Þjóðviljinn - 28.10.1976, Page 11
Fimmtudagur 28. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
KR-ingar urðu Reykjavík-
urmeistarar í körfubolta
Ólafur Benediktsson — eftirsjá aö honum lir Islenskum handknatt-
leik, ef hann tekur tilboöinu.
Freistandi
segir Ólafur Benediktsson landsliös-
markvörður, sem hefur fengið boð
frá sænsku liði um að gerast
markvörður þess
„Mér finnst þetta afar
freistandi, þvi er ekki að leyna
a5 manni hefur alltaf langað
til aö fá aö reyna sig meö
erlendu liöi og ég veit aö ef ég
læt ekki veröa af þessu núna,
þá geri ég þaö aldrei” sagöi
Ólafur Benediktsson lands-
liösmarkvöröur i handknatt-
leik um tilboö þaö sem hann
hefur fengiö frá sænska 2.
deildarliöinu Olympia um aö
koma til Sviþjúöar og leika
meö liöinu.
,,En þaö er margt sem þarf
aö athuga. Ég hef góöa at-
vinnu hér heima og okkur
gengur vel hjá Val i mótinu.
Og eins er hitt aö félagiö hefur
ekki gert mér ákveöiö tilboö,
heldur rætt um þann mögu-
leika aö ég komi út. Þeir hafa
áhuga á aö koma hingaö og sjá
mig lcika áöur en þeir gera
mér ákveöiö tilboö. Ef þaö
veröur gott býst ég viö aö ég
slái til, en ef mér likar ekki
boöið læt ég þaö vera, ég fer
ekki út fyrir hvað sem er”
sagöi ólafur.
Þaö veröur mikill missir
fyrir Val aö missa Ólaf og þá
ekki siður fyrir landsliöiö, sem
er aö fara I B-heimsmeistara-
keppnina i vetur. ólafur sagö-
istmyndi setja sem skilyröi aö
hann fengi aö leika meö
landsliöinu, ef þaö heföi þörf
fyrir sig, ef af Sviþjóðarför
yröi. — S.dór.
„Hólmsteinn geröi allt sem
hann gat”
„Hólmsteinn gerði allt sem
hann gat,” sögöu KR-ingar um
Hólmstein Sigurðsson dómara og
töldu hann hafa veriö aö ná sér
niðri á KR-ingum i leik þeirra
gegn IS i Reykjavikurmótinu i
körfuknattleik i gærkvöldi.
Um leikinn er þaö annars aö
segja, aö KR-ingar sigruöu 1S
meö 67 stigum gegn 53, en i hálf-
leik var staðan 33-31 fyrir KR.
Fyrri hálfleikur var allur mjög
jafn, en á 1. min. i seinni hálfleik
tóku KR-ingar forystu og á 5.
minútu hálfleiksins var staðan 51-
37. mesti munur varð hins vegar
57-41, um miðjan siðari hálfleik.
Stúdentarnir áttu i miklum erfið-
leikum með að fá leikkerfi sin til
að ganga upp, en allt gekk eins og
i sögu hjá KR-ingum.
Stigahæstu menn: Hjá KR:
Kolbeinn Pálsson með 19 stig,
Bjarni Jóhannesson 18 stig. Hjá
1S: Bjarni Gunnar Sveinsson með
20 stig.
Dómarar voru Marinó Sveins-
son og Hólmsteinn Sigurðsson og
dæmdu mjög illa og oft og tiðum
stórfurðulega.
G. Jóh.
NM í badminton:
Svend
Pri
kemur
1 fréttatilkynningu frá blaða-
fulltrúa Norðurlandamótsins i
badminton, sem fer fram hér á
landi f lok næsta mánaöar segir
m.a.:
Það er nú ljóst að hinn stóri
draumur fsl. badminton-
áhugamanna að fá að sjá hinn
heimsfræga badmintonmann
Svend Pri á fjölum Laugardals-
hallarinnar á NM dagana 20-21
nov. n.k. muni rætast. Danir
munu senda alla sina sterkustu
badmintonleikara til mótsins. Nú
er því beðið með mikilli eftir-
væntingu eftir þátttökutilk. frá
Svium sem einnig eiga á að skipa
nokkrum af sterkustu badminton-
leikurum i heimi.
B.S.l. hafa nú borist þátttöku-
tilkynningarfrá Danmörki, Noregi
og Finnlandi, en svlar og
Islendingar munu tilkynna sin lið
fyrir fimmtúdag en þá verður
raðað niður i mótið.
1 liði Dana eru margir heims-
frægir badmintonleikarar. Svend
Pri varð heimsmeistari (All
England) 1975 I einliðaleik, hefur
einnig þrisvar orðið Norður-
landameistari bæði i einliða- og
tvíliðaleik, og einu sinni I
tvenndarleik. Hann er einnig
margfaldur Danmerkurmeistari
og hefur á undanförnum árum
verið talinn einn allra besti
badmintinleikari í heimi þó svo
að hann hafi aðeins einu sinni
sigrað á hinu óopinbera
heimsmeistarmóti All England.
Hann varð fyrir þvi óláni að
slasast illa á fæti i upphafi slðasta
keppnistimabils og varð þvi m.a.
frá keppni á síðasta NM f Stokk-
hólmi. Hann mun nú vera búinn
að ná sér að fullu á ný og samkv.
fréttum frá Danmörku hefur
hann sjaldan eða aldrei verið
betri en einmitt nú. Það er þvi
ljóst að erfitt verður fyrir Sture
Johnsson frá Sviþjóð aö verja
Norðurlandameistaratitil sinn
þar sem Pri mun örugglega gera
sitt til að endurheimta þann eftir-
sótta titil. Lene Köppen er
þrefaldur Danmerkur- og
N o r ð u r 1 a n d a m e i s t a r i i
badminton en hún hefur verið ein
fremsta badmintonkona i
heiminum undanfarin ár þó svo
að hún hafi tvö s.l. ar tapað I
undanúrslitum á All England. Pia
Nielsen er Evrópumeistari
unglinga i einliðaleik. Pernille
Kaagaard er gamalkunn kempa
og er mjög sterk i tviliöaleik og
tvenndarleik. Heimsmeistari I
tviliðaleik varð hún 1970. Þá
státar hún af fjórum sigrum i
tviliðaleik og fimm sigrum i
tvenndarleik á NM. Hún varð
fyrir þvi óláni aö slasast i upphafi
siöasta NM i Stokkhólmi. Hún
mun þvi ef að likum lætur gera
sitt eins og Pri til að endurheimta
Noröulandatitla sina.
Ármann-ÍR
85:73
Armann vann ÍR 85:73 i siö-
asta leik Reykjavikurmótsins
1 körfubolta í gærkvöld. •Sigur
Ármanns var öruggur og
aldrei i hættu. Jimmy Rogers
skoraði flest stig fyrir Ar-
mann, 24. Jón Sigurðsson
skoraöi 17 stig. Stigahæstir hjá
1R voru Kolbeinn Kristinsson,
18 og Jón Jörundsson 12.
Jón Jörundsson var meö
bestu vitahittni i mótinu, 12:10
eða 83%. Jimmy Jogers var
stigahæsti maður mótsins,
skoraði 135 stig eða 27 að
meðaltali i leik.
Lubansky — von pólverja I HM keppninni.
Pólverjar endurheimta
dýrmætan landsliðsmann
Lubansky kemur
aftur í liðið!
Wlodzimierz Lubansky, hetja
pólverja i siðustu heimsmeist-
arakeppni i knattspyrnu, mun
um helgina leika með landsliði
sinu á ný eftir tveggja ára hlé.
Pólverjar mæta þá kýpurbúum
i HM-keppninni, en þeir eru I
riðli með Kýpur, Portúgal og
Danmörku.
Lubansky varð að hætta að
leika með landsliðinu strax eftir
stórkostlega frammistöðu i sið-
ustu HM-keppni sem lagöi horn-
steininn að óvæntri velgengni
pólverjanna. Meiðsli i hné voru
þess valdandi aö hann varð að
hætta knattspyrnuiðkun að
nokkru leyti og hélt hann yfir til
Belgiu, til þess að leika þar i 2.
deild.
En nú hefur Lubansky náð sér
að fullu og pólskir knattspyrnu-
aðdáendur binda við hann
miklar vonir. Stefnan hefur
vcrið tekin á úrslitakeppnina
og er vonast til þess að
Lubansky leggi til þess drjúgan
skerf af mörkunum.
Júdó-
menn
þinga
A laugardaginn klukkan tvö
munu islenskir júdómenn setjast
niður og halda sitt ársþing að
loknu annasömu en árangursriku
starfsári. Þingið fer fram i húsa-
kynnum Miðfells h/f að Funa-
höfða 7.
1 fréttatilkynningu um þingið
kemur m .a. fram að á starfsárinu
var fimm sinnum keppt viö aðrar
þjóðir og unnust fjórar af þeim
viðureignum. Þykir hlutur
islenskra judómanna á
alþjóðavettvangi fara sivaxandi.
Danir
sigruðu
Danir sigruðu norður-Ira með
einu marki gegn engu i fyrri leik
liðanna i Evrópukeppni unglinga-
landsiiða. Kenneth Larsen skor-
aði hið dýrmæta sigurmark dana
fyrir tæplega eitt þúsund áhorf-
endur á leikvanginum i Álaborg.
ÍR-ingar
áfrýja
IR-ingar eru búnir að áfrýja úr-
skurði dómstóls KKRR, vegna
mál Þorsteins Hallgrimssonar
sem upp kom á dögunum, að sögn
Páls Júliussonar formanns KKl.
IR-ingarnir áfrýjuðu til dóm-
stóls KKl á söm f' rsendu og þeir
fóru með málið til KKRR og fara
fram á að dómstóllinn dæmi úr-
skurö KKRR dómstólsins ógildan
og að leikurinn fari fram aftur.
Einnig má ætla að þeir fari fram
á aö dómstóllinn viti aganefnd
fyrir léleg vinnubrögð við að til-
kynna viökomandi aðilum um
leikbannið sem Þorsteinn var
dæmdur i.
I dómstólnum eiga þrir menn
sæti, Hólmsteinn Sigurðsson,
Kristbjörn Albertsson og Hilmar
Hafsteinsson. Hólmsteinn er IR-
ingur og verður þvi að vikja,
Kristbjörn dæmdi leikinn og
verður hann þvi að vikja og
Hilmar er ekki á landinu. Vara-
maöur i dómstólunum er Guð-
mundur Þórsteinsson, en stjórn
KKI verður aö skipa hina tvo
dómarana. Búast má viö úr-
skurðinum innan fárra daga.
G.Jóh.