i staðinn
komnar gjaídeyrisskuldir sem nema á
annað þúsund miljónum króna.
Á tveimur fyrstu valdaárum vinstri-
stjórnar jókst skuld rikisins og rikis-
stofnana við Seðlabankann um 250 milj.
kr. hvort árið, en á tveggja ára valdatima
hægristjórnar hefur skuldaaukningin
numið um 4 þús. milj. kr. hvort árið.
1 tið vinstristjornar bötnuðu lifskjör
fólksins mjög verulega sem sannaðist á
þvi að hækkun verðlags i landinu var uþb.
helmingi hægari en hækkun almennra
launa á fyrri hluta timabilsins. En nú
hefur þessi þróun snúist gjörsamlega við
og hækkun verðlags hefur verið uþb. tvö-
falt meiri en hækkun launanna, eins og
margoft hefur verið sýnt fram á i um-
ræðum um kjaramál að undanförnu.”
Með samanburði sinum á nokkrum
meginþáttum efnahagsmála sýnir Ragnar
Arnalds skýrt fram á hverjum úrslitum
það ræður um kaup og kjör fólksins i land-
inu þegar sósialistar ráð einheverju um
gang mála. í báðum þeim rikisstjórnum
sem hér eru bornar saman var Fram-
sóknarflokkurinn með aðild — en dæmin
banna að engu skiptir hvort hann er i
stjórn eða ekki. Hann er stefnulaust rek-
ald, og hægriflokkur i hægristjórn og þeim
árangri sem vinstristjórnin náði tókst að
að ná þrátt fyrir aðild hans að stjórninni.
—s.
Guömundur Pétur
Hvenœr taka
starfandi versl-
unarmenn
til sinna
ráða?
Niðurstöðu 10. þings Sjó-
mannasambandsins ber fyrst og
fremst aö túlka sem sigur starf-
andi sjómanna. útsendari at-
vinnurekenda- og rikisvaldsins,
Pétur Sigurösson, alþingismað-
ur var kolfelldur i kosningum til
allra trúnaðarstarfa á vegum
Sjómannasambandsins, og
hlaut hann að vikja fyrir skel-
eggri forystu sjómanna sjálfra.
Otrúlega viöa i verkalýöshreyf-
ingunni hefur útsendurum Sjálf-
stæðisflokksins tekist að koma
ár sinni fyrir borö, og veröur
tvöfeldnin i hráskinnaleik
þeirra með hagsmuni verka-
fólks æ meir áberandi, eftir þvi
sem árásir rikisvaldsins á
launakjör alþýöustéttanna
haröna.
1 Verslunarmannafélagi
Reykjavikur trónar Guðmundur
H. Garöarsson, þingmaður
Sjálfstæöisflokksins, blaöafull-
trúi Sölumiöstöðvar hraöfrysti-
húsanna meö meiru, sem for-
maöur. Hvenær skyldi starfandi
verslunarfólk risa upp og kjósa
sér forystu, sem talist getur
sannur fulltrúi þess?
Prófkjörsvandi
A. Þ. i Timanum er mikill á-
hugamaður um málefni Alþýöu-
flokksins og ritar eftirfrandi um
prófkjörsvandann, sem flokks-
þingið bakaði sér:
„A nýafstöðnu flokksþingi Al-
þýðuflokksins fór Sighvatur
Björgvinsson alþingismaöur
ekki dult með andstöðu sina
gegn prófkjöri. Astæðan er
skiljanleg. Samkvæmt þeim
prófkjörsreglum, sem sam-
þykktar voru á flokksþinginu,
getur Karvel Pálmason og hans
fólk á Vestfjörðum tekið þátt i
prófkjöri Alþýðuflokksins. Slikt
prófkjör óttast Sighvatur mjög.
Hann treysti á, að flokksstjórnin
á Vestfjöröum mundi tryggja
honum efsta sætið á framboðs-
listanum. En nú er sýnt, að svo
verður ekki. Framundan er þvi
mikiö strfö milli Sighvats og
Karvels, og er Karvel óneitan-
lega sigurstranglegri.”
Sighvatur Karvel
Fá rússar öll
Nóbelsverðlaun-
in nœst?
Útdeiling Nóbelsverðlauna
hefur sætt æ meiri gagnrýni á
siðustu árum. Ýmsir aðilar
deila þeim út en þaö viröist
þeim sammerkt að þeir hiaupa
eftir ýmsum tiskufyrirbrigöum
og valið veröur I meira lagi
duttlungafullt. Frægt er þegar
Nóbelsnefnd norska stórþings-
ins útdeildi friöarverðlaunum til
Kissingers og aðalsamninga-
manns Norður-Vietnams. Sá
siöarnefndi hafði vit á þvi að
hafna verölaununum. Willy
Brandt fékk einnig slík verðlaun
fyrir austurstefnu sina án þess
að ráö virtist gert fyrir þvi að
tvo þyrfti til þess að semja um
slökun milli austurs og vesturs.
Og úthlutun bókmenntaverð-
launa hefur á stundum þótt bera
keim af pólitiskum sjónarmiö-
um, en ekki bókmenntalegum.
Nú er þaö ljóst að mat á friðar-
bókmennta- og vísindaafrekum
getur aldrei verið algilt. Sá sem
fær verölaun er ekki þar með sá
besti í heimi á sinu sviði. Nú
hafa bandarikjamenn fengiö öll
Nóbelsverðlaunin til þessa og
eru sjálfsagt vei að þvi komnir.
En sá grunur hlýtur aö læðast
að manni að nokkru kunni að
hafa ráðið að bandarikjamenn
halda nú upp á 200 ára afmæli
sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. A
næsta ári halda Sovétmenn upp
á 60 ára afmæli byltingarinnar.
Með hliðsjón af útdeilingunni i
ár má öruggt telja hvar verð-'
launin hafna aö ári. Þaö eru lík-
leg þessi afmælis- og stórvelda-
sjónarmið sem ráða því að
friöarverðlaunum verður ekki
úthlutað i ár. En er það ekki
ámælisvert að útdeilingarmenn
Nóbelsverðlauna skuli hafa
gleymt okkur islendingum á
1100 ára afmæli Islandsbyggð-
ar?
Boðberi úreltr-
ar stefnu með
blóð á fingrum
„Eru Milton Friedman og
lærisveinar hans sannfærðir um
að hendur þeirra séu ekki blóði
drifnar?” Þannig spyr Le
Monde snemma i þessum mán-
uöi. Astæöan er sú, að Nóbels-
nefnd Seölabankans i Sviþjóð
sæmdi Friedman nóbelsverö-
launum I hagfræöi. Friedman
hefur verið ráöunautur Barry
Goldwaters og herforingja-
stjórnarinnar i Chile i efnahags-
málum, auk þess sem hann er
þekktur fyrir kenningasmið I
hagfræöi og skrif I kunn timarit
eins og Newsweek.
1 yfirlýsingum hefur Fried-
man viðurkennt aö hann sjái
ekkert athugavert við að gefa
ráðleggingar um efnahags-
stjórn til stjórnvalda, sem hann
segist þó vera á móti i grund-
vallaratriðum. Hann væri þvi
llklega reiöubúinn til þess að
taka að sér svipaö hlutverk fyrir
Pinochet eins og Albert Speer,
hermálaráðherra, fyrir Hitler.
En það er ekki fyrir þessa
ráðgjöf sem hann fær verðlaun-
in. Höfuðkenning hans er sú, að
rikisvaldiö eigi ekki aðskiptasér
af efnahagslifinu nema meö þvi
að sjá svo um að ávallt sé hæfi-
legt magn af peningum i um-
ferö. Kenningar hans eru aftur-
hvarf til hinnar úreltu frjáls-
hyggju 19. aldarinnar og and-
svar við kenningum Keynes um
jafnvægishlutverk rikisstjórna I
sambandi viö tekjumyndun og
atvinnustig i atvinnulifinu.
Kenningar Friedmans hafa
rennt stoðum undir þá hægri
stefnu, sem nú virðist eiga tals-
vert brautargengi á Vesturlönd-
um. Þaö er nokkurskonar
frjálshyggja i stað félagslegu
frjálshyggjunnar, sem flestir
kapitaliskir hagfræðingar hafa
hallast að slöustu áratugina.
Eða eins og danska blaöið Infor-
mation segir I leiðara: „Þetta
eru verðlaun peningavaldsins til
spámanns peningahyggjunar.”
ekh.
Friedman.